Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
19
Jöfur M. hefur nú einkaumboð á íslandi fyrir
Jeep bifreiðar. Fyrsta sendingin var að koma til
landsins. Af þessu tilefni bjóðum við Jeep
Cherokee ríkulega útbúinn á frábæru verði;
frákr. 2.370:500.-
Búnaður m.a.: 4.0 lítra 6 cyl vél með beinni
innspýtingu, sjálfskipting með Selec-Trac fjór-
hjóladrifí, læst mismunadrif, vökvastýri, raf-
drifnar rúður, samlæsing með fjarstýnngu o.mfl.
Jeppi ársins: Qierokee var kjörinn jeppi
ársins af tveimur virtum tímaritum „Off Road“
í V-Þýskalandi og „Four Wheel and Off Road“
í Bandaríkjunum, sem kaus Cherokee sem
jeppa ársins annað árið í röð.
Hafðu samband við sölumenn strax í dag.
Við sendum bækling ef óskað er. Söludeildin er
opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og
laugardaga 13-17. Síminn er 42600.
JOFURi
þegar þu kaupir bil
Sýning um helgina, opið laugardag
ogsunnudag kl. 13-17
Kammertónleikar verða á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 21. jan-
úar.
Tónleikar á Kjarvalsstöðum
KAMMERTÓNLEIKAR verða á
21. janúar nk.
Á efnisskránni eru tvö verk
eftir Johannes Brahms, píanók-
vintett op. 34 í f-moll og klari-
nettukvintett op. 115 í h-moll.
Flytjendur á þessum tónleikum
Kjarvalsstöðum sunnudaginn
eru Snorri S. Birgisson, Óskar
Ingólfsson, Þórhallur Birgisson,
Kathleen Bearden, Helga Þórar-
insdóttir og Nora Konblueh.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Félagsheimili
þuifa að greiða
fasteignaskatta
I nýjum lögum um tekjustofna
sveitarfélaga, sem tóku gildi um
áramót, var fækkað verulega und-
anþágum frá fasteignasköttum.
Gunnar Guðbjörnsson lauk burt-
fararprófi árið 1987 og var Sigurð-
ur Demetz aðalkennari hans en
Gunnar hefur einníg stundað nám
hjá Hanne-Lore Kuhse og Nicolai
Gedda. Árið 1988 söng Gunnar
hlutverk Don Ottavios hjá Islensku
óperunni en síðan hefur Gunnar
komið fram á Buxton Opera Festiv-
al og fyrir Opera North í Englandi.
Hann hefur einnig komið fram á
fjölda tónleika hér heima sem er-
lendis, m.a. í Royal Albert Hall í
London með Royal Philharmonic
Orchestra. Framtíðaráform Gunn-
ars fela í sér óperuhlutverk erlendis
og tónleikahald, m.a. á einsöngstón-
leika í Royal Operahouse-Covent
Garden.
Jónas Ingimundarson stundaði
tónlistarnám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík á árunum 1959-67. Þar
naut hann tilsagnar Rögnvalds Sig-
urjónsspnar, Ásgeirs Beinteinsson-
ar og Árna Kristjánssonar. Fram-
haldsnám stundaði hann við Tón-
listarháskólann í Vínarborg, hjá
prófessor dr. Josef Dichler. Frá
1970 hefur Jónas starfað sem
píanóleikari, tónlistarkennari og
kórstjórnandi. Jónas hefur komið
fram á tónleikum víða á íslandi og
erlendis og oft leikið með Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Hann hefur
einnig komið fram á Listahátíðum
í Reykjavík og í Bergen og leikið
inn á nokkrar hljómplötur.
Gunnar og Jónas hafa áður starf-
Akranes:
Uppsagnir
afturkallaðar
Akranesi.
MEÐ ákvörðun um að breytingar
á rannsóknarskipinu Árna Frið-
rikssyni fari fram hjá lyá Skip-
asmíðastöð Þorgeirs og Ellerts
hf. á Akranesi hafa flestar upp-
sagnir starfsfólks hjá fyrirtækinu
verið dregnar til baka.
Nær öllum starfsmönnum fyrir-
tækisins var sagt upp störfum í lok
síðasta árs vegna verkefnaskorts.
Ákvörðun um þetta verk breytir því
miklu fyrir starfsmennina og raun-
ar allt atvinnulíf á Akranesi sem
ekki hefur verið of gott á síðustu
mánuðum.
Þorgeir Jósefsson, starfsmanna-
stjóri hjá Þorgeiri og Ellerti hf.,
sagði að Árni Friðriksson kæmi til
stöðyarinnar í lok janúar og væri
gert ráð fyrir að næg verkefni
væru til staðar hjá fyrirtækinu fyrri
helming ársins. Hvað þá tæki við
væri óvíst, en vonandi rættist úr því.
Hjá fyrirtækinu hafa að undan-
förnu starfað um 130 manns, en
þegar mest var voru um 200 manns
að störfum.
- J.G.
Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanó-
leikari flylja ljóðaflokk eftir Franz Schubert á tónleikum á Akur-
eyri og í Hafnarfirði.
Flytja ljóðaflokk á Ak-
ureyri og í Hafiiarfírði
Fasteignaskattur er nú Iagður á
ýmsar byggingar, sem voru undan-
þegnar þeim skatti áður, svo sem
félagsheimili, en hægt er að sækja
um lækkun eða undanþágu frá fast-
eignaskatti á heilsuhæli, endurhæf-
ingarstöðvar, og húsum sem ein-
vörðungu eru notuð til tómstundaiðju
sem viðurkennd er af hlutaðeigandi
sveitarfélagi.
Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu-
stjóri félagsmálaráðuneytis sagði að
ástæðan fyrir þessari lagabreytingu
væri sú að sveitarfélögin styrktu
yfirleitt rekstur félagsheimila. Því
hefði verið talið eðlilegt að þau fé-
lagasamtök, sem að heimilunum
stæðu bæru sín fasteignagjöld, til
að draga fram rekstrarkostnað.
GUNNAR Guðbjörnsson tenór-
söngvari og Jónas Ingimundar-
son pianóleikari flytja ljóða-
flokkinn „Die Schöne Miillerin“
eftir Franz Schubert á Akureyri
í dag, laugardaginn 20. janúar.
Þeir munu endurtaka flutning-
inn í Hafnarborg í Hafiiarfirði
mánudagskvöldið 22. janúar kl.
20.30.
að saman, m.a. í tónleikaröð Gerðu-
bergs, á tónleikum á Húsavík og
nú síðast á Egilsstöðum. Þeir hafa
einnig gert saman upptöku fyrir
Ríkisútvarpið.