Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1990
UMHVERFISIVIÁL V// / heimsbyggdin ápúöurtunnu?
Kjamorkuvopn
og umhverfismál
EKKI er það ætlunin að fjalla
um ófriðarhættu eða
stríðsrekstur í pistli um um-
hverfismál. Það er of um-
fangsmikið, alvarlegt og flókið
mál- og í raun nóg á þessum
stað að láta í ljós þá ósk og von
að friður megi haldast og kom-
ast á þar sem ófriður geisar.
Ipistli um umhverfismál er hins
vegar ekki ótilhlýðilegt að
benda á þær gífurlegu birgðir
kjarnorkuvopna sem safnast hafa
upp á síðustu áratugum vegna
aaaHHB „ógnaijafnvæg-
isins" svokallaða
— örþrifaráðsins
sem gripið var til
og verður ekki
skýrt hér frekar.
Vindar blása
nú þannig um
heimsbyggðina
að nokkrar líkur
eru á að nauðsyn þess að halda
uppi „ógnaijafnvægi“ tilheyri lið-
inni tíð og auðvitað er það von
allra vitiborinna manna að bjart-
ara sé framundan í þeim efnum.
Ráðamenn hljóta að fara að snúa
sér að því af meiri festu að losa
sig við birgðirnar úr vopnabúrun-
eftir Huldu
Voltýsdóttur
um og margt bendir til að það
muni takast upp að vissu marki.
Hins vegar er og þess að geta —
þrátt fyrir þau gleðitíðindi að jám-
tjaldið sé að hverfa í kjölfar sam-
komulags stórveldanna — að
heimsbyggðinni stafar líka hætta
af athöfnum annarra og smærri
þjóða sem hafa yfir kjamorku-
vopnum að ráða, og sömuleiðis
af kjarnorkusprengingu sem gæti
orðið af slysni eða vegna mann-
legra mistaka. Menn mega ekki
fyllast öryggiskennd á fölskum
forsendum.
Þá er eiginlega komið að efni
þessa pistils — nefnilega eyðiiegg-
ingaraflinu sem felst í þeim kjarn-
orkuvopnabirgðum sem stórþjóð-
irnar hafa komið sér upp.
í sænska tímaritinu „Ambio"
sem gefið er út af sænsku vísinda-
akademíunni birtist nýlega grein
um þetta mál og það tekið til
umfjöllunar. Þetta er ekki upp-
byggilegt umræðuefni en full
ástæða til að upplýsa um öll at-
riði sem varða heill mannkyns á
jörðinni og þetta snertir umhverf-
ismál í hæsta máta. í þessarri
sömu grein er reyndar líka býsn-
ast yfir þekkingar- og afskipta-
leysi almennings varðandi þessi
mál en látin í ljós sú von að með
auknum upplýsingum finni menn
hjá sér.hvöt til að þrýsta á stjórn-
völd — lýðræðislega kjörin stjórn-
völd iífr, að losa jörðina við þessi
vopn. Og þá auðvitað með gagn-
kvæmu samkomulagi.
Samkvæmt START-samkomu-
laginu svonefnda standa nú vonir
til að hægt verði að fækka kjarna-
vopnum í vopnabúrum um 50%
og ber að fagna því. En birgðim-
ar eru samt gífurlegar og hættan
vegna þessarra vopna grúfir enn
yfir.
Og nú hefst svartagallsrausið.
Lítum á nokkrar tölur til að gera
okkur ljóst hvernig ástandið er
núna samkvæmt fyrrnefndri
grein: Sé tekið mið af því spreng-
iaflí sem felst í TNT-sprengiefn-
inu hafa nú safnast kjarnavopn
hjá hemaðarbandalögunum sem
hafa að geyma 15.000 megatonna
sprengiafl. Það er erfitt fyrir
venjulegt fólk að skilja þessa tölu.
En til samanburðar má benda á
að einn kafbátur, t.d. af Trident-
gerð, getur borið sprengju upp á
18 megatonn. Sé það sprengiafl
sem einn kafbátur af þessarri
gerð getur borið, miðað við það
sprengiafl sem felst í TNT, er
þessi tala, þ.e. 18 megatonn, fjór-
um sinnum meira sprengiafl en
notað var í síðustu heimsstyrjöld-
inni öll styijaldarárin. Af völdum
þeirrar styijaldar fómst 50 milj-
ónir manna — 50 miljónir — og
ekki þarf að tíunda eyðileggingu
mannvirkja á sama tíma.
Höldum áfram að virða fyrir
okkur þessar tölur: Ef það spreng-
iafl sem felst í núverandi birgðum
af kjarnavopnum væri fært yfir í
sprengiafl „hefðbundinna“ vopna
sem svo eru kölluð, þ.e. vopna
eins og notuð voru í síðustu heims-
styijöld, væri hægt að halda uppi
slíkri styijöld í 20 þúsund ár!
Ég segi eins og kennarinn forð-
um: Er þetta skilið?
Af þessum staðreyndum hljóta
menn að draga þá ályktun að
maðurinn þurfi að endurskoða
hugmyndir sínar um sigur og
ósigur í styijöldum, þar sem
gömlu hugmyndirnar em orðnar
úreltar. Þar er enginn sigurveg-
ari. Það hljóta ráðamenn þjóða
að sjá um leið og þeim gefst tæki-
færi til að hægja á sér í vopna-
kapphlaupinu.
co
x
c
<
m
co
E
z:
VERSLUNARHUSINU MIÐBÆR
HÁALEtTISBRAUT 58-60 S: 38050 105RVK.
