Morgunblaðið - 11.02.1990, Qupperneq 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990
Munurinn milli
rikra og f átækra
er sífellt aó breikka
„ÉG ER ekki mikill heimsborgari. Ég hef reynt að búa úti á ítaliu,
en það hefúr ekki gengið upp. Þá bjuggum við um tveggja ára skeið
í Kanada og erum tiltölulega nýkomin þaðan. Ég hlýt að vera svona
mikill íslendingur í mér,“ segir Theódóra Ragnarsdóttir húsmóðir.
Eiginmaður Theódóru er af ítölsku bergi brotinn, Robert Sþano, og
börn þeirra eru þrjú, Róbert 17 ára, Ásdís 16 ára og Giovanna á
þriðja ári. Fjölskyldan er kaþólsk. Theódóra segist hafa tekið ka-
þólska trú í desember sl. eftir miklar vangaveltur „Ég var sjálf í
Landakotsskóla í æsku og hef alltaf haft mjög góðar minningar það-
an. Mér finnst trúin skipta miklu máli í lífínu — hún hefúr öll svörin.“
Við hjónin kynntumst í
Glaumbæ. Hann kom hingað
upphaflega -til að sjá sig um
og hafði jafnvel hug á því
að vinna hér um hríð. Ég
held hann hafi verið búinn að vera
hér í viku þegar við fyrst kynnt-
umst,“ segir Theódóra. Fjölskyldan
býr sem stendur í leiguíbúð í
Skaftahlíðinni, en hefur nýlega fest
kaup á íbúð í Grafar vogi sem verð-
ur afhent í sumar. Lengst af hefur
íjölskyidufaðirinn stundað verslun-
arrekstur, fyrst sem verslunareig-
andi á Laugaveginum, síðar fór
hann út í heildverslun með skart-
gripi.
Róbert er frá Napolí á Italíu.
Fjölskyldan hefur dyalið mikið þar
í landi og eru börnin jafnvíg á
ítölsku og íslensku. Enska og
franska eru þeim heldur ekki fram-
andi, en á meðan á Kanadadvölinni
stóð, gengu þau í franskan skóla
annað árið og enskan skóla hitt
árið. Róbert yngri segist vera á
öðru ári í Verslunarskóla íslands
enda hafi hann mikinn hug á að
fara út í einhvers konar „bisness"
seinna meir, hann vonist jafnvel til
að geta unnlð eitthvað með föður
sínum. Róbert er í landsliðinu í
keilu og segir það vissulega mikið
áhugamál hjá sér. Þá ættu karl-
mennirnir á heimilinu sér eitt sam-
eiginlegt áhugamál, þeir feðgar
væru forfallnir knattspyrnuáhuga-
menn. Laugardagssíðdegin væru
því hálfgerðar helgistundir á heimil-
inu, en þá ræður knattspyma
ríkjum hiá Bjama Fel. í sjónvarp-
inu. Ásdís hóf nám í Menntaskólan-
um í Hamrahlíð síðasta haust og
hún segist alls óráðin í því hvað
hún vilji vera þegar hún „verður
stór“.
— Hvernig er verkaskiptingunni
á heimilinu háttað?
„Þessi þarna er latastur,“ segir
húsmóðirín og bendir á son sinn sem
Iyftir ekki hendi til að mótmæla.
„Foreldrar minir eru frábærir kokk-
ar enda er matseld þeirra. líf og
yndi,“ segir sonurinn. „ítalskur
matur er hér oftast á borðum. Eig-
inmaðurinn er mjög duglegur við
að elda og vaska upp, en óneitan-
lega lenda heimilisstörfin mest á
þeirri manneskju sem er heima allan
daginn,“ segir Theódóra.
Morgunblaðið/Sverrir
Róbert Spano ásamt eiginkonu sinni Theódóru Ragnarsdóttur og börnunum þremur, Róbert, Ásdísi og
Giovönnu.
