Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 11

Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUG-ARDAGUR 20. JANÚAR 1990 11 Suðurlandskjördæmi: Sýning á starfsemi sunnlenskra fyrirtækja SÝNING á starfsemi fyrirtælq'a og þjónustustofiiana í Suðurlandskjör- dæmi verður haldin á Selfossi í sumar, 23. júní til 1. júlí, í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það er Iðnþróunarsjóður Suðurlands sem stendur fyrir sýningunni en hún er efiii í Suðurlandskjördæmi. .Sýningin ber nafnið Bergsveinn ’9Ö eins og atvinnuþróunarverkefnið. Markmið sýningarinnar er að koma á framfæri og kynna starfsemi sunn- lenskra fyrirtækja og þjónustustofn- ana. Ennfremur að skapa möguleika á því fyrir sunnl,ensk fyrirtæki og stofnanir að afla sér hvers kyns sam- banda með kynningu á starfsemi sinni. Þess er vænst að sýningin efli samkennd sunnlenskra fyrirtækja er þau koma fram undir einu merki. Sýningin hefur og það markmið að leiða í ljós umfang atvinnustarfsemi í kjördæminu og varpa Ijósi á þá liður í alhliða atvinnuþróunarverk- möguleika sem þar eru til nýsköpun- ar. I því efni gefur sýningin sveitarfé- lögum tækifæri til þess að kynna atvinnumál innan sinna vébanda og möguleika nýrra fyrirtækja til að hasla sér þar völl. Sýningarnefnd Bergsveins ’90 skipa Oddur Már Gunnarsson iðn- ráðgjafi, Hafsteinn M. Jóhannesson, Vík, og Ómar Garðarsson, Vest- mannaeyjum. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Sigurður Jónsson. Aðsetur sýningarstjórnar verður fyrst um sinn á Austurvegi 38 á Selfossi. Morgunblaðið/Brynjólfur Gíslason Úr leikritinu „Sonur skóarans og dóttir bakarans“. \ „Sonur skóarans og dóttir bakarans“ í Stafholtstungum Stafholtstungum. NÝLEGA frumsýndi leikdeild Umf. Staflioltstungna í Borgarfirði leik- ritið „Son skóarans og dóttur bakarans" eftir Jökul Jakobsson. Leik- sljóri er Jón Júlíusson en leikmynd gerði Jón Svanur Pétursson. Þetta er langviðamesta viðfangs- efni leikdeildarinnar hingað til en rúmlega 20 manns komu fram í sýn- ingunni. í helstu hlutverkum voru: Grétar Reynisson, Elín Finnboga- dóttir, Inger Traustadóttir, Davíð Magnússon, Sigríður Þorvaldsdóttir, Snorri Þorsteinsson, Dóra Sigurðar- dóttir, Þorbjörn Oddsson, Kolfinna Jóhannesdóttir og Tómas Tómasson. Það er víst óhætt að segja að sýn- ingin hafi tekist með afbrigðum vel og á frumsýningu var leikendum og leikstjóra vel fagnað í leikslok. - Br.G. ___________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Bridsfélagið stóð fyrir kynningar- kvöldum í nóv. og des. sl. Auglýst var kennsla og var 5 nýjum pörum raðað með 5 efstu pörum úr Siglufjarðarmót- inu. 9 sveitir spiluðu hraðsveitakeppni og var röð efstu para þessi: Hraðsveitakeppni 14/11 og 21/11 Sveit Ingu Jónu Stefánsd. 753 Sveit Jakobínu Þorgeirsd. 725 Sveit Birkis og Ingvars Jónss. 681 SveitEriksPálssonar 677 Sveit Önnu Láru Hertevig 671 Hraðsveitakeppni 28/11 og 4/12 Sveit Önnu Láru Hertevig 981 Sveit Þorsteins Jóhannessonar 909 Sveit Ingvars og Birkis Jónss. 907 Sveit Margrétar Þórðardóttir 871 Sveit Jónu Ragnarsdóttur 865 11/12 og 18/12 kepptu 40 ára og eldri við ungliðana í félaginu og er skemmst frá að segja að öldungarnir sigruðu. Milli jóla og nýárs fór fram hin ár- lega bæjakeppni á milli norður- og suð- urbæjar og vann suðurbær með nokkr- um yfirburðum. 