Morgunblaðið - 11.02.1990, Síða 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MENINIINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990
LEIKLIST/Hvad segja leikstjóramir?
EITTVERK-
TVÆR SÝNINGAR
eftir Hlín
Agnarsdóttur
ÞAÐ ER ekki á hverju ári sem tvö leikhús í landinu
setja upp sama verk með jafn stuttu millibili og
varð milli sýninga Leikfélags Akureyrar og Þjóð-
leikhússins á Húsi Bernörðu Alba eftir spænska
skáldið Federico Garcia Lorca. Báðar hlutu sýning-
amar lof og athygli gagnrýnenda sem áhorfenda
og þeir sem sáu báðar sýningamar em á einu
máli um að þær hafi verið mjög ólíkar að öllu
leyti, bæði hvað varðar ytra útlit svo sem leikmynd
og búninga svo og leikstU og persónusköpun leik-
kvennanna. En lítum á dæmi úr gagnrýninni:
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSOIM, RÚV RÁS 1.
Um uppsetningu Þómnnar Sigurðardóttur hjá Leikfélagi Akureyrar.
Sýningin magnaðist hægt og hægt og náði fyrr en varði ótrúlega sterk-
um tökum á áhorfendum. — Sannast sagna er hér um ákaflega sterka
og vel unna sýningu að ræða. — Ef ég vissi ekki að Lorca væri löngu
dauður, myndi ég halda að hann hefði skrifað þetta hlutverk sérstaklega
fyrir Sigríði Hagalín. Hún nær slíkum feiknatökum á Bemörðu, að slíkan
leik hef ég ekki séð lengi.
En hvað segja leikstjórarnir sjálfir um forsendurnar sem lágu til
grandvallar á greiningu þeirra á verkinu.
ÞORUNN
SIGURÐARDÓTTIR
Hvað er Lorca að segja okkur
með verkinu?
— Ég held að Lorca hafí viljað
sýna okkur skelfílegar afleiðingar
kúgunar, fordóma og valdasýki.
Þetta er dæmisaga, sem hægt er
að heimfæra í stærra samhengi upp
á pólitíska atburði þá og nú. Forspá
að spænsku borgarastyijöldinni
verður líka forspá að öðrum seinni-
tíma atburðum og átökum.
Mér hefur alltaf þótt óhugnan-
legt og um leið ótrúlegt hvernig
hægt er að fremja grimmdarverk í
nafni einhverrar hugmyndafræði,
hagsmuna, trúarbragða eða valda-
kerfis. Lorca sýnir okkur átakanleg
dæmi um slíkt. Inni í hverri mann-
eskju er órætt tóm, sem hægt er
að fylla af fegurð eða grimmd. Svo
einfalt er það. Hvernig það gerist
er hins vegar bæði flókið og oft
óljóst. Máttsýkin er orsök flestra
grimmdarverka sögunnar og hún
• vex og nærist einhvers staðar inni
í þessu óræða tómi. Lorca kryfur
persónur sínar fyrir framan okkur,
snýr innhverfu þeirra út svo við
megum sjá hvað bak við býr, og
hann ætlast til þess af okkur sem
vinnum verk hans að enginn komist
hjá því að taka afstöðu.
Á hvað lagðir þú mesta áherslu
í uppfærslu þinni?
— Fyrir mér var mikilvægt að
ná jafnvægi á milli þeirrar andúðar
sem áhorfandinn þarf að fá á Bem-
örðu og verkum hennar og þeirrar
ástar sem hann þarf að fá á þeim
sem kúgaðir eru í verkinu. Það
síðarnefnda er mér forsenda þess
að hugmyndáfræðilegur bakfískur
verksins fái staðist.
Til að undirstrika þessar and-
stæður notuðum við lifandi tónlist,
— til að ítreka þann seiðandi
lífsanda, sem áhorfandinn þolir ekki
að sjá kæfðan. í leikmynd lögðum
við áherslu á þunga köfnunartil-
fínningu, — þá krossfestingu holds-
ins og hugans sem Bemarða stend-
ur fyrir. Hnausþykk teppi, þving-
andi .búningar, þar sem allt sem
heitir fijálsræði eða þægindi í þrúg-
andi hitanum var bannorð. Spenni-
treyjan skyldi alls staðar sýnileg í
athöfnum og myndbyggingu sýn-
ingarinnar.
Stéttskipt þjóðfélag, fullt af
kreddum og kvenhatri er yzta og
innsta umgerð verksins. Við völdum
tímabilið á milli 1930-40, reyndum
að forðast íslenskan túrista-Spán
og ytri ofskýringar eða tilvísanir.
Tímabilið skiptir í raun ekki öllu
máli, en ekkert má misvísa athygli
Þórunn Sigurðardóttir
áhorfandans eða stytta leið hans
að inntaki verksins. Persónurnar
em fyrst og síðast manneskjur, en
þær eru líka meira en manneskjur:
Lifandi tákn.
