Morgunblaðið - 11.02.1990, Síða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990
GRIPINN GLOÐVOLGUR
MFÁIR hafa átt eins greiða
leið upp á stjörnuhimininn
og Terence Trent D’Arby,
en fyrsta breiðskífa hans,
The Hardline According to
... seldist í um sjö milljón
eintökum. Arby hefur þó
komist að því að
gæfan er fallvölt
því önnur plata
hans, Neither
Fish nor Flesh
hefur selst vægast sagt illa.
Um áramótin hafði platan
selst í um 60.000 eintökum
í Bretlandi og ekki gengið
mikið betur í Bandaríkjun-
um. Herma fregnir að í plötu-
búðum víða um heim sé
kaupendum boði að kaupa
plötuna með skilarétti líki
þeim hún ekki.
verki. Hann stráir um sig
öllum hilgsanlegum rokk-
töffarstælum og reytir af
sér klassíska gítarfrasa um
leið. Langi Seli og Skug-
gamir sýndu á tónleikunum
í Kjallaranum að þeir eru
enn ein fremsta ballsveit
landsins, sem getur náð
upp stuði hvar sem er hve-
nær sem er. Munar þar
mikið um Sela.
Sykurmolar kveðja
í VIKUNNI leggja Syk-
urmolarnir land undir fót
og halda í mikla tónleika-
ferð um Bandaríkin endi-
löng, en þaðan fer sveitin
til Japans, Ástralíu og
fleiri landa. Heimkoma
er svo fyrirhuguð um
mitt sumar og þá hyggj-
ast sveitarmeðlimir taka
sér leyfi fram eftir ári.
AXEL „Seli“ gítarleikari
og söngvari á tónleikum
Langa Sela og Skugg-
anna í Kjallara Keisarans
26.janúar.
Seli er
andlit
Langa Sela
og Skugg-
anna og
stendur sig
einkar vel í
því hlut-
Sveitin hélt einskonar
kveðjutónleika í Kjall-
ara Keisarans í byijun
mánaðarins. Þeir tónleikar
þóttu takast hið besta,
enda sýndi sveitin a sér
allar sínar bestu hliðar og
vel það.
Eins og áður sagði voru
þetta síðustu tónleikar
Sykurmolanna hér á landi
í bili, en heyrst hefur að
til standi að fá sveitina til
að spila á Listahátíð í
Reykjavík í byijun júní.
DÆGURTONUST
/Hvad tekurlangan tíma adgeragódapl'ötuf
Fjöllistakomn
Kate Bush
TÓNLISTARMENN eru misduglegir við að koma frá
sér plötum. Sumir senda frá sér eina til tvær plötur
(og jafiivel fleiri) á ári, en aðrir eru mörg ár að setja
saman plötu. Tíminn sem fer í plötugerðina (og féð •
sem eytt er) ræður þó sjaldnast úrslitum um gæði
tónlistarinnar. Gott dæmi um tímasóun er The Seeds
of Love með Tears for Fears, sem var á þriðja ár í
smíðum, en aftur á móti er plata Kate Bush, The
Sensual World, dæmi um plötu þar sem tíminn, fjög-
ur ár, var vel nýttur.
Kate Bush fæddist í Kent
í lok júlí 1958. Hún ólst
upp við hljóðfæraslátt og
söng og lærði á fiðlu og
píanó. 16 ára gerði hún
samning
við stór-
fyrirtækíð
EMI fyrir
tilstilli
Davids
Gilmores,:
gítarleik-
eftir Ama ara Pink
Matthíasson Floyd.
1978 kom fyrsta breiðskíf-
an, The Kick Inside, út. Sú
plata seldist í milljónum ein-
taka og Kate fór í sfna
fyrstu tónleikaferð ári síðar
til að fylgja eftir plötunni.
Sviðsmynd tónleikanna var
íburðarmikil, enda hefur
Kate á valdi sínu leiklist og
látbragðsleik, ekki síður en
tónlistina og svo mikið í þá
lagt, að hún fékk yfir af
tónleikahaldi f þessari fyrstu
ferð sinni og hefur ekki get-
að hugsað sér að fara í aðra
ferð. Önnur platan, Lion-
heart, kom út 1980 fyrir
þrýsting frá EMI, en Kate
vildi meiri tfma. Sama ár
kynntist hún Peter Gabriel,
sem fékk hana til að syngja
með sér á lag á þriðju sóló-
skífu hans. Þau kynni höfðu
mikii áhrif á tónlist hennar,
sem mátti gjörla heyra á
Kate Bush Vex með hverri plötu.
plötunni The Dreaming, sem
Kate sendi frá sér 1982.
Helstu áhrifin voru þó
líklega þau að hann kynnti
fyrir henni tækni sem gaf
henni kost á að semja allt
og útsetja á eigin spýtur.
Þegar hún var komin á
bragðjð var næsta skrefið
að koma sér upp eigin hljóð-
veri á heimili hennar í Kent.
Það gaf henni iistrænt frelsi
og um leið svigrúm til að
reyna hvaðeina sem henni
datt í hug.
