Morgunblaðið - 21.02.1990, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.02.1990, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1990 SIMI 18936 LAUGAVEGI 94 STRÍÐSÓGNIR MICHAEL J. FOX OG SEAN PENN í NÝJUSTU MYND BRIANS DePALMA ★ ★★ P.Á.DV. ★★★★ AI.MBL. FYRIRLIÐI FÁMENNS HÓPS BA NDARÍSKRA HER- MANNA TEKDR TIL SINNA RÁÐA ÞEGAR FÉLAGI HANS ER DREPINN AF SKÆRULIÐUM VÍETKONG. LEIKSTÓRI ER BRIAN DePALMA. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.05. — Bönnuð innan 16 ára. MAGNÚS Sýndkl.7.10. 7. sýningarmánuður. SKOLLALEIKUR Sýnd kl. 5,9og11. FRUMSÝNIR: BOÐBERIDAUÐANS HÖRKU SAKAMÁLAMYND, ÞAR SEM BLAÐA- MAÐUR, SEM ER AÐ KYNNA SÉR HROÐALEG MORÐ Á MORMÓNAFJÖLSKYLDU, VERÐUR OF ÞEFVÍS OG NEYÐIST TIL AÐ TAKA MÁLIÐ AL- FARIÐ f SÍNAR HENDUR. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Trish Van Devere, Laurence Luckinbill, Daniel Benzau. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. — Bönnuð innan 16 ára. INNAN FJÖLSKYLDUNNAR Sýnd kl. 5 og 7. SVARTREGN il I i wh ii + * ★ AI. Mhl. Sýndkl. 9,11.10. Bönnuð innan 16 ára. HEIMKOMAN ★ ★★ SV. Mbl. Sýnd kl. 9 og 11. PELLE SIGURVEGARI ★ ★★★ SV. MBL. — ★ ★ ★ ★ SV.MBL. Sýnd í nokkra daga vegna fjölda áskoranna. Sýnd kl. 5. HÁSKÓLABIÓ HEFUR Nl) TEKIÐ í NOTKUN TVO NÝ)A SALI, SEM ERU EINIR GLÆSILEGUSTU BÍÓSAL- IR LANDSINS, MEÐ FULLKOMNASTA BÚNAÐl. TRÖLLVAXH) FORELDRALÍKI John Candy I hlutverki Buck frænda; Væmni frænka ekki flarri. Þrenning í hasarnum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Buck frændi („Uncle Buck“). Sýnd í Laugarás- blói. Leikstjóri: John Hug- hes. Aðalhlutverk: John Candy. Kjarninn í gelgjumyndum John Hughes er alltaf sá sami; fullorðnir og ungling- ar búa hvorir á sinni pláne- tunni heima hjá sér. Gamla settið hefur engan skilning á hormónatengdum þörfum unglingsins og unglingurinn lítur alltaf á foreldra sína með sama skilningi og ef- naúrgang. Eitthvað mjög einfalt og í tilfelli Hughes- verksmiðjunnar, eitthvað sem hægt er að nota aftur og aftur með saklausri gam- ansemi í bland við síaukna væmni. I nýjustu mynd Hughes, Buck frænda, leikur sá gildi John Candy foreldralíki bama bróður síns þegar gamla settið verður að bregða sér af bæ og það er ekki að spyrja að því, ungl- ingurinn á heimilinu leggur þegar fæð á þetta nýja, risa- vaxna foreldri í eldhúsinu. Hughes þarf ekki einu sinni að skýra það út nú orðið hvers vegna ungling- urinn á heimilinu er að springa úr fýlu enda er yfir- borðsmennskan slík að mann varðar hvort sem er ekki um það. Miklu skemmtilegra að njóta hins tröllvaxna Candys sem tekst þó að halda athygli manns og er orðinn einn af uppá- haidsleikurum Hughes. Mesta fyndnin er fengin frá Candy í hlutverki Buck frænda og hans verulega subbulega stíl og ábyrgðar- leysi í þversögn við væntan- legt uppalandahlutverk og Hughes gerir talsvert úr því í þyijun en svo koðnar það niður einhvers staðar í myndinni og allir fá gull- hjarta og faðmlög áður en lýkur og Væmni frænka veður út um allt. Hughes hefur gert góða hluti í mörgum myndum unglingageirans en nú virð- ist hann bara gera margar myndir. Boðberi dauðans („Mess- enger of Death“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: J. Lee Thompson. Aðalhlut- verk: Charles Bronson. Áfram heldur B-hasar þrenningin