Morgunblaðið - 20.01.1990, Qupperneq 32
Astríður Júlíusdóttir,
Keflavík — Minning
Fædd 10. júlí 1910
Dáin 10. janúar 1990
Hve glöð er vor æska, hve létt er vor lund
er lífsstríð ei huga vom þjáir.
Mig langar að kveðja æskuvin-
konu mína með nokkrum orðum.
Ég var 9 ára þegar við fluttum á
Melgötuna úr Leirunni. Þá var orð-
ið fátt fólk í Leirunni og næstum
bamlaust. Það var því ómetanlegt
að komast inn í barnaskarann á
Melnum. í mínum huga voru allir
vinir og okkur systkinunum var
tekið eins og við hefðum alltaf átt
þar heima og það voru mikil við-
brigði frá fámenninu sem við höfð-
um búið við síðustu árin. Þó það
væri brýnt fyrir okkur að vera ekki
að flækjast á aðra bæi sluppu fáir
við mig, ég var alls staðar inni á
gafli. Eg var fljót að finna pér
fyrirmynd og það var hún Ásta
Júlíusar, þó að ég kæmist aldrei
með tærnar þar sem hún hafði
hælana. Hún var stórglæsileg,
skemmtileg, söng svo vel og kunni
einhver ósköp af kvæðum sem hún
var fús að miðla mér. Mér er
ógleymanlegt hvað hún var falleg
á fermingardaginn sinn, mér fannst
hún eins og álfadrottning. Strax
eftir fermingu fór hún í vist í Bak-
aríið sem var eitt fínasta heimilið
í plássinu, til að passa yngsta bam-
ið þar. Og hvað mér fannst barna-
vagninn fínn sem hún rúllaði á
undan sér, hærra varð ekki komist
í mínum huga sem hafði aldrei séð
neitt slíkt. Hjá þessum hjónum,
Guðrúnu og Olafí Arnbjömssyni,
vann hún svo árum skipti í verslun
sem þau ráku. Eini félagsskapurinn
sem ég man eftir á þessum ámm
var barnastúkan Nýársstjarnan
sem Framnessystur stjórnuðu af
dugnaði og framsýni. Þar var hald-
ið uppi leiklist og þar vom þau lið-
tæk Hábæjarsystkinin, Ásta og
Erlendínus, ásamt fleimm sem of
langt yrði upp að telja. Það vom
ekki aldurstakmörk í stúkunni þó
hún væri barnastúka. Þetta var
áður en börn tóku skaða af að
skemmta sér með fullorðnum.
Fyrsta Ieikritið sem ég sá var
Ævintýri á gönguför. Þar lék Ásta
og hún er mér alveg ógleymanleg.
Ég hef komið í mörg leikhús síðan
bæði heima og erlendis en ég man
ekki eftir öðram eins ævintýraljóma
eins og j' gamla Skildi á þessum
ámm. Ásta söng í kirkjukórnum
og tók þátt í því litla félagslífí sem
var í Keflavík á þessum árum.
Hún giftist rúmlega tvítug Ein-
ari Bjarnasyni skipstjóra frá Vatt-
amesi. Þau byrjuðu búskap á
kreppuáranum sem vom þeim erfið
eins og öðrum Iandsmönnum. Einar
missti fljótlega heilsuna og var
ámm saman í hjólastól. En það var
ekki uppgjöf hjá þeim hjónum. Þau
settu upp versiun með smávöm, svo
litla að Éinar gat setið á miðju gólfi
í stólnum sínum og teygt sig í allt
sem til var í búðinni. Þau Asta og
Einar eignuðust 3 syni, Júlíus, Sig-
urð og Bjarna, og sér til yndisauka
barnabörn og barnabarnaböm sem
ég efast ekki um að hafi kunnað
að meta og elska ömmu sína. Eftir
lát Einars rak Ásta verslunina þar
til hún gíftist seinni manni sínum,
Guðmanni Grímssyni. Þau áttu
saman nokkur góð ár, þar til Ásta
varð fyrír því áfalli að lamast og
hún komst aldrei til heilsu aftur.
