Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBBR 1989 Úr myndinni „Hyldýpið" sem nú er sýnd í Bíóborginni. „Hyldýpið“ í BIOBORGIN hefur tekið til sýn- ingva myndina „Hyldýpið" með Ed Harris og Mary Elizabeth Mastrantonio í aðalhlutverkum. Leikstjóri er James Cameron sem er einnig höfundur handrits. Amerískur kafbátur er við æfing- ar undan ströndum Florida á tals- verðu dýpi, þegar vart verður við torkennilegt ferlíki á ofsaferð í und- Bíóborginni irdjúpunum. Kafbáturinn siglir utan í bergvegg neðansjávar og tekur samstundis að sökkva í eitt mesta dýpi í Atlantshafi, um 6.000 metra niður. Erfitt verður um björgunar- aðgerðir, en tilraunir hafa staðið yfir á björgunarbúnaði á miklu dýpi og er hann notaður nú í fyrsta skipti. Mönnum tekst að komast inn í kafbátsflakið en erfiðara reynist að komast upp á yfirborðið aftur. Úr myndinni „Það þarf tvo til“ sem sýnd er nú í Bíóhöllinni. Bíóhöllin: „Það þarf tvo til“ Bíóhöllin sýnir þessa dagana myndina „Það þarf tvo til“. í aðalhlutverkum eru George Newbern og Leslie Hope. Leik- stjóri er David Beaird. Travis Rogers er ungur maður á uppleið. Hann er heitbundinn Steffu Lawrence og ákveðið er að hann gerist starfsmaður hjá föður henn- ar. Travis hefur löngun til að kaupa sérstakan bíl sem hann verður að gera sér ferð til Dallas til að nálg- ast. Hánn vill síðan aka á nýja bílnum í Steinolíuklúbbinn þar sem tengdapabbi vill hitta hann ásamt öðrum jöfrum. Bílinn góða fær Travis en ekki er útséð að hann komist í tæka tíð, því hann lendir í allskonar vandræðum á leiðinni á fundinn. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 9. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 79,00 35,00 66,94 8,330 557.598 Þorskur(óst) 71,00 51,00 67,80 2,936 199.026 Þorskur(smár) 52,00 52,00 52,00 0,169 8.791 Ýsa 89,00 55,00 81,70 2,335 190.728 Ýsa(ósl.) 99,00 64,00 77,75 8,162 634.586 Smáýsa(óst) 33,00 33,00 33,00 0,025 825 Karfi 45,00 29,00 33,95 1,105 37.501 Ufsi 34,00 30,00 33,10 1,559 51.610 Samtals 67,14 26,912 1.806.904 í dag verða meðal annars seld 13 tonn af þorski, 18 tonn af ýsu, 100 tonn af karfa og 15 tonn af ufsa úr Hjalteyrinni EA, Þorláki ÁR og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 96,00 30,00 71,36 22,162 1.581.429 Ýsa 98,00 23,00 79,81 23,086 1.842.422 Steinbítur 60,00 60,00 60,00 0,682 40.920 Lúða 425,00 200,00 255,12 0,248 63.270 Skarkoli 79,00 39,00 42,42 0,257 10.903 Keila 20,00 20,00 20,00 0,201 4.020 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,049 7.840 Samtals 75,26 47,609 3.582.830 ( dag verða meðal annars seld 20 tonn af ýsu, 45 tonn af karfa og 80 tonn af ufsa úr Ólafi Bekk ÓF, Ásgeiri RE, Ottó N. Þor- lákssyni RE, Þorláki ÁR og línubátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 82,50 55,00 71,87 51,262 3.684.042 Ýsa 87,00 40,00 76,62 19,626 1.503.718 Karfi 35,50 15,00 33,12 39,955 1.323.304 Ufsi 29,00 27,00 27,30 2,970 81.084 Steinbítur 61,00 46,00 56,85 1,209 68.730 Hlýri 49,00 49,00 49,00 0,250 12.250 Langa 41,00 27,00 35,66 3,125 111.438 Lúða 446,00 140,00 330,97 0,609 201.559 Samtals 56,70 124,982 7.086.389 Selt var meðal annars úr Hauki GK, Sleipni GK, Sæmundi HF, Ólafi GK, Jaspisi KE og Reyni KE. ( dag verða meðal annars seld 35 tonn af þorski, 15 tonn af ýsu, 1 tonn af steinbít, 3 tonn af löngu og 5 tonn af keilu úr línu- og netabátum. Kvöld- skemmtun í Borgarfirði Hvannatúni. FÉLAGAR úr fjórum leikflokk- um bjóða til kvöldskemmtunar í kvöld á Hlöðum og á morgun í Logalandi, bæði kvöldin klukkan 21. Þessa helgi er haldinn hinn svokallaði bandalagsdagur. Það eru félagar úr leikflokkun- um Sunnan Skarðsheiðar, leik- deildum UMF íslendings, UMF Reykdæla og UMF Stafholts- tungna sem eru að koma í verk hugmynd sem varð til í vor.