Skýrast sjást táknin í andstæð-
ustu persónunum. Systumar eru
mitt á milli, bæði góðar og vondar,
eins og við öll, skaðaðar af kúgun
og svolitlar Bernörður hver við aðra
þegar tækifæri gefast.
Aðela og María Jósefa era þær
persónur verksins sem harðýðgi
Bernörðu bitnar hvað grimmilegast
á. En þær eru tærar og heilar báð-
ar, því þær bregðast við kúguninni,
hvor á sinn hátt. Maríu Jósefu tróð-
um við ofaní kjallara og aðrar per-
sónur verksins traðka í bókstaflegri
merkingu á þeim draum sem hún
ein þorir að gángast við. Hún er á
sinn hátt heilbrigðust þeirra ailra,
enda talin geðveik og geymd í
hlekkjum.
Aðela er lífið sjálft. Stolt
lífsgræðgi hennar vekur aldrei and-
úð, heldur stendur áhorfandinn með
henni, hvetur hana og spyr sig aldr-
ei hvort Pepe Rómeró verðskuldi
þessa ást. Allt fas hennar ber merki
heitrar konu, sem ekki lætur kross-
festa sig. Hún ein lifir drauminn,
sterk og heil: „Þúsund sinnum sælli
var hún sem fékk að njóta hans“,
segir Marta yfir líki hennar. Dauði
hennar er ekki píslarvætti, sem við
getum afsakað og grátið okkur frá.
Hann er svipuhögg. Refsing fyrir
aðgerðar- og afstöðuleysi okkar.
Og Bernarða er ekki bara kald-
rifjaður harðstjóri, hún er hlébarði,
eins og móðir hennar segir, slæg
og hættuleg því hún þekkir allar
hvatir og langanir dætra sinna. Hún
bæði læðist og stekkur og dætur
hennar vita aldrei hvar hana ber
niður næst. Varðhundur hagsmuna-
og hugmyndakerfís. Hvert smáat-
riði í leikmynd, búningum og at-
höfnum á sviðinu skoðuðum við
með það í huga: Hefði Bernarða
leyft þetta? Og hvað gerist þegar
hún er hvergi nærri?
Auk alls þessa er verkið fullt af
húmor og ljóðrænni tign sem gefur
því margfalt gildi sem leikhúsverki.
Hvort tveggja reyndum við að láta
komast vel undan sjálfum harm-
leiknum og gefa honum jafnframt
aukna sveiflu.
Hvernig tengist verkið sýn þinni
á leikhúsið í dag?
— Mér fínnst leikhús okkar oft-
ast erindislaust og yfirborðskennt,
þjakað af formdýrkun og ofurvægi
á misskilda, vitsmunalega afstöðu,
sem hefur fært fólkið fjær okkur,
— fjær leikhúsinu. Lorca var full-
komin andstæða, þótt hann væri
bæði gáfaður og formsnarpur. En
honum var ætíð mest í mun að
„opna æðar sínar fyrir hina“ og
„skynja æðarslátt sinnar eigin þjóð-
ar“. Þannig á leikhúsið að mæta
trafli nútímans. Ég vitna að lokum
í orð hans:
„Ég hef engan áhuga á að velta
fyrir mér hvort ég er gamaldags
eða fylgi tískunni. Það skiptir mig
máli hvort ég er ég sjálfur, hvort
ég er í náttúranni. Ég veit mætavel
hvernig á að semja „vitsmunalegt
leikhús“, og ég veit einnig að það
er einskis virði.“
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, RÚV, RÁS 2.
Um uppsetningu Maríu Kristjánsdóttur hjá Þjóðleikhúsinu.
Ein af þeim tiltölulega fáu leiksýningum sem ég hef séð hér á landi
á síðustu árum sem heldur manni við efnið frá upphafi til enda . . .
þessi sýning er úthugsuð, áferðarfalleg og mjög glæsileg... Þar að auki
er í henni að finna lævíslega fyndni sem skilar sér bæði í þýðingu og
leiknum."
MARIA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Hvað er Lorca að segja okkur
með verkinu?
— Það eru engar heimildir til um
það hvað Lorca vildi segja með
þessu verki sínu. Þó er vitað að
hann ætlaði að hrista af sér það
„slyðruorð" að hann væri fyrst og
fremst ljóðrænt leikskáld og skrifa
alveg hefðbundið verk. Sú stað-
reynd að hann féll fyrir byssukúlum
fasista stuttu eftir að hann lauk við
leikritið varð til þess að menn hafa
ætíð haft tilhneigingu til að líta á
verkið sem aðvörun og forboða
þeirra hörmunga er dundu yfir
spönsku þjóðina með valdatöku
Franco og fasista. Mér fínnst ég
skynja ótta skáldsins þegar ég les
„Vernhörðu", en hann er að segja
svo margt annað um tilveruna og
manneskjuna í tilveranni að mér
finnst fráleitt að benda á eitt atriði
og segja þetta vildi hann segja.