Næsta plata á eftir The
Dreaming, The Hounds of
Love, var nánast eingöngu
tekin upp í því hljóðveri og
tónlistin var en nokkru
sinni; á köflum klippiverk,
þar sem ægði saman tærum
popplaglínum, þjóðlagatón-
list og hálfklassískum hljóð-
gerflatónaklösum. Þrátt
fyrir það seldist The Hounds
of Love betur en nokkur
plata Kate fram að því og
meðal annars kom hún lag-
inu Running up that Hill inn
á flesta vinsældalista. Síðan
liðu fjögur ár, þar til The
Sensual World kom út fyrir
stuttu.
Á The Sensual World
þræðir Kate einstigið sem
hún markaði á The Hounds
of Love, en þó með breyttum
áherslum. I stað verka á
borð við hlið tvö á The Ho-
unds of Love, sem var nán-
ast samfellt verk, Ninth
Wave, hefur hún snúið aftur
að því að segja margar smá-
sögur á plötunni, eina eða
fleiri í hveiju lagi. Þjóðlegu
áhrifin eru á sínum stað og
nú er það Bulgarka tríóið
sem syngur með henni í
nokkrum lögum, aukinheld-
ur sem sá gamli Alan Stiv-
ell leikur á keltahörpu og
bróðir Kate, Paddy, leikur á
ýmis hljóðfæri. Fleiri þjóð-
legir tónlistarmenn koma
við sögu og merkilegt jafn-
vægi er á milli nútímatækn-
innar og þjóðlegra áhrifa.
Það má merkja á mörgum
laganna að þau eru byggð
upp á hljóðgervlum og síðan
bætir Kate við þjóðlegum
dráttum til að draga upp
þá ævintýramynd sem hún
hefur í huga.
Þegar tónlistarmaður
eyðir óvenju löngum tíma í
plötugerð, er það oft vegna
þess að innblásturinn er
horfínn eða í þann mund að
hverfa, en Kate Bush vex
með hverri plötu.
MPaddy McAIoon og fé-
lagar í Prefab Sproutem
í hljóðveri og vinna að nýrri
breiðskífu sem koma á út
með vorinu. Vinnuheiti
skífunnar er Jordan — The
Comeback og sem stendur
bendir allt til þess að útkom-
an verði tvöföld skífa.
MMESTA rokksveit heims
(að eigin sögn), Rolling
Stones leggur nú drög að
tónleikahaldi í Bretlandi,
eftir að hafa aflað sér um
tíu milljarða króna í Banda-
ríkjunum. Ekki hefur enn
verið ákveðð hvernig að tón-
leikunum verði staðið, en
nýjustu fregnir herma að
sveitin hyggjist halda átta
tónleika á Wembley í sumar
o g slá þannig við Michael
Jackson, en hann hélt þar
sjö tónleika 1988. All kom-
ast um 72.000 manns inn á
Wembleytónleika, þannig
að nærfellt 600.000 manns
eiga kost á að sjá herleg-
heitin. Næst á dagskrá er
hinsvegar Japansferð, þar
sem ætlunin er að leika fyr-
irum 500.000 manns.
PLATA
VIKUIMNAR
Plata vikunnar er
Funky Reggae Crew
með ýmsum flytjend-
um.
Það gat ekki farið
öðruvísi en að reggí
og hip-hop ætti eftir að
mætast og renna saman.
Sá tónlistarblendingur er
kallaður raggamuffín.
Funky Reggae Party
stendur á mótum reggae
og hip-hoppsins og sitt-
hvað á henni er framúr-
skarandi vel gert. Ra-
stafari reggae hip-hop.
Blúsgræðarinn
SÍÐUSTU poppár hafa fjölmargir gamlir popparar
„snúið aftur“ eftir að hafa horfið úr sviðsljósinu í nokk-
ur ár. Yfirleitt er um að ræða tónlistarmenn sem voru
upp á sitt besta á sjöunda eða áttunda áratugnum.
Sumir eru þó eldri og um þessar mundir siglir upp
bandaríska breiðskífúlistann plata með tónlistarmanni
sem sló fyrst í gegn 1948.
Platan heitir The Healer
(græðarinn) og tónlist-
armaðurinn er John Lee
Hooker. Kannski finnst sum-
um Hooker, sem alla tíð hef-
ur verið talinn blússöngvari,
eigi lítið erindi inn á síðu sem
lögð er undir dægurtónlist,
en The Healer hefur ratað í
fleiri hendur en blúshunda
og herma umboðsmenn hér-
lendir að platan seljist ekki
síður hér á landi en ytra.
Hooker er með sér til að-
stoðar margar rokkstjömur,
ekki síður en blústónlistar-
menn og nægir þar að nefna
Carlos Santana, George
Thoroughgood, Los Lobos,
Bonnie Raitt og Robert Cray,
en hann var einmitt fyrsti
blússöngvarinn í seinni tíð til
að ná fjöldavinsældum. Á
plötuna vantar Van Morri-
son, sem varð til þess að The
Healer varð til, enda ákafur
aðdáandi Hookers í áratugi.
Hooker, sem verður sjö-
tugur í haust, er þegar farinn
að leggja drög að næstu
plötu og þá hyggst hann fá
til liðs við sig til viðbótar við
þá, sem gerðu með honum
Healer, Van Morrison, Stevie
Ray Vaughan og Pete Tow-
nsend, en Hooker söng stórt
hlutverk í söngleiknum The
Iron Man, sem Townsend
sendi frá sér fyrir stuttu.
Vinirnir John Lee Hooker og Van Morrison skála
fyrir The Healer.