Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 2

Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1990 Seðlabankinn Breski ferðalangurinn enn ófundinn; Tvær þyrlur, 150 leitarmenn og þrír hundar leita í dag UMFANGSMIKIL leit fór fram í gær að breska ferðalangmim sem ekki hefur komið til baka úr ferð sem hann fór upp á Óræfajökul síðastliðinn mánudag. 100 björgunarsveitarmenn, gangandi, á snjóbíl og snjósleðum leituðu á umfangsmiklu svæði en án nokkurs árangurs. 50 manns bætast við í leitina i dag og reynt verður að leita úr lofti og flytja með þyrlu snjóbíl og sleða upp á jökultoppinn. Breski ferðalangurinn, 26 ára gamall að nafni Steven William Reader, lagði af stað frá Hofi upp að jökli á mánudagsmorgun kl. 7 og sást síðast til hans kl. 9. Ætlun- in var að hann kæmi til baka að Hofi á miðvikudagskvöld. Þegar hann skilaði sér ekki, var ákveðið að hefja leit. Að sögn Jóhannesar Briem hjá landsstjórn Slysavamafélagsins, sem stjómar leitinni af hálfu Slysa- vamafélagsins, er Bretinn ekkert sérlega vel búinn og ekki vanur fjallgöngumaður. Hann hefur svefnpoka með sér, ísexi og skóf lu; mun pokinn ekki vera sérlega vandaður. „Veður var gott á þessu svæði á mánudag og miðvikudag, þannig að svo virðist vera sem honum hafi hlekkst á,“ sagði Jó- hannes. „Það er erfitt að meta hversu lengi menn geta enst á lífi við þessar aðstæður. Hann hefur skóflu með sér og hafi hann graf- ið sér skýli í fönn, gæti hann þraukað í nokkra daga. Þá er hins vegar mjög erf itt að f inna hann.“ Fyrstu leitarmennimir komu í björgunarstöðina í Fagurhólsmýri síðdegis á fimmtudag. Vom það menn úr slysavamasveitum frá Öræfum, Höfn, Kirkjubæjar- klaustri og Vík í Mýrdal. Um 40 manns úr þessum sveitum taka þátt í leitinni. Lítið sem ekkert var hægt að leita á fimmtudag. I gær bættust við 50 leitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og hjálparsveitum skáta í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Með þeim í för vom tveir leitarhundar, sérstaklega þjálfaðir til Jeitar að mönnum í snjó. í fyrradag var aftakaveður á svæðinu og áttu björgunarsveitar- menn fullt í fangi með að komast að björgunarskýlinu, að sögn Guð- brands Jóhannssonar, umdæmis- stjóra Slysavamafélagsins, sem stjómar leitinni á svæðinu. Þokkalegt veður var í gær á leitarsvæðinu, tveggja kílómetra belti, sem afmarkast af Sandfelli í vestri og Hnappavöllum í austri. í birtingu í gærmorgun hófst leit gangandi manna og manna á snjó- sleðum. Fyrst var leitað á svæðinu undir jöklinum en síðan farið upp á jökul. Snjóbíll náði upp í 1.250 metra hæð fyrir ofan Háöxl og snjósleðar í svipaða hæð. Göngu- menn komust hins vegar lengra upp á jökul. Síðdegis í gær versn- aði veður aftur, sérstaklega uppi á jöklinum. Leitarmenn leituðu við mjög erf- iðar aðstæður í gær; í foki, lausa- mjöll og snjóflóðahættu. Leit var hætt þegar komið var myrkur, milli kl. 17 og 18. í gær vom óþreyttir menn sendir á staðinn; þrautþjálfaðir fjallgöngumenn og jöklafarar. Um hundrað manns tóku þátt í Björgunarsveitarmenn tygja sig til farar á leitarsvæðið í gær. Bretinn hélt upp frá Hofi og áleiðis á Hvannadalshnúk á mánudagsmorgun. Síðan hefur ekkert til lians spurst. leitinni í gær, en í dag verða á bilinu 130-150 manns við leitar- störf. Verður hugsanlega bætt við sporhundi. Reynt verður að fá þyrlu frá Landhelgisgæslunni og vamarliðinu til þess að aðstoða við leit í dag. Áformað er að flytja snjóbíl og snjósleða upp á jökulinn og leita niður eftir jöklinum. Spáð er þetra veðri í dag. í samtali við Morgunblaðið sagði Ari Guðmundsson, bóndi að Hofi, að heimilisfólkið hefði reynt allt til þess að fá Bretann ofan af ferðalagi sínu upp á jökul. Ekki