Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990 Hagsmunaárekstur og samfylkingarhugsj óni Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Glæsileg staða Reykjavíkurborgar Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík notaði tækifæ- rið, þegar hann lagði fram fjár- hagsáætlun fyrir borgarsjóð á fimmtudagskvöldið til að gera grein fyrir því hvernig staðið hefur verið að stjórn borgarmál- efna síðan 1982, þegar sjálf- stæðismenn fengu að nýju meirihluta eftir fjögurra ára stjórn vinstri manna. í stuttu máli er þetta glæsilegt yfirlit um mikil umsvif og fram- kvæmdir, sem sýnir sterka fjár- hagslega stöðu án þess að skatt- ar hafi verið hækkaðir eða stofnað til skulda. Er þessi þró- un í höfuðborginni í hróplegu ósamræmi við það, sem gerst hefur í landstjórninni á sama tíma, þar sem ekki hefur tekist að koma böndum á stjóm ríkis- fjármála og þannig er staðið að framkvæmdum að ekki er unnt að kenna við annað en óskilvirka stjóm. Gífurlegar skattahækk- anir vinstri stjómar Steingríms Hermannssonar hafa til dæmis ekki dugað til að koma í veg fyrir halla á ríkissjóði eða draga úr erlendum lántökum. Ástæða er til að taka sérstak- lega undir þessi orð í ræðu Davíðs Oddssonar: „Ég tel að ástæða þess, að borgin hefur getað lagt í allar þessar miklu framkvæmdir án þess að hækka skatta sína og reyndar þvert á móti tekist að lækka bæði út- svar og fasteignagjöld á íbúðar- húsnæði, sé í rauninni einföld. Stjóm borgarinnar hefur verið skilvirk, jafnvel andstæðingam- ir hljóta að viðurkenna það. Kostað hefur verið kapps um að auka hlut atvinnulífsins inn- an borgarmarkanna bæði með skipulagsákvörðunum og lóða- úthlutunum og draga þannig aukið fé inn í borgina og virkja menn og fyrirtæki til átaka. Borgin hefur gætt þess að falla ekki í fen skuldasöfnunar og því hafa greiðslur borgarinnar af fjármagnsgjöldum verið minni en þekkist hjá flestum öðmm sveitarfélögum. í annan stað hefur borgin losað sig við rekstur, sem var henni óarð- bær, án þess að sá rekstur legð- ist af í borginni.“ Andstæðingar sjálfstæðis- manna hafa þá gagnrýni helst fram að færa nú í upphafi kosn- ingaárs, að sjálfstæðismenn hafí verið fjandsamlegir við fólkið í borginni í ráðstöfun sinni á fjármunum. Þessi áróður fellur um sjálfan sig, þegar litið er til hins þáttarins í gagnrýni vinstrisinna á Reykjavík, að þangað flytjist alltof margir af landsbyggðinni. Á aðeins 7 ámm hefur borgin getað tekið á móti um 14 þúsund nýjum íbúum, án þess að hafa þurft að skerða þjónustuna við þá, sem fyrir vom. Þvert á móti hefur verið staðið þannig að þjónustu við borgarbúa, að hún hefur verið aukin og bætt á marga lund. Sést þetta best á því, hve fljótt og skipulega hef- ur verið staðið að því að koma á fót almannaþjónustu í nýjum hverfum. Ekkert sveitarfélag stendur Reykjavík á sporði að þessu leyti. Á því ári sem nú er að hefj- ast er ætlunin að veija 2,4 mill- jörðum króna til félagsmála í Reykjavík og ver borgin miklu hærra hlutfalli af tekjum sínum til félagsmála en önnur sveitar- félög. Næststærsti útgjaldalið- urinn lýtur að uwrferðarmálum, en til þeirra er ætlað að verja 1,6 milljörðum króna. Þarhefur Reykjavík einnig algjöra forystu miðað við önnur sveitarfélög. Þriðji stærsti útgjaldaliðurinn em skólamálin, en til þeirra á að renna' um einn milljarður króna. Sá liður fjárhagsáætlun- arinnar sem hækkar mest á milli ára snertir framlög til æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamála, sem hækka um 26% og nema rúmlega 400 millj- ónum króna. Það er fráleitt að halda því fram, að sveitarstjóm sem stendur þannig að meðferð sam- eiginlegra fjármuna sé óvinveitt íbúnum, sem í umdæmi hennar búa, enda er holur hljómur í gagnrýni vinstrisinna á stjórn Reykjavíkurborgar undir for- ystu Davíðs Oddssonar. Á kom- andi vikum og mánuðum á enn eftir að skýrast í málatilbúnaði vegna kosninganna, að vinstri- sinnar hlaupa úr einu víginu í annað í gagrýni sinni á meiri- hluta sjálfstæðismanna, þeir