Morgunblaðið - 11.02.1990, Side 23

Morgunblaðið - 11.02.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 C 23 ■ NICK Nolte og leikstjór- inn Karel Reisz unnu saman við gerð myndarinnar „Who’ll Stop the Rain?“ árið 1978. Þeir unnu saman aftur á síðasta ári við mynd- ina „Everybody Wins“, sem frumsýnd var nýlega í Banda- ríkjunum. Mótleikari Nolte í þetta sinn er Debra Winger. ■ RICHARD Gere heldur áfram að leika í lögguþriller- um. Sá nýjasti heitir „Inter- nal Affairs" og er með Andy Garcia í aukahlutverki. Gere leikur löggu með vafasama fortíð og er grunaður um spillingu svipað og Michael Douglas í Black Rain. Þetta er svolítið nýtt og frábugðið súperlöggunum vammlausu í flestum öðrum löggumynd- ■ SKRÝMSLAMYNDIR virðast vera að komast í tísku aftur í Bandaríkjunum eftir B-mynda æði sjötta áratug- arins og endurvakningu í Alien. Tremors heitir sú nýjasta og er með Kevin Backon en gagnrýnendur eru mjög hrifnir af henni. Vikuritið Time segir hana eiga eftir að verða klassíska. Ron Underwood heitir leik- stjórinn. Innrásin í Evrópu; milljaður áhorfenda í leit að skemmtiefni. Hollywood gerir innrás í Evrópu Holly wood er tekið að lita hýru auga til Evrópu eina ferðina enn. Með sameiningu álfunnar í eitt markaðs- kerfi og breyttum stjórnarháttum í austri opnast nýir möguleikar, sem kvikmyndarisamir ætla ekki að missa af. Svona bregðast þeir við: Paramount-verið opnar útibú í Bretlandi með evr- ópskum handritshöfundura, leikstjórum og kvikmynda- gerðarmönnum; 20th Cent- ury Fox hyggst gera sex til átta bíómyndir á ári í Evrópu í framtíðinni; Wamer ætlar að opna 100 kvikmyndasali í Bretlandi á næstunni og önnur bíó í V-Þýskalandi og Danmörku; Disneyfélagið opnar skemmtigarð í París 1993 og hyggst opna kvik- myndaver í tengslum við hann; Orion dreifmgarfyrir- tækið hefur löngu tekið við sér og séð um dreifingu á mörgum vinsælustu myndum Evrópu síðustu ára eins og Bless, krakkar, Jean de Fior- ett og Konur á barmi tauga- áfalls. „Allir sjáum við Evrópu fyrir okkur sem Ört vaxandi markað,“ er haft eftir einpm mógúlnum og annar segir: „Þegar þú ieggur saman fólkið í löndum Austur- og Vestur-Evrópu gerir það næstum milljarð manns í leit að góðu skemmtiefni." Sann- leikurinn er sá að hinn al- þjóðlegi bíómarkaður er ekki lengur afgangsmarkaður fyiir bandarískar myndir heldur getur allt að helming- ur tekna þeirrá fengist utan Bandaríkjanna. Hollywood hefur áður litið hýru auga til Evrópu. Eitt- hvert best heppnaða ástar- samband draumasmiðjunnar við evrópska kvikmyndagerð gat af sér David Lean mynd- imar Brúna yfir Kwai, Arabíu-Lárens og Dr. Zivago. Þegar verr gekk urðu til mistök eins og Greif- ynjan frá Hong Kong, síðasta mynd Chaplins með Marlon Brando og Sophiu Loren, og Isadora með Vanessu Redgrave sem töpuðu tugum milljónum dollara. Það hefur því gengið á ýmsu í fortíðinni en flest bendirtil að Hollywood ætli sér að nema land fyrir fullt og fast í álfunni í þetta sinn. Spurningin, sem brennur mest á mönnum, hlýtur þó| að veraþessi: Hvað verður um breskar, fransk- ar og ítalskar myndir þegar Hollywood er farið að gera þa>r? Öðruvísi útlagalíf Leikstjórinn Costa-Gavras hefur nýlega lokið við mynd sína „Music Box“ með Jessicu Lange í aðal- hlutverki. Myndin hefur ekkert með tónlistarmyndbönd að gera þótt nafnið gæti bent til þess heldur segir frá lög- fræðingi í Chicago sem ver ungverskættaðan föður sinn gegn ákærum um stríðs- glæpi. Næst ætlaði Gavras, fræg- ur fyrir pólitískar myndir sín- ar („Missing"), að gera mynd um persónur frá Austur- Evrópu. En þá kom babb í bátinn, nefnilega fall komm- únistastjórna í austri. Með það að leiðarljósi varð hann að umtuma myndinni sinni, sem átti að fjalla um tvo Pólveija í París. - „Við þurfum að leita ann- arra lausna núna,“ segir hann. „Þegar persónumar tala um land sitt fara þær með annars konar orðræður og þær eiga ekki eins erfitt með að komast austurfyrir og áður. Allt hefur snýist á hvolf.“ KVIKMYNDIR Hvenœr hófst œvintýnó?