Morgunblaðið - 20.01.1990, Blaðsíða 20
20
MÖRbÓNB’LAÐIÐ'LA'öGARÐAÖOR 20! JWNÚAR 1990'
Mongólía;
fjöldafimdir bannaðir
Austur-Berlín, Peking. Reuter.
YFIRVOLD í Mongólíu hafa bannað útisamkomur sem haldnar eru
án sérstakrar heimildar. Kom þetta fram í samtali Renters-fréttastof-
unnar við íbúa í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu. Austur-þýska
fréttastofan ADN segir að í undirbúningi sé að gera umbætur á
kosningalögum Iandsins.
ættuðum frá Vestur- og Austur-
Evrópu. Opinber nefnd, sem falið
var að endurskoða kosningalögin,
hefur skilað tillögum um að fleiri
en einn frambjóðandi verði um hvert
þingsæti. Gert er ráð fyrir þeirri
breytingu á núgildandi fyrirkomu-
lagi að frambjóðendur utan flokks-
ins geti boðið sig fram til þings
landsins.
Tékkóslóvakía:
Calfa kveður
kommúnista
Prag. Reuter.
MARIAN Calfa, forsætisráðherra
Tékkóslóvakíu, sagði sig úr tékkn-
eska kommúnistaflokknum á
fimmtudag.
Borgarsljóri Washington handtekinn, grunaður um fíkniefiiamisferli:
Reuter
Starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, leiðir Marion
Barry, borgarstjóra Washington, að heimili hans skömmu eftir að
Barry hafði verið handtekinn á hóteli í miðborginni grunaður um
fikniefnamisferli.
Fimm þúsund manns mótmæltu
kommúnistastjórn í Mongólíu um
síðustu helgi og annar mótmæla-
fundur hafði verið boðaður nú um
helgina. Lýðræðisfylking Mongólíu
var stofnuð í desember og krefst
hún fjölflokkakerfis í landinu. Fé-
lagarnir eru f lestir menntamenn og
fjölmiðlafólk. Óvíst er hvort reynt
verður að halda fundinn á sunnu-
dag, þrátt fyrir bannið.
Leiðtogi landsins, Zhambyn Bad-
miinkh, hefur boðað varfærnislegar
umbætur í anda Míkhafls Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga en Mongólía
hefur lengi verið dyggur bandamað-
ur Sovétríkjanna. Stjómvöld hafa
þó varað við umbótahugmyndum
Danmörk:
Ríkisfyr-
irtæki seld
Kaupmannahöfn. Reuter.
DANSKA stjórnin kynnti í
gær áform um að einkavæða
þrjú ríkisfyrirtæki til að
minnka útgjöld ríkisins.
Henning Dyremose fjár-
málaráðherra sagði að tvö fyr-
irtækjanna yrðu seld, líftrygg-
ingafélag og bifreiðaeftirlit
ríkisins, og fjórðungur Kas-
trup-flugvallar.
Aætlað er að líftryggingafé-
lagið verði selt á milljarð dan-
skra króna, 9,3 milljarða ísl.,
og fjórðungur flugvallarins á
1,5 milljarða d. kr., 14 millj-
arða ísl. Ráðherrann kvaðst
ekki geta gefið upplýsingar
um sölu bifreiðaeftirlitsins.
Hefur margoft verið sak-
aður um eiturlyfj aneyslu
- sagði á miðvikudag að vel miðaði í baráttunni gegn fíkniefnasölum
Washington. Reuter.
MARION Barry, borgarstjóri Washington, höfuðborgar Banda-
ríkjanna, var handtekinn seint á flmmtudagskvöld að staðartíma,
grunaður um fíkniefhamisferli. Marion Barry, sem hefúr verið borg-
arsfjóri undanfarin 11 ár hefúr þráfaldlega verið sakaður um eitur-
lyfjaneyslu. Hann hefúr jafnan lýst sig saklausan og fúllyrt að
hann hafi verið látinn gjalda hörundslitar síns en Barry er blökku-
maður. Sljórnmálaskýrendur vestra telja fúllsýnt að sfjórnmála-
ferli Barrys sé lokið og að vera kunni að blökkumannaleiðtoginn
Jesse Jackson bjóði sig fram til borgarstjóra sem aftur kynni að
hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1992.
Talsmenn bandarísku alríkislög-
reglunnar, FBI, vörðust allra frétta
af málinu og vildu t.a.m. ekki láta
uppi hvort borgarstjórinn væri
grunaður um sölu, neyslu eða kaup
eiturlyfja. Svo virðist sem alríkis-
lögreglan hafi fylgst vandlega með
ferðum hans að undanfömu.
