Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.02.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1990 17 hafi slíka yfirburði á þessu sviði að óhætt sé að taka undir tilboð Sovét- manna um afvopnun og muni það aðeins leiða til þess að yfirburðir Atlantshafsbandalagsins verði fest- ir í sessi. Mikil er gjafmildi Sovét- leiðtogans að mati formanns Al- þýðuflokksins! En er málið svo einfalt? Því er til að svara að á vegum ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa tillögur Sovétmanna verið vegnar og léttvægar fundnar. Tilgangur Sovétmanna er ekki sá, eins og Jón Baldvin virðist halda, að festa yfir- burði Atlantshafsbandalagsins í sessi heldur hið gagnstæða. Marmkiðið er að festa þá gífurlegu uppbyggingu Norðurflota Sovét- manna í sessi, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, en einn- ig að þrengja að sjóveldunum og gera þeim erfíðara um vik að rækja það hlutverk, að tryggja á öllum tímum öryggi siglingaleiðarinnar yfir Atlantshaf. Afstaða Sjálfstæðisflokksins Afstaða Sjálfstæðisflokksins til afvopnunar á höfunum er skýr og í samræmi við markaða stefnu ríkja Atlantshafsbandalagsins. Sjálf- stæðisflokkurinn leggur áherslu á stöðugleika og öryggi sem höfuð- markmið í viðræðum austurs og vesturs um takmörkun vígbúnaðar. Afvopnun getur verið eitt af þeim tækjum sem tryggja árangur í því efni, en eins og samræmda stefnan ber með sér verður að vega og meta afvopnun með hliðsjón af rétt- mætum varnarhagsmunum. Sjálf- stæðismenn vilja afvopnunarvið- ræður sem miða að því að tryggja öryggi í skjóli minnsta mögulega vígbúnaðar. Þeir binda við það von- ir að með því komist afvopnun á höfunum á dagskrá. Otímabærar og vanhugsaðar hugmyndir í þá veru geta á hinn bóginn raskað stöðugleika og dreg- ið úr líkum þess að raunhæfur árangur náist í viðræðum um af- vopnunarmál. Jon Baldvin Hannibalsson varpar í grein sinni fram þeirri spurningu fyris hvaða Sjálfstæðisflokk Hreinn Loftsson tali þegar hann ritar grein- ar um utanríkismál. Þeirri spurn- ingu vil ég að endingu svara. Hreinn Loftsson talar fyrir hönd þess Sjálf- stæðisflokks sem telur brýnt að komið verði í veg fyrir að utanríkis- ráðherra íslands hafi öryggismál landsins að leiksoppi í pólitískum hráskinnaleik íslenskra sósíalista. Höfundur er formaður utanríkisnefhdar Sjálfstæðisflokksins. Breiðuvíkurhreppur: Slæmt tíðar- far á þorra Laugarbrekku. RÖSKUN hefúr orðið á skólahaldi barna vegna slæms tíðarfars það sem af er þorra en hann heilsaði með norðanstormi og sjö stiga frosti. Vegir hafa lokast hér á köflum í ótíðinni og hafa vegfar- endur lent í vandræðum. Hér hafa verið þrálátir stormar og hríðarveður frá þorrabyrjun. Skóla- börn héðan úr sveitinni, sem eru í Lýsuhólsskóla í Staðarsveit, hafa ekki komist í skólann nema þijá daga síðan í þorrabyijun vegna ill- viðris en börnin eru venjulega flutt til og frá skóla daglega. Bíll, sem fór með fóðurbæti frá Borgarnesi út í Breiðuvík, fímmtu- daginn 25. janúar, hreppti vonsku- veður á leiðinni, norðanrok og hríðar- byl. I Axlarhólum festist hann í skafli og minnstu munaði að hann færi út af veginum en hann var kom- inn út- á blákantinn. Bændur frá Syðri- og Ytri-Knarrartungu fóru til hjálpar á jeppa og dráttarvél og gátu aðstoðað bílstjórann að laga bílinn á veginum. Bílstjórinn varð að skilja bílinn eftir og fór hann að Syðri- Knarrartungu og gisti þar. - Finnbogi HEFURÞU GLEYMT AÐVINNAl HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS? Það er fátt ergilegra en að missa af góðum vinningi í Happdrætti Háskólans fyrir það eitt að hafa gleymt að endurnýja! Nú gefst VISA- og EURO-korthöfum kostur á að endurnýja happdrættismiða sína með boðgreiðslum. Þannig sparast bæði tími og áhyggjur og þá gleymist ekki að vinna! HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænJegast til vinnings VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ1990: 9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000, 324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000, 13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000, 234 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000. X'.„. ARGUS/SiA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.