Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 5

Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 C 5 „Við stefnum að því að fara til útlanda með tvö elstu börnin í sum- ar. Þau eru orðin svo stór að þau verða flutt að heiman áður en mað- ur veit af. Og ennþá vilja þau ferð- ast með mömmu og pabba. Við höfum ekki tekið okkur sumarfrí í mörg ár. Reyndar fórum við í ferða- lag innanlands í fyrrasumar, vest- ur, norður og austur um land og það var frábært. Hulda lagði til að „mottó" ferðarinnar yrði „Don’t worry, be happy“ þegar ekið var úr hlaði, en við vorum varla komin inn í bílinn þegar konan fór að hafa áhyggjur af því hvort hún hefði örugglega slökkt á öllum raf- magnstækjum og svo framvegis,“ ' segir Páll. Þura: „Já, það var yndislegt þeg- ar þetta datt upp úr stelpunni. Við héldum þessu alla ferðina.“ — Hvað gera börnin í frístund- um, vilja þau ekki sækja niður í bæ um helgar, komin á unglingsaldur? „Við höfum ekki haft áhyggjur af því. Ég held að félagar þeirra séu ekki innstillt inn á þetta mið- bæjarlíf. Þau halda sig svo mikið saman hér í hverfinu og eru mikið heima hvert hjá öðru. Heimilin eru opin fyrir þessa krakka og þau fara líka töluvert saman í bió. Maður ætti ekki að þurfa að hafa áhyggj- ur af krökkunum sínum ef maður þekkir þau og hefur sæmileg samskipti við þau. Maður á að geta treyst þeim og gera þau ábyrg gerða sinna. Annars eru þau upptek- in í svo mörgu. Það er alltaf nóg fyrir þau að gera,“ segir Páll. Hulda vinnur með skólanum, segist vera sendill hjá skólaþróun- ardeild menntamála- ráðuneytisins. Jafn- framt mætir hún tvisv- ar í viku á körfubolta- æfíngar hjá KR. Hún segist ekkert hafa ákveðið hvað hún vilji læra seinna meir. Hún færi líklegast í Versló eða MH næsta vetur. Annars væri gaman að geta farið út sem skipti- nemi í eitt ár, til dæmis til Bandaríkjanna. Gestur segist spila með þriðja flokki KR í fótbolta og hann ber Moggann út í Skaftahl- íðinni á morgnana. Þá leikur hann á klarinett í lúðrasveitum skólans og verkalýðsins og á saxafón í „big-bandi“. „Mér finnst mjög gam- an í tónlistinni, en maður fær leiði- köst stundum. Þau ganga yfir.“ — Hjálpið þið til við heimilis- störfin? Gestur: „Því miður ber lítið á því. Ætli maður geti ekki sagt að maður reyni í lengstu lög að forð- ast það. Jú, það kemur fyrir að við vöskum upp og tökum til í herbergj- unum okkar.“ Þura segir að eiginmaðurinn sé mjög samvinnuþýður á heimilinu. Það þurfi lítið að þrasa í honum í sambandi við heimilisstörfin. Hon- um fyndist sjálfsagt að taka þátt í þeim úr því þau væru bæði útivinn- andi. „Hann kom eiginlega sjálf- krafa til móts við mig þegar ég fór út að vinna 1979.“ Palli segist- faraí„karla“fótbolta á laugardags- morgnum með fleiri mönnum úr hverfinu. Hinsvegar séu kvöldin hjá sér nokkuð skipulögð því þá ætti hann sér það hlutverk að koma yngsta ijölskyldumeðlimnum inn í draumaheiminn. „Já, það er hans fasta hlutverk. Hann tók það að sér þegar ég hætti með hana á bijósti. Þau leggja sig saman eftir kvöld- matinn," segir Þura. Maöur lærir aö sætta sig viö fjarverurnar „MAÐURINN MINN er mikið að heiman, en einhvern veginn hef ég lært að sætta mig við fjarver- urnar. Þetta kemst upp í vana, ef svo má að orði