Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 C 13 IFRYSTIKISTUNNI eftir Önnu Bjamodótfur BRUNO ZWAHLEN hefur verið í haldi síðan fimmtudaginn 1. ágúst 1985. Hann var þá handtekinn í garðveislu foreldra ástkonu sinnar grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem foreldrar hennar höfðu fundið nakta i frystikistu nokkrum mínútum áður. Hann var fúndinn sekur um morð hinn 4. desember 1987 og dæmdur i lífstíðar- fangelsi. Zwahlen hefúr fúllyrt frá fyrsta degi að hann sé saklaus. Verjandi hans, hluti kviðdómenda, fjöldi fréttamanna, fangelsisprest- urinn og fleiri trúa honum. En hæstiréttur dæmdi í sumar að það væri engin ástæða til að taka málið upp aftur og því hefúr verið áfrýjað til mannréttindanefndarinnar í Strassborg. Þeir sem bera hag Zwahlens fyrir brjósti láta ekki þar við sitja. Fornminjasali hefur skorað á foður hinnar látnu að viðurkenna að hann hafi óvart veitt henni banahögg og um miðjan febrúar kemur út bókin „Slys í Kehrsatz" þar sem sýnt er fram á hvernig foreldrarn- ir gætu hafa framið morðið og komið skuldinni yfir á tengdason sinn. Christine og Bruno Zwahlen höfðu verið gift í rúm tvö ár þegar „Chrigi“ var myrt. Hún var 24 ára og starf- aði heima sem saumakona. Hann var 27 ára og vann við tækni- teiknun hjá sveitarfélaginu auk þess sem hann var foringi almannavarnasveitar þorpsins Kehrsatz í nágrenni Bem í Sviss þar sem þau bjuggu. Þau leigðu einbýlishús af fósturforeldrum Christine en Alice og Paul Etter ættleiddu hana sem ungabarn. Ett- er-hjónin bjuggu sjálf í einbýlishúsi í næstu götu við unga fólkið og garð- ar hjónanna lágu saman. Etter-fjöl- skyldan er nokkuð vel efnuð, Paul er arkitekt að mennt og starfaði hjá hinu opinbera áður en hann settist í helgan stein. Hann var 69 ára þeg- ar Christine lést og Alice 55. Þau eru trúuð og virkir meðlimir í sértrú- arsöfnuði. Fjölskylda Brunos var verr sett. Faðir hans var drykkfelldur og bjó um tíma með fleiri en einni konu. Móðir hans vann fyrir sér og bömum sínum með hreingerningum. Hún býr í blokk og heimsækir son sinn reglu- lega í tukthúsið. Það fór bara vel á með Christine og Bmno. Þau gerðu reyndar ekki margt saman síðustu mánuðina áður en hún dó - hún var upptekin við saumaskapinn og hann sótti kvöld- tíma í verslunarfræðum - en þau vom ákveðin í að bæta úr því. Þau ætluðu til hjónabandsráðgjafa og það stóð til að þau færu saman í frí á seglbáti á Murtensee skammt frá Bem. Sambandið við tengdaforeldr- ana skyggði helst á hjónabandið. Þeir vora með nefið niðri í öllu sem unga fólkið gerði og vom ekki nema mátulega ánægðir með Bmno. Þeim þótti hann ekki nógu duglegur að hjálpa til við garðverkin og gmnuðu hann um græsku. Mamman var allt- af með annan fótinn hjá Christine. Hún fékk ekki að afgreiða kúnna án þess að frú Etter kíkti yfir í kaffi. Astandið var svo slæmt að Christine talaði í alvöru um að flytja en Bruno vissi að þau gætu hvergi fundið jafngott húsnæði fyrir svo sanngjamt verð. En þau vonuðu að sambandið myndi batna og hfökkuðu bæði til bátsferðarinnar sem átti að hefjast mánudaginn 29. júlí 1985. Það var hlýtt í veðri föstudags- kvöldið 26. júlí. Bmno kom héim upp úr kl. sjö og spjallaði við Christine á meðan hún borðaði „Toast Hawa- ii“ eða ofnhitað brauð með osti, skinku og ananas eða