Morgunblaðið - 20.01.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
Verkfræðingafélag íslands:
Fundur um stöðu
brunamála á Islandi
Verkfræðingafélag íslands
heldur almennan fund um bruna-
mál á íslandi í Norræna húsinu,
mánudaginn 22. janúar, kl. 15 til
18.
Fundurinn er haldinn í tilefni
skýrslu nefndar, sem skipuð var af
félagsmálaráðherra um stöðu
. -brunamála. Lögð verður áhersla á
* umfjöllun um hönnun og byggingu
nýrra mannvirkja og að skýra
verkaskiptingu og ábyrgð hlutað-
eigandi aðila, sem eru: Brunamála-
stofnun íslands, slökkviliðsstjóri,
byggingamefnd og byggingafull-
trúi, byggingameistarar, arkitektar
og verkfræðingar.
Fyrirlestra flytja: Ingi R. Helga-
son hrl., einn af höfundum skýrsl-
unnar, Bergsteinn Gizurason
brunamálastjóri, Rúnar Bjarnason
slökkviliðsstjóri í Reykjavík, Gunn-
ar S. Björnsson frá meistara- og
verktakasambandi byggingar-
manna, Hróbjartur Hróbjartsson
arkitekt, Gunnar Torfason verk-
fræðingur og Gunnar Sigurðsson
byggingafulltrúi Reykjavíkurborg-
ar. Fundarstjóri verður Oddur B.
Björnsson formaður Verkfræðinga-
félags Islands.
Úr kvikmynd Laugarásbíós, „Losti“.
Laugarásbíó:
Kvikmyndin „Losti“
LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn-
.ingar á kvikmyndinni „Losti“, með
A1 Pacino í aðalhlutverki.
Þrír menn hafa verið myrtir liggj-
andi á grúfu og skotnir í hnakkann.
Rannsóknarlögreglumanninum
Frank Keller er falið að rannsaka
málið. Ljóst er að hinir myrtu hafa
auglýst í tímariti til að ná sambandi
við konur, en Frank telur að kona
hafi myrt mennina þijá. Lögð er
gildra fyrir morðingjann með því að
birta auglýsingu í tímariti þar sem
óskað er fundar til að sigrast á ein-
semd. Frank kemst í kynni við Helen
sem er í meira lagi tortryggileg en
hann hrífst af henni og vill ekki
blanda henni í málið. En endirinn
kemur á óvart, svo mikið er víst.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM
19. janúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 79,00 40,00 76,55 45,992 3.520.688
Þorskur(smár) 39,00 39,00 39,00 0,164 6.396
Þorskur(óst) 70,00 60,00 66,90 6,470 432.823
Ýsa(ósl.) 90,00 74,00 81,20 2,262 183.675
Ýsa(smá) 20,00 20,00 20,00 0,034 680
Ýsa 121,00 81,00 109,52 4,147 454.221
Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,025 500
Lúða 320,00 200,00 267,55 0,304 81.309
Langa 49,00 49,00 49,00 0,290 14.221
Steinbítur 46,00 46,00 46,00 0,601 27.666
Steinb. (ósl.) 79,00 79,00 79,00 0,506 39.974
Keila 35,00 24,00 30,55 . 1,266 38.674
Karfi 36,00 31,00 33,39 0,023 768
Hlýri 49,00 49,00 49,00 0,040 1.960
Skata 45,00 45,00 45,00 0,007 331
Rauðmagi 70,00 70,00 70,00 0,022 1.540
Hrogn 200,00 200,00 200,00 0,019 3.800
Lax 91,00 74,00 79,76 0,330 26.320
Samtais 77,36 62,504 4.835.546
Á mánudag verður selt úr Stakkavík ÁR og bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(ósl.) 69,00 34,00 63,83 9,046 577.403
Þorskur(sl.1 n.) 72,00 72,00 72,00 0,075 5.400
Ýsa (sl.) 96,00 80,00 88,06 2,534 223.176
Ýsa(ósl.) 88,00 75,00 79,51 1,417 112.662
Ýsa(sl.smá) 20,00 20,00 20,00 0,151 3.020
Undirmál 16,00 16,00 16,00 0,100 1.600
Langa 20,00 20,00 20,00 0,058 1.160
Karfi 60,00 60,00 60,00 0,282 16.920
Ufsi 46,00 42,00 44,90 29,194 1.310.695
Steinbítur 57,00 57,00 57,00 0,887 50.559
Keila 12,00 12,00 12,00 0,078 936
Lúða (smá) 290,00 260,00 284,21 0,140 39.790
Skarkoli 20,00 20,00 20,00 0,070 1.400
Hrogn 315,00 175,00 264,49 0,321 84.900
Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,019 2.850
Samtals 54,82 44,372 2.432.471
í dag hefst uppboð kl. 12.30 ef gefur á sjó.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 78,00 66,00 73,84 24,315 1.795.439
Ýsa 107,00 76,00 81,94 2,597 212.793
Karfi 46,00 24,00 43,15 5,373 231.846
Ufsi 43,00 15,00 42,45 18,916 803.040
Steinbítur ' 57,00 57,00 57,00 0,385 21.945
Keila 26,00 14,00 25,68 1,665 42.749
Lúða 410,00 170,00 352,52 0,053 29.083
hlýri 57,00 41,00 52,97 0,294 15.574
Undirmál 30,00 30,00 30,00 0,164 4.920
Blálanga og langa 45,00 45,00 45,00 0,474 21.375
Blálanga 39,00 39,00 39,00 0,017 663
Skata 76,00 10,00 16,95 0,190 3.220
Samtals 58,43 54,473 3.182.647
í dag verður selt úr Eini GK og dagróðrabátum.
