Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
Merkileg skýrsla þriðju Staðarvalsnefiidar:
Loksins tókst að reikna Sauðár-
króksflugvöll út úr myndinni
eftir Vigfus Vigfasson
Mikið hefur verið rætt og ritað
um byggingu og einkum staðsetn-
ingu varaf lugvallar hér á landi und-
anfarin ár. Þykir mörgum nóg hafa
verið rætt, og tími kominn til fram-
kværrida. Ekki skal dregið úr því,
en þó þykir mér nauðsynlegt að
koma á framfæri athugasemdum
við nokkur þau opinberu gögn sem
komið hafa fram í seinni tíð.
I ágætri samantekt Morgun-
blaðsins, sem birtist þann 10. des-
ember sl., eru birtar niðurstöður
tveggja skýrslna, annars vegar
skýrslu Staðarvalsnefndar nr. 3 og
hinsvegar skýrslu um áætlaðan
kostnað við gerð 2.400 og 2.700 m
flugbrautar á þeim fjórum stöðum
sem helst hafa verið nefndir, þ.e.
Egilsstaðir, Húsavík, Akureyri og
Sauðárkrókur. Þar er verulega hall-
að réttu máli, svo ekki sé talað um
beinar rangfærslur hvað varðar
Sauðárkrók.
Hindranir í að- og
fráhvarfsflugi
Á Sauðárkróki er nú lengsta
flugbraut á íslandi (2.014 m) að
Keflavíkurflugvelli undanskildum.
Hún er einnig breiðust (50 m) og
heildarbreidd er 300 m með örygg-
issvæðum. Þrjár nefndir hafa verið
skipaðar til þess að finna varaflug-
velli stað. Þær tvær fyrri, undir
forystu Jóhannesar Snorrasonar
flugstjóra og Birgis ísleifs Gunn-
arssonar alþingismanns, mæltu
með Sauðárkróki, en sú þriðja ekki.
í skýrslu þeirrar nefndar, sem starf-
aði undir forystu Jóhanns H. Jóns-
sonar framkvæmdastjóra f lugvalla-
deildar Flugmálastjórnar, er Sauð-
árkrókur settur í þriðja sætið, hvað
aðflug varðar, á eftir Egilsstöðum
og Húsavík. Þetta gerði nefndin,
þrátt fyrir að á kortum og skýring-
.um komi glöggt fram að á Sauðár-
króki er aðflug og fráhvarfsflug
með lang minnstar hindranir af
þessum stöðum. Aðflug er óhindrað
bæði úr norðri og suðri, svo og frá-
hvarfsflug til norðurs. Aðeins er
hindrun í fijáhvarfsflugi til suðurs
í 20 km fjarlægð frá flugvelli og
um það bil 3 km úr brautarstefnu.
Er hér átt við fjöllin vestan Varma-
hlíðar.
Til samanburðar er Akureyri að-
eins með óhindrað aðf lug úr norðri,
allt annað hefur hindranir er m.a.
rísa 700 m upp í gegn um hindrana-
flötinn í aðeins 8 km fjarlægð frá
suðurenda flugbrautar. Hefur það
í för með sér að fráhvarfsflug úr
eðlilegu aðflugi er útilokað.
Á Húsavík er sömuleiðis aðeins
aðflug úr norðri hindrunarlaust, en
til dæmis í fráhvarfsflugi til suðurs
er hindrun sem fer 40 m í gegnum
hindranaflötinn, svo og Húsavíkur-
fjall í fráhvarfsflugi til norðurs sem
fer 110 m upp úr hindranaf letinum.
Á Egilsstöðum er einungis aðf lug
úr suðri óhindrað, en í fráhvarfs-
flugi til suðurs er hindrun sem fer
500 m upp úr hindranafleti, einnig
er hæð í um það bil 1 km fjarlægð
norðan brautar sem truflar bæði
að- og fráhvarfsf lug. Einmitt í slíkri
nálægð flugvalla eru þannig hindr-
anir hættulegastar. Þess skal getið
að þetta er miðað við hinn nýja flug-
völl á Egilsstöðum.
Þegar ofangreindur samanburð-
ur er hafður í huga, sætir það furðu
að setja Sauðárkróksflugvöll í 3.
sætið, hvað aðflug varðar.