8/1 hófst Siglufjarðarmót í sveita- keppni með þátttöku 10 sveita. Nýliðar sem hófu spilamennsku í haust fá for- gjöf, þ.e. 25 impa á par í hveijum leik. Eftir 2 umferðir er staða efstu sveita þessi: Sveit Þorsteins Jóhannssonar 47 Sveit íslandsbanka " 46 Sveit Ingu Jónu Stefánsdóttir 38 Sveit Birgis Björnssonar 35 Sveit Bjarkar Jónsdóttir 31 Kjördæmismót Norðurlands vestra í tvímenningi verður haldið í Fljótunum 3. febrúar nk. Bridsdeild Skagfirðinga Sl. þriðjudag hófst aðaltvímennings- keppni deildarinnar, sem spiluð er eftir barometer-fyrirkomulagi. 26 pör taka þátt í keppninni, en spiluð eru 6 spil milli para, alls 30 spil á kvöldi. Eftir 1. kvöldið af 5 er staða efstu para þessi: Aðalbjöm Benediktsson — Jóhannes Guðmannsson 77 Ármann J. Lárusson — Óskar Karlsson 60 Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 57 Eyþór Hauksson — Sveinn Sveinsson 53 Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 51 Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hannesson 42 Gísli Þorvaldsson — Reynir Bjarnason 33 Lárus Hermannsson — Rúnar Lárusson 27 Spilamennsku verður framhaldið næsta þriðjudag. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag hófst aðalsveitakeppni félagsins. Staða efstu sveita að loknum tveimur ieikjum er þessi: María Ásmundsdóttir 39 Friðrik Jónsson 38 Ragnar Jónsson 33 Fram-sveitin 31 Guðmundur Baldursson 30 Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. Bridsfélag Reykjavíkur Næsta miðvikudag (24. jan.) hefst aðalsveitakeppni félagsins. Keppnin stendur í 7 kvöld, spiluð verða 32 spil á milli sveita. Keppnin verður með Monrad-sniði, þannig að þær sveitir sem hafa álíka mörg stig eftir hveija umferð spila saman. Allir velkomnir. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Hauks Ingasonar, vinnusími 53044, heimasími 671442. Bridsfélag Rangæinga Eftir tvær umferðir í sveitakeppni er staða efstu sveita þessi: Daníels Halldórssonar 46 Rafns Kristjánssonar 35 Lofts Péturssonar 33 Sigurleifs Guðjónssonar 30 SigurðarJónssonar 30 Næsta umferð verður spiluð 24. jan- úar í Ármúla 40. •' ARNARpgORLYGS ■ ALLT AÐ M AFSLÁTTUR TIL 3. FEBRÚAR FJÖLBREYTTARA ÚRVAL BÓKA EN NOKKRU SINNI FYRR VETRARBÓNUS FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Hinn árlegi bókamarkaður okkar stendur nú yfir í forlagsverslun okkar að Síðumúla 11. Á boðstólum verða mörg hundruð bókatitlar með allt að 95% afslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfá eintök og því ekki eftir neinu að bíða. Bókapakkar: Við vekjum sérstaka athygli á girnilegum bókapökkum fyrir unga og aldna, á aldeilis hlægilegu verði. Útivist og náttúruskoðun: Til þess að auðvelda fólki að búa sig undir útivist og náttúruskoð- un með hækkandi sól bjóðum við 100 pakka af okkar vinsælu handbókum, sem sýndar eru hér að neðan, með 47% afslafetti, þ.e.a.s. á 8.900.00 í stað 16.380.00. Þú sparar 7.930.00 á kaupunum. Ritverkatilboð: Við bjóðum einnig nokkur úrvalsritverk ó sérstöku kynningarverði. Eitthvað óvænt á hverjum degi: Til þess að hleypa auknu lífi í tilveruna munum við, meðan á útsölunni stendur, vera daglega með einhverjar uppákomur, þarsemt.d. verða boðin lOeintökafein- hverjum af okkareftirsóknarverðustu verkum á mjög svo ævintýralegu verði. Útlitsgölluð öndvegisverk: Loks bjóðum við nokkur af okkar öndvegisverkum með út- litsgöllum, á sérstökum vildarkjörum. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ: BYGGÐU UPP HEIMILISBÓKASAFN, NOTAÐU VETRARBÓNUSINN OKKAR TIL ÞESS. Opið laugardaga frá kl. 10:00—16:00 Opið mánud.— föstud. kl. 9:00 — 18:00 ÖRN OG ÖRLYGUR UMÚLA 1 1 - SfMI 84866 P&Ó/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.