Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 33

Morgunblaðið - 10.11.1989, Síða 33
33 ........-......-..............M(3RdUN1?I,.ABrD jj'ðSTtfMjftÚjg lb! NðVEMjBER 1989 Dóra Halldórs- dóttir — Minning í dag er til moldar borin Dóra Halldórsdóttir húsfreyja, ekkja Ein- ars Þorsteinssonar, sem lengi var skrifstofustjóri Olíuverslunar ís- lands. Hún fæddist 14. júlí 1906 að Hvammi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Voru foreldrar hennar hjónin Halldór Guðmunds- son bóndi, fæddur 11. september 1886 að Móbergi í Langadal og Guðrún Bjarnadóttir, fædd 29. júlí 1875 að Syðri-Þverá í Vesturhópi og ólst hún upp með foreldrum og systkinum sínum að Litlu-Ásgeirsá í Víðidal. Dóra ólst upp í Hvammi og fleiri bæjum í Langadal með foreldrum sínum og systkinum. Langidalur er ein fegurst sveit á landi hér, þar sem Blanda, hin tigna og mikla móða, fellur um dalbotninn endilangan, en vonin um að ná fundum vífávals styttir leiðina. Enginn, sem kynntist Dóru fór í neinar grafgötur um, hvern hug hún bar til æskustöðva sinna. Ég hef einnig spurt, af skjallegum mönnum að norðan, vinsældir henn- ar þar á heimaslóðum vegna ljúf- mennsku hennar og annarra mann- kosta. Séra Gunnar Árnason sem kynntist náið foreldrum hennar og íjölskyldu segir svo í prýðilegri út- fararræðu yfir Guðrúnu móður Dóru: „Tvö fyrstu búskaparár okk- ar hjónanna voru þau Guðrún og Halldór í tvíbýli við okkur á Æsu- stöðum, og eigum við aðeins góðs að minnast frá þeirri samvist og samskiptum. Kveður konan mín sig þá hafa lært margt af Guðrúnu og meira en hún fái fullþakkað. Þau Guðrún og Halldór bjuggu aldrei við mikil efni, þótt hvorugt lægi á liði sínu, en gestkvæmt var jafnan á heimiíi þeirra. Nutu þau mikilla vinsælda, því að bæði voru mjög greiðasöm og hjálpsöm í hvívetna." Fædd 18. janúar 1891 Dáin 19. október 1989 r* Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem. Okkur langar til að minnast elskulegrar ömmu okkar er lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur þann 19. október síðastliðinn. Það var mikil gæfa að fá að vera samvistum við afa og ömmu. Afi lést árið 1973 og var amma þá alveg hjá okkur í heimili. Hún var alltaf prjónandi, prjónaði sokka og vettlinga á barna- börnin og barnabarnabörnin fram á síðustu ár. Það var alltaf gaman að koma inn í herbergi til ömmu, Leiðrétting í minningargrein eftir Sigríði Guðmarsdóttur um Maríu Rögn- valdsdóttur sem birtist á útfarar- degi hennar 28. okt sl. urðu þau mistök við vinnslu greinarinnar að merking orðs breyttist. Orðið vom- andi varð að volandi, en rétt átti setningin að hljóða svo: „Eg minn- ist þess að eitt sinn var hún sof- andi þegar ég kom. Ég settist hjá rúminu hennar og spurði hana að því þegar hún vaknaði hvort henni hefði nokkuð brugðið við að hafa mig vomandi yfir sér“. Morgun- blaðið biður alla viðkomandi afsök- unar á þessum mistökum. Þá segir séra Gunnar um Guð- rúnu að hirðusemi og umgengnis- fegurð hafi verið í ríku samræmi við innsta eðli hennar — háskóli hennar hafi verið það, sem hún vissi helgast. Af máli séra Gunnars verður manni ljóst, að Dóra hefur ekki farið varhluta af eðliskostum for- eldra sinna, heldur erft þá í