Hún dvaldi á Reykjalundi í nokkur
ár og komst í hjólastól á tímabili
sem hún kunni vel að meta, því
þannig átti hún auðveldara með að
umgangast fólk. Ég kom einstöku
sinnum til hennar, aldrei heyrði ég
hana kvarta eða harma örlög sín,
þó manni fyndist þau hörð. Guð-
mann var hennar stoð og stytta en
ekki var hún búin að fá skammtinn
sinn því hann lést fyrir þremur
árum. Ekki kvartaði Ásta frekar
en fyrri daginn þó þungbært væri.
Hún dvaldi síðustu árin í Keflavík-
urspítala við ákaflega góða umönn-
un starfsfólks og afkomenda. Ég
sá Ástu síðast 3. október og það
var yfir henni sama reisnin og
æðruleysið.
Nú er hún búin að fá kærkomna
hvfld. Lífsstríðinu er lokið. Melgat-
an er óþekkjanleg, flestir bæir
komnir undir stórbyggingar. Allt
hefur sinn tíma. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa átt Ástu, systkini hennar
og aðra jafnaldra af Melgötunni að
vinum.
Ég votta sonum, tengdadætrum,
afkomendum og systkinum innilega
samúð. Megi hún hvíla í friði.
Anna Árnadóttir,
Breiðagerði.
Kona, sem komin er fast að átt-
ræðu, kveður þetta líf. Hún hafði
lengi átt við vanheilsu að stríða og
verið á sjúkrahúsi í nokkur ár. Við
getum kannski sagt að hún hafi
loksins fengið hvíldina og það er
rétt en engu að síður er mikill sökn-
uður hjá mörgum. Amma Ásta eða
Ásta eins og hún var kölluð í dag-
legu Iífí var sterkur persónuleiki og
hafði áhrif á alla sem umgengust
hana. Það var mjög auðvelt að láta
sér þykja vænt um hana og hænast
að henni. Þrátt fyrir veikindi sín
var hún alltaf með á nótunum og
hélt fullri andlegri heilsu þar til
yfir lauk. Oft undraði ég mig á því
hvað hún tók hlutunum vel.
Ásta fæddist í Hábæ í Kefiavík
og í Keflavík bjó hún mest allt sitt
líf. Hún var falleg ung kona, fjömg
og full af lífí og hreif ungu menn-
ina. Hún giftist Einari Bjarnasyni,
ungum skipstjóra frá Eskifirði, og
eignuðust þau þrjá syni, Júlíus
(1930), Sigurð (1934) og Bjarna
(1936), sem allir eru búsettir í
Keflavík. Lífíð var ekki alltaf auð-
velt á þessum áram, oft fátækt og
basl. Einar veiktist og útlitið var
ekki bjart, hann náði ekki heilsu
aftur heldur lamaðist smátt og
smátt. Þetta var erfíður tími, ekki
var hægt að stunda sjóinn lengur
en duglegt fólk bjargar sér. Þau
settu á fót fyrstu „sjoppuna" í
Keflavík, Tóbaksbúðina, en hún var
síðar manna á milli kölluð Ástu-
sjoppa. Þess var vel gætt að leggja
til hliðar peninga til að synirnir
hefðu tækifærí til að mennta sig.
Einar dó 1952, sama ár og ég fædd-
ist. Amma var skemmtjleg heim að
sækja og var því heimili hennar á
Aðalgötunni alltaf gestkvæmt.
Allt frá því að ég man eftir mér
var amma mjög sterkur þáttur í lífí
mínu. Mér þótti undur vænt um
hana og var mikið hjá henni. Það
er ómetanlegt fyrir börn að eiga
það akkeri sem góð amma og/eða
afi eru í daglegu lífi. Oft var mikil
samkeppni á milli okkar barnabarn-
anna hver mætti sofa í nótt. Svo
sterk var löngunin að einu sinni
gekk einn sonarsonurinn til hennar
í svefni, hann vaknaði þegar hann
var kominn að húsinu og var að
banka.