pem. Hann hafði borðað samloku með vinnufé- lögum sínum á matstað og heilsaði aftur upp á þá seinna um kvöldið þegar hann fór út að hlaupa. Hann segir að þau Christine hafi farið að sofa klukkan rúmlega ellefu en ekki sofið vel vegna hitans. Foreldrar Christine segjast hafa vinkað henni góða nótt rétt fyrir kl. tíu. Ungu hjónin vöknuðu snemma, eftir því sem Bmno segir, og dmkku kaffi eða kókómalt áður en hann hjálpaði henni að koma mótorhjóli systur hennar í gang. Hún hafði fengið það að láni til að fara á inn í bæ en þar ætluðu þau að hittast klukkan 10 til að kaupa prímus tii að hafa um borð í bátnum. Bmno skrapp á pósthúsið og með tómar gosflöskur í búð á bílnum. Hann skiptist á nokkmm vingjarnlegum orðum við tengdaföð- ur sinn, afgreiddi mál almannavama og sótti stóra plastpoka í kjallara sveitarstjómarskrifstofunnar. Hann fyllti bílinn, kom við í búð á leiðinni inn í bæ og var mættur á réttum tíma í kaffihúsið þar sem hann ætl- aði að hitta Christine. En hún lét ekki sjá sig. Hann beið í svona hálftíma, keypti blómvönd og keyrði heim. Hann fór í stuttbuxur og fór að vinna í garðin- um. Kunningi hans kom í heimsókn upp úr kl. 11 og þeir fengu sér bjór- glas. Bmno nefndi að hjónabandið gengi ekki alltof vel. Hann sagðist ekki vera nógu mikið heima og þau gerðu ekki nógu margt saman. Hann ýjaði að ósamkomulagi við tengda- foreldrana. Eftir að vinurinn fór skrapp hann með trjábúta yfir til þeirra til að sjá hvort þeir gætu not- að þá í lífrænni garðrækt sinni. Ett- er-hjónin buðu honum upp á kaffi. Hann spurði eftir dálitla stund hvort Chrigi hefði nokkuð hringt til þeirra, hún hefði nefnilega ekki hitt hann í bænum eins og til stóð. Nei, hún hafði ekki hringt. Foreldramir vom hissa á að svo stundvís og passasöm stúlka hefði ekki mætt á stefnumót. Bruno lagaði til og hreinsaði húsið á meðan hann beið eftir að Christine kæmi eða léti frá sér heyra. Hann varð órólegur og hringdi í nokkra kunningja til að spyijast fyrir um hana. Hann keyrði inn í bæ til að athuga hvort hann sæi mótorhjólið. Það kom honum á óvart að það var við endastöð sporðvagnsins en ekki inni í bæ. Christine var vön að fara á hjólinu aila leið í bæinn í góðu veðri. Hann hringdi í lögregluna um fimmleytið og spurði hvort hún hefði frétt af slysi en þeir kváðu nei við því. Um kvöldið hringdi hann á nokk- ur sjúkrahús en án árangurs. Hann sagði nágrönnum sínum að hann hefði á tilfinningunni að eitthvað al- varlegt hefði komið fyrir. Á sunnudagsmorgun tilkynnti Bruno lögreglunni formlega að Christine væri horfin. Hann keyrði til kunningja þeirra sem vom síma- lausir en hún var ekki þar og hún var ekki um borð í bátnum sem þau ætluðu saman í langþráð frí á. Hann fékk lykil systurinnar til að sækja mótorhjóiið á stoppustöðina og fiutti það heim og dundaði sér við að týna saman hluti sem á Jjyrfti að halda um borð í bátnum. Á mánudeginum héldu nánustu fjölskyldumeðlimir fund og gengu í verslanir í Bern til spyrjast fyrir um Christine. Það bar engan árangur. Á þriðjudag sagðist Bruno ætla til þorpsins Faoug að pndirbúa foringjanámskeið almanna- varna. Kunningjakona hans bauðst til að fara með honum svo að hann þyrfti ekki að vera einn en hann afþakkaði gott boð. Leið hans lá ekki til Faoug heldur til Zurich. Þar tók hann á móti ást- konu