Vekjaraklukkan á heimilinu læt-
ur í sér heyra upp úr klukkan sjö
á morgnana. Að afloknum morgun-
verðinum halda unglingamir af stað
í skólann, húsmóðirin sýslar heima
við með yngstu heimasætuna, en
dagurinn hjá húsbóndanum hefst
ekki fyrr en hann hefur farið í
Vesturbæjarsundlaugina, en laug-
amar hafa verið fastur punktur í
tilvemnni hjá honum í yfir 20 ár.
— Hvað með framtíðina?
Róbert yngri: „Það er nú spurn-
ingin. Ég held að ég eigi ekki eftir
að setjast að á íslandi. Ætli maður
ljúki ekki við stúdentsprófið og fari
svo út, annaðhvort tij Ítalíu eða
annars Evrópulands. Ég hef ekki
jafnmikinn áhuga á Bandaríkjun-
um.“
Ásdís: „Mig hefur alltaf langað
til að búa annars staðar en á ís-
landi. Hugsunarhátturinn er allt
annar úti. Fólk er ekkert að pæla
svona mikið í tískunni þar. Það
klæðir sig fyrst og fremst þægilega
og frjálslega. Auðvitað reynir mað-
ur að vera þokkalegur til fara, en.
ef maður er ekki „akkúrat" í nýj-
ustu litunum, þá er maður bara
púkalegur héma.“
Theódóra: „Sjáðu til. Þau eru öll
hérna af því að ég er svo ákveðin
í að vera hér. Við vorum mjög
ánægð í Kanada, en vegna veikinda
sem ég átti við að stríða, komum
við aftur heim til íslands. Annars
hefðum við trúlega verið þar áfram
og haft það mjög gott.
Fólk þarf að vinna svo mikið
hérna á Islandi. ítalski verkamaður-
inn hefur það margfalt betra en sá
íslenski. Hér þurfa menn að vinna
hálfan sólarhringinn til að hafa í
sig og á. Sá ítalski getur séð fyrir
sinni fjölskyldu með átta tíma vinnu
án þess að konan þurfí út á vinnu-
markaðinn. ítalskt verkafólk : fær
kaup í „fjórtán mánuði á ári“ í stað
tólf auk þess sem öll læknisþjón-
usta er veitt verkafólki að kostnað-
arlausu. Aðrir þjóðfélagsþegnar
taka þátt í sínum lækniskostnaði
með hliðsjón af tekjum viðkomandi.
Mér finnst þetta sniðugt fyrirkomu-
lag. Mismunurinn á milli ríkra og
fátækra er sífellt að breikka á ís-
landi.“
Einar Guðjohnsen Morgunblaðið/Þorkell
Bergljót Líndal.
Peningarnir okkar fara í ferdalög
„FERÐALÖGIN EIGA hug okkar
allan. Það faraallir okkar pen-
ingar í ferðalög enda sérðu að
íbúðin er í niðurníðslu og bíllinn
er enginn til á heimilinu. Þetta
er spurning um að velja og
hafna,“ segir Einar Guðjohnsen
og kona hans, Bergljót Lindal,
tekur undir það. „Eg kunni
reyndar ekkert að ferðast áður
en ég kynntist Einari þó mig
hafi svo sem langað til að gera
víðreist. Það var svo einu sinni
að við starfsfélagarnir ákváðum
að fara í Þórsmörk. Það var ein-
mitt þá sem ég sá Einar í fyrsta
sinn.“
au Einar og Bergljót segjast
hafa byijað að búa saman
árið 1972, en ekki gifl sig
fyrr en fimm árum síðar hjá
borgardómara. „Þetta er
annað hjónaband okkar beggja og
frá fyrri hjónaböndum eiga þau tvo
syni hvort, sem nú eru allir upp-
komnir. Ég var fráskilin og Berg-
ljót var ekkja. Síðan höfum við ver-
ið á faraldsfæti um víða veröld.
