Morgunblaðið - 20.01.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990
33
Minning:
Hólmíríður J. Aðal-
steinsdóttir, Húsavík
Fædd 15. júlí 1916
Dáin 13. janúar 1990
Við viljum með nokkrum orðum
minnast mikillar konu, sem við höf-
um ekki lengur hjá okkur.
Fyrst koma upp í hugann allar
góðu og skemmtilegu stundirnar í
Löngu og nú síðast í Litla-
Hvammi. Þar stendur hún amma í
eldhúsinu, ávallt með hlaðið borð
af veitingum og ást og hlýju handa
öllum sem koma.
Og þeir voru margir sem fengu
að njóta þess að sækja hana heim,
allir voru jafn velkomnir. Enda var
alltaf líf og íjör við kaffíborðið í
Löngu, margt var spjallað og mikið
hlegið.
Þrátt fyrir stórt heimili og mikinn
gestagang hafði amma alltaf tíma
til þess að spjalla við okkur, spila
og segja okkur sögur. Hún átti allt-
af til næga mildi og hlýju í garð
allra sem til hennar sóttu, jafnt
smárra sem stórra.
Við vitum að amma er nú í góð-
um höndum í lífi sem er æðra okk-
ar jarðlífi. Við biðjum góðan Guð
að styrkja og styðja elskulegan afa
okkar, Gunna frænda og alla hina
í þeirra miklu sorg.
Aldrei skaltu að leiðum lesti
leita í fari annars manns,
aðeins grafa ennþá dýpra
eftir bestu kostum hans.
Geymdu ekki gjafir þínar
góðum vini - í dánarkrans.
(Heiðrekur Guðmundsson)
Anna, HófTý og Silja Björk,
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Hún amma er farin og það er
sárt að hafa hana ekki lengur, en
við eigum minninguna um þessa
góðu konu sem var engum öðrum
lík.
Starfsvettvangur ömmu var að
mestu innan veggja heimilisins og
var vinnudagurinn oft langur, enda
í mörg horn að líta. Henni tókst
að skapa yndislegt heimili sem við
eigum eftir að minnast oft um
ókomin ár. Þrátt fyrir miklar annir
á stóru heimili hafði amma alltaf
tíma fyrir okkur krakkana. Við átt-
um margar góðar stundir hjá ömmu
og afa í Löngu, þangað voru allir
velkomnir og alltaf var amma með
brauð á borðum og heitt á könn-
unni. Ef fyrir kom að slettist upp
á vinskapinn hjá okkur krökkunum
var einfalt mál fyrir ömmu að leysa
vandann með mjólk og kleinum eða
einnig sögu. Það var einkennandi
fyrir hana að vilja alltaf gera gott
úr öllu.
Öll söknum við ömmu mikið en
við trúm því að henni líði vel núna.
Elsku afi, Guð gefi þér styrk við
þennan mikla missi.
Ásta Eir og Aníta
Elsku ömmu þakka ég fyrir allar
yndislegu stundirnar okkar saman.
Hún var alltaf svo góð, vildi alla
gleðja, talaði aldrei illa um neinn
og vildi að öllum liði vel. Hún var
örlát og gaf okkur svo mikið, bæði
veraldlegt sem og andlegt, og fékk
ég ríkulega að njóta þess.
Eg var svo lánsöm að fá að búa
hjá ömmu og afa í Löngu, fyrstu
árin mín. Á þeim árum mynduðust
á milli okkar sterk tengsl sem aldr-
ei rofnuðu, þótt ég flytti á annað
landshorn. Ferðirnar til hennar urðu
margar, um leið og komið var sum-
arfrí, páskafrí eða jólafrí í skólanum
var ég lögð af stað til Húsavíkur
og hlakkaði alltaf jafn mikið til.
Það er erfitt að hugsa sér lífið
og tilveruna án elsku ömmu.
Bið ég góðan Guð að styrkja afa
minn sem misst hefur svo mikið.