sinni, Angelu, sem var að koma úr þriggja vikna ferð ti) Ecuador með bróður sínum. Bruno hafði notað FRÖMDU FORELDRARNIR GLÆPINN SEM EIGIN- MAÐURINN AFPLÁNAR? Teikningar Ueli Kleeb. EFST: Frú Etter fylgdist grannt með ferðum tengdasonar síns. í MIÐJU:Vitnisburður konunnar sem segist hafa séð hina látnu eftir að hún á að hafa verið myrt var látinn sem vindur um eyrun þjóta. NEÐST: Bruno Zwahlen þvoði miðstöðvarherbergið nokkru eft- ir að lík eiginkonu hans var falið í frystikistunni. tímann á meðan hún var í burtu til að fræðast um skilnaðarmál hjá lög- fræðingi. Hann segist þó ekki hafa ætlað að skilja heldur viljað hafa málin á hreinu. Angela og hann höfðu kynnst um vorið í kvöldskólan- um - þau vom látin sitja saman í vélritun af því að þau vom verst - og urðu hrifin hvort af öðm. Bruno sagði henni á leiðinni af flugvellinum að Chrigi væri horfin og hún taldi hann á að eyða nóttinni með sér. Tengdaforeldrarnir sem fylgdust grannt með ferðum Branos sáu að hann kom ekki heim um nóttina og ásökuðu hann næsta morgun um að eiga viðhald. Þeir höfðu þegar sagt lögreglunni að þá granaði það. Bruno gekkst ekki við neinu en gaf þeim símanúmer ástkonunnar þegar þeir spurðu hvar hægt væri að ná í hann ef eitthvað fréttist af Christine. Bmno viðurkenndi heldur ekkert fyr- ir lögreglunni þegar hún spurði sama dag hvort önnur kona væri með í spilinu. Næsta morgún, fimmtudaginn 1. ágúst, hringdi Brano á lögreglustöð- ina og gerði hreint fyrir sínum dyr- um. Hann ætti ástkonu. Lögreglan kvatti hann til að segja tengdaforeld- rum sínum einnig sannleikann. 1. ágúst er þjóðhátíðardagur Svisslendinga. Foreldrar Angelu, sem eiga stóra hljómtækjaverslun í Bem, bjóða þá til garðveislu og Bruno var boðið í þetta- sinn. Hann fór heim í sturtu og til að skipta um föt áður en hann fór þangað. Hann skrapp einnig yfir til tengdaforeldra sinna til að segja þeim af Angelu en hún beið á heimiii hans á meðan. Þau fóm í veisluna rétt fyrir klukkan sjö. Tólf mínútum yfir sjö hringdi Paul Etter í lögregluna og tilkynnti að hann og kona hans hefðu fundið lík Christine í frystikistunni heima hjá henni. Hann sagði hvar eigin- manninn væri að finna og Bmno var handtekinn í garðveislunni skömmu seinna. Tengdaforeldrarnir segja að þau hafi ákveðið að leita vandlega að Christine á heimili hennar eftir að Bruno kvaddi. Þau leituðu hátt og lágt. en fundu ekki dóttur sína. A leiðinni út um kjallaradymar, sem éru í miðstöðvarherberginu og leiða út í garðinn og stystu leið heim til Etter-hjónanna, rak frú Etter augun í frystikistuna. Hún ákvað að kynna sér hvað Christine ætti í frystinum. Hún opnaði kistuna og við blasti nakið lík dótturinnar, bundið saman og með plastpoka yfir höfðinu. Hún hrópaði upp yfir sig og lögreglunni var gert viðvart. Líkið var losað úr kistunni með hjálp hárþurrku og þítt með heitu vatni. Áverkar aftan á höfðinu og tvö sár á enni komu í ljós. Það hafði blætt mikið. Hin látna var væntan- lega meðvitundarlaus þegar plast- pokanum var skellt yfir höfuðið og kafnaði. Það var ekki hægt að segja tii um dánarstund þar sem líkið hafði verið fryst. Blóðblettir fundust á hjónarúms- dýnunni. Rannsóknarlögreglan dró þá ályktun að Bmno hefði barið Christine sofandi með hamri eða áiíka verkfæri á ennið aðfaranótt laugardags. Hún