Morgunblaðið - 10.11.1989, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1989
41
PT-
KARLMANNAFÖT
frá kr. 5.500,- til 9.990,-
Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,-
Nýkomnar yfirstaerðir.
Mittismál mest 128 cm.
Gallabuxur kr. 1.420,- og 1.620,-
Flauelsbuxur kr. 1.420,- og 1.900,-
Regngallar nýkomnir kr. 2.650,-
Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
ANDRES, Skóiavörðustíg 22, sími 18250.
Leggjum rækt við lækningagáfiina
Til Velvakanda.
Um daginn sat ég fund með
ágætu fólki, sem ræddi um sínar
innstu þrár og vandamál. Það er
stórkostlegt að vita af slíkum fé-
lagsskap nú til dags, að eiga þau
forréttindi, að geta tekið þátt í slíku.
Allt of lítið er höfðað til tilfinninga
manna í okkar nútímaþjóðfélagi.
Það eina sem kemst að er fram-
leiðsla og neysla. Hinn mannlegi
þáttur mannsins er stórlega van-
ræktur, nema þá hjá slíkum félaga-
samtökum, sem að framan getur.
Á þessum tiltekna fundi var komið
inná trúmál, skyggnigáfu og aðrar
gáfur, engla, og það sem í daglegu
lífi er „tabu“, eitthvað sem ekki
má tala um. En maðurinn er nú
einu sinni svo gerður, að hann er
leitandi og þráir að fylla upp í tóma-
rúmið í lífi sínu. Hann finnur til
vanmáttar síns, þegar hann stendur
frammi fyrir því reginafli, sem ein-
kennir tilveru hans. Þegar alvarleg-
ir sjúkdómar knýja dyra, sumir
ólæknanlegir á líkama eða sál; þeg-
ar upplausn verður í fjölskyldu, eða
önnur stórfengleg umbrot sem
valda vonbrigðum og örvæntingu,
brostnum hjörtum, þá hrópar mað-
urinn til Guðs, kannski í fyrsta sinn,
og ákallar það mikla afl, sem hann
hefur ekki séð eða snert á, og neit-
að því að trúa á. En það kemur að
því að maðurinn leitar Guðs á erfið-
ustu stundum lífsins hér á jörð. Guð
er að finna, og hann heyrir bænir
og svarar þeim. Maðurinn verður
að læra að hlusta eins og barn á
ný. Guð er að finna í dýpstu auð-
mýkt mannlegs eiginleika. Við finn-
um ekki Guð með því að ganga til
messu einn sunnudag í lífi okkar.
Ekki heldur með því að leita hans
í ólíkum söfnuðum og trúarvenjum
þeirra. Við finnum Guð í bæninni,
þegar við höfum fyrirgefið sér-
hverri sál, sem gert hefur á hlut
okkar, beygjum okkur í auðmýkt
og viðurkennum veikleika okkar og
breiskleika og biðjum; Guð vertu
mér syndugum líknsamur. Þegar
við getum gert þetta og fyrirverðum
okkur ekki fyrir Guði eða mönnum;
þegar við getum sagt við sérhvern
mann, sérhverja sál: Ég elska þig,
og mér þykir vænt um þig. Þá höf-
um við fundið Guð, þá er Guð í
okkur, því að Guð er kærleikur.
Höfum orð þessi hugföst, og leit-
umst við að vaxa í trú og trú-
rækni. Verum þess meðvituð, að á
meðal okkar eru verur, góðir andar
og englar, sem vilja okkur vel í
baráttu okkar við ill öfl, sem verða
á vegi okkar þann reynslutíma sem
við lifum hér á jörð, sem er svo
stuttur þegar við lítum til baka í
hinsta sinn. Verum vakandi fyrir
þeim ýmsu gáfum sem sumum okk-
ar eru gefnar. Leggjum rækt við
skyggnigáfuna og lækningagáfuna.
Því svo mörgum okkar eru þessar
gáfur gefnar, og mörgu góðu hafa
þær komið til leiðar. Guð geymi
ykkur.
Einar Ingvi Magnússon
EDI framtíöin:
Pappírslaus viðskipti í Evrópu
Ráðstefna þriðjudaginn 14. nóvember
kl. 9.30-16.30 á Hótel Loftleiðum,
í salnum Höfða.
Erlendir gestir ráðstefnunnar:
Hans B. Thomsen frá Útflutningsráði Noregs
og Maurice Walker frá tollaráðuneyti
Evrópubandalagsins.
Aðrir, sem flytja erindi:
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastj. Verslunarráðs íslands,
Karl F. Garðarsson, Ríkistollstjóra,
Jón H. Magnússon, Vinnuveitendasambandi íslands,
Gunnhildur Manfreðsdóttir, bókasafnsfræðingur,
Arnþór Þórðarson, Félagi ísl. iðnrekenda,
Sigmar Þormar, Verslunarráði íslands,
Þór Svendsen Björnsson, Reiknistofu bankanna.
Pappírslaus viðskipti eru framtíðin. Islensk fyrirtæki
verða að tileinka sér þær nýjungar, sem nú ryðja sér
til rúms hvarvetna í helstu viðskiptalöndum okkar. Með
notkun EDI, staðlaðra skjalaskipta milli tölva, munu þau
njóta verulegs hagræðis.
Það er mikilvægt að stjórnendur kynni sér þessi mál,
þiví upptaka pappírslausra viðskipta er 80% stjórnunar-
mál en 20% tæknilegt viðfangsefni. Opinberir aðilar,
t.d. tollurinn, hafa sýnt þessum nýjungum mikinn áhuga
og Ijóst er, að í framtíðinni munu upplýsingar vegna
inn- og útflutnings berast til tollsins fyrst og fremst í
tölvutæku formi.
Á ráðstefnu EDI félagsins þann 14. nóvember munu
tveir erlendir gestir skýra frá vinnu innan Evrópubanda-
lagsins varðandi notkun EDI við tollafgreiðslu og laga-
legum atriðum, sem tengjast pappírslausum viðskiptum.
Ennfremur verður fjallað um þá frumvinnu, sem farin
er af stað hér á landi og framtíðarmarkmið.
Ég vil því eindregið hvetja þig til að mæta.
ViJhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Verslunarróðs (slands
og formaöur EDI félagsins.
Vinsamlegast tilkynnið þáttöku
í sfma 83088.
Ráðstefnan eröllum opin. Þátttökugjald kr. 6.000.
Ný „TOPP11 - tilboðsverslun hefur tekið til starfa
á Eiðistorgi 11,3. hæð.
Bjóðum upp á allar mögulegar vörutegundir
ábestafáanlegaverði,
t.d. allurfatnaður, búsáhöld, gjafavörur, gerviblóm,
barnakerrur, matar- og kaffistell, baðvörur, leikföng,
ofl., ofl., ofl., ofl.
Barnakerrur... .. kr. 9.950.-
Herrafrakkar.. .. kr. 3.900.-
Glös . kr. 60.-
Úlpur .. kr. 1.490.-
Alltaf eitthvaó nýtt i hverri viku.
w
Ttmrimé UmmT
TOPPURINH
Eiðistorgi 11,3. hæð.