Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 1
UMDEILT/ / MORÐMAL I SVISS
LIKIÐ
í FRYSTIKISTUNIMI TZ
AYDAR
VALDI 6
EITT VERK -
TV/ER SÝNINGAR
Menning/ 24
SUNNUDAGUR
SUNNUDA.GUR
11. FEBRUAR 1990
jHgyigmiftlafrifr
BLAÐ
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
SKAFTAHLÍÐ 8 er að sjá
ósköp venjulegt fjölbýlis-
hús, byggt seint á sjötta
áratugnum. Hús, sem við
tökum ekkert sérstaklega
eftir þar sem það stendur
ásamt svipuðum húsum í
Hlíðunum. I húsinu býr ósköp venju-
legt fólk - fólk, sem á kannski ekk-
ert annað sameiginlegt en það að
hafa einhverra hluta vegna flutt í
þetta ákveðna hús í Reykjavík. Sumir
hafa búið þarna í áraraðir, aðrir svo
til nýbúnir að kaupa og hafa unnið
myrkranna á milli hin síðustu ár fyrir
afborgunum og vöxtum. Áhugamálin
eru af ýmsum toga og sömuleiðis
störf þessa fólks. Það hittist í stiga-
ganginum og rabbar saman. íbúarnir
eru sammála um að gott sé að búa
í húsinu og að fólk búi þar í sátt
og samlyndi, börnin viti meira að
segja að bannað sé að leika sér á
ganginum. Haldnar eru útigrillveislur
á sumrin og það hefur komið fyrir
að hússtjórnin hefur farið „út á lífið“ á laugardagskvöldi. Ibúarnir
telja það vera stóran kost að vera svona miðsvæðis í borginni.
Matvörubúðin, skólinn og dagheimilið skammt undan og strætisvagnarnir sömuleiðis í
alfaraleið. Umferðarhljóð frá Miklubrautinni óma föluvert í híbýlum manna í Skaftahlíð 8.
Öllu hvimleiðara sé þó þegar tillitsleysi ökuþóranna birtist í Skaftahlíðinni sjálfri. „Við þekkjumst öll, en erum
samt ekkert inni á gafli hvert hjá öðru. Það er enginn áhugi fyrir því hjá neinu okkar. Samt sem áður hefur
það vissulega komið fyrir að boðið sé upp á kaffisopa," segir einn íbúi hússins. Fólkið í blokkinni er úr hinum
ýmsu geirum þjóðfélagsins, bæði ungt og gamalt. I húsinu er kennari, sjómaður, heildsali, fyrrum framkvæmdastjóri
og eftirlaunamaður, hjúkrunarforstjóri, sjúkraliði, fulltrúi, ekkja, leikfimikennari og nemar að ógleymdum húsmæðr-
unum, sem kjósa að ala manninn heima hjá börnunum. Við fórum í heimsókn í blokkina, þáðum kaffi og spjölluðum
við íbúana um lífið og tilveruna.