komast. Eg get ekki látið mér leiðast enda hef ég svo sem nóg að gera,“ segir Þuríður Þorsteinsdóttir, sjúkra- liði. uríður er í 80% vinnu sem sjúkraliði á geðdeild Lands- pítalans, deild 16. Eigin- maðurinn, Guðmundur Krist- inn Þórðarson, er stýrimaður og hefur vérið á sjónum .nánast frá unglingsaldri. Börnin á heimilinu eru þrjú, Eva Lind 16 ára, Elva Hrund 11 ára og Kristinn Þór 6 ára. Guðmundur hefur lengst af verið á rannsóknaskipinu Árna Friðriks- syni, en er sem stendur í afleysing- um á flutningaskipinu ísbergi. Það siglir til Danmerkur, Englands og Hollands. Túrinn tekur þijár vikur og fá menn frí þriðja hvern túr. „Það hefur aldrei komið til tals að hann fari að vinna í landi. Ég held að það hljóti að vera erfitt fyrir sjómenn að söðla allt í einu um og fara að vinna eftir einhverri stimpil- klukku í landi. Þeir fara samt marg- ir hveijir að hugsa sig um þegar þeir fara að reskjast, en ég held að skorpuvinnan eigi betur við þá. Við erum bæði Reykvíkingar. Ég ólst upp í Vesturbænum, elst tíu systkina, og ætlaði mér alltaf að búa þar. Reyndar bjuggum við þar fyrstu árin. Svo fluttum við okkur inn í Laugarneshverfið, en kunnum alls ekki við okkur þar. Það var svo fýrir níu árum að við keyptum íbúð hér í Skaftahlíðinni og hér viljum við vera. Stelpurnar eiga sínar vin- konur í hverfinu og það hefur verið stutt fyrir yngstu kynslóðina að hlaupa yfir á Miklatúnið með skíðin og þoturnar," segir Þuríður. Hún segist vinna á vöktum og séu dæturnar mjög hjálplegar á heimilinu þegar þess þarf við. Þær ern í Æfingadeildinni, en sónurinn í ísaksskóla. Þuríður segir að engin fyrirfram ákveðnar framtíðaráætl- anir liggi fyrir hjá fjölskyldunni. Ágætt sé að lifa fyrir einn dag í einu. Um sumarleyfi væri ekkert ákveðið ennþá. Oftar en ekki hefðu sumarfrí hjónanna stangast á. Þó gæti orðið gaman að skreppa svona einu sinni til útlanda í sumarfríinu. Ekki hefði mikið verið gert af því um dagana. Einhverra hluta vegna gengu krakkarnir með Flórída í maganum, segir Þuríður. „Mig mundi vanta alla þolinmæði til að liggja í sólinni." — Hefurðu eitthvað að segja um stjórnmálin? „Veistu það, ég spái ofsalega lítið í stjórnmál. Ég held að ég sé bara búin að fá mig fullsadda af stjórn- málum. Mér finnst stjórnmálin eitt allsheijar rugl. Maður reynir að fylgjast svona sæmilega með frétt- um. Maður les jú alltaf blöðin og horfir svona á einn fréttatíma á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni." — En áhugamálin? „Mér finnst mjög gaman að spila á spil. Svo reynir maður að taka þátt í hinum og þessum námskeið- um. Mér var til dæmis boðið á Dale Carnegie-námskeið um daginn en komst því miður ekki, þar sem fjölskyldan lagðist öll í flensu." í sér. Þeir þurfa að geta eldað og hugsað um börnin. Við konurnar höfum líka hlutverk, sem ætlast er til að við leysum vel af hendi. Við þurfum að vera góðar mæður, eigin- konur og húsmæður. Helst þurfum við líka að vera úti á vinnumarkað- inum, taka ábyrgð hér og þar og síðast en ekki síst þurfum við að vera óþreyttar, skemmtilegar og fallegar. Mér finnst við vera í miðj- um aðlögunartíma. Maður veit ekki hver þróunin verður eða hvernig þetta yfirleitt kemur út þegar aðlög- ■ uninni lýkur. Það er ekki hægt að