Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1990 17 hafi slíka yfirburði á þessu sviði að óhætt sé að taka undir tilboð Sovét- manna um afvopnun og muni það aðeins leiða til þess að yfirburðir Atlantshafsbandalagsins verði fest- ir í sessi. Mikil er gjafmildi Sovét- leiðtogans að mati formanns Al- þýðuflokksins! En er málið svo einfalt? Því er til að svara að á vegum ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa tillögur Sovétmanna verið vegnar og léttvægar fundnar. Tilgangur Sovétmanna er ekki sá, eins og Jón Baldvin virðist halda, að festa yfir- burði Atlantshafsbandalagsins í sessi heldur hið gagnstæða. Marmkiðið er að festa þá gífurlegu uppbyggingu Norðurflota Sovét- manna í sessi, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, en einn- ig að þrengja að sjóveldunum og gera þeim erfíðara um vik að rækja það hlutverk, að tryggja á öllum tímum öryggi siglingaleiðarinnar yfir Atlantshaf. Afstaða Sjálfstæðisflokksins Afstaða Sjálfstæðisflokksins til afvopnunar á höfunum er skýr og í samræmi við markaða stefnu ríkja Atlantshafsbandalagsins. Sjálf- stæðisflokkurinn leggur áherslu á stöðugleika og öryggi sem höfuð- markmið í viðræðum austurs og vesturs um takmörkun vígbúnaðar. Afvopnun getur verið eitt af þeim tækjum sem tryggja árangur í því efni, en eins og samræmda stefnan ber með sér verður að vega og meta afvopnun með hliðsjón af rétt- mætum varnarhagsmunum. Sjálf- stæðismenn vilja afvopnunarvið- ræður sem miða að því að tryggja öryggi í skjóli minnsta mögulega vígbúnaðar. Þeir binda við það von- ir að með því komist afvopnun á höfunum á dagskrá. Otímabærar og vanhugsaðar hugmyndir í þá veru geta á hinn bóginn raskað stöðugleika og dreg- ið úr líkum þess að raunhæfur árangur náist í viðræðum um af- vopnunarmál. Jon Baldvin Hannibalsson varpar í grein sinni fram þeirri spurningu fyris hvaða Sjálfstæðisflokk Hreinn Loftsson tali þegar hann ritar grein- ar um utanríkismál. Þeirri spurn- ingu vil ég að endingu svara. Hreinn Loftsson talar fyrir hönd þess Sjálf- stæðisflokks sem telur brýnt að komið verði í veg fyrir að utanríkis- ráðherra íslands hafi öryggismál landsins að leiksoppi í pólitískum hráskinnaleik íslenskra sósíalista. Höfundur er formaður utanríkisnefhdar Sjálfstæðisflokksins. Breiðuvíkurhreppur: Slæmt tíðar- far á þorra Laugarbrekku. RÖSKUN hefúr orðið á skólahaldi barna vegna slæms tíðarfars það sem af er þorra en hann heilsaði með norðanstormi og sjö stiga frosti. Vegir hafa lokast hér á köflum í ótíðinni og hafa vegfar- endur lent í vandræðum. Hér hafa verið þrálátir stormar og hríðarveður frá þorrabyrjun. Skóla- börn héðan úr sveitinni, sem eru í Lýsuhólsskóla í Staðarsveit, hafa ekki komist í skólann nema þijá daga síðan í þorrabyijun vegna ill- viðris en börnin eru venjulega flutt til og frá skóla daglega. Bíll, sem fór með fóðurbæti frá Borgarnesi út í Breiðuvík, fímmtu- daginn 25. janúar, hreppti vonsku- veður á leiðinni, norðanrok og hríðar- byl. I Axlarhólum festist hann í skafli og minnstu munaði að hann færi út af veginum en hann var kom- inn út- á blákantinn. Bændur frá Syðri- og Ytri-Knarrartungu fóru til hjálpar á jeppa og dráttarvél og gátu aðstoðað bílstjórann að laga bílinn á veginum. Bílstjórinn varð að skilja bílinn eftir og fór hann að Syðri- Knarrartungu og gisti þar. - Finnbogi HEFURÞU GLEYMT AÐVINNAl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS? Það er fátt ergilegra en að missa af góðum vinningi í Happdrætti Háskólans fyrir það eitt að hafa gleymt að endurnýja! Nú gefst VISA- og EURO-korthöfum kostur á að endurnýja happdrættismiða sína með boðgreiðslum. Þannig sparast bæði tími og áhyggjur og þá gleymist ekki að vinna! HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænJegast til vinnings VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ1990: 9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000, 324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000, 13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000, 234 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000. X'.„. ARGUS/SiA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.