vita ekki einu sinni nú úr hvaða flokksvígi þeir ætla að halda uppi neikvæðum málflutningi sínum og niðurrifi. Þær raunir allar eru skoplegar miðað við samstöðu og skilvirka forystu sjálfstæðismanna, sem hafa skilað Reykvíkingum glæsileg- um árangri í stjóm málefna þeirra. Staða Reykjavíkurborg- ar sýnir, að hún er eitt best rekna fyrirtæki landsins og sjálfstæðismönnum til sóma. eftir Þorstein Pálsson Að undanförnu hafa farið fram all miklar umræður um hæfi eða vanhæfi fulltrúa Kvennalista til setu í bankaráði Landsbankans. Starf hjá verðbréfafyrirtæki þótti ósamrýmanlegt setu í bankaráði Landsbankans. Umræða þessi er um margt at- hyglisverð. Hún hófst með nafn- lausum fjölmiðlaathugasemdum og spannst síðan upp í það að verða að meiriháttar pólitísku máli. Ég ætla ekki að gera efnisatriði þessa máls að umræðuefni í dag. Óumdeilt er að þetta kjör var ekki brot á lögum en það gat á hinn bóginn gefið tilefni til gagnrýni af pólitísku eða siðferðilegu tagi. Umræðan um þetta mál og með- ferð þess vekja, hvað sem öðru líður, upp ýmsar spurningar. Forsetar Alþingis á villigötum í fyrsta lagi voru afskipti for- seta Alþingis af málinu í meira lagi undarleg. Þeir hafa sam- kvæmt stöðu sinni engar heimildir til þess að kveða upp dóma eða láta í ljós álit sitt um mál af þessu tagi. Þeirra hlutverk er að stjóma fundum Alþingis og hafa yfirum- sjón með skrifstofuhaldi þess sam- kvæmt þingsköpum. Að réttu lagi hefðu forsetar Álþingis átt að vísa þessu sérstæða erindi Kvennalist- ans frá. Alþingi getur samþykkt lög sem bijóta í bága við stjórnar- skrá og hefur reyndar gert það. Komi upp ágreiningur þar að lút- andi fer því fjarri að forsetar Al- þingis hafi heimildir til þess að kveða upp dóma eða láta í ljós álit. Það eru einvörðungu dómstól- ar sem hafa úrskurðarvald þar um. Forsetar Alþingis geta aðeins haft sínar skoðanir á þeim efnum eins og hveijir aðrir þingmenn. Aðstaðan í þessu máli er að því leyti svipuð eins og þegar lög hafa verið samþykkt að Alþingi tekur endanlega ákvörðun með at- kvæðagreiðslu. Forsetar Alþingis eiga að sjá um að hún fari fram lögum samkvæmt en eru engir úrskurðaraðilar eftir á um pólitískt eða siðferðilegt mat á þeim ákvörðunum sem Alþingi tekur. Ærin ástæða er því til þess að gagnrýna forseta Alþingis fyrir að láta teyma sig til afskipta af málinu með þeim hætti sem raun varð á. Hlutverkum snúið við í annan stað vakti það nokkra athygli þegar einn af bankastjór- um Landsbankans lýsti yfir því að bankinn myndi mæta þessari ákvörðun Alþingis af fullri hörku. Nú er það svo að bankastjórar eru undirmenn bankaráðsmanna. Þó að álitaefni af þessu tagi sé uppi er það ekki hlutverk undirmanna bankaráðsins að standa í opin- berum stríðsrekstri af því tilefni. Þvert á móti ætti bankaráðið sem kjörið er af Alþingi að mæta slíkri framhleypni undirmanna sinna af nokkurri hörku. Hér var hlutverk- um snúið við eins og menn gerðu sér ekki grein fyrir hver ætti að ávíta hvern. Umræðan um þetta mál hefur fyrst og fremst verið keyrð áfram af fjölmiðlum. Það er óumdeilan- lega þeirra hlutverk að gefa slíkri umræðu rúm ella gegna þeir ekki því aðhaldshlutverki sem þeim ber. En það hefur hins vegar vak- ið athygli margra þeirra sem fylgst hafa með þessari umræðu að fjöl- miðlar skuli ekki hafa varpað fram spurningum um hugsanlegt van- hæfi annarra stjórnenda banka- stofnana. Ýmislegt bendir þó til þess að stærri álitaefni geti verið uppi í þeim efnum en þetta mál sem hér hefur verið vikið að. Alvarlegar spurningar Forsætisráðherra hefur nýlega sagt að ekki verði séð fyrir endann á vandamálum Landsbankans fari svo að SÍS komist í greiðslustöðv- un. Bankaráð Landsbankans sam- þykkti þar að auki fyrir nokkrum vikum að leita eftir viðbótartrygg- ingum vegna viðskipta Sambands- ins við bankann. Hér vakna spurningar um það hveijir beri ábyrgð á því að Lands- bankinn er kominn í þá alvarlegu stöðu sem forsætisráðherra hefur lýst. Ennfremur vakna