ríkum mæli. Svo er mér sagt, að nokkru fyrir 1930 sé þar komið sögu, að ungur maður úr Reykjavík fari að venja komur sínar norður í Langadai, fyrst á fótstignu reiðhjóli, en síðar á mótorhjóli, e.t.v. vegna reynslu sinnar af lengd dalsins. Svo fór og, að hjarta þess vífavals í dalnum, sem til var leikið, reyndist ofraun að standast töfra förusveinsins og 7. febrúar 1930 gengu þau Dóra og Einar Þorsteinsson í hjónaband. Einar var fæddur í Ólafsvík 20. desember 1906. Nokkru síðar flutt- ust þau í myndarlegt hús, sem þau reistu við Þjórsárgötu við Skeija- 'fjörð hér í borg. Þar bjuggu þau til ársins 1965, er þau fluttust í nýbyggt hús sitt við Einimel. Þeim Dóru og Einari varð þriggja barna auðið, en þau eru: Margrét Sigríður, fædd 11. ágúst 1930 gift Þorvarði Áka Eiríkssyni fram- kvæmdastjóra fæddum 22. febrúar 1931. Þau eiga 4 börn. Valgerður Guðrún fædd 17. september 1935 gift Lúðvík Gizurarsyni hæstarétt- arlögmanni fæddum 6. mars 1932. Þau eiga 3 börn. Þorsteinn skrif- stofustjóri hjá Reykjavíkurborg fæddur 25. nóvember 1952, kvænt- ur Soffíu Ingibjörgu Guðmunds- dóttur fæddri 21. mars 1955. Þau eiga 4 börn. Heimili Dóru og Einars var róm- að fyrir gestrisni, smekkvísi og hvers kyns menningarbrag. Var tónlist mjög í heiðri höfð á heimil- inu. Dóra hafði fagra söngrödd og hún kenndi okkur að spila og var alltaf til í að sleppa pijónunum og spila við okkur, hún var líka alltaf til taks þegar við þurftum á henni að halda. Það var oft glatt á hjalla hjá ömmu, hún var alltaf glöð og kát og það var mikið rætt og hlegið þegar vinir og ættingjar komu í heimsókn. Líf hennar var svo ólíkt okkar, að heyra hana segja frá gamla tímanum var eins og ævintýri fyrir okkur. Hún sagðist alltaf hafa ver- ið gæfumanneskja í lífinu. Hún saknaði afa mikið og vonaði að hún yrði ekki mjög gömul og þyrfti ekki að vera upp á aðra komin. Á sjúkra- húsinu naut hún þeirrar bestu umönnunar sem hægt var að veita henni og er það þakkað af hjarta. dáði tónlist mjög. Dæturnar lögðu stund á tónlistarnám og leika af mikilli list á píanó og oft var lagið tekið með undirleik þeirra af heima- mönnum og gestum þeirra. Minn- umst við Kristín slíkra stunda á Einimelnum með mikilli ánægju og þökk, og veit ég að við erum ekki ein um það. Þá var á heimilinu vandað og fagurt bókasafn og ágætir listmunir þ.á m. hannyrðir húsfreyjunnar. Bar heimilið allt vott um menningu húsbænda. Dóra var mikill aðdáandi góðra bókmennta. Einkum hafði hún yndi af góðum Ijóðum, las þau og lærði. Ég kynntist Dóru fyrst fyrir um 17 árum, þegar börnin okkar voru farin að draga sig saman. Þá var Einar dáinn, hann lést 31. desem- ber 1971, svo að honum kynntist ég ekki. Hins vegar er ég vel kunn- ugur mönnum, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum vel. Ljúka þeir allir upp einum munni um hvílíkur mannkostamaður og drengskapar hann hafi verið. Ég leyfi mér að greina frá vitnisburði séra Gunnars Árnasonar um þau hjón. „í hálfan fjórða áratug eða frá því laust eftir 1930 dvaldist Guðrún Bjarnadóttir hér syðra hjá Dóru dóttur sinni og Einari Þor- Að leiðarlokum viljum við þakka ömmu fyrir allt sem hún var okkur. Unnur, Beta og Adda steinssyni, skrifstofustjóra, manni hennar. Það var Guðrúnu ómetan- leg gæfa og fjölskyldunni allri. Var hið mesta ástríki með þeim mæðg- um og sérstök tillitssemi og um- byggja af hálfu tengdasonarins.