Minningin um ömmu verður okkur
hvatning í lífinu.
Anna Karen
Með nokkrum orðum langar okk-
ur systkinin að minnast elskulegrar
ömmu okkar, Hólmfríðar Jónínu
Aðalsteinsdóttur, sem lést á heimili
sínu laugardaginn 13. janúar
síðastliðinn.
Hún amma var kjarnakona og
einstaklega hlý og góð. Hún var
styrkur okkar allra sem aldrei brást
Kveðjuorð:
Stefán F. Gunnarsson
frá Miðfjarðarnesi
Fæddur 12. apríl 1910
Dáinn 25. desember 1989
Föstudaginn 4. janúar 1990 var
til moldar borinn elskulegur frændi
minn Stefán Friðrik Gunnarsson frá
Miðfjarðarnesi.
Stefán Friðrik eða Fíi eins' og
hann var alla tíð kallaður var fædd-
ur og uppalinn á Miðfjarðarnesi í
Skeggjastaðahreppi. Foreldrar
hans voru Gunnar Metúsalemsson
frá Miðfjarðarnesi og Margrét Sig-
urðardóttif frá.Garði í Kelduhverfi.
Fíi var næst yngstur af 13 systkin-
um. Fjögur systkinanna dóu í æsku
en hin níu komust til fullorðinsára.
Eftirlifandi bróðir hans er Jón, fyrr-
verandi kaupfélagsstjóri, búséttur í
Reykjavík.
A Miðfjarðarnesi var Fíi alla sína
starfsævi, og var honum sveitin
mjög kær. Fljótt var hann mikil
stoð foreldra sinna við bústörfin,
enda hugur hans allur við búskap-
inn og æskustöðvarnar. Fljótt' kom
í ljós að hann hafði ýmsa eðlislæga
hæfileika. Ungur lærði hann að
spila á orgel og var organisti
Skeggj astað aki rkj u í mörg ár. Hann
hafði einnig yndi af söng og iðkaði
þá list talsvert. Laghentur var hann
og lét sjaldan verk úr hendi falla
og eftir langan vinnudag við bú-
störfin tók hann gjarnan til við
söðlasmíði eða aðra leðuriðju á
kvöldin og voru margir hlutir til
eftir hann um sveitina.
Foreldrar Fía Iétust bæði kring-
um árið 1948 og tók hann þá alfar-
ið við búskap á Miðfjarðarnesi eftir
það ásamt bróður sínum, Fjetri
Methusalem, og systur sinni, Jó-
hönnu Björgu eða Jóu eins og hún
var oftast kölluð. Systkinin bjuggu
þarnar myhdarbúskap meðan heils-
an leyfði. Pjetur lést í janúar árið
1977 á Akureyrarspítala. Eftir það
bjuggu Jóa og Fíi nokkur ár á Mið-
fjarðarnesi.
Ég kom í Miðfjarðarnes 10 daga
gömul og var þar til 19 ára aldurs.
Fljótt hændist ég að Fía og fylgdi
honum gjarnan við útistörfin. Eg
minnist þess hversu ljúfur hann var
mér alla tíð.
Seinustu búskaparárin var heilsu
Fía .og Jóu farið að hraka og vil
ég þakka sveitungum þeirra sem
réttu þeim hjálparhönd.
Árið 1983 brugðu þau búi og
fluttu fljótlega eftir það á elliheim-
og alltaf gátum við leitað til henn-
ar. Hún tók alltaf öllum jafnvel
hvort sem um fullorðinn eða barn
var að ræða. Hjá henni var alltaf
fullt hús af fólki, smáu sem stóru,
ræðandi heimsmálin og önnur mál.
