Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 18

Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1990 Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: 520 milljónir til bygg- ingar ráðhússins REYKJAVÍKURBORG mun verja 520 milljónum króna til smíði ráðhúss á þessu ári, samkvæmt frumvarpi að Qárhagsáætlun borgarinnar, sem kynnt var í borgarstjórn á fímmtudaginn. Davíð Oddsson, borgarstjóri, segir að framkvæmdir við það hafí gengið mjög vel og fjárhags- og tímaáætlanir staðist vel. í umræðum um fjárhagsáætl- unina sagði borgarstjóri, að miðað við útkomuspá ársins 1989, hefði 470 milljónum króna þá verið varið til smíði ráðhússins. Sam- kvæmt frumvarpi til fjárhagsá- ætlunar fyrir árið 1990 yrði 520 milljónum varið til verksins. Hann sagði, að í mars yrði byijað að setja glugga í húsið og því verki og glerjun yrði lokið í á komandi sumri. Þá yrði einnig gengið frá álklæddum þökum og þakköntum á húsinu. Nú væri unnið að samn- ingi við ístak um framhald á rekstri vinnustaðarins og umsjón með undirverktökum við næstu verkþætti, sem værú múrverk inn- andyra og allar iagnir. Borgarstjóri sagði að í vor yrði girðingin kringum vinnusvæðið fjarlægt að sunnan og austan og auk þess mestur hluti uppfylling- arinnar innarn girðingarinnar. Á næsta ári yrði síðan gengið frá lóð hússins og brúnni yfir að Iðnó. Davíð Qddsson, borgarstjóri: Ríkið skuldar borginni 1,7 milljarð króna SKULDIR ríkissjóðs við Reykjavíkurborg vegna stofnkostnaðar nema nú samtals 1.710 milljónum króna. Þar vega skuldir vegna þjóðvega i þéttbýli þyngst, en þær eru 955 milljónir króna. Þetta kom fram í framsöguræðu Davíðs Oddssonar, borgarsljóra, við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgar- stjórn á fímmtudaginn. Borgarstjóri sagði, að skuldir ríkissjóðs við borgarsjóð skiptust þannig, að 955 milljónir væru vegna þjóðvega í þéttbýli, 355 milljónir vegna heilsugæslustöðva og Grensásdeildar Borgarspítala, 235 milljónir vegna grunnskóla, 88 milljónir vegna íþróttamann- virkja og 77 milljónir vegna bamaheimila. Þessar tölur væru miðaðar við vísitölu byggingar- kostnaðar um áramótin en ekki hefði verið tekið tillit til þess, að rúmmetraverð vísitöluhúss hefði hækkað um ríflega 24,5% umfram vísitölu byggingarkostnaðar frá árinu 1982. Tæpar 600 milljónir til Nesjavallaveitu í ár HITAVEITA Reykjavíkur mun vetja 565 milljónum króna til Nesja- vallaveitu í ár. 323 milljónum verður varið til dreifikerfis Hitavei- tunnar og framkvæmda við dælustöðvar og 296 milljónum til byggingar vetrargarðs og útsýnishúss á Oskjuhlíð. Við umræður um fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn sagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri, að áætlað væri að veija 1.184 milljónum króna ,til fram- kvæmda á vegum Hitaveitu Reykjavíkur í ár. Þar af eiga 565 milljónir að fara í Nesjavallaveitu, 323 milljónir til aukningar dreifi- kerfis og framkvæmda við dælu- stöðvar og 296 milljónir til bygg- ingar vetrargarðs og útsýnishúss á Óskjuhlíð. Borgarstjóri sagði að 1. áfanga Nesjavallavirkjunar yrði lokið á árinu og reiknað væri með gang- setningu í ágúst. Þar með ykist afl Hitaveitunnar um 100 megaw- ött, en flutningsgeta leiðslunnar til Reykjavíkur yrði 350 til 400 megawött. Hann sagði að