“ Ég hef að framan reynt að rekja að nokkru eðliskosti Dóru Halldórs- dóttur, en hæst rís hún sem dóttir, húsfreyja, móðir og amma, þar sem hún miðlaði ástríki sínu af þeim brunni, sem aldrei sá í botn. Nú hin síðari ár bjó hún við hrak- andi heilsu, sem hún tók með still- ingu og kjarki. Hún dvaldist síðustu árin á Sunnuhlíðarhæli í Kópavogi og naut þar hjúkrunar. Hún naut og ástríkis barna sinna og barna- barna og galt í sömu mynt. Ég minntist hér að framan á tryggð Dóru og þrá til átthaganna, dalsins, sem fljótið mikla skiptir. Tómas Guðmundsson, sem ólst upp við annað fljót, segir að það hafi orðið hamingja sín að eignast í vissum skilningi aðra „átthaga", sem urðu honum kærir og þar sem hann hafi um langa ævi notið vel- vildar og umburðarlyndis og hann segir: „En hvorki gat það né neitt annað haggað þeim örlagaböndum, sem allt fram á þennan dag hafa tengt mig Soginu og umhverfi þess.“ Dóra eignaðist líka aðra „átt- haga“, sem henni urðu kærir og þar skilaði hún ævistarfi sínu. Nú finnst mér hún geta sagt með Tómasi: „Að haustnóttum einn ég að heiman geng, því harms míns og gleði bíður hið myrka fljót, sem við flúð og streng svo fallþungum niði líður. Það kom hingað forðum á móti mér hvem morgun í sóldýrð vafið. I kvöld á það sefandi söng, sem ber minn síðasta vordag í hafið.“ Blessuð sé minning Dóru Hall- dórsdóttur. Guðmundur Benediktsson t SIGURDRÍFA TRYGGVADÓTTIR, Engidal, sem lést 2. nóvember sl. verður jarðsungin frá Húsavíkurkrkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR S. SIGURÐARDÓTTUR frá Víðivöllum, Fljótsdal, Berugötu 7, Borgarnesi, verður gerð frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 14. nóvember nk. kl. 2 eftir hádegi. Jón Sigurðsson. t Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför,. SIGURÐAR LÍKAFRÓNSSONAR, Vesturbraut 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarkvenna og starfsfólks Sól- vangs, sem önnuðust hann, er hann dvaldi þar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir alla vinsemd og virðingu vegna andláts og útfarar, CARLS BILLICH. Þurfður Billich, Sigurborg E. Billich, Oddi Erlingsson, Karl Erlingur Oddsson. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, » RAGNARSHALL málara, Réttarholtsvegi 29, Reykjavík. Berta Guðjónsdóttir Hall, Örnólfur Hall, Ásthildur Kjartansdóttir, íris Jónfna Hall, Heiðar Steinþór Valdimarsson, Ragna Jóna Hall, Eggert Óskarsson, Þórður Hall, Þorbjörg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum, sem sýndu okkur ástúð og vinarhug við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar, BERGLINDAR GUNNARSDÓTTUR, Suðurbraut 23, • Hofsósi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk göngudeildar Landspítalans. Gunnar Sigurðsson, Svanhildur Jóhannesdóttir. Lokað í dag frá kl. 10.00 til 14.00 vegna jarðarfarar KRISTJÁNS ÚLFARSSONAR. Bílavörubúðin FJÖÐRIN HF., Skeifunni 2, Skeifunni 6 og Grensásvegi 5. María Rögnvalds- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.