Morgunblaðið - 11.02.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990
C 31
Fréttamenn þyrpast að Willy Brandt við komu hans til landsins. Fremstur í fiokki (með hattinn) er Björn
Jóhannsson, þáverandi fréttastjóri Morgunblaðsins og núverandi fulltrúi ritstjóra hér á blaðinu.
Willy Brandt,
utanríkisráð-
herra Vestur-
Þýskalands, flyt-
ur ávarp við
setningu ráð-
herrafundar
NATO í Há-
skólabíói. Við
hlið hans situr
Bjarni heitinn
Benediktsson,
þáverandi for-
sætisráðherra,
og við hlið hans
er Manlio Brosio,
framkvæmda-
stjóri NATO á
þeim tíma.
Sf MTALID...
ER VIÐ SAMDANIEL GLAD, STARFSMANN
FÍLADELFÍUSAFNAÐARINS
Orð lífsins til uppömmar,
huggunar og hjálpar
21111
Skrifstofa Fíladelfíusafnaðar-
ins, góðan dag.
— Góðan dag, Andrés heiti ég
Magnússon, blaðamaður Morgun-
blaðsins.
Komdu sæll, Sam Daníel hérna
megin, get ég aðstoðað?
— Vonandi, mig langaði til að
forvitnast um símsvarann Orð
lífsins. Getur þú upplýst mig um
hann?
Jú, það ætti að vera hægt. Að
vísu hef ég ekki verið starfandi
hér nema níu ár þannig að ég þekki
nú ekki fyllilega til sögu símsvar-
ans, en ég gæti trúað að hann
hefði verið hér í 20-25 ár. En það
er sumsé hægt að hringja í síma
10000 og hlýða á vers úr Biblí-
unni, sem skipt er um daglega.
— Hvernig eru versin valin?
Það er nú misjafnt eftir því hver
sér um það, en yfirleitt er það frek-
ar valið, sem er til uppörvunar,
huggunar og hjálpar. Á trúarhátið-
um eru hins vegar valin vers, sem
eiga frekar við þann og þann dag-
inn. Það er yfirleitt einhver starfs-
maðurinn hér, sem annast þetta
starf, sjálfur sá ég um þetta í nokk-
ur ár, en upp á síðkastið hefur
Garðar Loftsson verið í þessu.
— Verður ykkur aldrei á að end-
urtaka sömu versin?
hringt í símsvarann?
Já það eru a.m.k. 100 símtöl á-
sólarhring og meira um helgar.
Frá því klukkan 11 í morgun hafa
47 hringt og frá því þú hringdir
hafa þrír hringt inn.
— Og hvaða fólk er það, sem
hringir inn?
Eins og málum er háttað er
náttúrulega ómögulegt að vita það
fyrir víst, en það hefur fólk hringt
á skrifstofuna til þess að þakka
okkur fyrir og segir þá gjaman
að Orð lífsins hafi veitt sér styrk
þegar á reyndi, t.d. vegna tíma-
bundinna erfiðleika, sjúkdóma eða
jafnvel vegna þess að það hafi leg-
ið andvaka. Þetta fólk er afskap-
lega þakklátt.
— Er þetta þá fólk úr söfnuðin-
um?
Nei, ég held að það séu fæstir
úr söfnuðinum. Það vita margir
af þessu, þó svo þeir hringi kannski
ekki daglega. Við eram með gott
símanúmer, sem við höfum verið
með í mörg ár og svo er númerið
til að mynda auglýst í Dagbók
Morgunblaðsins.
— En þetta fólk, sem hringir
inn, kemur það með uppástungur
um vers?
Það kemur fyrir að fólk óski
eftir því að uppáhaldsvers þess sé
lesið inn á símsvarann, en það er
Tja, Biblían hef- nú samt frekar
ur nú margar iwn L sjaldgæft.
blaðsíður að geyma g — Hevrðu, ég
og þaðan af fleiri 'T'Ær þakka þér kærlega
vers, en það era 1 fyrir spjallið, en
vafalaust vers, sem 1 segðu mér eitt
njóta meiri vin- 1 ‘ fvrst; hvað hafa
sælda en önnur. 1 .jiiiiiy. v #f í .ÆkvmlHM margir hringt inn í
Þau verða samt 1 allt í'rá því ég
ekki verri þó þau EpP A| hringdi til þín?
séu endurtekin, AtKfm bað hafa þrír
enda líða þá ein- if bæst við frá þvi
hveijir mánuðir á áð:in- sex > allt.
milli. Annars er ■/fJP' — Það var og.
mest valið úr Nýja ifjm. t '1 1 [r þiö þá bara að
testamentinu og lÆflr /éjp3Lf&‘'. :«£«■ heilsa.
Sálmunum. IðHfí' Já, veríu sæll.
— Er mikið
„Með lögum skul lund byggja"
— og íþróttir stunda. Reyk-
víkingar lofa gjarnan sundið,
þessa heilbrigðu íþrótt sem
endurnærir sál og líkama. En
er það heilbrigt að brjóta lögin
— eða öllu heldur drckkja þeim
í lögleysu; ólöglegu vatni? Þetta
hélst Reykvíkingum uppi í 52 ár.
Drukknun hefur orðið mörgum
íslendingum að aldurtila. í
vá og háska kunnu íslendingar
oft ekki sundtökin. Því var það
baráttumál margra mætra manna
og kvenna að sundlaugar yrðu
byggðar og landsmenn lærðu
þessa þörfu íþrótt. Árið 1927 bar
Jónas Jónsson frá Hriflu fram
tillögu á Alþingi þess efnis að
það legði fram 50 þúsund krónur
til sundhallarbyggingar í
Reykjavík. Ætlaðist hann til að
þetta yrði fyrri greiðsla af tveimur
og að bæjarsjóður Reykjavíkur
legði fram jafnháa upphæð. Jónas
mun hafa rætt þessi mál við Knud
Zimsen þárverandi borgarstjóra.