Á hvað lagðir þú áherslu í upp-
færslu þinni?
— Það sem vakti fyrir mér og
samstarfsmönnum mínum var í
fyrstá lagi að forðast það að sýning-
in yrði stofudrama í spænskum stíl
með tilheyrandi klisjum um suðræn-
an hita og bældan losta kven-
mannsins. Við vildum segja sögu
konunnar Vernhörðu sem fær vald
yfir heimili og jarðeignum við andl-
át eiginmannsins, og til þess að
halda völdum og eignum, lokar hún
dætur sínar inná heimilinu. Fyrst í
krafti úreltra hefða og kennisetn-
María Kristjánsdóttir
inga og þegar allt um þrýtur grípur
hún til vopna. Við reyndum að flytja
verkið nær okkur í tíma, bæði til
að undirstrika hversu skammur tími
er liðinn frá því það er skrifað og
einnig til að undirstrika að kúgarar
og hinir kúguðu standa enn í sömu
glímu í dag og Vernharða og dætur
hennar gerðu. Við skoðuðum líka
mikið í vinnunni innbyrðis afstöðu
hinna kúguðu og hvernig sundur-
þykki þeirra auðveldar leikinn fyrir
þann sem kúgar.
Hvernig tengist verkið sýn þinni
á leikhúsið?
— Hlutverk leikhússins í dag er
að gjörbylta sjálfu sér til að öðlast
á ný hlutverk í samfélaginu. Því
miður er þessi sýning engin slík
bylting.
BLÚS /Hvad ersvo skemmtilegt vid ad syngja blús?
Leikurað
bláum tónum
BLUSSVEITIR spretta upp og um þessar mundir eru starfandi
nokkrar virkar sveitir hér á landi. Ein þeirra er Blámakvartett-
inn, sem starfað hefúr að stofninum til í yfir tíu ár, þó fyrst hafi
hún komið firam undir nafni fyrir stuttu.
blúsa sem eru gamlir og góðir og
sem leiknir era of sjaldan." Það
brá líka fyrir Zeppelinlagi í kjall-
aranum, þannig að þeir einskorða
sig ekki við svartan blús.
„Þetta er tómstundagaman,“
segja þeir, „tómstundagaman sem
tekur mikinn tíma, en er afar
skemmtilegt; við erum að fá útrás
fyrir sitthvað sem fellur ekki að
brauðstritstónlistinni." Hluti af
skemmtuninni er að Haraldur,
eftir Árna
Matthíosson
Blámakvartettinn skipa Ásgeir
Óskarsson, Björgvin Gíslason,
Pétur Hjaltested og Haraldur Þor-
steinsson. Kvartettinn hefur hald-
ið tónleika að undanförnu í Kjall-
hbhhhhbhb ara Keisarans
skammt frá
Hlemmtorgi og
þegar ég leit
þangað inn á
tónleika þar sem
Egill Olafsson
var auglýstur
gestur var nokk-
uð af fólki og
gestir voru að tínast inn þar til
yfír lauk að salurinn var þéttskip-
aður.
Björgvin og Haraldur hafa
starfað saman í yfir tuttugu ár
að þeir vora í blússveit þar sem
Haraldur söng. Núverandi sveit á
sér ekki eins langa sögu, en má
þó rekja til þess að Ásgeir bjó á
Sólbakka við annan mann 1976.
Þá hittust þeir félagarnir og æfðu
og spiluðu framsamda tónlist,
„æðislegar pælingar og mikið
gaman“. Þeir voru svo að gutla
saman næstu árin og alltaf að
tala um að „gera eitthvað". Á
endanum komu sveitarmenn sam-
an til að æfa tvo blúsa til að
skarta sem gestasveit á blúskvöldi
á Borginni, en eftir tvær æfingar
voru þeir komnir með tónleika-
dagskrá og „þá varð ekki aftur
snúið“. Næsta skrefið var að finna
Morgunblaðið/Sverrir
Blámakvartettinn „Með Blámakvartettnum erum við að leika okk-
ur.“
tónleikastað og Kjallari Keisarans
varð fyrir valinu. Nú er draumur-
inn að halda þar blúskvöld sem
oftast og helst einu sinni í viku,
en ekki ætlar Blámakvartettinn
að einoka staðinn.
Sú gryfja sem flestar hvítar
blússveitir falla í er að taka út-
jaskaða blúsa sem allir eru búnir
að heyra þúsund sinnum, en
kvartettspiltar hafa reynt að forð-
ast það. „Við reynum að taka
Björgvin og Ásgeir, sem þekktir
eru sem virtúósar á sín hljóðfæri,
skiptast á við að syngja. „Við
höfum þann háttinn á að hver
kemur með lög sem honum finnst
skemmtileg og hann hefur hug á
að syngja. Það gerir þetta
skemmtilegra og um leið óform-
legra. Við erum allir að vinna í
hálfgerðri dansiballatónlist, en
með Blámakvartettnum eram við
að leika okkur.“