Flugvöllur lokaður vegna
veðurs eða snjóa
í kaflanum um veðurfar kemur
ekki fram marktækur munur á
þessum fjórum stöðum, aðeins
nefnd fleiri tilvik vinda á Sauðár-
króki. Á það skal bent, að vindur
innan ákveðinna marka hamlar ekki
lendingum flugvéla, svo fremi hann
standi ekki þvert á braut, heldur
skyggni og skýjahæð.
Raunin er hinsvegar sú, að á
undanförnum 5 árum hefur Sauðár-
króksflugvöllur aðeins lokast 6
sinnum vegna verðurs, og fullyrði
ég, að það sé sjaldnar en nokkur
annar flugvöllur hér á landi.
Það mun líka einnig vera svo,
þegar skóinn kreppir hvað veður
varðar í innanlandsfluginu, og þá
er Sauðárkróksflugvöllur í flestum
tilvikum notaður sem varaflugvöll-
ur.
Sem dæmi þessu til stuðnings
gerðist það síðastliðinn vetur að
Vigfús Vigfússon
„Eins og hér hefiir ver-
ið sýnt fram á, er kostn-
aðarminna að byggja
varaflugvöll á Sauðár-
króki en annars staðar,
en það sem þó vegur
þyngst er öryggissjón-
armiðið, það ber að
setja ofar öðrum þátt-
um.“
stór hluti'innanlandsflugflotans og
ein millilandavél lokuðust inni á
Akureyri og Egilsstöðum, í einn til
tvö daga, vegna snjóa og illviðris,
á meðan flugbrautin á Sauðárkróki
var auð og veður hamlaði ekki f lugi.
Þá væri einnig mjög fróðlegt að
sjá það uppgert og sundurliðað,
hversu mörgum sinnum snjóriiokst-
ur er ódýrari á Sauðárkróksvelli en
á f lugvöllunum austan Tröllaskaga.
Umrædd skýrsla Staðarvals-
nefndar kom út í apríl 1988. Var
hún lengi framan af algert trúnað-
armál, og skal engan undra að
menn vildu ekki halda þessari
ritsmíð á lofti.
Tilbúnar forsendur
grundvöllur
kostnaðarútreikninga
Hin skýrslan, sem getið er um í
áðumefndri Morgunblaðsgrein,
kom út í janúar 1989. í henni eru
meðal annars kostnaðaráætlanir
fyrir 2.700 m langar flugbrautir á
fyrmefndum stöðum. Þar er rætt
um mikinn kostnað við að lengja
Sauðárkróksflugvöll yfir svonefnda
Borgarvík, sem er útfall úr Mikla-
vatni, auk þess sem farið yrði inn
á friðland suður af „Víkinni".
Af þessum sökum þætti henta
að byggja nýjan flugvöll nokkru
austar en núverandi flugvöllur er.
Hér nær vitleysan hámarki af
öllu því sem fram kemur í áður-
nefndum skýrslum. Ekki aðeins, að
lagt er til að leggja flugbrautina
nánast eftir endilöngum Héraðs-
vötnum, heldur einnig yfir fyrrnefnt
útfall Miklavatns og eftir sem áður
inn á friðlandið sunnan „Víkurinn-
ar“.
Það kemur því ekki á óvart að
tekist hafi að koma kostnaði við
gerð vallarins upp í 700 milljónir
króna með þessari tillögu skýrslu-
höfunda.
Þegar hér var komið sögu, var
mönnum hér nyrðra nóg boðið og
bað bæjarstjórn Sauðárkróks Flug-
málastjórn að framreikna kostnað
við gerð núverandi flugvallar, sem
tekinn var í notkun 1977, til núvirð-
is miðað við byggingarvísitölu. Nið-
urstöður úr þeim útreikningum
sýndu, að völlurinn mundi kosta
94,4 milljónir. (Verðlag í janúar
1989.)
í skýrslunni góðu er tekið fram
að kostnaður hverrar einingar við
gerð flugvallar á Egilsstöðum sé
lagður til grundvallar þegar talað
er um kostnað við gerð f lugbrautar
á Sauðárkróki. Þess er hins vegar
vandlega gætt að hvergi komi fram
að á Egilsstöðum þarf að flytja allt
efni í f lugbrautina tugi eða hundruð
kílómetra á meðan öllu efni í flug-
braut á Sauðárkróki er hægt að
dæla beint upp úr Héraðsvötnum,
svo sem gert var þegar núverandi
völlur var byggður.