Var oft rætt um það meðal okkar
og annarra að með réttu ætti hús
ömmu og afa að vera kallað Hótel
Húsavík eða Hótel ömmu og afa,
því þarna voru gestir á degi hveij-
um, jafn margir og gerist á meðal-
hóteli hér á landi. Þó svo að hægt
væri að líkja heimili ömmu og afa
við hótel, ef litið er á þann fjölda
sem heimsóttu þau, þá er það ekk-
ert líkt hóteli hvað varðar þjónustu-
gjald, því með því að sækja ömmu
og afa heim, fékk maður allt er
hugurinn girntist, án endurgjalds.
Áður en stigið var inn fyrir þrösk-
uldinn var amma komin fram í dyr
til að taka á móti gestunum. Hún
fylgdi þeim inn og hljóp svo á milli
eldhúss og búrs til að dekka hið
vinsæla og vel þekkta kaffiborð. Já,
enginn fór svangur frá henni ömmu
og ef einhver heimsótti hana sadd-
ur, þá fór hann ekki burt aftur
nema miklu saddari. Hjá ömmu var
ekki hægt að kunna sér hóf er kræs-
ingarnar hennar voru komnar á
borð, nýbakaðar kleinur, snúðar og
hinar ýmsu heimabökuðu kökur,
auk smurða brauðsins, en amma
stóð allan daginn og smurði, því
umgangurinn var svo mikill, um
leið og einn fór kom annar í stað-
inn. En amma var alltaf brosandi
og tók öllu vel og sýndi sinn mikla
styrk ef eitthvað bjátaði á. Hlátur
ili í Hveragerði og haustið 1987 á
elliheimilið Grund. Lést Jóa þar 29.
janúar 1988.
Eftir að þau fluttu suður voru
þau af og til um helgar og öll jól
og páska hjá Gretari syni mínum
og -Ragnheiði konu hans og vil ég
þakka þeim sérstaklega þeirra
umönnun og þann hlýhug sem þau
sýndu þeim.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi, '
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Guðlaug Jóhanna Jónsdóttir
hennar var alltaf svo innilegur og
hlýr og gat hún komið öllum til að
hlæja með hlátri sínum, og hnittn-
um athugasemdum, sem oft hittu
beint í mark.
Gæska hennar og góðvild bræddi
bæði hjörtu lítilla sem stórra. Hún
amma okkar var elskuð og dáð af
öllum sem til hennar þekktu, hún
, var einstök á öllum sviðum, hún var
dugleg, ósérhlífín, stóð fast á sínum
skoðunum og þótti vænt um alla
og öllum þótti vænt um hana.
Já, okkar fjölskylda og ætt hefur
misst mikið með fráfalli þessarar
föngulegu og stórglæsilegu konu,
því fríðleiki hennar og yndisþokki
fylgdi henni ávallt.
Það síðasta sem hún bað okkur
um, þegar sjúkdómur hennar var
búinn að leiða hana lífsleiðina á
enda, var að vera góð hvert við
annað.
Elsku amma átti svo mikið inni
hjá okkur að það er það minnsta
sem við getum gert, að haga okkur
eins og hún kenndi okkur, að vera
góð. Hún var okkar fyrirmynd í því
eins og öllu öðru, og nú kemur sér
vel að vera búin að læra það að
vera sterk, eins og hún kenndi okk-
ur að vera.
Ommu þökkum við fyrir allt sem
hún gaf okkur. Við varðveitum
minningu hennar um alla eilífð.
Elsku afi, Guð veri með þér og
styrki þig.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur.vegna
þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.)
Hólmfríður, Skarphéðinn
og Sólveig.
Laugardaginn 13. janúar sl. and-
aðist á heimili sínu á Húsayík Hólm-
fríður Jónína Aðalsteinsdóttir,
„Fríða frænka" eða „amma á
Húsavík“, eins og hún var oftast
kölluð á mínu heimili.