hefði hrokkið upp og skollið með hnakkann á brún höfuðgaflsins. Hann hefði falið hana í kistunni og hreinsað húsið vandlega á laugardagseftirmiðdag til að má í burtu öll spor. Það var útlokað að utan að komandi aðili hefði getað framið glæpinn og foreldrarnir voru hafnir yfir allan grun. Bruno var sökudólgurinn áður en rannsókn máisins hófst. Etter-hjónin vom öll að vilja gerð að hjálpa við rannsókn þess. Þau sögðu lögreglunni allt hið versta um Bruno og Paui Etter skrifaði sálfræð- ingi sem kannaði geðheilsu Brunos iangt bréf um óheilindi tengdasonar- ins. Lögreglan fann snæri eins og útlimir Christine voru bundnir saman með á píanói ungu hjónanna og stóru plastpokana sem Bruno hafði sótt í sveitarstjórnargeymsluna í kjallaran- um. Hún fann rniða úr dagbók Brun- os þar sem á stóð: „Teningunum er kastað“ og blóðugu bandspotta í rusl- inu. En hún fann ekki úrið sem Bruno D R . OTTO PROKOP rEttarueknirihn sem austur ÞJÓDVERJAR EIGNUDU SÉR FÉLAG FYRIR réttlæti í máli Bruno Zwahlens hyggst gera það sem það getur til að fá hann látinn lausan. Þess vegna hefur það meðal annars fengið dr. Otto Prokop, prófessor í réttarlækn- ingum við Humboldt-háskóla í Austur-Berlín, til að líta á skýrslu réttarlækningastofhunarinnar í Bern um málið. Skýrslan er ekki auðfengin en um leið og hægt er að útvega Prokop eintak ætlar hann að kynna sér málið. Miklar vonir eru bundnar við niðurstöðu hans. Dr. Prokop er einn þekktasti réttarlæknir heims. Hann hef- ur skrifað 60 bækur um efnið og kennslubækur eftir hann eru biblíur fjölmargra réttarlækna. Hann hefur verið kallaður ótal sinnum til aðstoðar við lausn glæpamála og oft varpað ljósi á ef ekki leyst þau. Eitt af frægari málum sem hann hefur fengist við er Offenbach- morðmálið svokallaða sem gerðist í Vestur-Þýskalandi. Maður var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að kyrkja konu með kaðli. Hann gekkst ekki við morðinu heldur sagðist hafa tekið konuna upp í bílinn á sveitavegi, þau hefðu elsk- ast úti á víðavangi og allt í einu hefði konan legið örend í fanginu á honum. Honum brá og tók það ráð að varpa líkinu fram af kletta- brún. Mannréttindasamtök í Sam- bandslýðveldinu fengu Prokop til að líta á málið. Réttarlæknirinn í því hafði úrskurðað að far á hálsi konunnar væri af kaðli eins og fannst í bíl mannsins. En Prokop sýndi fram á að svo gæti ekki ver- ið. Vafningsförin á hálsi konunnar og kaðlinum snem eins en kaðallinn hefði skilið eftir spegilmynd af vafningnum ef hann hefði verið notaður. Prokop sagði að farið gæti verið af asparbúti sem konan hefði legið á og maðurinn var lát- inn iaus vegna ónógra sannana. Dr. Prokop er hættur að kenna og fæst nú aðallega við rannsóknir í genfræðum. Hann er vísindamaður í húð og hár og segir að það skipti sig litlu máli hvers slags stjórn stjómi landinu svo framarlega sem hann fær frið til að sinna sínum störfum. Hann gekk aldrei í Komm- únistaflokkinn og segir að sérfræð- ingar sem eru stöðugt kallaðir sem vitni fyrir rétt eigi ekki að tilheyra stjórnmálaflokki, þeir verði að vera hafnir yfír allan grun um hvers kyns hiutdrægni. Hann nefnir mál sem hann var kallaður sem vitni í gegn andalækni á kaþólsku svæði í Vestur-Þýskalandi sem dæmi. Hann sagði fyrir réttinum að það væri hægt að útskýra afrek manns- ins á vísindalegan hátt og þau hefðu ekkert með guð og ritning- una að gera. Þegar veijandi mannsins heyrði þetta vildi hann fá að vita hvort vitnið væri kristið. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Vitnisburður dr. Ottos Prokop hefur ráðið mörgum dómsúr- skurði. Hér hefur hann vafið vasaklút eins og kaðal til að útskýra lausn Offenbach-máls- ins. Prokop sagði að það kæmi málinu ekki við og veijandinn óskaði eftyr áliti annars sérfræðings. Hann sagði þennan vera óhæfan þar sem hann væri auðheyrilega guðlaus, veraldarhyggjusinna kommúnisti úr,;austur-þýskum háskóla þar sem fijálsar rannsóknir eru ekki leyfð- ar.“ Það var gert hlé og spurst fyrir um hæfni vitnisins hjá vest- ur-þýskum háskólum. Það fékk hin bestu meðmæli og málinu var hald- ið áfram. Dr. Prokop er fæddur í Austurríki árið 1921. Hann var við störf í háskólanum í Bonn þegar honum var boðin prófessorsstaðan í Berlín árið 1957. Borgin var þá opin og honum datt ekki í hug að hann ætti eftir að lifa á bak við múr. Þegar hann ætlaði áð flytja og taka við embætti í Austurríki um miðjan sjöunda áratuginn var honum til- kynnt að hann væri orðinn austur- þýskur borgari og gæti ekki flutt úr landi. Hann gat ekkert gert við því og sætti sig við örlög sín þar sem hann gat haldið störfum sínum áfram og hafði ferðafrelsi. Hann hafði nóg að gera og annirn- ar jukust enn þegar kollegar hans í háskólunum í Halle og Leipzig flúðu land og hann varð að sinna störfum þeirra. Honum var útveg- aður Volvo til að komast hratt á milli staða en hann hafði ekki átt bifreiðina í nema 10 daga þegar öfundsjúkir.„landar“ hans brutu rúður hennar. Hann ekur um á Trabant innan bæjar en á lítinn Peugot í bílskúmum til að skjótast á lengri leiðir. - Hann segir í þessu sambandi að ritarinn hans sé nú smeykur að láta sjá sig á bláu Lödunni sinni. Öryggislögreglan, hin hataða Stasi, ók um á bláum Lödum og enginn á slíkum bíl er alls óhultur fyrir reiðum almúgan- um. Það er óreiða í skrifstofu dr. Pro- kops en hann veit hvar hlutina er að fínna. Hann les mikið og safnar því sem hann hefur áhuga á, með- al annars dæmum um læknis- og réttarmisferii í kommúnistaríkjun- um. Hann hefur kynnt sér morðin í Katyn og hristir höfuðið yfír að það sé ekki lengra síðan en í fyrra að það var gefin út bók í Austur- Þýskalandi þar sem því er enn haldið fram að her Hitlers hafi myrt nokkur þúsund pólska liðs- foringja sem voru stríðsfangar í Katyn. Talið er víst að Sovétmenn hafí myrt liðsforingjana. Pólveijar hafa krafist rannsóknar en hún hefur dregist ótrúlega í Sovétríkj- unum. Búlgarskur kollegi Prokops, sem nú er látinn, trúði honum fyr- irþví árið 1962 að hann hefði skoð- að líkin og „asískur kynstofn" hefði framið stríðsglæpinn. Honum var hótað öllu illu og þorði þar af leið- andi ekki að segja sannleikann við réttarhöldin í Núrnberg á sínum tíma. Hann átti við Sovétmenn þegar hann sagði að asískur kyn- stofn hefði framið morðin. Lausblaðamappa með nafni Zwahl- ens er komin upp í hillu hjá dr. Prokop. Hann bíður eftir gögnum til að geta kynnt sér málið. Félag- ið er reiðubúið að greiða honum fy rir starf hans en hann vill enga peningagreiðslu frekar en endra- nær. Hann segist hafa næg laun til að lifa af. I gegnum árin hefur hann farið fram á að fá greitt með