Morgunblaðið - 11.02.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990
C 21
Raunsæi o g andstæður
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
Það fer ekki á milli mála, að New
York er mikil borg og að þar séu
andstæðurnar meiri og áþreifanlegri
en í öðrum borgum. Maður sér svo
margrt þar, sem manni dreymir ekki
að sjá annars staðar, eins og t.d.
töturbúið fólk ráfandi um eða stein-
sofandi á gangstéttum glæsihverf-
anna og enginn stuggar við þeim.
Víða annars staðar væru slíkir fjar-
lægðir með hraði og yllu jafnvel
meiri háttar uppnámi! Það er því
engin furða, þótt slíkt mannlífssvið
sé freistandi viðfangsefni .til ljós-
myndunar og hrein gullnáma fyrir
þá, sem leggja stund á fagið sjálft.
Þannig er það og með Braga Þ.
Jósefsson, sem nýfluttur er til lands-
ins eftir nám í ljósmyndum í heims-
borginni, jafnframt því sem hann
vann um skeið að námi loknu sem
lausamaður við ýmsar ljósmynda-
stofur í Bandaríkjunum.
Bragi sýnir um þessar mundir
allnokkrar svart-hvítar ljósmyndir í
eystri gangi Kjarvalsstaða, og er
myndefnið allt sótt til heimsborgar-
innar, enda nefnist hún New
York/New York, og er á um ákveðna
skírskotun að ræða.
Og vissulega getur að líta miklar
andstæður í þessum myndum svo
og furðuleg sjónarhom, en þó fínnst
mér það einhvem veginn koma fram
í þessum myndum, að Bragi lagði
megináherslu á auglýsingaljósmynd-
un en ekki t.d. listræna ljósmyndun.
Á þessu tvennu er mikill munur, sem
Bragi Þ. Jósefsson
ekki verður bættur upp með tilfall-
andi valgeirum. Mér þykir þetta og
koma fram í hinum ýmsu myndum
á sýningunni og þá helst í því, að
svo er sem myndirnar séu teknar
með víðara samhengi til hliðsjónar,
en ekki sem algjört núið. Frávik frá
þessu eru nokkrar myndir svo sem
Central Park (1989) og þijár mynd-
ir frá East Village einnig teknar á
síðasta ári svo og Fjármálahverfið
frá 1986. í öllum þessum myndum
eru listræn tök með rikri skírskotun
til raunsæisins allt um kring og í
algjörleika sínum. Einföld hnitmiðuð
og afdráttarlaus myndbygging er
og veigur þeirra. Maður óskar sér
einhvem veginn miklu fleiri mynda
í sama flokki.
Auðvitað em miklu fleiri vel tekn-
ar myndir á sýningunni, en þær
skera sig að engu úr því, sem maður
hefur séð áður í myndum annarra
ljósmyndara frá New York á umliðn-
um ámm. Sennilega eru og myndirn-
ar of smáar á þessum hráa og opna
stað og koma þannig ekki eins vel
til skila og í innilegra umhverfi.
Stærri myndir og á skilrúmum fara
hins vegar vel svo sem hin stórkost-
lega sýning á verkum Jousuf Harsh
á sl. ári, sem mér er í ljósu minni.
Tæknilega hliðin ,á myndunum
sýnist mér góð, en sumar em þó
kannski full harðar og eintóna, sem
kann að vera fýlgifískur sérmennt-
unar gerandans.
Sem fmmraun gefur þó sýningin
viss fyrirheit.
Ég þakka innilega öllum þeim mörgu, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og hlý-
hug á 90 ára afmœli mínu 4. febrúar.
Veri gleÖi og gœfa ykkar leiÖarljós.
Sigrún Guðbjörnsdóttir,
Hrafnistu, DAS,
Reykjavik.
TILBOÐ OSKAST
í MMC L300 Mini Bus4 W/D árgerð '87 (ekinn 47 þús. km.),
AMC Jeep CJ-7 Renegade árgerð ’84, ásamt öðrum bifreiðum,
erverða sýndará Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00.
Sala varnarliðseigna.
BÆNDABÓKHALD!
Sérhannað forrit fyrir bændur, sem sér um úrvinnslu á
m.a. vsk-, skatt-, landbúnaðar-, fyrningaskýrslum, launa-
og skuldabréfavinnslu. Ritvinnsla o.fl.
Verð 29.880 m/vsk. Kemur út 20. febrúar.
Hugbúnadargerðin, sími 91-79743.
fVeitingasala
- húsdýragarður
Leitum að aðila með eigin aðstöðu til að reka veitinga-
sölu í húsdýragarðinum í Laugardal frá 15. maí1990.
Margskonar rekstrarfyrirkomulag kemur til greina.
Umsóknum skal skilað inn fyrir kl. 16.00 föstudaginn
23. febrúar 1990 til garðyrkjudeildar borgarverkfræð-
ings, Skúlatúni 2.
Nánari upplýsingar eru veittar á sama stað í
síma 18000.
ORÐSEJMDIIMG
UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM
Á SKYLDUSPARNAÐI
Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga, sem
búsettir eru erlendis eða sem íátist hafa og
söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957
til l.júlí 1989,eru hér með hvattir til að kanna
í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur
vegna leiðréttinga á verðbótum liggi þar fyrir.
Allar leiðréttingar til þeirra, sem áttu skráð
heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa
verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar-
greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis
og sem látið er.
í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að
greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á
skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða
verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum.
Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til
1. júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu
skyldusparnað umrætt tímabil.
Upplýsingasímar eru 696946 og 696947
kl. 10-12 virka daga.
A HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900
SMÍÐUM EFTIR MÁLI • SENDUM BÆKLINGA