halda öllu. Kapphlaupið um lífsgæð- in hlýtur að koma harðast niður á börnunum, lítilmagnanum í þjóð- félaginu, og spurningin er hvernig sú kynslóð kemst í gegnum þessa umbrotatíma. Ég er hrædd um að brotalamirnar verði einhveijar." — Áhugamálin. „Mér finnst mjög gaman af lestri góðra bóka. Ég les öll kvennatíma- rit, sem ég kemst yfir og ævisögur finnst mér líka skemmtilegar. Svo held ég dagbók. Ég byijaði á þvi sem lítil stelpa, en hætti á gelgju- skeiðinu. Dagbækur voru þá ekki í tísku. Um tvitugt tók ég hana upp aftur og nú er hún eitt af mínum áhugamálum. Ég er líka byijuð í leikfimi eftir smáhvíld. Það er jú nauðsynlegt að hreyfa sig. — Framtíðin. „Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Ef hún er í lagi, er mikið í lagi. Ég ætla svo að halda áfram að þroska sjálfan mig til að verða betri manneskja og vonandi tekst mér einhvern tímann að hrinda því í framkvæmd sem maður hefur áhuga á. Ég held að það sé voða- lega sárt að sitja heima í ruggu- stólnum hugsandi um hvernig lífið hefði getað orðið ef rhaður hefði fárið öðruvísi að — kannski aðeins spurning um að þora. Kata er komin heim, öll útötuð í hveiti eftir baksturinn, og Stefán vaknaður og búinn að gubba aftur. Kata segir að sér finnist mest gam- an í handmennt, myndmennt og tónmennt í skólanum. Hún er orðin hraðlæs og hefur búið til ógrynni af ljóðum, sem hún geymir í lítilli ljóðabók inni í herberginu sínu. Kata er líka leikkonan á heimilinu. Um helgar leikur hún í Töfrasprot- anum í Borgarleikhúsinu og hlut- verkin eru ekki bara eitt, heldur- þijú. „Þannig var að ég var með í ballettsýningu i Iðnó fyrir jólin sem hét Pars Pro Toto og þá bað Þó- runn Sigurðardóttir, leikstjórinn í Töfrasprotanum, mig að vera með. Ég leik litla stelpu, norn og þræl. Þrællinn er eitt atriði, stelpan tvö atriði og nornin hoppar inn á milli atriða." — Hvað ætlið þið annars að verða þegar þið verðið stór? Stefán: „Ég ætla að vera karate- maður, eins og 0’Hara.“ Kata: „Ég ætla að verða rithöf- undur og ballerína. Viltu sjá vísurn- ar mínar. Þú mátt eiga eina.“ Komdu ástin mín, sólin er að setjast, hvar er höndin þín? Áttu við vanda að etjast? Magdalena ásamt börnum sínum Katrínu og Stefáni. Morgunblaðið/Árm Sæberg skammar. Aldraðir, konur og börn eru undirmálshópar í þjóðfélaginu. Það eru allir svo uppteknir af sjálf- um sér og stressaðir. Neysluþjóð- félagið er að ganga út í öfgar. Það er enginn tími til að njóta neins. Það stefna allir á það sama og ég er þar engin undantekning. Fólk veður út á hálar brautir til að láta drauma sína rætast. Það ætla allir að gera það svo gott, helst í gær. Þetta sama unga fólk ætlar líka að eignast börn og annað það sem tilheyrir nútímafólkinu. Það er eng- in tilbúin til að slá af kröfunum. Það er ætlast til svo mikils af hveij- um og einum. í rauninni held ég að það sé miklu érfiðara að vera ungur í dag heldur en áður. Verka- skipting fólks var svo skýr hér áður fyrr. í dag hafa konur og karlar fullt af hlutverkum til að uppfylla. Nú eru karlarnir til dæmis farnir að hræra í pottum. Þess er krafist að þeir séu góðar fyrirvinnur, skaffi vel eins og þar stendur. Þeir þurfa að hafa eitthvað af „þessu mjúka"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.