Ónefndir heimildarmenn Reut-
ers-fréttastofunnar sögðu að Mari-
on Barry hefði verið handtekinn á
sjöundu hæð Vista International
hótelsins en í hverfi þar nærri
stunda bæði eiturlyfjasalar og
vændisonur iðju sína. Óstaðfestar
fréttir hermdu að kókaín hefðu
fundist í vösum hans er hann var
handtekinn og aðrir heimildar-
menn sögðu að starfsmenn alríkis-
lögreglunnar hefðu myndband í
fórum sínum er sýndi borgarstjó-
rann reykja eiturlyfið hættulega,
„krakk“.
Marion Barry, sem er 53 ára,
var þekktur málsvari blökkumanna
er hann var kjörinn borgarstjóri
Washington árið 1979. Á undanf-
ömum tíu árum hefur hann marg-
■ OTTAWA - Stephen Reistetter,
sem f lutti til Kanada frá Tékkósló-
vakíu árið 1948, hefur verið ákærð-
ur fyrir að hafa rænt 3.000 gyðing-
um í heimsstyijöldinni síðari og
flutt þá óviljuga frá Tékkóslóvakíu,
en ekki er vitað hvert. Þetta er í
þriðja sinn sem innflytjandi er
ákærður í Kanada fyrir stríðsglæpi.
■ SEATTLE - Boeing-fyrirtækið
hefur skýrt frá því að 1.700 starfs-
mönnum fyrirtækisins verði sagt
upp störfum I næstu viku og 5.000
fyrir árslok. Alls störfuðu um
164.600 manns hjá fyrirtækinu í
fyrra. Helsta ástæðan fyrir upp-
sögnunum er sú að líkur eru á að
útgjöld til vamarmála minnki veru-
lega á árinu.--
sinnis verið bendlaður við fíkni-
efnaneyslu og eitursala en áreiðan-
legar sannanir hafa aldrei verið
lagðar fram. Barry hefur á hinn
bóginn lýst yfir því að andstæðing-
ar hans í röðum hvítra hafi staðið
fyrir skipulegri rógsherferð á
hendur honum.
Almenningur í Washington var
sem þmmu lostinn er frétt þessi
barst og borgarstjórnarfulltrúar
kváðust líta tíðindin mjög alvarleg-
um augum. Skálmöld hefur ríkt í
borginni á undanförnum tveimur
áram. Á síðasta ári vora 438 morð
framin í Washington og um 40
manns hafa verið myrtir það sem
af er þessu ári. Barry lýsti yfir því
á blaðamannafundi á miðvikudag
að borgaryfirvöld væra að ná yfir-
höndinni í baráttunni við fíkniefna-
salana og glæpalýðinn sem hreiðr-
að hefur um sig í höfuðborg
Bandaríkjanna.
Fréttaskýrendur sem frétta-
menn Reuters ræddu við í gær
voru á einu máli um að stjórn-
málaferli Barrys væri lokið reynd-
ist það rétt vera að hann hefði
neytt eiturlyfja eða keypt slík efni.
Líkurnar á því að blökkumannale-
iðtoginn Jesse Jackson, sem raunar
hefur verið náinn samstarfsmaður
Barrys, byði sig fram til embættis
borgarstjóra hefðu aukist en Jack-
son flutti á síðasta ári frá Chicago
til Washington og vitað er að hann
hefur hug á embættinu. Næði
Jackson kjöri hefði það aftur áhrif
innan Demókrataflokksins með til-
liti til försetakosninganna árið
1992. Jackson, sem hefur tvívegis
gefið kost á sér í forkosningunum
flokksins, yrði þá ekki í framboði
og kynnu nýir menn þá að leiða
hugann að hinu háa embætti
Bandaríkjaforseta. Staða Jacksons
og möguleikar hans í forsetakosn-
ingum síðar yrði á hinn bóginn
traustari næði hann árangri í bar-
áttunni við glæpahyskið í Was-
hington.
Calfa er þriðji ráðherra tékknesku
stjórnarinnar sem segir skiiið við
kommúnistaflokkinn frá áramótum.
Eru því aðeins sjö af 21 ráðherra
stjómarinnar í flokknum.
Valtr Komarek, fyrsti varaforsæt-
isráðherra og efnahagsmálaráð-
herra, sagði skilið við kommúnista-
flokkinn í byijun síðustu viku og
Vladimir Dlouhy, yfirmaður ríkisá-
ætlananefndarinnar, yfirgaf flokk-
ínn í lok desember. Úrsögn þeirra
hafði engin áhrif á setu þeirra í
stjórninni.