spurningar um það hveijir beri ábyrgð á því að veð Sambandsins eru ófull- nægjandi þannig að gera þarf um það sérstakar samþykktir í bank- aráði að bæta úr. Er nokkur mögu- leiki að svara slíkum spurningum án þess að kanna ábyrgð stjórn- enda Sambandsins á undanförnum árum? Fyrir liggur að einn af banka- stjórum Landsbankans hefur til skamms tíma verið stjórnarform- aður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Lítið hefur farið fyrir því að fjölmiðlar vörpuðu fram spurningum af þessu tilefni. Þær sýnast þó vera miklu viðameiri og snúast um alvarlegri hagsmunaá- greining en Kvennalistinn gaf til- efni til. Gamalt stef með nýjum tilbrigðum Enn einu sinni eru hafnar um- ræður um samtryggingu vinstri Radio Free Europe og Radio Liberty: Gjörbreyttir tímar en baráttan rétt að hefjast MQnchen. Frá Önnu Bjamadóttur, Iréttaritara Morgunblaðsins. RÚMENSKIR starfsmenn stuttbylgjuútvarpsstöðvarinnar Radio Free Europe (RFE) unnu sleitulaust yfir jólin þegar byltingin var gerð í Rúmeníu. Deildin sendir yfirleitt ekki út nema tæpa 14 tíma á sólarhring en að þessu sinni útvarpaði hún samfellt í nokkra sólar- hringa. Hún var um tíma eina stöðin sem flutti íbúum landsins frétt- ir á rúmensku af því sem var að gerast. Hröð atburðarásin kom starfsmönnunum, sem flestir eru flóttamenn frá Rúmeníu, á óvart en uppfyllti gamla ósk um fall kommúnismans og stjórnar Ceauses- cus. Draumur starfsmanna annarra deilda RFE um lýðræði í ríkjum þaðan sem þeir höfðu flúið hafði þegar ræst. Bandarísku stöðvamar Radio Free Europe og Radio Liberty (RL) hafa útvarpað fréttum og upplýs- ingum til Austur-Evrópuríkjanna og Sovétríkjanna á tungumálum íbúa þessara ríkja síðan í upphafi kalda stríðsins. Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) borgaði brús- ann í byijun en bandaríska þingið hefur fjármagnað stöðvamar beint undanfarin 18 ár. Tilgangur þeirra er að miðla íbúum kommúnistaríkj- anna hlutlausum og alhliða fréttum af innanríkis- og alþjóðamálum. Flestir telja, að kalda stríðið hafi formlega fokið út í veður og vind á Möltu í desember og frétta- frelsi breiðist óðum út í austri. En starfsmenn RFE/RL sjá enga ástæðu til að láta deigan síga og ætla að gera sitt til að hlutirnir fari ekki aftur í sama farið. Starfs- maður rúmensku deildarinnar sagði nýlega í sjónvarpsviðtali að starf útvarpsstöðvarinnar væri rétt að hefjast. „Við vomm hingað. til óformleg stjómarandstaða og gagnrýndum það sem átti sér stað. Nú verðum við að upplýsa fólk um hvað lýðræði er og hvað það hefur í för með sér.“ Talsmaður stöðvanna tók því ekki vel þegar hann var spurður hvort andkommúnískur áróður hafi löngum verið uppistaða dagskrár útvarpsstöðvanna. Hann sagði fréttaritara Morgunblaðsins að hvorki áróður né and- þetta eða hitt hefðu verið Ieiðarljós þeirra. Lofið sem nýir leiðtogar í Austur- Evrópuríkjunum og almenningur bera á fréttaflutning RFE bendir til að hann fari rétt með. Lech Walesa velti til dæmis fyrir sér hvort jörðin myndi vera til án sólar- innar þegar hann var spurður í Washington í nóvember hvort út- sendingar RFE hefðu haft áhrif á þróun Samstöðu í Póllandi á sínum tíma. Hann sagði að mikilvægi stöðvarinnar í því sambandi væri ómetanlegt. Og í haust benti áheyr- andi í ungverska þinginu á lítinn mann með gleraugu og hvíslaði: „Þetta er fréttamaður Radio Free Europe. Hann veit meira um ástandið í Ungveijalandi en nokkur annar. Ég hef hlustað á hann árum saman og tek enn mest mark á því sem hann segir.“ RFE útvarpar til Austur-Evr- ópuríkjanna og Eystrasaltsríkjanna á 8 tungumálum en RL til Sov- étríkjanna á 12 í samtals tæpar 1.100 klukkustundir á viku. Banda-. ríski herinn í Vestur-Berlín sér um fréttaflutning á þýsku sem er út- varpað til Austur-Þýskalands. Eystrasaltsríkin voru áður á verk- sviði Radio Liberty en Radio Free Europe tók við þeim í stjómartíð Ronalds Reagans árið 1984 í sam- ræmi við stefnu Bandaríkjamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.