Ég var alls ekki dugleg að borða
og því var pylsa í sjoppunni hjá
ömmu ekki vel liðin rétt fyrir kvöld-
matinn, hún lét það nú eftir mér
Meira en þú geturímyndað þér!
samt en mamma mátti ekki vita
það.
Andlitið á mér var fullt af stómm
og myndarlegum freknum, sýndist
ömmu hluti þeirra vera sinnep og
lét mig ítrekað þvo mér í framan
til að ekki kæmist upp um okkur.
Ég minnist kvölds hjá henni, ég
hafði sofnað snemma en vaknað svo
aftur rétt um miðnættið og farið
niður í stofu. Mikil var undran mín,
þar sat maður! Mér fannst hann
mjög virðulegur og svo var hann
svo fínn. Amma hafði verið ekkja
í 12 ár og núna var að hefjast nýr
kapítuli í lífí hennar.
Guðmann Grímsson varð seinni
maðurinn hennar, fyrst bjuggu þau
í Reykjavík á Sólvallagötunni en
fluttu síðar aftur til Keflavíkur.
Bæði áttu þau böm og barnaböm
og Guðmann varð fljótlega sem
raunvemlegur afi í mínum huga.
Guðmann dó 1987, ég gerði mér
ekki grein fyrir því fyrr en þá, að
hún hafði deilt með honum lífí jafn
lengi og afa mínum. Hún varð tvisv-
ar ekkja og er það útaf fyrir sig
mikil lífsreynsla.
Ég veit að amma bjó sig undir
að mæta Drottni sínum og frelsara
og skiptir það mestu máli. Þó að
80 ár virðist langur tími þá er hann
sem ekki neitt í samanburði við
alla eilífðina. Hér á jörð leggjum
við gmnninn að því sem á eftir
kemur. „Því svo elskaði Guð heim-
inn að hann gaf son sinn eingetinn
til þess að hver, sem á hann trúir
glatist ekki, heldur hafí eilíft líf“
(Jóhannes 3:16). „Því að ef þú játar
með munni þínum Drottin Jesúm
og trúir með hjarta þínu, að Guð
hafi uppvakið hann frá dauðum,
muntu hólpinn verða, því að með
hjartanu er trúað til réttlætis, en
með munninum játað til hjálpræð-
is..., .því að hver, sem ákallar
nafnið Drottins, mun hólpinn
verða.“ (Rómveijabréfið 10:9—10,
13),
Ég bið Guð að blessa og styrkja
alla ættingja og einnig alla þá sem
syrgja, blessuð veri minning elsku
ömmu minnar, Ástríðar Júlíusdótt-
ur.
Ástríður Júlíusdóttir
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Ásta Júlíusdóttir, tengdamóðir
mín, lést 10. janúar sl., 79 ára að
aldri, eftir rúmlega sex ára legu á
Sjúkrahúsinu í Keflavík. Hún fædd-
ist í Keflavík 10. júlí 1910, dóttir
hjónanna Sigríðar Sverrínu Sveins-
dóttur, sem fædd var 2. des. 1882,
dáin 21. nóv. 1963, og Júlíusar
Bjömssonar sjómanns, sem fæddur
var 25. júní 1852, dáinn 5. sept.
1928.
Ásta ólst upp í hópi 7 systkina
í „Gamla Hábæ“ og átti hún bjartar
og ljúfar minningar um bemsku-
heimili sitt. Einnig átti Ásta fjóra
hálfbræður og voru þeir góðir vinir
hennar, en þeir em nú allir látnir.
Systkinabörn hennar öll sýndu
henni mikinn kærleika og ræktar-
semi alla tíð. Af systkinunum eru
látin, auk Ástu, Elentínus, Georg
og Éinar. Eftirlifandi systkini eru
Sverrir í Reykjavík, Lára og María
í Keflavík.