Prófkjör sjálfstæðismanna á Selfossi
Sjálfstæðismenn á Selfossi ganga til prófkjörs í dag
og velja frambjóðendur á lista við sveitarstjórnar-
kosningarnar í vor. 19 hafa boðið sig fram. Þeir eru
á myndinni að ofan, talið frá vinstri: Svavar Valdi-
marsson, Guðný Gunnarsdóttir, Haukur Gíslason,
Óskar Jónsson, Bryndís Brynjólfsdóttir, Þorsteinn
Ásmundsson, Leó Arnason, Þorgeir Ingi Njálsson,
Nína Guðbjörg Ámadóttir, Þórhallur Ólafsson, Björn
Gíslason, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigurður Fannar
Guðmundsson, Ingunn Guðmundsdóttir, Kjartan
Ársælsson, Guðrún Edda Ólafsdóttir og Sigurðar
Jónsson. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum
flokksins. Kosið er að Tryggvagötu 8, frá klukkan
8-22.
Könnun Gallups:
Mest hlustað á rás-
__A
ir RUV og Bylgjuna
RÁSIR Ríkisútvarpsins og Bylgjan eru vinsælustu útvarpsstöðvarnar
samkvæmt hlustendakönnun sem Gallup á íslandi gerði nýlega fyrir
íslenska útvarpsfélagið. Nærri þrír af hverjum ljórum sem spurðir
voru, 72%, höfðu hlustað eitthvað á útvarp föstudaginn 12. janúar og
um 28% lögðu við hlustir fimmtudagskvöldið 11. janúar. Þegar spurt
var um uppáhalds dagskrárgerðarmennina, nefndu flestir Stefán Jón
Hafstein en Valdís Gunnarsdóttir fylgdi á hæla hans.
í hlustendakönnuninni var úrtakið
850 manns á aldrinum 15-70 ára og
af þeim svöruðu 604. Rúm 70%
þeirra sem svöruðu búa á höfuð-
borgarsvæðinu. Athuguð var hlustun
á hverri klukkustund frá 7 til 19
föstudaginn 12. janúar og frá 7 til
12 kvöldið áður.
í ljós kom að frá 7 til 9 að morgni
var mest hlutað á Rás 2 (7-9%) og
sömuleiðis frá 18 til 19 (11%). Eftir
Kvennaskólinn:
Myndbands-
tæki stolið
ÞEGAR starfsfólk Kvennaskólans
í Reykjavík mætti til vinnu á
fimmtudagsmorgun kom í Ijós að
nýlegu Nordmende myndbands-
tæki hafði verið stoiið.
Að sögn Aðalsteins Eiríkssonar,
skólameistara, var tækið í skólanum
um þijú- leytið á fimmtudag. Hann
sagði ennfremur að ekki væri hægt
að nota tækið nema með með fjar-
stýringunni, sem fylgir því og var
ekki tekin, og- því væri það gágns-
laust þeim, sem það tók.
■ ELLEN Kristjánsdóttir söng-
kona og FLokkur mannsinshenn-
ar halda tónleika í Heita-pottinum
í DUUS-húsi annað kvöld,
sunnudgaskvöld. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 22. Flutt verða gömul
og ný djass- og blúslög.