virkjun- in væri ein allra stærsta fram- kvæmd á öllu landinu á undanf- örnum árum og athyglisvert væri, að hún væri unnin án þess að til hennar væri tekið nokkurt langt- ímalán. Aðeins rúmu ári eftir að virkjunin yrði fullbúin yrði hún skuldlaus. Þriðja áfanga Folda- skóla lokið í ár FRAMKVÆMDUM við þriðja áfanga Foldaskóla í Grafarvogi á að ljúka i ár og byrjað verður á smíði Hamraskóla. Samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 1990 verður alls varið 237,5 milljónum króna til framkvæmda við skólabygg- inga í Grafarvogi. Áætlað er að 110 milljónum króna verði varið til þess að ljúka þriðja áfanga Foldaskóla og byija á tengibyggingu milli húsanna þriggja, sem þar eru risin. Jafn- framt er fyrirhugað að veija 37,5 milljónum til frágangs á skólalóð- inni. í vor er gert ráð fyrir að byijað verði á smíði Hamraskóla og er miðað við að til þess verði varið 65 milljónum á þessu ári. Þá verð- ur varið 25 milljónum króna til hönnunar og byijunarfram- kvæmda við íþróttahús Húsa- skóla, samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Amadeus tölvumiðstöðin í Miinchen séð úr lofti. Þaðan verður stýrt umfangsmiklu upplýsinga- og bókun- arkerfí flugfélaga og annarra greina ferðaþjónustu og tengingu við slík kerfí í öðrum heimshlutum. Flugleiðir hf: Bókunarkerfíð tengist stærsta tölvukerfi Evrópu Á NÆSTU dögum mun bókunar- kerfi Flugleiða hf. og um leið 20 innlendra ferðaskrifstofa tengjast stærsta tölvukerfi Evrópu, Amad- eus kerfinu. Síðastliðinn fimmtu- dag var tölvumiðstöð kerfisins vígð í Miinchen í Vestur-Þýska- landi. Kerfíð starfar núna frá miðstöð bandaríska tölvukerfisins System One í Miami í Florida, en starfsemi þess verður flutt til Miinchen í lok þessa árs. Þá teng- ist það um Ieið bókunar- og upp- lýsingakerfúm hótela, bílaleiga, jámbrauta, langferðabíla og hverskyns ferðaþjónustu annarri, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða. Nú þegar er kerfið tengt við um 80 þúsund tölvuskjái, þar af 42 þúsund hjá notendum Amadeus kerfisins í Evrópu og 36 þúsund hjá notendum System One í Banda- ríkjunum. Síðar verður samtenging- in mun víðtækari, þegar Amadeus kerfið tengist Abacus kerfinu í Asíu og öðrum sambærilegum bók- unarkerfum í öðrum heimshlutum. Islenskar ferðaskrifstofur geta nú bókað ferðir í gegn um kerfið beint í bókunarkerfum 30 flugfélaga. Einar Sigurðsson segir að flugfé- lögunum, sem nota kerfið, fjölgi stöðugt, til dæmis hafi þeim fjölgað um fimm frá áramótum. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða segir að miklar breytingar séu framundan í evrópskum flug- málum, öll flugfélög álfunnar séu að koma inn í Amadeussamstarfið eða annað sambærilegt. Hann segir að Flugleiðir tengist beint í gegn um þetta kerfi ferðaskrifstofum um alla Evrópu og þær hafi því í gegn um tölvskjái sína aðgang að upplýs- ingum um alla þjónustu Flugleiða. Hann segir að reynslan af slíku í TILEFNI þess að rúmlega fimm ár eru Iiðin frá upphafi samstarfs Orðabókar Háskólans og IBM á íslandi verður haldin ráðstefiia 24. janúar nk. um þýðingar á íslensku sem ber yfirskriftina „Þýðingar á tölvuöld". Ráðstefh- án fer fram í AKOGES-salnum í Sigtúni 3, en í því húsi er þýðinga- stöð Orðabókarinnar. Undanfarin ár hefur Orðabók Háskólans unnið að umfangsmikl- um