þegar Borgfirðingar sáu um skipulagn- ingu og framkvæmd aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga. - D.J. Kökubasar Heimaeyjar Kvenfélagið Heimaey heldur sinn árlega kökubasar og hluta- veltu nk. laugardag á Hallveig- arstöðum kl. 14. I kvenfélaginu Heimaey, sem er líknarfélag, eru um þijú hundruð konur, sem allar eiga það sameigin- legt að vera fæddar í eða ættaðar frá Vestmannaeyjum. Félagið hefur um árabil styrkt ýmis málefni í sinni heimabyggð og víðar. Allur ágóði rennur til líknarmála. Nuddþjónustan Á baksíðu viðskiptablaðs Morg- unblaðsins í gær var fjallað um nýstofnað fyrirtæki sem bæri heitið Nuddstofan. Þetta er ekki rétt, eins og kom fram síðar í greininni, fyrir- tækið heitið Nuddþjónustan og er til húsa að Skúlagötu 26. Eru eig- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Basar Fríkirkju- saftiaðarins KVENFÉLAG Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík heldur árlegan basar sinn á morgun í safnaðar- heimili kirkjunnar á Laufásvegi 13 og hefst hann klukkan 14. Margt eigulegra muna er á bas- arnum. Tekið verður við munum á basar- inn í dag, föstudag, í safnaðar- heimilinu frá klukkan 17-21 og í fyrramálið frá klukkan 9. Sýning á fj ar skiptatækni í söludeild Pósts og síma, Ár- múla 27 í Reykjavík, verður sýn- ing og kynning dagana 11., 13., 14. og 15. nóvember. Á sýning- unni, sem heitir Fjarskipti 89, verða Qarskiptatæki, þar á með- al símtæki, símkerfi, telefaxtæki, farsímar og gagnaflutningsnet Pósts og síma verður einnig kynnt. Þá fá gestir að kynnast nýjung hjá Pósti og síma, svokölluðu boð- kerfi. Þar er um að ræða sendingu skilaboða með tölum eða texta til lítils tækis sem' menn bera á sér. Enn fremur verður kynntur nýr farsími sem unnt er að tengja við telefaxtæki og símakerfi. Erindi í Neskirkju DR. HJALTI Hugason, lektor, flytur erindi um trúarlíf íslend- inga áður fyrr I safiiaðarheimili Neskirkju tvo næstu sunnudaga, 12. og 19. nóvember. Fyrra erindið ber yfirskriftina „Þá þú gengur í Guðs hús inn“ og fjallar um guðsþjónustuhald í kirkj- um. Síðara erindið fjallar um guð- rækni á heimilum forfeðra okkar. Dr. Hjalti Hugason lauk embætt- isprófi í guðfræði frá HÍ árið 1977 og doktorsnámi í kirkjusögu í Upp- sölum 1983. Hann er nú lektor við Kennaraháskóla íslands. Erindin hefjast að lokinni guðs- þjónustu kl. 15.15. Sundlaug Sjálfsbjargar VIÐGERÐ er lokið við sundlaug Sjálfsbjargar en í sumar komu í ljós skemmdir á flísalögn í botn- inum. í frétt frá Sjálfsbjörg segir, að rekstur sundlaugarinnar sé veiga- mikill þáttur í þjálfun fatlaðra. Auk íbúa í Hátúni og þeirra er sæki Dagvist Sjálfsbjargar sækja þang- að sund Öskjuhlíðarskóli, deild fatl- aðra í Hlíðarskóla, Seljarás, Geð- deild Landspítalans Hátúni 10, íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni og íþróttafélagið Osp. Basar í Casa Nova BASAR kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður í Casa Nova MR á morgun kl. 14. Á boðstólum verður ýmiskonar handavinna sem kirkjunefndarkon- ur hafa unnið í haust og aðrir eigu- legir gripir. Með basamum eru kirkjuriefnd- arkonurnar að afla fjár fyrir safn- aðarheimilið sem