Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990 29 lát afa. Hún hélt áfram heimili af mikilli reisn og tók á móti gestjim og gangandi og mörg barnabarn- anna bjuggu eftir þetta hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Allt heimilishald var með miklum mynd- arbrag og allt fram til hins síðasta hélt hún stórfjölskylduboð en köku- bakstur var henni alveg sérstök ánægja. Hún hafði yndi af hannyrð- um og bóklestri, sem var hennar aðaltómstundagaman. Amma var afar hlédræg að eðlis- fari og vildi aldrei láta hafa fyrir sér, en naut þess hins vegar að fá að hlúa að öðrum. Hún tók þátt í starfi Kvenfélags Húsavíkur og var gerð að heiðursfélaga þess. Hún starfaði einnig með slysavarna- félaginu. Amma var mikil áhuga- manneskja um íþróttir og var ötull stuðningsmaður Völsungs og sótti leiki félagsins fram yfir nírætt. Hún var ákaflega stolt af Þingéyingum og öllu sem þingeyskt var og gjör- þekkti allar þingeyskar ættir. Ætt- fræði var henni afskaplega hugleik- in og raunar má segja að henni hafi verið rík þjóðerniskennd í blóð borin. Amma fylgdi þeirri hefð að íslenski þjóðbúningurinn væri mesta skart kvenna og klæddist ævinlega peysufötum á sunnudög- um og upphlut við sérstök tækifæri. Amma hafði ríka samúð með lítil- magnanum og eru mér minnisstæð- ar ferðirnar með henni til að heim- sækja fólk er flestir létu sig litlu varða og færa því góðgæti. Amma og afi bjuggu aldrei við mikil efni, og á þeim árum sem afi átti við heilsuleysi að stríða, hefur þurft ótrúlega útsjónarsemi til að sjá heimilinu farborða, enda trygg- ingar þá ekki eins fullkomnar og síðar varð. Hún tók til þess hversu mikið eldri börnin lögðu á sig á þessum tíma til að draga björg í bú. Eftir að amma fór að fá ellilíf- eyri þótti henni sem hún hefði fúlgu fjár á milli handá. Naut hún þess nú að geta styrkt sína nánustu. Fannst mörgum nóg um, en þá var svar hennar jafnan að hún hefði ekki fé með sér úr þessum heimi. Amma var einstaklega barngóð og þrátt fyrir háan aldur sóttist hún eftir að hafa börn í kringum sig. Síðastliðið sumar heimsótti ég hana með fjölskyldu minni. Móttökurnar voru með sömu rausn og jafnan áður og sonur minn átta ára vildi fremur fá að vera hjá langömmu en að leika sér við jafnaldra sína. Hann sagði að það væri svo gaman hjá langömmu. Hún fann alltaf upp á einhveiju skemmtilegu þar sem börnin voru þátttakendur en ekki áhorfendur eins og tíðkast um of nú til dags. Það verður einkennilegt að koma til Húsavíkur og finna ömmu ekki í Framnesi, en þar hafði hún búið í nær 60 ár. Framnes var eins og griðastaður, þar sem ekkert breyttist hvað svo sem öðru leið. Amma var á ýmsan hátt af gamla skólanum, en þau grundvallaratriði sem hún lifði eftir falla ekki úr gildi. Afi og amma máttu ekki vamm sitt vita. Það sem þau innrættu okkur afkomendum sínum hefur reynst okkur dijúgt veganesti. Amma lifði samkvæmt því boðorði að sælla sé að gefa en að þiggja og var til hins síðasta vakandi yfir velferð fjölskyldunnar. Fjölskyldan safnast saman í dag til að kveðja hana, en það hefur hún ekki öll gert frá því að amma bauð sjálf til stórveislu á níræðisaf- mæli sínu. Þór, bróðir minn, sem býr í Bandaríkjunum getur ekki fylgt ömmu en hugur hans verður með okkur í dag. Við kveðjum með söknuði konu sem skilaði lífsstarfi sínu með sóma og lifði sátt við Guð og menn. Sigríður Berglind í dag kveðjum við heittelskaða langömmu okkar í hinsta sinn í þessum heimi. Hún amma Sigríður eips og við kölluðum hana var ein sú hjartahlýjasta kona sem við höf- um þekkt. Allir sem hana sóttu heim hafa sjálfsagt ekki komist hjá því að finna friðinn og hreinleika hjarta hennar. A.m.k. var það sú tilfinning sem við ávallt fundum í návist hennar og ef einhver hefur fylgt boðorðinu „elska skaltu ná- unga þinn eins og sjálfan þig“ þá var það hún. Amma var ávallt hrókur alls fagnaðar enda hafði hún óborgan- lega kímnigáfu. Er önnur okkar heimsótti hana í byijun desember til að sýna henni fyrsta langa- langömmubarnið, var hún að gant- ast með það að fara á ball, hún á tíræðisaldri. Allt frá því að við fæddumst hafði amma búið í Framnesi enda kom það aldrei til greina að hún, á sínum efri árum, færi á dvalar- heimili fyrir aldraða. Hún byggði sitt hús ásamt afa og þar vildi hún vera. Oft komum við langömmu- börnin til ömmu og ósjaldan gaf hún okkur brauðmola í poka til að gefa öndunum sem syntu á ánni við húsið hennar. Amma var svo ótrúlega ung í anda og er hún