þýðingum tölvuforrita og tölvu- bóka fyrir IBM á íslandi. Alls verða tölvukerfi í Bandaríkjunum sýni, að ekkert f lugfélag geti staðið utan þeirra, þau flugfélög sem orðið hafi ofan á í samkeppninni þar séu þau sem eiga öflugustu tölvudreifi- kerfin. Amadeus kerfið er sameign flug- félaga í Evrópu og eru Flugleiðir hluthafar í kerfinu. Bandaríska System One kerfið er í eigu f lugfé- laganna Continental, Eastern og Texas Air. fluttir níu fyrirlestrar á ráðstefn- unni þar sem fjallað verður um bókmenntaþýðingar, biblíuþýðing- ar, orðabókaþýðingar, íðorðaþýð- ingar, þýðingar forrita, vélrænar þýðingar, leiðbeiningar um þýðing- ar og þýðingastarf IBM í alþjóðlegu samhengi. Ymsir kunnir fræðimenn og þýðendur verða meðal fyrirles- ara á ráðstefnunni sem ætluð er þýðendum; kennurum, fjölmiðla- mönnum, tölvunotendum og öðru áhugafólki. Árið 1985 tóku IBM og Orðabók- in höndum saman um það að þýða notendaforrit, hugbúnað og hand- bækur til tölvunotenda á íslensku. Starfsemi þýðingastöðvarinnar verður kynnt á ráðstefnunni. (Úr fréttatilkynningu) Óláfur Ásgeirsson sagn- fræðingur látinn Ráðstefna Orðabókar Háskólans og IBM: Þýðingar á tölvuöld ÓLAFUR Ásgeirsson sagnfiræð- ingur og garðyrkjumaður lést í Landspítalanum 16. janúar síðastliðinn, 33 ára að aldri. Ólafur Ásgeirsson fæddist 5. september 1956 í Reykjavík, sonur hjónanna Ásgeirs Olsen og Unnar Olafsdóttur. Ólafur lauk námi frá Garðyrkju- skóla ríkisins í Hveragerði árið 1976 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1981. Hann lauk B.A.-námi í sagnfræði árið 1984, og cand.mag. prófi í þeirri grein vorið 1988, og þá um haustið flutti hann með fjölskyldu sinni til Edinborgar, þar sem hann hugði á frekara nám og sagnfræði- rannsóknir. Ólafur st'arfaði að garðyrkju og rak fyrirtæki á því sviði í Reykjavík samhliða háskólanámi. Hann átti um tínía sæti í ritstjórn sagnfræð- itímaritanna Sagna, sem sagn- fræðinemar við Háskóla íslands standa að, og Nýrrar sögu, sem Sögufélag gefur út. Eftir hann liggja greinar í blöðum og tímarit- um um þjóðfélagsmál og sögu ís- lendinga á tuttugustu öld, en viða- Ólafur Ásgeirsson mesta verk hans var sagnfræðiritið „Iðnbylting hugarfarsins. Átök um atvinnuþróun áíslandi 1900-1940“, sem Menningarsjóður gaf út 1988. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu, Ragnheiði Guðjónsdóttur fóstru, og tvö börn. Fyrirlestur um hæftiispróf PIERRE Pelanne, deildarstjóri prófdeildar Sameinuðu þjóðanna heldur fyrirlestur um hæfnispróf fyrir umsækjendur um störf hjá Sameinuðu þjóðunum í dag, laug- ardaginn 20. janúar, kl. 14.00 í stofú 101 í Lögbergi Háskóla ís- lands. Hæfnispróf verður haldið í Reykjavík dagana 10.—11. maí nk. Það er haldið í samvinnu við íslensk stjórnvöld og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt próf er haldið fyrir íslend- inga. Prófað verður í stjórnun, hag- fræði, tölvufræði og fjölmiðlun/útg- áfustarfsemi. Umsækjendur um þátttöku í prófinu skulu vera íslenskir ríkisborgarar og fæddir eftir 1. janúar 1958. Þeir skulu hafa lokið háskólaprófi og hafa annað hvort tveggja ára starfs- reynslu eða framhaldsmenntun á háskólastigi. Einnig er krafist góðr- ar þekkingar á ensku eða frönsku, segir í fréttatilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.