Það sem ýtti undir Jónas var að
Alþingi hafði samþykkt heimild
til að gera sund að skyldunáms-
grein í skólum og ennfremur
áform og undirbúningur til að
leiða heitt vatn til bæjarins úr
Laugardalnum. Tillaga Jónasar
var ekki samþykkt á þessu þingi
en árið eftir var lagt fram stjórn-
arfrumvarp að ríkissjóður leggði
fram 100 þús. krónur móti jafn-
háu framlagi bæjarsjóðs, Jónas
Jónsson mælti fyrir frumvarpinu.
Nýtni
Það var til þess tekið að fram-
sóknarmaður hefði forgöngu í
þessu máli en einstaka Reykvíking
hefur stundum þótt anda köldu til
höfuðstaðarins úr þeirri áttinni.
Frumvarpið mætti reyndar nokk-
urri andstöðu sveitaþingmanna sem
þótti Reykjavík gert heldur hátt
undir höfði en aftur á móti þóttu
þau rök Jónasar sterk: „Heitt vatn
verði leitt til bæjarins á næsta ári,
til hitunar á Landspítalanum og
barnaskóla bæjarins (Austurbæjar-
skólinn innsk. blm.) ... Felst þá til
heitt vatn, sem hefir gengið í gegn-
um þessi hús og hitað þau, en er
orðið of kalt til að hita fleiri hús.“
Jónas benti á að Sundhöilinni væri
ætlaður staður nokkru neðar og
ekki langt frá bamaskólanum. „Er
þangað örstutt leiðsla, og má því
telja alveg kostnaðarlaust að leiða
vatnið í sundhöllina. Þessi og fleiri
rök urðu til þess að frumvarpið
var samþykkt enda stendur í lögum
nr. 32. frá 7. maí 1928: „Að
Iteykjavíkurbær leggi sundhöll-
inni til ókeypis heppilega lóð
nærri hinum nýja barnaskóla
bæjarins og heitt laugavatn, eftir
að það hefir gengið gegnum
hitaleiðslur þess skóla.“
Framkvæmdir við Sundhöll
Reykjavíkur urðu tímafrekari en
upphaflega var ráð fyrir gert og
hugmyndir manna um útlit og
hönnun byggingarinnar tóku um-
talsverðum breytingum. En loks
var Sundhöll Reykjavíkur vígð 23.
mars 1937 og opnuð til almenning-
snota daginn eftir. Aðgangseyrir
fyrir fullorðna var 65 aurar. (Fram-
reiknað eftir vísitölum mun sú
upphæð vera um 127 krónur á
núvirði. Lesendum er þó bent á,
að verð- og launahlutföll voru
FRÉTTALfÓS
ÚR
FORTÍD
Synt og
syndgað
mót lögum
Sundhöll
Reykmvikur mjc.
IJU------* Su.,,dllö1iin Vfgð
'sw*v »»£!“*»
--ÆSSf—í.
Heilsulind ítiálfa öld
önnur í þá tíð.) í næstum fimmtíu
og þrjú ár hafa Reykvíkingar synt
og svamlað í Sundhöllinni.
Fáfræði, sinnuleysi
Hinn 3. maí I fyrra voru lögin
frá 1928 um Sundhöll Reykjavíkur
felld úr gildi. Blaðamaður Morgun-
blaðsins afréð að kanna hvaða
ástæður lægu þar að baki; hvort
vatnsrennslið hefði e.t.v. breyst og
því nauðsynlegt að breyta lögunum.
Enginn kannast við þá galla á
lögunum sem skýrt gætu niðurfell-
ingu þeirra. Satt best að segja var
flestum ókunnugt um tilvist þeirra,
hvað þá niðurfellingu. En Gunnar
Kristinsson hitaveitustjóri upplýsti
blaðamann um að vatnið í sunlaug-
inni hefði aldrei komið frá bama-
skólanum, á tímabili hefði reyndar
verið notað afrennslisvatn frá
Bergþórugötu og Grettisgötu en
lengstum hefði laugarvatnið verið
tekið beint inn. í stuttu máli sagt,
allt fram til þriðja dags maímánað-
ar í fyrra hafa Reykvíkingar og
aðrir Sundhallargestir stungið sér
í ólöglegt vatn.
Páll Líndal lögfræðingur og fyrr-
um skrifstofustjóri borgarstjóra
var kunnugt um lögin frá 1928.
Hann vakti nokkram sinnum at-
hygli á fyrirmælum þeirra en við-
brögðin vora — þangað til í fýrra —
takmörkuð.
Morgunblaðið hafði samband við
Jón Múla Árnason fyrrum útvarps-
þul og Benedikt Antonsson skrif-
stofustjóra en báðir hafa verið tíðir
gestir í Sundhöllinni frá upphafi.
Þeim var ókunnugt um fyrrgreind
lög, á hvorugum var að merkja að
þeir sæu á eftir þeim stundum sem
þeir hefðu varið í trássi við lögin.
Benedikt lét þó í ljósi þá von að
þessi yfirsjón yrði ekki færð á hans
syndaregistur eða sakaskrá. Jón
Múli skelfdist ekki er fulltrúi Morg-
unblaðsins las honum boðskapinn
frá 1928. „Sennilega hefur ósjálfr-
áð eðlishvöt knúið mig til að
fremja þennan glæp.“