Skýrir þetta að sjálfsöðgu þann
mikla kostnaðarmun sem fram
kemur, en skýrsluhöfundar virðast
reyna að fela, til þess að gera Sauð-
árkrók verri valkost en aðra staði.
Dæmi svo hver fyrir sig, hvor niður-
staðan er trúverðugri.
Það er uggvænlegt ef taka á
ákvarðanir um byggingu varaflug-
vallar á niðurstöðum slíkra og
þvílíkra vinnubragða sem hér að
framan greinir, eins og virðist vera
að gerast, ef marka má orð núver-
andi samgöngumálaráðherra um
lengingu Egilsstaðaflugvallar.
Einnig vakna áleitnar spumingar
um bestu nýtingu þess takmarkaða
fjármagns sem til flugvallagerðar
er varið hverju sinni.
Lokaorð
Þegar það er í sjónmáli að gera
ísland að skiptistöð fyrir alþjóðlegt
farþega- og fraktflut má ekki
hugsa svo smátt að líta einungis
til þarfa íslensku flugfélaganna.
Hagsmunir þeirra eru hinsvegar
gífurlegir, því aðeins í Ameríkuf lugi
Flugleiða má gera ráð fyrir að flog-
ið hafi verið með um 5.600 tonn
af eldsneyti fram og til baka yfir
Atlantshafið vegna varaflugvallar-
leysis á Íslandi, og er þá ótalið allt
flug til Evrópu.
Þetta kostar Flugleiðir milljónir
í auknum eldsneytiskostnaði, ásamt
því. að skerða burðargetu flugvél-
anna sem annars gæti nýst sem
arðbær hleðsla.
Þvi er biýnt að hið allra fyrsta
verði hafin bygging fullbúins 3.000
m flugvallar. Þann flugvöll á að
byggja þar sem aðstæður eru sann-
anlegar bestar, og þar sem, eins
og fram kemur í viðtölum við tvo
reynda flugmenn í Morgunblaðinu
10. desember, lang mesta öryggið
er og mestar Iíkur eru til farsællar
lendingar ef eitthvað bjátar á.
Eins og hér hefur verið sýnt fram
á, er kostnaðarminna að byggja
varaflugvöll á Sauðárkróki en ann-
ars staðar, en það sem þó vegur
þyngst er öryggissjónarmiðið, það
ber að setja ofar öðrum þáttum, og
mega engin önnur annarleg sjónar-
mið koma inn í þá mynd, hvorki
landsbyggðarsjónarmið, atkvæði
eða vinsældir þeirra sem þessum
málum ráða.
Þennan flugvöll ber að byggja á
Sauðárkróki.
HOfundur er einkaflugmaður á
Sauðárkróki.
Listameimirnir Haukur og Hörður Harðarsynir:
Grafíksýning í Líkams-
ræktarstöðinni Kjörgarði
Listaverkasýningar í líkamsræktarstöðvum eru líklega ekki mjög
algengar, en I dag opnar ein slík í Líkamsræktinni í Kjörgarði við
Laugaveginn. Þar eru á ferðinni listamennirnir Haukur og Hörður
Harðarsynir með grafíkmyndir sem þeir hafa verið að vinna á
undanförnum mánuði á sama tíma og þeir hafa verið að undirbúa
skúlptúr- og hreyfilistasýningu sem opnuð verður í Sonia Henies
og Niels Onstad listamiðstöðinni í Osló 31. mars.
Átta ár eru liðin síðan Hörður og
Haukur héldu síðast sýningu á Is-
landi, en ástæðuna fyrir því að
þeir hafa eingöngu haldið sýningar
erlendis á síðustu árum, segja þeir
vera þá að stíll þeirra sé mjög
persónulegur og því fái þeir mörg
tækifæri til að setja upp „install-
asionir“ í stórum sölum erlendis.
Grafíkmyndir hafa þeir ekki
sýnt frá því á sýningunni í Galleri
Lækjartorgi 1982, en af hveiju
þessi sýning núna?
