Morgunblaðið - 20.01.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 20.01.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR ,20. JANÚAR 1990, 41 HEILRÆÐI Ferðamenn: Gætið varúðar og fyrirhyggju á ferðum ykk- ar. Á þessum árstíma er allra veðra von og færð fljót að spillast. Dulræn fyrirbæri Kæri Velvakandi. Áhugi fyrir dulrænum fyrirbær- um er mjög mikill hér á landi, og fer heldur vaxandi ef dæma má eftir framboði og eftirspurn bóka um þessi mál. Dulræn fyrirbæri hafa í gegnum tíðina oft vakið for- vitni og jafnvel ótta hjá fólki, þar sem margir hafa gjarnan gengið svo langt að afneita með öllu „yfir- skilvitlegri" skynjun úr reynslu- heimi sínum. En „dulræn" fyrirbæri eru, hvort sem fólki líkar betur eða verr, hluti af skynjun fólks og ekkert óeðli- legri en annað fólk upplifir og telur eðlilegt. Þá á ég ekki eingöngu við sögur af draugum og afturgöngum, heldur miklu fremur við hugboð, drauma, skyggni og næmi, svo eitt- hvað sé nefnt. Allir menn hafa hæfileika til að rækta með sjálfum sér þessar „gáf- ur“, og miklu fleiri eru þeir sem upplifa „dulræna“ reynslu en þora að viðurkenna. Dulræn reynsla er ekki svo dulræn, heldur skynjun sem fólk hefur hræðst vegna þekk- ingarleysis. Þó má ekki rugla henni saman við alvarlega geðveiki eða áhrif illra anda. Því dulræn skynjun getur komið mörgu góðu til leiðar manna á meðal, þar sem hún teng- ir fólk nánari og traustari kærleiks- böndum. Einar Ingvi Magnússon Viðtalstími borgarfulltrua Sjálfstæðisflokksins » Reykjauik Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 20. janúar verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstunda ráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjórn Dagvistar barna, Þórunn Gestsdóttir, formaður jafnréttisnefndar, varaformaður ferðamálanefndar og umhverfismálaráðs, og Ingólfur Steinar Sveinsson, í stjórn heilbrigðisráðs og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur. y sy sy’ vy Sy’ sy y y y Alúöarþakkir öllum þeim, er glöddu mig á sjötugs afmœli minu 28. desember og geröu mér daginn eftirminnilegan. Sigurður Jónsson, Engjavegi 22, ísafirði. Innilegarþakkir sendi égöllum þeim, erglöddu mig með heimsóknum og gjöfum á 70 ára afmœlisdegi mínum þann 5. janúar. Sérstakar þakkir sendi ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum fyrir allt sem þau gerðu til að gera mér þennan dag ógleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Bolungarvík. I samræmi við ákvarðanir hluthafa- fundar 26. júlí 1989 er boðað til aðal- fundar Alþýðubankans hf. árið 1990. Verður fundurinn haldinn á Hótel Sögu, Átthagasal, laugardaginn 27. janúar nk. og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 32. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Tillaga um samþykktir fyrir félagið. Breytingar á fyrri samþykktum felast í þreyt- ingum á tilgangi og starfsemi félagsins, sem lúta að því að félagið hætti bankastarfsemi og verði eignarhaldsfélag, m.a. um hlutabréf í Islandsbanka hf., sbr. samþykkt hluthafa- fundar 26. júlí 1989, varðandi kaup á hluta- bréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og samruna rekstrar Alþýðubankans við rekstur þriggja annarra viðskiptabanka. 3. Önnur mál löglega upp borin. 4. Tillaga um frestun fundarins. Stjórn félagsins boði til framhaldsaðalfundar sem haldinn verði í síðasta lagi fyrir lok aprílmánaðar 1990. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra á Laugavegi 31, 3. hæð frá 24. janúar nk. Tillögur sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn þurfa að hafa borist stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 23. janúar nk. Reykjavík 12.janúar 1990. Stjórn Alþýðubankans hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.