Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 25

Morgunblaðið - 20.01.1990, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1590- 25 Kjarnalundur; Starfsemi gæti hafist 1991 fáist daggjöld Náttúrulækningafélag Akureyrar hefur leitað eftir viðbrögðum Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra varðandi það hvort staðið verið við loforð um greiðslur daggjalda til Kjarnalundar. Verði svör jákvæð eru góðar líkur á að starfsemi heilsulindarinnar komist í gang á næsta ári. Um 45 milljónir króna vantar til aðk. fullbúa húsið en félagið á 70 milljón króna húseign í Kjarnaskógi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bóndadagurinn heilsaði Eyfirðingum með blindbyl og var frekar fátt fólk á ferli í göngugötunni á Akureyri vegna þess. Umferð gekk þó ágætlega innanbæjar fyrir erfiða færð. Ófært var víða og mokstri og aðstoð við umferð hætt á vegum vegna óveðurs og flugi var aflýst. Vilhjálmur Ingi Árnason sem sæti á í stjórn Náttúrulækningafé- lags Akureyrar sagði að fyrir lægi bréf frá árinu 1976 undirritað af þáverandi heilbrigðisráðherra um leyfi til byggingar og reksturs heilsulindarinnar. Forsendur þess að starfsemi geti hafist í Kjarna- lundi eru þær að daggjaldagreiðslur berist frá ríkinu og að tryggt sé að næg verkefni séu fyrir hendi. Vilhjálmur Ingi sagði ljóst að 'sjúklingar væru til staðar, þar sem biðlisti að Heilsuhælinu í Hvera- gerði væri að jafnaði frá 1.000 til 1.300 manns, en heilsulindin yrði rekin á sama grunni. „Stóra spum- ingin er því hvort við fáum trygg- ingu heilbrigðisyfirvalda á greiðslu dagagjalda sjúklinga eins og gert hefur verið ráð fyrir,“ sagði Vil- hjálmur. Fyrir liggur tilboð í innréttingar í húsið og sagði Vilhjálmur að unnt væri að hefja þar vinnu með litlum fyrirvara, eða um leið og svar berst frá ráðherra varðandi daggjalda- greiðslurnar. Eftir væri um árs vinna við húsið. Félagið vantar um 45 milljónir króna til að takast megi að ljúka verkinu. Akureyrar- bær hefur þegar ákveðið að veita 5 milljónaq króna styrk til bygging- arinnar. Átvinnumálanefnd hefur fjallað um nauðsyn þess að hraða framkvæmdum og er unið á hennar vegum unnið að arðsemisútreikn- ingum vegna reksturs heilsulindar- innar. 35 manns a.m.k. munu starfa við Kjarnalund. „Við höfum einnig bent á það að sveitarstjórnir við Eyjafjörð hafa lýst sig reiðubúnar til að greiða 500 milljónir króna vegna hafnarmann- virkja ef til þess kæmi að hér verði byggt álver. Ef samsvarandi tala miðað við ársverk væri lögð fram til byggingar Kjarnalundar yrði um að ræða 40 milljón króna framlag sem yrði til þess að starfsemin kæmist í gang,“ sagði Vilhjálmur. Blindbylur í Eyjafirði: Snjóvarnargarður gerður til varnar miklum sjógangi og gijóti í Olafsfirði Lögregla á Dalvík aðstoðaði ökumann í Olafsfjarðarmúla ÞAÐ er svartabylur og _sést ekki út úr augum,“ sagði Jón Kon- ráðsson lögreglumaður í Ólafsfirði í samtali við Morgunblaðið síðdeg- is í gær, en leiðindaveður gekk yfir Norðurland í gær. Flestir vegir voru ófærir og fólki ráðið að leggjast ekki í ferðalög, þá féll skóla- hald að einhverju leyti niður vegna veðursins og flugi var aflýst. Hætt var við mokstur á nokkrum leiðum vegna óveðurs. Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla um miðnætti í fyrrinótt og maður sem þá var á leið til Ólafsfjarðar þurfti að snúa við til Dalvíkur. Lög- reglan á Dalvík fór til móts við manninn og komst hann klakklaust til baka. Múlinn var hins vegar ófær í allan gærdag. „Snjórinn var mjög blautur og auk þess mikill bylur þannig að Tónleikar Passíukórs Passlukórinn á Akureyri heldur tónleika i Akureyrarkirkju á sunnudaginn, 21. janúar kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Antonio Vivaldi fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Hljómsveit skipuð félögum úr Kammersveit Akureyrar leikur með og Björn Steinar Sólbergsson leikur á org- el. Einsöngvarar á tónleikunum verða Margrét Bóasdóttir, sópran, Liza Lillicrap, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Michael Jón Clarce, tenór. Passíukórinn