„Sýningin er meðal annars hald-
in vegna þrýstings frá fólki sem
hefur séð það sem við erum að
gera. Við erum ekki tilbúnir til að
gera „installasionir" hér heima, en
völdum í staðinn að setja upp
grafíksýningu.
Það tekur okkur 1 til 1 1/2 ár
að vinna eina skúlpur- og hreyfi-
listasýningu og á þeim tíma verða
til margir þræðir úr því sem ræð-
um, um heimspeki og þá aðferða-
fræði sem við notum. Við sitjum
þá stundum uppi með lausa enda,
hugmyndir sem við hvorki getum
tjáð í skúlptúrum né hreyfilistinni,
en tekst að koma til skila í grafík-
inni. Myndirnar eru þó ekki lausir
þræðir, heldur heilstæði listaverk.“
Líkt og í allri sinni listsköpun
hafa Haukur og Hörður þróað með
sér ákveðna tækni við gerð grafík-
mynda sinna. „Við erum að leitast
við að ná fram ákveðnum blæ-
brigðum vegna þess að litirnir í
myndunum skipta mestu máli, en
til þess að ná þessum ákveðnu blæ-
brigðum notum við mjög óhefð-
bundar aðferðir."
Vinnan við hreyfilistaverkið um
sígaunastúlkuna, sem Haukur og
Hörður eru að æfa hefur haft áhrif
á myndirnar, og koma þau áhrif
fram í erótík verkanna. Fleira hef-
ur þó áhrif á myndir þeirra bræðra.
„Það geta ýmsir ólíkir þættir úr
daglega lífinu haft áhrif á að mynd
verður til og tónlistin er einn þess-
ara þátt. Við hlustum mikið á tón-
list, aðallega klassíska, en einnig
á nýju plötuna hans Bubba Mort-
hens. Yfirskrift sýningarinnar er
sótt í texta úr einu laga hans;
„Þegar skuggarnir í dögun dansa“.
Haukur og Hörður vinna allt í
sameiningu, hvort sem um er að
ræða skúlptúr, hreyfílist eða
grafíkmyndir og segjast nú orðið
ræða hugmyndir lengi áður en
þeir byija á því búa nokkuð til.
Mig langar til að vita hvort þeir
séu aldrei ósammála, en það liggur
við að spurningin sé fáránleg, svo
samstilltir eru þeir.
„Það koma upp tímabil þar sem
við erum ekki sammála, en við
ræðum það og reynum að komast
að niðurstöðu. Það.kemur líka fyr-
ir að við gerum einstök verk sjálf-
ir, án þess að hinn komi nálægt,
Morgunblaðið/Emilía
Haukur og Hörður Harðarsynir sýna skúlptúra og grafikmynd-
ir í Líkamsræktarstöðinni Kjörgarði.
en um heildarútfærslur hugmynda
í sambandi við „installasionir" er-
um við alltaf svotil sammála.“
Hvers vegna veljið þið sýning-
unni stað í Líkamsrætkarstöðinni?
„Við veljum alltaf óhefðbunda
sýningarstaði fyrir grafikverkin
okkar, en ástæðumar fyrir því að
ákváðum að sýna hér eru eiginlega
nokkrar.
‘ Haukur er með vinnustofu hér
við Laugaveginn og kemur hingað
yfirleitt á hverjum degi, til að
breyta um umhverfi og æfa sig.
Síðan vorum við að leyta að stúlku
til að sýna með okkur í Osló og
þar sem við fundum hana hér
fannst okkur viðeigandi að æfa
héma þótt það sé svolítið skrýtið
að vera að æfa svona verk á svona
stað. En þeir sem koma hingað
hafa sýnt því sem við emm að
gera ótrúlegan áhuga og það hefur
komið okkur skemmtilega á óvart.
Okkur fannst því ástæða til að
halda sýninguna hér, sem einskon-
ar þakklætisvott til þeirra sem
hingað koma, auk þess sem Gústi
(eigandi Líkamsræktarstöðvarinn-
ar í Kjörgarði) er vinur okkar.“
Sýning þeirra Hauks og Harðar
opnar á hádegi í dag og stendur
út næstu viku. . '
MEO