Hólmfríður fæddist að Hvammi
í Þistilfirði 15. júlí 1916, áttunda í
röðinni af tíu börnum hjónanna
Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu
Sigfúsdóttur er þar bjuggu, voru
föðurforeldrar hennar ættaðir úr
Bárðardal og Fnjóskadal en móður-
foreldrar úr Vopnafirði og Þistil-
firði. Bjó Sigfús afi hennar í móður-
ætt á Hvammi, en þar hafa afkom-
endur hans búið síðan.
Móður sína missti Hólmfríður níu
ára gömul og tók elsta systir henn-
ar, Sigrún, er var tíu árum eldri,
þá við húsmóðurstörfum í Hvammi
um nokkurra ára skéið uns húh
giftist og fór sjálf að búa. Tók
Hólmfríður þá við húsmóðurhlut-
verkinu, þótt ung væri að árum.
Síðar átti Hólmfríður eftir að launa
systur sinni margfaldlega það at-
hvarf er hún átti hjá henni á þessum
árum er hún tók að sér dóttur Sig-
rúnar við lát hennar. Var telpan
þá á líku reki og Hólmfríður er
móðir hennar lést. Gekk Fríða henni
í móðurstað og ól hana upp uns hún
fór^að geta séð fyrir sér sjálf.
Árið 1942 gekk Hólmfríður að
eiga eftirlifandi eiginmann sinn,
Skarphéðin Jónasson frá Húsavík
er lengst var þar bifreiðastjóri og
stöðvarstjóri bifreiðastöðvar.
Kynntust þau er Skarphéðinn var
við vegavinnu í Þistilfirði. Hlaut
hann ekki aðeins peninga að laun-
um fyrir það starf heldur og sjálfa
heimasætuna í Hvammi.
Þau Hólmfríður og Skarphéðinn
bjuggu allan sinn búskap á Húsavík
og eignuðust þar tíu börn sem öll
komust til fullorðinsára nema einn
drengur er lést ungur. Búa börnin
öll á Húsavík nema yngsta dóttirin
sem er búsett í Reykjavík, Barna-
börnin eru orðin 27 og barnabarna-
börnin 10. Eru afkomendur þeirra
hjóna því alls orðnir 47, allt dugnað-
ar- og myndarfólk.
Börn Hólmfríðar og Skarphéðins
eru: Jónasína Sigrún, f. 1942. Maki
Garðar Þórðarson. Aðalsteinn Jó-
hann, f. 1944. Maki Ingiríður Þóris-
dóttir. Hulda Ósk, f. 1945. Maki
Ómar Sigurvin Vagnsson. Kristjana
Guðbjörg, f. 1947. Maki Víglundur
Þorsteinsson. Pétur Óskar, f. 1948.
Maki Sólveig Jónsdóttir. Lilja, f.
1950. Maki Eymundur Kristjáns-
son. Gunnar, f. 1951. Dó 1957.
Ásdís, f. 1954. Maki Stefán Helga-
son. Hólmfríður Lára, f. 1955.
maki Ölafur Ingi Ölafsson. Gunnar,
f. 1962. Ókvæntur.
Sama ár og þau Hólmfríður og
Skarphéðinn gengu í hjónaband,
andaðist Sigrún systir hennar, sem
áður var nefnd, úr berklum. Tóku
þau þá að sér dóttur hennar af fyrra
hjónabandi, Jennýju Sólveigu Ólafs-
dóttur, sem síðar varð eiginkona
þess sem þessar línur ritar. Hafði
hún áður um skeið átt athvarf hjá
móðursystur sinni í veikindum móð-
ur sinnar, en föður sinn missti hún
tíú árum áður, einnig úr berklum.
Stóð stjúpi hennar, Maríus Jósa-
fatsson, uppi með tvo unga syni,
bræður hennar, er móðir hennar
lést. Þá varð það Jennýju mikið lán
að eiga slíka hauka í horni sem þau
Hólmfríði og Skarphéðin. Ólst hún
upp hjá þeim þar til hún fluttist til
Akureyrar og síðar til Reykjavíkur
í leit að vinnu, og þangað gat hún
alltaf leitað ef eitthvað bjátaði á
og dvaldist þar enda oft í sumarleyf-
um sínum lengri eða skemmri tíma
uns hún fór sjálf að búa. Fyrir það
allt flytur hún nú „Fríðu frænku“
innilegustu þakkir, svo og Skarp-
héðni fóstra sínum.
