Morgunblaðið - 11.02.1990, Side 8

Morgunblaðið - 11.02.1990, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1990 ISLAND ENGINI BRÁÐRIHÆTTU — segirÆvar Petersen fugla- og dýrafrœbingur Á HÁTÍÐARSTUNDUM heiðra Islendingar fjallkonuna, minnast hennar óspjölluðu náttúru og þess dýralífs sem hún elur í skauti sínu. Er þetta veruleiki eða einungis mælgi? Eru ein- hverjar íslenskar lífverur í út- rýmingarhættu? var Petersen fugla- og dýra- fræðingur segir að í augna- blikinu virðist engin íslensk dýra- tegund vera í bráðri útrýmingar- hættu. Hitt væri svo annað mál að tegundir gætu horfið af íslandi þótt þær lifðu áfram annars staðar. T.d. væru nú bara 2-3 pör af haf- tyrðli i Grímsey en þessi fugl var mun algengari á íslandi í byijun aldarinnar. Trúlega réðu þessu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævar Petersen fugla- og dýra- fræðingur. áhrif hlýnandi loftslags. Hið sama gilti um þórshanann; samkvæmt athugun árið 1987 væru nú einung- is um 50 pör á landinu. Mýrar þorna — En hefur einhver fuglategund horfið vegna beinna aðgerða mannsins síðustu áratugina? „Keldusvínið virðist ekki verpa lengur á landinu. Það var umhverf- isslys. Kjörlendi fuglsins er mýrar og þær hafa verið þurrkaðar ótæpi- lega síðustu áratugina. Og svo slapp minkurinn laus. Þau keldusvín sem sjást hér á landi eru líklega flæking- ar að utan.“ — En eru einhveijir ránfuglar í hættu, t.d. fálkar? „Fálkastofninn er í virkilega góðu ástandi, mörg hundruð pör á landinu." — Örninn? „Honum fjölgar hægt en jafnt. Nú eru þtjátíu og fimm pör á landinu en stofninn fór niður í 10 pör þegar verst lét. Fyrir einni öld voruum 100-200 pörumalltland." — Eru 10 pör ekki fulllítið til að byggja upp stofn? Er ekki hætt við erfðaúrkynjun þegar svo er komið? , „Stofninn hefur sennilega verið 40-50 fuglar þegar ungar og ópar- aðir einstaklingar eru meðtaldir. Erfðafræðilega virðist stofninn í lagi sem sést á því að varpárangur er oftast um 70% sem verður að teljast mjög gott.“ Keldusvín, rallus aguatic- us, verpir ekki lengur á Islandi. Dyggðaljós? — Erum við íslendingar eitthvað meðvitaðri en aðrar þjóðir um dýra- og náttúruvernd? „Við erum náttúrulega í beinna sambandi við veiðimannaþjóðfélag- ið og vitum að kjöt verður ekki til í frystihólfinu en það veldur mér verulegum áhyggjum að fá börn fara nú í sveit og verulegur hluti þjóðarinnar býr á mölinni og þekkir ekki annað. Það er hægt að nefna dæmi um skilning og ábyrgðartilfinningu landsmanna, t.d. þegar Þjórsát-verin voru friðuð. Það hefði verið voða- legt slys ef við hefðum eyðilagt heimkynni sjö tíundu hluta heiða- gæsastofnsins.“ — En hinar öfgarnar að „jafn- vægi náttúrunnar" raskist og ein- hverjar dýrategundum fjölgi um of, t.d. selum? Er ekki talið að þeir éti frá okkur 60 þúsund tonn af þorski? „Það er ekki sannað að við „græðum" svo og svo mikið af þorski með því að drepa þetta og þetta marga seli. Ein athugun á útsel í Faxaflóa benti t.d. til að þeir éti aðallega sandsíli sem íslend- ingar hafa ekki nýtt sér hingað til. Satt best að segja kvíði ég þeim degi þegar við förum að veiða sandsíli. Það gæti haft slæmar af- leiðingar fyrir kríuna, rituna og lundann og fleiri sjófugla sem lifa á sílunum ef við kynnum okkur ekki hóf við veiðarnar." Sjampó, næringar, hárlökk, gel, Iroða, blásturs- vökvar, permanent bætiefni NýttfráKMS Curi Actlvator fyrlr permanent- hár og iiðaft, Skerpir Hðí, gefur góða lyftingu og fallegan gljáa. Clirti Dan flösusjampó. Fæst á hárgreiðslu og rakarastofum. Fáið upplýsingar hjá fagmönnum! HEILDVERSLUN Kaldasel 2, s. 670999. VJterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiöill! SJÚKRANUDDSTOFA tí/LKE tíUBERT Túngötu 3, 101 Reykjavík, sími 13680 Hef opnað aftur eftir breytingar. Tímapantanir í síma 13680. Hilke Hubert, lögg. sjúkranuddari, félagi í Vinsamlegast hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar. S4S FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími: 91-25855 ■ Telex — 2049 ■ Telefax: 91-625895 Ferðaskrifstofa íslands og gefa nú boðið hagstæð fargjöld til fjölda áfangastaða um allan heim með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hér eru nokkur sýnishorn til glöggvunar: Brussel.. Frankfurí Genf Hamborg .. Lissabon .. Milano .... Moskva ... Mönchen .. París....... Zurich...... 34.970,- 28.210,- 39.690,- 25.870,- 46.740,- 47.600,- 47.600,- 31.560,- 29.290,- 39.690,- Tel Aviv . Bangkok' Tokyo ... Peking .. Rio..... New York Chicago . Seattle .. Los Angeles 60.110,- 77.630,- 91.220,- 91.220,- 91.220,- 51.510,- 51.510,- 54.870,- 63.570,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.