Snemma þótti Ásta fríðleiks- og
myndarstúlka, vel að sér til munns
og handa, glaðvær og glæst í fasi
hvar sem hún kom, höfðingleg og
orðheppin. Hún var hávaxin, grönn
og bein. Sjálfsagt hafa hjörtu ungu
mannanna slegið örar þar sem hún
kom á mannamót á æskudögunum.
Þá kom hér ungur skipstjóri frá
Eskifirði, Einar Bjamason, og
felldu þau hugi saman. Einar fædd-
ist að Vattarnesi v/Fáskrúðsfjörð
23. apríl 1896, sonur hjónanna
Þórunnar Eiríksdóttur og Bjarna
Sigurðssonar, skólastjóra á Eski-
firði. Ásta og Einar giftu sig 26.
júní 1931 og hófu búskap í Keflavík,
lengst af á Aðalgötu 4.
Einar veiktist 1934 og versnaði
smám saman og var síðustu árin í
hjólastól. Hann lést 13. júlí 1952
eftir átján ára erfíð veikindi. Þrátt
fyrir veikindin var engin uppgjöf í
ungu hjónunum. Einar fékk leyfí
til að reka litla verslun í húsi sínu
og hafa opið til kl. 23 á kvöldin.
Þar með var komin fyrsta „sjoppan“
í Keflavík, sem seinna var kölluð
„Ástusjoppa" eftir að hún tók við,
þegar maður hennar féll frá.
Ásta Júlíusdóttir var af kjarna-
fólki komin, því fólki sem frá blautu -
barnsbeini lærði að gera fyrst og
fremst kröfur til sjálfs sín. Hún var
myndarleg húsmóðir og stjómaði
heimili sínu af röggsemi og myndar-
skap. Sérstaka ánægju hafði hún
af að taka á móti gestum og veitti
af rausn og höfðingsskap og var
það hennar stolt og gleði.
Þegar Ásta og Einar fluttu á
Aðalgötu 4 tóku þau inn á heirriili
sitt Símon Eiríksson, 81 árs gamlan
mann, en Símon, sem orðinn var
einstæðingur, hafði átt húsið áður.
Dvaldi hann hjá þeim til dauðadags
eða í þrettán ár.
Synir þeirra hjóna eru: Júlíus
Rafnkell, kvæntur Maríu Ögmunds-
dóttur og eiga þau 6 börn. Sigurður
Sverrir, kvæntur Stefaníu L. Erl-
ingsdóttur. Þau eiga 5 börn. Bjarni
Þór, kvæntur Ingibjörgu Erlings-
dóttur. Þeirra börn eru 3. Barna-
börnin era því 14 talsins og
langömmubörnin 33.
Árið 1965 verða þáttaskil í lífi
Ástu, en þá kynnist hún seinni
manni sínum, Guðmanni Grímssyni,
skipstjóra frá Sandgerði, syni hjón-
anna Sigurveigar Ólafsdóttur og
Gríms Jónssonar sjómanns. Ásta
og Guðmann giftu sig 28. maí 1966
og bjuggu fyrstu árin sín í
Reykjavík, síðan í Keflavík. Síðast
fengu þau nýja íbúð í húsi aldr-
aðra, Suðurgötu 12-14, og ætluðu
að eigaþar ljúft ævikvöld. En 1982
veikist Ásta og var á Landakotsspít-
ala og Reykjalundi þar til hún kom
á Sjúkrahúsið í Keflavík í des. 1983
og átti þaðan ekki afturkvæmt.
Ásta og Guðmann vora mjög
hamingjusöm og samhent hjón og
reyndist hann henni einstaklega vel
í veikindum hennar, svo og börnin
hans og fjölskyldur þeirra. Guð-
mann fékk hjartaáfall í árslok 1986
og lést 7. feb. 1987.
Auðvitað voru síðustu árin erfið
hjá Ástu, líkamsþrekið dvínaði, en
hún bar þær byrðar með þolin-
mæði. Hún hélt skýrri hugsun og
andlegu lífsþreki til hinstu stundar.