hefði verið tauti við hann komið. „Við tókum af honum 300 punda tryggingu vegna hugsanlegrar leitar og vegabréf hans,“ sagði Ari. Kvaðst hann hafa látið lög- reglu og Slysavarnafélagið vita strax af ferðum hans Ari kvaðst hafa rakið slóð hins unga Breta og komið hefði í ljós að hann breytti áætlun sinni, frá því sem hann hefði greint Ara frá, farið út af þjóðveginum sem leið lá til fjalla eftir annarri leið en venjulega væri farin. „Það er hrein fífldirfska eða aulaskapur að fara upp á jökul á þessum árstíma og dveljast þar, einn síns liðs,“ sagði Ari. Hættir sem varamaður ' íbankaráði DAVÍÐ Björnsson, sem verið hefúr ^ varamaður í bankaráði Seðla- banka Islands frá 1986, ákvað í gær að segja af sér. „Ég ákvað að segja af mér þrátt fyrir að ég sé þeirrar skoðunar að seta mín í bankaráði Seðlabankans og störf mín hjá Landsbréfum hafi ekki leitt til ■ hagsmunaárekstra," sagði Davíð. Davíð sagði að hann hefði starfað við verðbréfamiðlun hjá Kaupþingi hf. þegar hann var kosinn í bankaráð Seðlabankans 1986 -og öllum hefði verið það Ijóst. Enginn hefði hins vegar fett fingur út í kjör hans í bankaráðið á þeim tíma. „Það hefur gleymst í þessari um- ^ ræðu að ég hef ekki setið fundi hjá bankaráði Seðlabankans í hartnær tvö ár. Hvemig geta hagsmunaá- | rekstrar þá hafa átt sér stað,“ sagði Davíð. ------—------- \ Ennjaftitefli hjá Margeiri MARGEIR Pétursson gerði í gær jafotefli við Ungverjann Portisch í sjöttu umferð alþjóðlega stór- meistaramótsins í Vijk aan Zee í Hollandi. Margeir er nú í 5.-10. sæti með þrjá vinninga, en hann hefúr gert jafiitefli í öllum skák- um sínum á mótinu til þessa. Kortschnoj og Short eru efstir með 4 '/2 vinning en í 3.-4. sæti eru Piket og Anand. Margeir hefur í | næstu skák hvítt á móti neðsta manni mótsins, Hollendingnum Nij- boer. I 76 símsmiðir heQa aftur störf hjá Pósti og síma Vilja úrskurð félagsdóms um lögmæti verkfalls Andri 1 Beiðni um þorskkvóta vísað frá FISKVEIÐIRÁÐ Norður-Kyrra- hafsins í Alaska hefúr vísað frá, um sinn að minnsta kosti, beiðni fulltrúa bandaríska utanríkis- ráðuneytisins um sérstakan þorskvinnslukvóta fyrir Andra I. Viðræður embættismanna ís- Iands og Bandarikjanna hafa enn ekki skilað árangri, en þeim verður haldið áfram eftir helg- ina. Fórmaður fiskveiðiráðsins sagði það markaða stefnu þess, að veita einstökum ríkjum eða samvinnufyr- irtækjum ekki sérstaka vinnslu- kvóta, en að auki hefði umsókn íslenzka úthafsútgerðarfélagsins borizt of seint. Vegna þess vísaði hann þessari beiðni frá, en um hana voru ekki greidd atkvæði. Það er talið gefa nokkra von fyrir ÍSÚF. Formaður stjórnar félagsins, Har- aldur Haraldsson, segir að lítið sé að gera annað en þreyja þorrann og vona hið bezta. Þessu hafi líklega verið vísað frá til að komast hjá því að gefa ákveðið fordæmi, en öll nótt sé ekki úti enn. Hann gat þess að umsókn um kvóta fyrir Andra hefði legið fyrir í nóvember og því hefði ráðinu verið kunnugt um hana í tíma. SÍMSMIÐIR samþykktu einróma á félagsfúndi síðdegis í gær að snúa aftur til starfa hjá Pósti og síma á mánudaginn. „Við höfum ekki efúi á að bíða í margar vik- ur eftir niðurstöðu félagsdóms, en þangað viljum við skjota deil- unni,“ segir Páll Þorkelsson, for- maður Félags símsmiða. Lög- fræðingur Rafíðnaðarsambands Islands kannar nú réttarstöðu Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðar ríkisins var fært með allri suðurströndinni austur á firði. Mesta veðrið gekk niður í gær- kvöldi og spáði Veðurstofan batn- andi veðri um allt land í dag. Spáð BOÐAÐ hefúr verið til fundar Sleipnis, félags langferðabíl- sfjóra, og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara klukkan 16 á mánudaginn