tækjabúnaði fyrir störf sín á Vest- urlöndum. Þannig hefur hann bætt starfsaðstöðu sína og samstarfs- manna sinna á réttarlækninga- deildinni við Humboldt-háskóla. Og hann hefur bætt aðstöðuna enn með því að kaupa eigin bækur fyr- ir slikk í austur-þýskum bókabúð- um og senda þær áritaðar til fyrir- tækja á Vesturlöndum í skiptum fyrir áhöld ogtæki. Fyrirtækin gefa uppveðruðum kúnnum bæk- urnar og munar lítið um að aðstoða heimsþekkta fræðimanninn í austri. - ab. hafði sagt að Christine hefði verið með, samanvöðlað lak á bak við svefnpoka eða tvær körfur sem voru horfnar úr frystikistunni ásamt með öllum matnum sem átti að vera þar. Frú Etter rakst á þessa hluti eftir að lögreglan hafði gert nákvæma húsleit og var þakkað fyrir hjálpina. Dómsvöld álíta að Bruno hafi ætlað að flytja Christine úr húsinu í einum pokanna en hann segist hafa ætlað að nota þá og snærið á píanóinu í bátsferðinni. Hann kannast ekki við blóðugu spottana og segist ekki hafa hent miðanum úr dagbókinni. Engin skýring hefur fengist á hlutunum sem frú Etter fann og matarbirgðirn- ar hafa aldrei komið í ljós. Það dróst á langinn að málið kæmi fyrir dómstóla, meðal annars vegna fyrirspurna veijandans, en var loks tekið fyrir í nóvember 1987. Átta leikmenn og þrír iögfræðingar sátu í kviðdómi. Vitni vom kölluð og spurð spjörunum úr. Meðal þeirra var kona um sextugt sem segist hafa séð Christine á hjóliíiu á leið í bæinn rétt fyrir klukkan hálf tíu á laugar- dagsmorgun, 27. júlí. Sjálf var hún á leið úr búð og tók sérstaklega eft- ir að Christine var komin með stutt hár. Christine hafði látið klippa sig snemma á föstudagsmorgun. Sækj- andi gerði h'tið úr vitnisburði konunn- ar, gaf í skyn að hún væri orðin hálf elliær og benti á að hún hefði eins vel getað séð Christine á föstu- dagsmorgun. Hann gerði líka lítið úr þeirri staðreynd að tveir reikning- ar sem Bruno póstlagði fyrir Christ- ine þennan laugardagsmorgun voru dagsettir þann dag og sagði að hún hefði skrifað ranga dagsetningu á reikningana kvöldið áður. En vitnis- burður réttarlæknisins reið bagga- muninn var. Hann sagði að koffín og leyfar af osti, kjötmeti, brauð- meti og peru hefðu fundist í maga Christine. Það benti til að „Toast Hawaii“ hefði verið síðasta rnáltíð hennar og hún hefði þar af leiðandi verið myrt aðfaranótt laugardags. Og þar með var Bruno sekur. Ekkert tillit var tekið til þess að peruleyfarnar voru með berki og að það er óhugsandi að Christine hafí notað óskrælda, ferska peru á ofn- brauðið. Matarleyfarnar og skýrsla réttarlæknisins sanna því ekki nokk- urn hlut. Auk þess sem grunur ligg- ur á að réttarlækningastofnunin hafí falsað niðurstöður sínar til að geðj- ast sækenda. Vitað er að starfsmað- ,ur rannsóknarstofunnar borðaði„To- ast Hawaii“ og ferska peru og kast- aði hvoru tveggja upp til að bera saman við það litla sem eftir var af magainnihaldi Christine. Hann neitar að hann hafi blandað sínu gumsi saman við hennar en svona vinnu- brögð eru afar óvenjuleg og þykja gmnsamleg. - Christine kann að hafa borðað peru, jógúrt og samloku áður en hún var myrt á laugardags- morgun eftir að hún drakk kaffí eða . kókómalt með Bruno og kvaddi hann. En ef hún var ekki myrt fýrr en þá um morguninn þá er Brano saklaus af því að hann hefur fjarvistarsönnun