\ Niðursetningurinn ÞAÐ er siður hér á landi og víðar að koma sér helst ekki niður á tímamót og þrátta endalaust um hve- nær nákvæmlega atburðir sögunnar áttu sér stað og hvenær áratugir og jafn- vel heilu aldirnar byrja. Er íslensk kvikmynda- gerð þar ekki undanskil- Félag kvikmyndagerðar- manna hefur ákveðið að tíu ár séu liðin síðan „sam- felld“, eins og það er kallað, kvikmyndagerð hófst og hélt uppá það um daginn. En hvað þá með for- söguna? Var ekkert bíó fyrir 1980? Reynd- ar, en íslendingar voru óhemju seinir að taka við sér á kvikmyndaöld og lítið er til af íslenskum bíómynd- um fyrir 1980 á meðan ná- grannaþjóðirnar eiga sér langa og merkilega kvik- myndasögu. Svíar eiga stór- merka kvikmyndaarfleifð frá Victor Sjöström og Mau- ritz Stiller til Bergmans, Danir voru stórveldi í bíó- myndum strax frá 1909 og hafa ætíð staðið framarlega enda sprettur ekki stórvirki eftir Arnald Indriðason eins og Pelle sigursæli upp- úr engu; Finnar stofnuðu kvikmyndafyrirtæki árið 1919 og um miðjan þriðja áratuginn framleiddu þeir 12 myndir á ári. Islensk bíómyndagerð eins og hún lagði sig fram til áttunda áratugarins valt næstum eingöngu á tveimur mönnum. Ef miða á upphaf íslenskrar bíómyndasögu við fyrstu leiknu talmyndina í fullri lengd sem frumsýnd var í kvikmyndahúsi hófst hún ekki fyrr en árið 1949 með mynd Lofts Guðmunds- sonar, Milli fjalls og fjöru. Á undan henni var mest gert af heimildarmyndum af konungskomum og öðr- um stórviðburðum en Loftur hafði fengist lítillega við Ieiknar stuttmyndir áður. Árið 1950 gerði Óskar Gíslason Síðasta bæinn í dalnum. Vonuðu margir að bíómyndagerð festist í sessi með myndum Lofts og Óskars, sem gerðu samtals sex bíómyndir í fullri lengd á árunum 1949 til 1959, þótt frumstæð væri hvað tækjakost og tæknilegt útlit snerti miðað við það sem gerðist erlendis. En svo varð ekki. Loftur lést árið 1951 eftir að hafa lokið við Niður- setninginn og nokkrum árum síðar varð fyrirtæki Óskars gjaldþrota. I fótspor þeirra fylgdi Ásgeir Long með barnamyndina Gilitrutt SSur en sjálfstæðri íslenskri bíó- myndagerð var lokið. ís- lensk stjórnvöld virtust ekki gera sér nokkra grein fyrir mikilvægi íslenskrar kvik- myndagerðar á þessum tíma. Áhugi útlendinga var miklu ineiri. Árið 1917 hafði Sjöström myndað Fjalla- Eyvind eftir Jóhann Sigur- jónsson og árið 1919 komu Danir hingað að filma Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson auk þess sem Guðmundur Kamban gerði tvær myndir eftir verkum sínum í Dan- mörku (útiatriði í Höddu Pöddu voru tekin á íslandi) og fleira mætti nefna. Á sjötta og sjöunda áratugn- um voru gerðar hér nokkrar bíómyndir í samvinnu Edda-film og kvikmynda- fyrirtækja á Norðurlöndum eins og Salka Valka (Svíar), 79 af stöðinni (Danir) og Rauða skikkjan (Danir og Svíar) og fengust hingað menn eins og Sven Nykvist, Erik Balling og Gabriel Axel. Síðan liðu 20 ár þar til Reyni Oddssyni kvik- myndagerðarmanni tókst að ljúka gerð Morðsögu svotil án opinberra styrkja og var hún sannarlega undanfari þess sem koma skyldi. Ári seinna var Kvikmyndasjóð- ur stofnaður. Eins og sjá má er saga íslenskrar bíómyndagerðar ekki burðug fram til 1980 þegar stóra stökkið kemur með frumsýningum á heil- um þremur íslenskum bíó- myndum. í ljósi sögunnar er hér um algera byltingu að ræða og er vel réttlætan- legt að tala um 10 ára af- mæli íslenska kvikmynda- ævintýrisins. Stóra spurn- ingin er af hveiju ævintýrið hófst ekki fyrr og leynist hluti svarsins í andvaraleysi stjórnmálamanna sem íslenskir kvikmyndagerðar- menn eru enn að beijast við. Bíómyndin er ennþá niðursetningurinn á íslenska menningarbænum. Á þeim áratug sem liðinn er síðan Land og synir var gerð hafa tæplega 30 íslenskar bíómyndir verið frumsýndar. Það er stór- virki í landi sem aldrei hefur litið íslenskt bíó réttu auga. IBIO Úrvalið í kvikmyndahúsun- um í Reykjavík hefur líklega aldrei verið meira en þessa dagana eftir að enn einn salurinn bættist við Háskólabíó og þeim fer fjölgandi þar með vorinu. Þegar þetta er skrifað er boðið uppá alls 26 bíó- myndir í 20 sölum í höfuð- borginni sem hlýtur að telj- ast met miðað við höfða- tölu. Eru nú öll kvikmyndá- húsin komin með fleiri en einn sal. Regnboginn var fyrsta bíóið sem byggt var með mörgum sölum en síðan kom Bíóhöllin. Önnur bíó eins og Stjömubíó og Laugarásbíó hafa svarað með því að byggja við sig en það virðist bráðnauðsyn- legt að hafa yfir fleiri en einum sal að ráða til að mæta samkeppninni. Hefur úrvalið batnað með fleiri sýningarsöíum? Yfírgnæfandi meirihluti af þessum 26 myndum kemur frá Bandaríkjunum og þær eru ekkert betri eða verri en fyrir tíu eða fimmtán áruin. En markaðurinn er ennþá mjög einlitur. Það sem vantar er breiðara úr- val, fastar sýningar á nýj- um myndum frá öðrum löndum svo fáist víðari sýn á kvikmyndaheiminn. Það er þó auðveldara að tala um það en framkvæma því sáraJítil aðsókn hefur verið á aðrar myndir en banda rískar hingað til þótt finna megi einstakar undantekn- ingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.