George Bush
forseti í eitt ár
Washington. Reuter.
EITT ár er í dag, laugardag, liðið
frá því George Bush tók við emb-
ætti Bandaríkjaforseta.
Kannanir sýna að hann nýtur
stuðnings mikils meirihluta þjóðar-
innar. Vinsældir hans jafnast á við
það fylgi sem Ronald Reagan, for-
veri hans, naut þegar best lét.
Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum
segja Bush hafa allt annan stíl í
embætti en Reagan. Honum hefur
verið líkt við Lyndon B. Johnson,
Richard Nixon og jafnvel Jimmy
Carter. Eins og Johnson er Bush
alþýðlegur og fullur orku. En hann
getur sýnt tennumar þegar að hon-
um er vegið eins og viðskiptin við
Manuel Noriega, sýna.
Morðið á Georgí Markov 1978:
Ekkja andófshöfund-
arins krefst réttlætis
London. Daily Telegraph.
BRESKFÆDD ekkja rithöfúndarins Georgís Markovs, sem var afar
vinsæll á sjöunda áratugnum í Búlgaríu en flúði land 1969, kom
fyrir skömmu til London eftir sex daga dvöl í landinu. Þar hugðist
hún koma því til leiðar að morðið á útlægum eiginmanni hennar í
London fyrir 12 árum yrði tekið til rannsóknar og æra hans endur-
reist. Það hefúr nú verið gert. Almennt er talið að Todor Zhívkov,
fyrrum leiðtogi landsins, hafi sjálfúr fyrirskipað morðið á rithöfúnd-
inum.
Markov hafði samið leikrit þar
sem stjómvöld vora harðíega gagn-
rýnd. Honum tókst að flýja land
1969 eftir að hafa fengið viðvörun
um yfirvofandi handtöku, og fékk
vinnu hjá BBC í Bretlandi. Einnig
skrifaði hann persónulegar frétta-
skýringar og pistla um kommún-
istaríkin fyrir útvarpsstöðina Radio
Liberty í Miinchen.
Markov var oft óvæginn í gagn-
rýni sinni á Zhívkov, stundum
beinlínis baneitraður er hann rakti
í sundur spillingarvef leiðtogans
sem m.a. átti 30 bústaði víðs vegar
um landið. Árið 1978 beið Markov
eftir strætisvagni í London þegar
hann fann allt í einu fyrir sársauka
í mjöðminni. Hann leit við og sá
mann beygja sig til að taka upp
regnhlíf sem lá á götunni. Skurð-
læknar fjarlægðu örsmáan brodd
úr mjöðm Markovs og sérfræðingar
komust að raun um að á honum
var lífshættulegt eitur, ricin. Fjór-
um dögum síðar lést rithöfundurinn
eftir miklar þjáningar.
Zhívkov hugsanlega
sakfelldur
Ólíklegt er að morðingi Markovs
finnist, hann slapp undan lögreglu
og gæti jafnvel verið dauður. Hins
vegar er mögulegt að Zhívkov verði
sakfelldur fyrir að fyrirskipa morð-
ið. Skömmu eftir að Zhívkov var
steypt ákvað ekkja Markovs, Anna-
bel Dilke, skyndilega að fara til
Sofíu.
Fyrst í stað þorði hún ekki að
ræða við yfirvöld, þetta var þrátt
fyrir allt ríkið sem hafði látið drepa
eiginmanninn. En þá barst það út
að rithöfundasamband Búlgaríu
hefði endurreist æra Markovs sem
hafði verið fordæmdur fyrir „svik-
in“ í tvo áratugi og rit hans bönn-
uð. Jafnframt var sagt að yfirvöld
hefðu ákveðið að láta rannsaka
morðið á honum. Fréttamenn kom-
Georgí Markov.
ust að því að Annabel var í borg-
inni og útvarp og sjónvarp áttu
viðtöi við hana. Hún var heiðurs-
gestur við miðdegisverð hjá rithöf-
undasambandinu. Hún fylgdist
hrærð með er „lifandi andi
Markovs" var hylltur og henni var
afhent helgimynd, íkon, af heilög-
um Georg og drekanum.
„Ég fór til Búlgaríu til að fá
menn til að gangast við glæpnum,
fá þá til að biðjast afsökunar,"
segir Annabel Dilke. „Þetta var
aðeins vonarglæta en nú gerist allt
svo hratt að ég er farin að trúa
því að sannleikurinn komi í ljós.“