Charles Bron- son, J. Lee Thompson og Cannon-grúppan að gera niðursuðuvörur fyrir bíóin sem þau geta gripið til á milli stórréttanna og aldrei breytist innihaldið. Boðberi dauðans er hátt í tíunda myndin frá þrenn- -ingunni á nokkrum árum og hér eru bætiefnin útí ofsoð- inn réttinn öll þau sömu og áður; hryll.ilegur ofbeldis- verknaður, í byijun skot- bardagar með regluleg-u millibili, bílaeltingaleikir, B-leikur og handrit sem mjög erfitt er að fá botn í ef maður á annað borð kær- ir sig um hann. Þrenningin er búin að gera svo margar myndir saman að maður er löngu hættur að brosa út í annað heldur tekur maður þær orð- ið eins og einhveiju sem óbærilegt væri að sjá oftar en einu sinni á ári. Gleðitíðindin fyrir þá sem gaman hafa af þessum myndum á einhvern furðu- legan hátt - þær bjóða auð- vitað uppá ódýrustu gerð af veruleikaflótta - eru þær að Bronson er hættur að eldast. Hann varð gamall einhvemtímann um miðbik áttunda áratugarins og hef- ur ekkert breyst síðan. Þessi stórstjarna sjöunda og átt- unda áratugarins hefur fundið sér framhaldslíf í B-hasamum á níunda ára- tugnum og þú getur gengið að honum vísum þar hvenær sem er. I i( ■ < M SfMI 11384 - SNORRABRAUT 37 anægju" ELLE ■ ÞÝSKALAND , ’ „Grínmynd j ársins" VOLKSBLATT BERLIN BRETLAND „Hlýjasta og sniðugasta grínmyndin í fleiri ár" SUNDAT TELEGRAM ASTRALIA: Meiriháttar grínmynd" SUNDAY HERALD FRAKKLAND: „Tveir tímar af hreinni FRUMSÝNIR GRÍNMYND ÁRSINS: ÞEGAR HARRY HITTISALLY ★ ★★y2 SV. MBL. — ★ ★ ★1/2 SV.MBL. ■ „WHEN HARRY MET SAELY" ER TOPPGRlN- ■ MYND, SEM DÝRKUÐ ER UM ALLAN HEIM í ■ DAG, ENDA ER HÉR Á FERÐINNI MYND, SEM ■ SLEGIÐ HEFUR ÖLL AÐSÓKNARMET, M.A. VAR ■ HÚN f FYRSTA SÆTI1 LONDON í 5 VIKUR. ÞAU ■ BILLY CRYSTAL OG MEG RYAN SÝNA HÉR " ÓTRÚLEGA GÓÐA TAKTA OG ERU í SANN- ■ KÖLLUÐU BANASTUÐI. „WHEN HARRY MET SALLY" GRÍNMYND ÁRSINS 1990! B Aðalhlutverk: Billy Crystal, Meg Ryan, Carrie a Fisher, Bruno Kirby. — Leikstjóri: Rob Reiner. n Sýnd kl. 5,7,9 og 11. BEKKJARFÉLAGIÐ DEAD POETS SÖCIETY ★ ★★★ AI Mbl. - ★★★★ AI Mbl. ★ ★★y2 HK. DV. - ★★★y2 HK. DV. Sýnd kl. 5,7.30 og10. ★ ★★ ★ L.A.DN. Sýnd kl. 9og11. ★ ★★ P.A.DV. Sýnd kl. 5 og 7. Músíktilraunir ’90 í aprflmánuði MÚSÍKTILRAUNIR ’90 verða í félagsmiðstöðinni Tónabæ í apríl. Músíktilraunir eru orðinn árlegur við- burður í tónlistarlífinu og eru nú haldnar í áttunda sinn. í frétt frá Tónabæ kemur fram að Músíktilraunir eru hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistarmenn til að koma á framfæri frumsömdu efni sínu. Þær eru opnar hljómsveitum alls staðar að af landinu. Músíktilraunir verða á fimmtudagskvöldum í apríl. Fyrsta tilraunakvöldið verð- ur 5. apríl, annað þann 19. apríl og það þriðja 26. apríl. Úrslitakvöldið verður síðan föstudaginn 27. apríl. Á hveiju tilraunakvöldi koma fram 5-7 hljómsveitir sem hver flytur fjögur frumsamin lög. Áhorfendur gefa hljóm- sveitunum stig fyrir hvert lag. Tvær stigahæstu sveit- irnar af hveiju tilraunakvöldi keppa til úrslita. Á úrslita- kvöldinu verður sigurvegar- inn valinn af áhorfendum og dómnefnd. Auk þátttöku- hljóms.veitanna koma fjórar þekktar hljómsveitir fram á þessum kvöldum. Skráning á Músíktilraunir ’90 er hafin í Tónabæ og stendur til 1. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.