hefur starfað óslitið frá haustinu 1972 og hefur lengst af einbeitt sér að flutningi tónverka með hljómsveit og ein- söngvurum. Kórinn hefur um ára- bil f lutt kirkjuleg verk, bæði þekkt og óþekkt. Stefnt er að því að næsta verkefni kórsins verði að taka þátt í konsertuppfærslu á söngleiknum My Fair Lady með Kammersveit Akureyrar og fleiri kórum. eflaust hefur fallið snjóflóð í hveiju gili í Múlanum. Seinnipartinn í gær fór að frysta og hér er mikill skaf- renningur þannig að ekki sér út úr augurn," sagði Jón Konráðsson lög- reglumaður í Ólafsfirði. Jón sagði að skóla hefði ekki verið aflýst í bænum, en foreldrum væri í sjálfs- vald sett hvort þeir sendu börnin í skólann. Þijú snjómoksturstæki voru á fullri ferð um götur bæjarins í gær, enda mikil umferð seinni part dagsins, að sögn Jóns. Mikill sjór gekk upp að fiskhúsum við höfnina og barst grjót upp að húsunum, þannig að gripið var til þess ráðs að gera varnargarða úr snjó fyrir framan húsin. Sævar Ingason lögreglumaður á Dalvík sagði að lögregla og félagar úr Hjálparsveit skáta á Dalvík hefðu aðstoðað við að koma skólabömum heim úr skóla um hádegi, en að öðru leyti hefði verið rólegt hjá lög- reglu. Umferð gekk óhappalaust fyrir sig í bænum og götur voru færar, þá var jeppafæri upp í Svarf- aðardal. „Þetta hefur verið rólegt þrátt fyrir blindbyl og slæmt færi víða um bæinn," sagði Gunnar Rand- versson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri. Eitthvað var um að leitað væri aðstoðar lögreglu vegna ófærðar. Allar aðalleiðir voru sæmi- lega færar í bænum og gekk um- ferðin vel að sögn Gunnars. Mokstri og aðstoð við umferð var hætt á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur og var sú leið talin ófær í gær samkvæmt upplýsingum vegaeftirlits. Ófært var til Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar, en mokað var til Dalvíkur frá Akureyri, en talið að færð gæti spillst. Þá var mokað til Grenivíkur og um Víkur- skarð austur um, en þar var mokstri hætt sem og aðstoð við umferð vegna óveðurs. Flugfélag Norðurlands: Aætlunarflug jókst iuu 3,5% AUKNING í áætlunarflugi Flug- félags Norðurlands síðasta ár nam 3,5% og er útlit fyrir að hagnaður hafi orðið af rekstrin- um. Félagið flytur að jafnaði um 20 þúsund farþega á ári á áætlun- arleiðum sínum og um 700 tonij af pósti og fragt,. Sigurður Aðaisteinsson fram- kvæmdastjóri FN sagði að ekki væri búið að gera árið upp, en allt benti til nokkurs hagnaðar. Sigurð- ur sagði að vel liti út með verkefni á Grænlandi á þessu ári og m.a. yrði f logið með kanadíska aðila sem þar hafa leitað að gulli í nokkur ár. Hann kvaðst bjartsýnn á að inn- anlandsflug yrði með svipuðum hætt-i og verið hefur. Flugfélagi Norðurlands var út- hlutað þremur nýjum áætlunarleið- um, frá Akureyri til Keflavíkur, Stykkishólms og Vestmannaeyja. Sigurður sagði álitlegustu leiðiijfe. vera milli Akureyrar og Keflavíkur, en engin aðstaða væri fyrir innan- landsflug í Leifsstöð, það mál væri verið að athuga. Flugfélögum er nú gert að greiða virðisaukaskatt á eldsneyti og sagði Sigurður að það myndi leiða til um 3% hækkunar á fargjaldi. „Við erum í ákaflega harðri samkeppni við bílinn og rúturnar og í kjölfar þess að virðisaukaskattur var tekinn upp versnar okkar staða til muna,“ sagði Sigurður. „Ég er afar óhress með afskipti ríkisins af samgöngumálum, oft er okkur ætlað að fljúga við óviðun- andi aðstæður og nægir að nefna ófullkomna flugvelli í því sambandi og svo eru öll gjöld og skattar af starfseminni skrúfaðir upp úr öllu valdi. Og jafnframt gerðar til okkar allt að því óraunhæfar kröfur um þjónustu." Fóstrur Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir fóstrum og forstöðumönnum til starfa við dagvistirnar Árholt, sem er leikskóli, og Pálmholt, sem er dagheimili. Aðstoðum við útvegun húsnæðis á Akureyri. Allar nánari upplýsingar veita hverfisfóstrur í símum 96-24600 og 96-24620 alla virka daga milli kl. 10.00 og 12.00. Dagvistardeild Akureyrarbæjar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.