var lögð inn á sjúkrahús í byijun þessa árs, fannst okkur það eins fjarlægt og frekast gat verið að hún myndi ekki eiga afturkvæmt. í Framnes. Við deyjum víst öll einhvern tím- ann en einhvern veginn fannst okk- ur þó, að amma væri undanskilin þeirri reglu. Það er því og mun ávallt vera ótrúlegt að skærasta ljósið hafi getað slokknað. Blessuð sé minning hennar. Sjöfii Evertsdóttir, Kristín S. Ólafsdóttir. Hún amma Sigríður er látin á 95. aidursári. Upp í huga okkar systkinanna frá Fjöllum koma ótal minningar um ömmu og afa í Framnesi, en afiJóhannes lést í september 1970. Afi og amma eignuðust fjögur börn, móður okkar Sjöfn og synina Siguijón, Ásgeir Guðmund og Gunnar Pál. Sem unga stúlku mun ömmu hafa dreymt um að verða leikkona, en þeir draumar urðu aldrei að veru- leika. Hennar leiksvið varð heimilið sem hún helgaði líf sitt, eigin- manni, börnum og okkur afkomend- unum, sem hún umvafði kærleika og ástúð og fylgdist með okkur hveiju og einu í starfi og leik. Amma var frekar dul kona og ekki allra, lítið fyrir að vera mikið út á við, en afskaplega hlý og glað- vær. Við erum þess fullviss að góða skapið hennar, glettnin og lífsgleðin átti sinn þátt í hve heilsuhraust hún var og hvað hún náði háum aldri. Við dvöldum flest hjá ömmu og afa meira og minna bæði þar sem við vorum í skóla á Húsavík og sóttum þangað vinnu. Einnig komu þau í heimsókn og dvöldu um tíma á hveiju ári heima á Fjöllum. Húsið Framnes stendur á bakka Búðarár, einum fallegasta stað í Húsavíkurbæ. Endurnar á ánni og niðurinn í fossinum, koma í huga okkar þegar við hugsum um heimili þeirra. Það var alltaf einstaklega gaman að koma í Framnes og gott að vera þar. Amma var fastur punktur í tilver- unni, við gátum kíkt þar inn hvenær sem var, við gátum treyst því, að amma var heima. Hún var fljót að koma með kaffi og meðlæti sem alltaf var nóg til af. Hún var svo létt í lund og alltaf hlæjandi og glettin. Amma var mikill unnandi bolta- íþrótta og hafði gaman af að fylgj- ast með leikjum Völsungs í knatt- spyrnu. Það eru ekki mörg ár síðan hún hætti að fara á völlinn. Amma bjó heima í Framnesi og sá um sig sjálf þar til viku fyrir andlátið, að hún þurfti að fara á sjúkrahús. Við vitum, að dauðinn er óum- flýjanlegur og erum afskaplega þakklát fyrir að hafa haft ömmu svo lengi hjá okkur. Við eigum eft- ir að sakna þess að geta ekki komið í Framnes þegar við eigum leið til Húsavíkur. Við kveðjum hana full af þakk- læti fyrir allt það sem hún var okk- ur. Systkinin frá Fjöllum og ijölskyldur. Júlíana Kristmanns- dóttir — Minning Fædd 18. júlí 1990 ' Dáin 10. janúar 1990 Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Júlíönu Kristmannsdóttur, sem andaðist í Borgarspítalanum 10. janúar síðastliðinn. Amma fæddist í Steinholti í Vest- mannaeyjum og voru foreldrar hennar Kristmann Þorkelsson út- gerðarmaður og Jónína Jónsdóttir, þar ólst hún upp í hópi sjö systk- ina, sem upp komust. Árið 1930 giftist hún afa, Krist- jáni Magnússyni frá Dal í Vest- mannaeyjum, og tveimur árum seinna fluttu þau til Reykjavíkur. Þau eignuðust íjögur börn og eru þijú þeirra á lífi, Jónína, Magnea og Kristján Þór. Dreng misstu þau úr kíghósta á fyrsta ári. Kiddi afí dó fyrir tíu árum, þann 16. nóv. 1979, og var hans sárt saknað því hjónabandið hafði verið langt og farsælt. Afkomendur þeirra eru orðnir 28 talsins. Oft fór ég í heimsókn til ömmu og gisti stundum hjá henni um helg- ar. Þá spiluðum við og spjölluðum og lásum alltaf bænirnar okkar saman á kvöldin og amma var iðin við að kenna mér nýjar bænir. Ég vil þakka elsku ömmu minni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Minningin um hana mun ávallt lifa í huga mínum. Blessuð sé minning hennar. Fríða Dröfii Kristjánsdóttir + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ENGILBERTS JÓHANNSSONAR, Eyjahrauni 3, Vestmannaeyjum Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Guð blessi ykkur öll. Adda Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Furugrund 22, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Þórólfur Sveinsson, Birna G. Ágústsdóttir, Guðmundur Jónsson, Petrfna S. Agústsdóttir, Sveinsjna Ágústsdóttir, Guðbjörn Þór Ævarsson, Dröfn Ágústsdóttir, Svanur Jónatansson. Egils þykkni við þorsta í'tl’i'l', Það er drjúgt og alltaf njær- ; tækt þegar fjölskylduna þyrstir. Blándið ykkur Egils/ ljúffengan og ódýcan svalá-:;': drykk! m Slffiw

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.