Þannig er að ég er í alþjóðlegum
félagsskap, sem heitir því frumlega
nafni Skál-klúbburinn þó hann hafi
reyndar ekkert með drykkju að
gera. Meðlimir eru frammámenn í
ferðamálum og halda þeir með sér
alþjóðaþing árlega. í fímmtán ár
höfum við sótt þessi þing og gerum
alltaf þriggja til fjögurra vikna reis-
ur úr þessum ráðstefnum. í tengsl-
um við þennan félagsskap höfum
við komið til Suður-Afríku, Singap-
ore, Ástralíu, Filippseyja, Suður-
Ameríku, Argentínu og víða um
Evrópu. Síðasta haust fórum við til
Vancouver í Kanada og næsta þing
er ráðgert í Colombo á Sri Lanka,“
segir Einar.
Bergljót, sem er 55 ára Reyk-
víkingur, er hjúkrunarforstjóri
Heilsuverndarstöðvar Reykj avíkur.
Einar, aftur á móti, er orðinn lög-
legt gamalmenni, enda 67 ára og
kominn á styrkinn, eins og hann
orðar það. Hann er þó ekki sestur
í helgan stein því nú situr hann
heima í vinnuherberginu sínu á
daginn og skrifar gönguleiðabækur
um ísland fyrir ferðamenn á vegum
Almenna bókafélagsins. Hann hef-
ur greinilega ekki fært sér tölvu-
tæknina í nyt því á skrifborðinu
situr lítil, nett ritvél af eldri gerð-
inni. „Þá má ekki gleyma húsmóð-
urhlutverki bóndans, en hann stend-
ur sig með prýði í því enda heima
allan daginn á meðan ég vinn úti.
Ég hef ekki komið niður í þvotta-
hús í marga mánuði og hann sér
líka um matarinnkaupin. Hér áður
fyrr þurfti ég að skrifa niður það
sem vantaði, en nú verslar hann
samkvæmt eigin innkaupalistum.
Og hann er líka fyrirmyndarkokk-
ur, en lítið fyrir fínheit og
kokkabækur. Hann hefur þetta
bara í sér og hans uppáhaldsréttur
er ofnbakaður fiskur a la Einar,“
segír Bergljót. „Ég hafði aldrei el-
dað. Fyrir aðeins um þremur árum
fór ég að prófa mig áfram og það
kom á daginn að ég gat miklu
meira en ég hélt að ég gæti,“ segir
húsbóndinn.
Lengst af hefur Einar starfað að
ferðamálum. Hann segir að áhuga-
málið hafí orðið að atvinnu. Hann
var framkvæmdastjóri Ferðafélags
íslands í tólf ár og árið 1975 stofn-
aði hann Útivist. En hvernig finnst
honum að vera íslendingur eftir öll
ferðalögin?
„Mér líður prýðilega. Hitt er ann-
að mál að hér má margt laga og
mikið af þessum vandræðum okkar
sem endurtekin eru ár eftir ár eru
öll heimatilbúin. Alþingi bregst.
Vinnudeilur og verkföll skaða alla,
ekki síst þjóðarbúið í heild. Það á
ekki að fara í stríð. Verkfall er
ekkert nema stríð. Menn geta bara
leitað sér að annarri vinnu ef þeir
eru ekki ánægðir með sitt hlut-
skipti.“
Bergljót: „Þetta er nú ekki alveg
svona einfalt, Einar minn. Það er
náttúrulega óskaplega auðvelt að
gagnrýna, sitjandi yfir kaffibolla
heima í stofu. Ég skil ekki af hveiju
við erum ekki á þingi hafandi lausn-
ir á öllum málum. Mér fínnst mikið
agaleysi í þjóðfélaginu. Það er til
dæmis ekki nógu röggsöm stjórn
víða í hinum opinbera geira. Hins-
vegar finnst mér forréttindi að búa
á Islandi. Það er alltaf jafngóð til-
finning að koma heim eftir ferðalag
til útlanda. Römm er sú taug, eins
og þar stendur. Það er stórkostlegt
að hér sé vel séð fyrir frumþörfum
mannsins svo sem heilbrigðis- og
menntamálum og það eitt gerir ís-
land að velferðarríki. Skattpíningin
er ógurleg á móti. Ég er sannfærð
um að í hinu opinbera kerfi má
margt reka betur en nú er gert.“