Dómkirkjusöfn- uðurinn á í vændum. í gamla Iðn- skólahúsinu við Lækjargötu 14. Gaulveijabæjarkirkja Gaulverjabæjar- kirkja 80 ára Gaulverjabæ. Þess verður minnst sunnudag- inn 12. nóvember næstkomandi að Gaulverjabæjarkirkja er 80 ára. Kirkjan var vígð þann 21. nóvember árið 1909. Síðan hefiir hún hlotið margháttaðar endur- bætur og jafnan verið sveitar- prýði. Gaulveijabær hefur verið kirkju- stæður svo lengi sem vitað er, en fyrst er getið kirkju þar í kirkna- tali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Síðasta kirkja á undan þessari var reist árið 1845 og var orðin svo lakleg að hún var rifin og núverandi kirkja reist á einu sumri. Kirkjan á merka gripi og má þar telja kaleik frá 1654 og ljósahjálm frá 1686. í kirkjunni er fagurlega útskorin altaristafla eftir Ámunda Jónsson, þann kunna hag- leiksmann. Á henni stendur ártalið 1775. Við messuna á sunnudaginn mun nývígður vígslubiskup Skálholts- stiftis, séra Jónas Gislason, prédika og fyrrverandi sóknarprestar sækja sína gömlu kirkju heim. Eftir mess- una verður boðið til kaffidrykkju í Félagslundi. - Valdim. G. Ráðsteftia um þj óðfélagsþróun Á MORGUN hafa Félagsvísinda- og Sagnfræðistofnun boðað til ráðstefiiu um viðfangsefiiið „fs- lensk þjóðfélagsþróun 1880- 1985“ £ Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Þetta er rann- sóknarverkefiii sem unnið hefur verið að undanfarin misseri und- ir verkstjóm Guðmundar Hálf- dánarsonar og Svans Kristjáns- sonar. Á ráðstefnunni mun Guðmundur Hálfdánarson fjalla um almenna þjóðfélagsþróun fram til 1880, Gísli Ágúst Gunnlaugsson fjallar um byggða- og fólksfjölgunarþróun, Magnús S. Magnússon um efna- hagsþróun, Jón Gunnar Gijetars- son um upphaf og þróun stétt- skipts samfélags, Stefán Ólafsson um gerð stéttaskiptingar, Svanur Kristjánsson og Gunnar Helgi Kristinsson um valdakerfí og pólitíska foiystu og Pétur Péturs- son og Sigurður G. Magnússon um menningu. Basar Jófríðar- staðasóknar SAFNAÐARFÉLAG Jófríðar- staðasóknar i Haftiarfirði heldur á morgun basar í Góðtemplara- húsinu við Suðurgötu til ágóða fyrir kirkjubyggingu á Jófríðar- stöðum. Á basarnum verður á boðstólum hverskyns handavinna og kökur, hlutavelta fer fram og lukkupokar handa börnum verða seldir. Myndlistar- sýning í SPRON SUNNUDAGINN 12. nóvember næstkomandi kl. 14 opnar Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis myndlistasýningu í útibúinu í Álfabakka 14, Breiðholti. Sýndar verða myndir eftir Þórunni S. Þorgrímsdóttur. Þórunn fæddist í Reykjavík árið 1951. Að (oknu stúdentsprófi stundaði hún nám í myndlist og leikmyndateiknun við Hochschule fur Ángewandte Kunst í Wien Myndlista- og handíðaskóla íslands og Hochschule der Kunste í Berlín. Þóninn hefur starfað við leik- myndateiknun hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, við kvik- myndir og víðar. Árið 1987 hélt Þórunn einkasýn- ingu í Nýlistasafninu og hefur auk þess tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum, heima og erlendis. Sýning Þórunnar stendur yfir til 19. janúar 1990 og verður opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 9.15-16. Opið hús í Garðabæ OPIÐ hús verður í Tónlistar- skóla Garðabæjar á inorgun frá klukkan 14-17. Öllum sem vilja er boðið í húsa- kynni skólans, sem eru að Smiðs- búð 4-6 til að fylgjast með því sem þar fer fram. Unnt verður að fylgj- ast með kennslu en einnig munu nemendur efna til tónleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.