Ég kynntist Fríðu og Skarphéðni
fyrst sumarið 1963 er við hjónin
dvöldumst hjá þeim nokkra daga í
fyrstu ferð okkar í átthagana fyrir
norðan eftir að við giftum okkur.
Mér var strax tekið þar opnum örm-
um, alls ókunnugum manninum,
eins og „alvöru“ tengdasyni, og ég
man ekki bétur en að okkur væri
fengið þar hjónaherbergið til um-
ráða, a.m.k. var það oft gert síðar
er við komum þar á sumrum með
dætur okkar ungar til nokkurra
daga dvalar, enda kölluðu dætumar
Fríðu og Skarphéðin alltaf „ömmu
og afa á Húsavík". Fríða var raun-
ar eina „amrnan" sem þær kynnt-
ust því báðar ömmur þeirra voru
látnar er þær fæddust.
Heimili þeirra Fríðu og Skarp-
héðins var einstakt í sinni röð. Það
stóð öllum opið, enda bæði fádæma
gestrisin. Hef ég hvergi séð annan
eins gestagang. Oft voru þar 10 til
15 manns í mat, og kaffi var alltaf
á boðstólum allan daginn frá
morgni til kvölds fyrir hvern sem
að garði bar. Og þeir voru margir.
Það var ekki aðeins að fjölskyldan
væri stór og synirnir, tengdasynir
og barnabörnin oft í mat er dætur
eða tengdadætur voru úti að vinna.
Oft kom Skarphéðinn líka með
menn, sem hjá honum unnu á stöð-
inni, heim í mat. Svo var það allt
aðkomufólkið. Frændur og vinir úr
Þistilfirði og Þórshöfn á leið til
Akureyrar eða suður. Og hina leið-
ina komu þeir sem fluttir voru brott
og voru að leita átthagana fyrir
austan Reykjaheiði. Heimili Fríðu
og Skarphéðins var sjálfsagður
áningarstaður á þessari leið, þar
var drukkið kaffi eða matast og
spjallað. Og ósjaldan gistu þeir sem
lengra áttu að. Slíkt heimili þurfti
óhjákvæmilega mikils við svo vinnu-
dagurinn hjá Skarphéðni var oft
langur. Það lenti því alfarið á hús-
móðurinni að sjá gestunum fyrir
beina. Aldrei. sá ég Fríðu æðrast
eða ergjast, TSama hve álagið var
mikið. Hún var alltaf jafn hlý og
glaðleg í viðmóti, umtalsgóð og létt
og skemmtileg í viðræðum.
Síðari árin strjáluðust ferðirnar
til Húsavíkur og aldrei heimsóttum
við þau hjónin í nýtt húsnæði fyrir
aldraða sem þau voru nýflutt í er
Fríða lést. En jafnan Iitu Fríða og
Skarphéðinn við hjá okkur, er þau
áttu leið suður. Síðast heimsótti hún
okkur seint í sumar er hún kom til
Reykjavíkur til læknisskoðunar
vegna þess sjúkdóms er-dró hana
til dauða. Var hún enn jafn létt og
hress í máli og áður þótt hún vissi
vel hvert stefndi.
Fjölskylda mín kveður h'ana öll
með söknuði nú að leiðarlokum.
Um hana eigum við aðeins góðar
minningar. Og víst hefðu fleiri okk-
ar en þess áttu kost viljað heiðra
minningu hennar með því að fylgja
henni til grafar.
Við flytjum Skarphéðni, börnum
og afkomendum öllum, svo og öðr-
um ættingjum okkar innilegústu
samúðarkveðjur.
Sigurður V. Friðþjófsson