allan tímann eftir að hann hjálpaði henni af stað á hjólinu. Sekt Brunos var engan veginn sönnuð fyrir réttinum heldur margt tínt til sem bendir til að hann hafí viljað losa sig við eiginkonu sína. Hún hafði álitlega lífti’yggingu og hann var ástfanginn af annarri, vel- efnaðri stúlku. Og enginn annar en hann þótti koma til greina. Fimm leikmannanna í kviðdómnum, flestir þeirra konur, vom ekki vissir um sekt hans en meirihlutinn réð og hann var dæmdur sekur um morð. Hann hefur nú dvalið í fangelsinu Thorberg fyrir utan Bern í rúm þijú ár. Hann er rauðhærður, heldur kubbslegur, meðalmaður á hæð með stingandi, stálgrá augu. Hann heldur hugarró sinni, er vingjarnlegur og segist sannfærður um að sannleikur- inn eigi eftir að koma í ljós. Lögfræð- ingur hans áfrýjaði meðferð málsins til hæstaréttar og nákvæmum blaða- manni í Zúrich var bent á málið. Hann sagði sögu þess í smáatriðum í sextán köflum í vikublaðinu Welt- woche í fyrra og hún kom út sem bók, „Morð í Kehrsatz", í fyrravor. Hæstiréttur dæmdi í sumar að það hefði ekki verið neitt athugavert við meðferð málsins. Dómararnir sögðu að Bruno eða foreldramir væru þeir einu sem kæmu til greina sem söku- dólgar og það væri óhugsandi að foreldrarnir hefðu framið morðið, til þess hefðu þeir elskað dóttur sína of heitt. Lögfræðingurinn áfrýjaði málinu til Strassborgar og blaðamað- urinn settist niður að skrifa bókina „Slys í Kehrsatz". Kenning hans er sú að Etter- hjónin hafi óttast að Bruno myndi spilla sambandi þeirra við Christine og ungu hjónin myndu jafnvel flytja burtu. Þau grunaði að Bruno héldi fram hjá henni - þau höfðu einu sinni séð að hann eyddi heilum eftirmið- degi með konu á heimili sínu með hlerana fyrir þegar Christine var í burtu - og voru ákveðin að segja henni af því áður en þau færu í báts- ferðina. Þau fengu hana til að koma við hjá sér á leiðinni í bæinn á hjól- inu á laugardagsmorgun og sögðu henni að Bruno væri ómögulegur. Hún vildi ekki hlusta á þau og fór en þau létu ekki þar við sitja heldur eltu hana. Hún lagði hjólinu við enda- stöðina og féllst á að skreppa aftur með þeim heim. En engu tauti var við hana komið svo faðirinn missti stjórn á skapinu og sló til hennar. Hún datt á og missti meðvitund. Þau veigruðu sér við að hringja á lögregl- una og ákváðu að fela hana í húsi Brunos. Þau báru hana í teppi í gegn- um garðinn. Eitt hið fyrsta sem blasti við í kjallaranum var frystikist- an. Þau komu henni þar fyrir og hirtu matinn. Þau fylgdust síðan náið með hveiju fótspori Brunos. Rétta stundin til að „finna“ líkið rann upp þegar hann hafði gengist við að eiga ástkonu og eftir það sem þang- að til voru þau ötul að aðstoða lög- regluna við að finna gögn gegn hon- um. Þetta mál hefur vakið athygli, sérstaklega í Bern. Útvarpið hafði klukkutíma viðtal við Bruno í haust og þess er getið í fjölmiðlum þegar eitthvað nýtt gerist. Tíl dæmis þegar kvenkviðdómendurnir, fangelsis- presturinn og fleiri stofnuðu félag til stuðnings máli Brunos. Stofnend- ur þess og félagsmenn, sem eru nokkur hundruð, vilja ekki sætta sig við að maður sé dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir morð eftir líkum. Og sérstaklega ekki Bruno Zwahlen sem þeir eru sannfærðir um að sé saklaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.