GENGISSKRÁNING
Nr. 13 19.janúar 1990
Kr. Kr. Toii-
Ein. Kl. 09.16 Knup Sala Gengi
Dollari 61,17000 61,33000 60,75000
Sterlp. 100.04200 100,68200 98,97700
Kan. dollari 52,19100 52.32700 52,49500
Dönsk kr. 9,21930 9,24340 9,29610
Norsk kr. 9,27800 9,30230 9,28760
Sænsk kr. 9,83440 9,86010 9,86360
Fi. mark 15,16930 15.20890 15,14020
Fr. franki 10,49000 10,51750 10,59560
Belg. franki 1,70270 1,70720 1,72050
Sv. franki 40,15100 40,25600 39,88180
Holl. gyllini 31,65250 31,73530 32.04110
V-þ. mark 35,65200 35,74530 36,18980
ít. líra 0,04790 0,04802 0,04825
Austurr. sch. 5.06270 5,07590 5.14180
Port. escudo 0,40590 0,40700 0,40910
Sp. peseti 0.55260 0.55400 0,55870
Jap. yen 0.41799 0,41908 0,42789
írskt pund 9A.48000 94.72700 92,25600
SDR (Sérst.) 80,06540 80,27480 80,46820
ECU. evr.m. 72,57820 72,76800 73,05190
Tollgengi fyrir janúar er sölugengi 28. desember. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
hádegi, frá 13 til 15, hlustuðu flestir
(9%) á Bylgjuna, en álíka margir
hlustuðu á þessar tvær stöðvar frá
klukkan 9 til 12 og 15 til 17. Flestir
hafa stillt á aðra af rásum ríkisút-
varpsins meðan fréttatímar í hádegi
og um kvöldmat standa yfir.
Rúmur fjórðungnr þátttakenda í
könnun Gallup kvaðst jafnan hlusta
mest á Rás 2, rúm 24% á Bylgjuna
og tæp 23% á Rás 1. Aðrar útvarps-
stöðvar höfðu 8% eða minni hlustun.
Aðeins 361 hlustandi svaraði því
hvaða dagskrárgerðarmaður væri í
mestu uppáhaldi. Af þeim nefndu 55
Stefán Jón Hafstein, 47 nefndu
Valdísi Gunnarsdóttur, 26 voru án-
ægðastir með Pál Þorsteinsson og
23 með Jónas Jónasson. En 21 út-
varpsmaðúr fékk 4 tilnefningar eða
fleiri í vinsældavalinu.
■ FUGLAVERNDARFÉLAG ís-
lands heldur fræðslufund mánu-
daginn 22. janúar nk. í stofu 101
í Odda, húsi hugvísindadeildar
Háskólans og hefst hann kl. 20.30.
Þá munu þeir Erpur Snær Hansen
og Jóhann Óli Hilmarsson segja
frá sæsvölum og skrofu en þeir
hafa athugað þessar fuglategundir
undanfarin ár. Fyrirlesarar munu
ræða um útbreiðslu, kjörlendi og
ferðir fuglanna, skv. niðurstöðum
merkinga, en jafnframt að drepa á
stofnstærðarmælingar sínar, sem
eru á byijunarstigi. Þeir munu segja
frá sérkennilegum lífsháttum þess-
ara dularfullu fugla og leika hljóð
þeirra af segulbandi, jafnframt því
að sýna litskyggnur úr ferðum
sínum á varpstöðvarnar.
Morgunblaðið/Sverrir
Einn hinna nýju Opel Vectra búinn undir frumsýninguna um helgina
hjá Bílvangi hf.
Nýr bíll frá Opel frum-
sýndur hér um helgina
NÝR BÍLL firá Opel verksmiðjunum í Vestur-Þýskalandi verður frum-
sýndur hér á landi um helgina í sýningarsal Bílvangs hf. Bíllinn heitir
Opel Vectra og kom fyrst á markað í heimalandinu fyrir um ári síðan.
Að sögn Bjarna Ólafssonar sölu-
stjóra Bílvangs er Vectra þegar orð-
inn einn söluhæsti bíll í Evrópu og
hefur honum verið einna best tekið
í Þýskalandi og á Norðurlöndunum.
Bjarni segir hinar góðu viðtökur í
Evrópu hafa valdið því, að verk-
smiðjurnar gátu ekki afgreitt bílinn
hingað fyrr en nú.
Á sýningunni verða fjögurra og
fimm dyra gerðir með 1600 og 200
vélum, beinskiptir og sjálfskiptir
bílar. Áuk Vectra verða einnig sýnd-
ir Opel Corsa, Opel Kadett og Opel
Omega. Vectra kostar frá 1.290
þúsund krónum. Sýningin verður
opin laugardag og sunnudag frá
klukkan 13 til 17.