Daginn áður fórum við saman með
gömlu versin sem hún lærði við
móðurkné. Síðustu orðin voru bless-
unarorð til bamanna hennar og það
nafn sem okkur öllum er svo kært,
„mamma“.
Ég vil færa hér fram sérstakar
þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Keflavíkur fyrir frábæra hjúkrun
og vináttu í gegnum árin. Megi
góður Guð blessa minningu Ástu
Júlíusdóttur í hjörtum ástvina henn-
ar.
Stefanía L. Erlingsdóttir
Kveðjuorð:
Freyja Þorsteins-
dóttirírá Efstakoti
Fædd 9. ágúst 1916
Dáin 7. janúar 1990
Frænka okkar Freyja Þorsteins-
dóttir var jarðsett á Dalvík 13. jan-
úar síðastliðinn. Hún fæddist á
Hamri í Svarfaðardal 9. ágúst 1916
og fluttist með foreldmm sínum í
Efstakot á Dalvík árið 1918. For-
eldrar hennar voru Kristrún Frið-
bjömsdóttir frá Efstakoti og Þor-
steinn Antonsson útvegsbóndi frá
Hamri.
Við, systkinabörnin sem ætlum
að minnast frænku okkar með ör-
fáum orðum, munum hana best
eftir að hún er flutt til Reykjavík-
ur. Þar kynntist hún eiginmanni
sínum, Sigurði Hjartarsyni, en þau
giftu sig árið 1952.
Á heimili þeirra hjóna í Hvassa-
leiti 59 vorum við öll alltaf jafn
velkomin, bæði við sem bjuggum
nærri og komum oft og hin sem
vomm ijær og komum sjaldnar.
Alltaf var húsrými, einnig tími til
að greiða götu hvers og eins sem
þangað leitaði.
Leið okkar flestra frændsystkin-
anna frá Dalvík lá til Reykjavíkur
til náms. Var þá ætíð auðsótt að
fá að hafa vetursetu í Hvassaleit-
inu. Það var mikill styrkur fyrir
okkur óþroskaða unglinga sem
komum að norðan að fá að búa á
heimili sem því er Siggi og Freyja
áttu og finna það öryggi og þá hlýju
sem þar ríkti. Gátum við þar einnig
lært mörg snör handtökin og það
að vera ekki lengi að taka ákvarð-
anir því ekki var hún frænka okkar
að hika við hlutina. Kunnum við
það vel að meta.
Saumaskapur fórst Freyju sér-
staklega vel úr hendi. Margar
kennslustundir fengum við stelp-
urnar í þeim fræðum sem hafa
nýst okkur mjög vel í gegnum árin.
Þær eru ekki fáar flíkurnar sem
Freyja hefur saumað á afkomendur
sína og frændfólk. Fannst okkur
það með ólíkindum hversu stuttan
tíma það tók að fullvinna hveija flík.
Freyja átti sterkar rætur í átt-
högunum og kom á hveiju sumri
heim í Efstakot. Munum við glöggt
þegar Freyja, Siggi og krakkarnir,
Kristrún, Hjörtur og Þorsteinn Óli,
voru að koma norður til lengri eða
skemmri dvalar. Það vartilhlökkun-
arefni, því Freyju fylgdi gleði og
kraftur svo allir hrifust með. Þá var
von á tilbreytingu, því Freyja vildi
gjarnan ferðast lengra eða styttra
og fóm þá oft margir saman. Hvað
skemmtilegastar vom ferðirnar
heim að Hrísum en þangað lá leið
hennar oft til frændfólksins sem
þar bjó.
í nafni systkinabarna Freyju
langar okkur að lokum að þakka
henni fyrir einstaka hjartahlýju og
hjálpsemi í okkar garð. Við erum
sterkari að hafa notið umsjár þess-
arar þróttmiklu og lífsglöðu konu.
Elsku Siggi og frændsystkin,
megi minningin um Freyjju verma
hjarta ykkar og styrkja.
Jóhanna og Anna Bára