RYMWGARSALA
Dúndur
rýmingarsala
á vef naðarvöru
hefst á morgun
kl. 10.00.
Bertelsen hf.,
Fosshálsi 21
heildverslun
Sími 674522
hlEKNlST'RÆÐl/Hverýir koma vid
?
Enn um mýraköldu
Á NÍTJÁNDU öldinni fékkst enginn til að líftryggja þá ferðamenn
og Iandkönnuði sem ætluðu til hitabeltissvæða Vestur-Afríku.
Reynslan sýndi að einn af hverjum sex kom aftur heill á húfi; hin-
ir fórust eða biðu varanlegt heilsutjón.
sögu
Mýrakalda átti þarna mesta sök
og það var ekki fyrr en kínín
var almennt tekið í notkun og
skilningur á eðli veikinnar breidd-
ist út sem þessi hættusvæði opnuð-
ust aðkomu-
mönnum að
nokkm ráði.
En þrátt fyrir
allt sem unnist
hefur í stríðinu
gegn mýraköldu
er hún enn í dag
sú sjúkdóms-
plága sem mest-
um usla veldur í heimshlutum þar
sem skilyrði eru fyrir viðgartgi
hennar, en þau em:
1. Votlendi og hiti sem aldrei fer
niður fyrir 20 stig á Celsíus eða
þar um bil.
2. Mergð þeirrar mýflugnateg-
undar sem ber veikina milli
manna.
3. Fjöldi fólks sem gengur með
sníkilinn í blóðinu.
4. Fjöldi fólks sem ekki hefur enn
smitast.
5. Tækifæri flugunnar til að
stinga bæði sýkta og ósýkta.
Þar við bætist að í heimkynnum
mýraköldunnar er oft erfitt að
koma við þeim varnarráðstöfunum
sem hjálp er í og skilningur al-
mennings á gildi þeirra er víða
takmarkaður.
Dánartíðni af völdum sjúk-
dómsins er há, ekki síst í Afríku.
Ungbörn og þungaðar konur verða
honum oftar að bráð en aðrir. Á
þeim svæðum þar sem virk lyf em
af ýmsum ástæðum lítið sem ekk-
ert notuð birtist veikin líka í marg-
víslegri og háskalegri myndum en
ella.
Margir vísindamenn hafa tekið
þátt í að rannsaka mýraköldu, fáir
einir verða taldir hér. Það var
franski herlæknirinn Charles Lav-
eran sem árið 1880 sá fyrstur
manna malaríusníkilinn í blóði en
læknirinn sem gekk best fram í
því að rekja gang smitunar og
atferli sóttkveikjunnar var breskur
og hét Ronald Ross. Fyrir það
hlaut hann Nóbelsverðlaun í lækn-
isfræði 1902, annað árið sem þau
voru veitt. Á undan honum var
Þjóðveijinn Emil von Behring upp-
hafsmaður blóðvatnslækninga við
barnaveiki.
Við engum sníklasjúkdómum
hefur enn tekist að búa til bólu-
efni, en eins og áður var á minnst
standa vonir til að mýrakaldan
verði hinn fyrsti. Maður er nefndur
David Clyde. Hann er læknir og
sníklafræðingur, fæddist í Indlandi
og fór snemma að grúska í mýra-
köldu. Síðar fluttist hann til
Bandaríkjanna og hefur manna
mest unnið að tilraunum í því skyni
að framleiða mætti bóluefni til
vamar sjúkdómnum. Clyde hugðist
fyrst kryfja mýflugur, veiða út úr
þeim mýraköldusníkilinn og
sprauta honum í menn en hvarf
brátt frá þeirri hugmynd, taldi
hana ekki vænlega og ekki heldur
hættulausa. Þess í stað tók hann
það ráð að beina röntgengeislum
að flugum sem geymdu í sér sníkla,
þó ekki stærri geislaskammti en
svo að hann drægi úr sýkingar-
mætti sníklanna án þess að verða
flugunum að fjörtjóni. Með því
móti hugðist hann koma í kring
mótefnamyndun án sjúkdóms hjá
þeim sem hýsti sníkilinn. Þessar
tilraunir fóru fram snemma á átt-
unda áratugnum á föngum í
bandarísku tugthúsi og Clyde sjálf-
um. Fangamir gáfu samþykki sitt
og voru upplýstir um tilhögun og
tilgang rannsóknarinnar.
Ekki leiddu þessar tilraunir til
nothæfs bóluefnis. Mótefnið sem
Clyde fékk fram entist aðeins
skamma hríð og sitthvað fleira
mælti á móti því að haldið yrði
áfram á svipuðum brautum. Engu
að síður markar þetta tímamót þar
sem það bendir eindregið til að
hægt verði að bólusetja gegn
mýraköldu. Aðrir hafa tekið við
af Clyde og leita nýrra leiða, eink-
um með sameindalíffræði og erfða-
.fræði að leiðarljósi.
Mýrakalda — landlæg á dökku svæðunum.