kemur. Ríkissáttasemjari kannaði í gær símsmiða, en ríkisvaldið hafnar því að bera deiluna undir félags- dóm. Ólafúr Tómasson, Póst- og símamálasfjóri, segir að símsmið- ir taki laun samkvæmt samningi Félags íslenskra símamanna og telur að þeim hafi verið illa ráð- lagt, að ganga í Rafiðnaðarsam- bandið. í samræmi við samþykkt fundar- ins í gærdagtaka 76 símsmiðir, sem er vaxandi austanátt á Suðvestur- landi og að byrji að snjóa seinnipart- inn í dag. Spáð er kólnandi veðri á á Norðurlandi. Víða urn land urðu tafir á um- ferð og óhöpp vegna veðurs. Bíll hugi deiluaðila og ákvað að því loknu að boða til fundar. Sleipnis- menn voru í þriggja daga verk- falli framan af vikunni, en hafa ekki tekið ákvörðun um frekari aðgerðir. sögðu upp 1. október, aftur til við fyrri störf hjá Pósti og síma eftir helgina. Þá draga 30 símsmiðir til baka uppsagnir sínar frá janúar- byrjun. Hjá stofnuninni starfa 220 símsmiðir. Vegna uppsagnanna var í vikunni auglýst eftir fólki í nám og störf símsmiða og um 100 um- sóknir bárust. Ólafur Tómasson kveðst gera ráð fyrir að 20 nýliðar verði ráðnir að stofnuninni. fauk út af hálum veginum á Kjalar- nesi í hvassri hryðju en engan sak- aði. Öllu innanlandsflugi Flug- leiða var aflýst í gær en reyna átti að fljúga tveimur flugvélum Flug- leiða sem höfðu verið á f lugvellinum á Akureyri frá því á fimmtudag. Veðurstofa íslands spáir vaxandi austanátt á Suðvesturlandi og að fari að snjóa undir kvöld. Spáð er kólnandi veðri fyrir norðan og allt að 10 stiga frosti. Veður var farið að gánga niður síðdegis í gær á Hólmavík en þar fór rafmagn af húsum í mestallri sýslunni, allt norður í Bitrufjörð. Rafmagnsleysið varði stutta stund en skólahald lagðist niður í sýsl- unni. Búið var að opna vegi í þorp- inu en þjóðvegir voru lokaðir. Sjá einnig Akureyrarsíðu bls. 25. Símsmiðir boðuðu verkfall frá og með 16. janúar. Þeir sögðu sig úr Félagi íslenskra símamanna og gengu í Rafiðnaðarsambandið. Póstur og sími, samgönguráðuneyti og ijármálaráðuneyti hafa talið verkfall símsmiða ólöglegt og að i Félag íslenskra símamanna hafi ’ samningsréttinn fyrir þeirra hönd. FÍS hefur tekið undir þetta álit.' | Ólafur Tómasson segir að auðvit- að geti menn gengið í félög að vild . sinni, en hvað laun snerti skipti I aðild símsmiða að RSI engu máli. Þeir taki laun eins og félagsmenn í FÍS. „Það á að meta menn eins og þeir eru án tillits til stéttarfélags og það er mikilvægt að semja við starfsmenn Pósts og síma_ í heild en ekki í smáhópum,“ segir Ólafur. Páll Þorkelsson segir simsmiði ekki ætla að segja sig úr Rafiðnað- arsambandinu og ganga aftur í Félag íslenskra símamanna. Þeir vilji hins vegar láta reyna á lög- mæti verkfallsins fyrir félagsdómi. Lögfræðingur Rafiðnaðarsam- bandsins, Guðni Haraldssson, ætlar að kanna málið fram yfir helgi. Á fundi forráðamanna Pósts og síma með símsmiðum í gærmorgun var talsvert rætt um menntunarmál j símsmiða. Ólafur Tómasson segir að rætt hafi verið hvernig aðlaga mætti símsmiðanámið framhalds- k námi, til dæmis í rafeindavirkjun eða rafvirkjun. „Við erum tilbúnir að endurskoða fyrirkomulag náms- ins og teljum ennfremur æskilegt að þessir menn komist áfram innan stofnunarinnar. Þar hjálpar frekara nám vissulega." Vont veður víða um land VERSTA veður var víða á landinu í gær og var ófært allt frá Snæfellsnesi austur i Þingeyjarsýslur og mokstri frestað þar til í morgun. í gærkvöldi var þó orðið fært um Holtavörðuheiði. Raf- magnslaust varð um tíma á Hólmavík og í Norður-Þingeyjarsýslu. Slæmt veður var á suðvesturlandi fram eftir degi og sá vart út úr augum í dimmum éljum í Árnessýslu. Fimdur með Sleipnismönnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.