Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið.
Samvmnuhreyfing
á krossgötum
Samvinnuhreyfingin á í vök að
veijast. í Reykjavík hefur
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis, sem er fjölmennasta kaup-
félag landsins, lagt niður allan
rekstur og verslanir þess og Mikli-
garður hf. sameinaðar í hlutafélag.
Undanfarin ár hafa verið KRON,
öðrum kaupfélögum og Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, erfið. I
gær var greint frá því hér í Morg-
unblaðinu, að Sambandið hefði
tapað verulegum fjármunum á
síðasta ári til viðbótar við töp fyrri
ára.
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri KRON, lýsti því yfir í viðtali
við viðskiptablað Morgunblaðsins,
að breytingarnar í Reykjavík gætu
orðið fyrirmynd að breytingum hjá
öðrum kaupfélögum. „Við hér telj-
um ... að hlutafélagaformið bjóði
upp á mjög marga kosti umfram
samvinnufélagsformið, — að það
sé orðið á ýmsan hátt miklu hag-
stæðara rekstrarform," sagði
Þröstur Ólafsson: „Hafí samvinnu-
félagsformið einhvem tíma verið
hagstæðara, þá er það löngu liðin
tíð. Samvinnufélög eiga mjög erfítt
með að taka þátt í mjög harðri
samkeppni, sem krefst mikils fjár-
magns, þar sem þau hafa enga
möguleika á að skírskota til eig-
enda um fjármagn, ef illa gengur
eða þegar takast þarf á við ný
verkefni."
KRON hefur stigið skrefíð til
fulls og forvitnilegt verður að fylgj-
ast með hvort önnur kaupfélög og
Sambandið feta í þau fótspor. „Það
kæmi mér ekki á óvart þó Sam-
bandið reyni að stokka upp spilin
svipað og við erum að gera,“ sagði
Þröstur Ólafsson í áðurnefndu við-
tali. Erlendur Einarsson, fyrrver-
andi forstjóri Sambandsins, ritar
grein í Morgunblaðið síðastliðinn
fimmtudag þar sem hann bendir
á, að nú sé Reykjavík eina höfuð-
borg Norðurlandanna þar sem
kaupfélag rekur ekki verslunar-
starfsemi og segir: „Mér fannst
þetta alvarlegt skipbrot í sam-
vinnuhreyfíngunni, og lái mér hver
sem vill.“
Erlendur Einarsson benti á, að
andúðin á hlutafélagsforminu eigi
sér langan aldur í samvinnuhreyf-
ingunni, „kannski lengur fyrir þá
sök að samvinnuhreyfíngin hefur
verið sein að átta sig á þjóðfélags-
breytingunum".
Það hefur lengi verið öllum ljóst
sem vildu sjá, að samvinnuhreyf-
ingin getur ekki starfað áfram með
óbreyttum hætti. Forystumönnum
hennar hefur ekki tekist að laga
fyrirtæki sín að breyttum aðstæð-
um eins og Erlendur bendir á.
Þeir tímar eru liðnir, þegar eigin-
fjármyndun fyrirtækja átti sér ekki
síst stað með verðbólgugróða.
Samvinnuhreyfíngin verður eins
og önnur fyrirtæki að leita nýrra
leiða. Hlutafélagsformið þarf
auðvitað ekki að henta öllum fyrir-
tækjum og hugmyndir Erlends
Einarssonar um að samvinnufélög-
um verði heimilt að gefa út sérstök
samvinnuhlutabréf eru leið sem
gæti gert þeim kleift að afla eigin
fjár. Þessi hugmynd er ekki fast-
mótuð, en gera má ráð fyrir, að
þessi bréf yrðu skráð á hlutabréfa-
markaði og gengju kaupum og
sölum eins og venjuleg hlutabréf.
Forsenda þess, að þetta geti tekist
er að sparifjáreigendur og aðrir
sem vilja ávaxta fé sitt í atvinnulíf-
inu hafí trú og beri traust til við-
komandi fyrirtækis. Afkoma Sam-
bandsins er langt frá því að vera
með þeim hætti, að almenningur
eða önnur fyrirtæki séu líkleg til
að leggja fjármuni í kaup á sam-
vinnuhlutabréfum. Þær skipulags-
breytingar, sem átt hafa sér stað
innan Sambandsins hafa ekki skil-
að þeim árangri, sem að var stefnt
og það vekur upp spurningar um
hvort forráðamenn þess ráða við
þau verkefni, sem þeir hafa tekið
að sér.
Það er nauðsynlegt, að forystu-
menn samvinnuhreyfíngarinnar
geri opinskátt grein fyrir stöðunni,
því það eru of margir einstaklingar
og fjölskyldur sem eiga allt sitt
undir því að samvinnufyrirtækin
haldi áfram starfsemi. Það er ekki
keppikefli fyrir neinn, að sam-
vinnuhreyfíngin leggi upp laupana.
Alveg eins og það er íslendingum
nauðsynlegt að gera atvinnulífið
sem fjölbreytilegast er það best,
að eignarform fyrirtækja sé með
sem margbreytilegustum hætti þar
sem allir sitja við sama borð, ólíkt
því sem var á haftaárunum.
Nauðvörn
ví verður ekki mælt á móti,
að margt láglaunafólk býr við
kröpp kjör, svo kröpp að erfitt er
að skilja hvernig það hefur í sig
og á. Síðustu kjarasamningar voru
nauðvöm þeirra sem búa við lök-
ust kjör. Eyjólfur Konráð Jónsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segir í grein hér í blaðinu í gær,
að samningarnir hafi þótt illskárri
en allsherjaratvinnuleysi og „þjóð-
argjaldþrot".
Eyjólfur Konráð Jónsson segir
einnig: „Alþingi samþykkti ein-
róma stjómarfrumvarp um minni
háttar tilhliðrun í ríkiskassanum
vegna kjarasamninganna. Þetta
var þó hvorki fugl né fiskur. En
„efni“ ríkisins voru ekki meiri en
þessi. Þó er það á degi hveijum
að sölsa til sín aukið fjármálavald
á kostnað einstaklinga og atvinnu-
vega. Það er þess vegna ekki ríkis-
stjóminni að þakka, ef kjarasamn-
ingamir halda. Þó ber að vona
það, því að líklega er þetta skásta
nauðvörnin meðan við búum við
óbreytta skattastjórn, ofstjórn og
óstjórn."
Heilbrigðisþj ónustan
- hún keinur þér við
eftirLáruM.
Ragnarsdóttur
Ríkisstjórnin fyrirhugar nú stærri
niðurskurð á framlögum til heilbrigð-
ismála en dæmi eru til í lengri tíma.
Enn einu sinni er skorið niður án
þess að skilgreint sé vel hvers konar
þjónustu eigi að minnka og í hvaða
mæli. Það er löngu orðið tímabært
að stjórnmálamenn axli ábyrgð í
þeim efnum og láti í ljósi skýra stefnu
sína í heilbrigðismálum.
Því miður vill umræða um heil-
brigðismál fara fyrir ofan garð og
neðan hjá almenningi þar sem rekst-
ur þjónustunnar er flókinn. Einfalda
yfírsýn yfir veitta þjónustu og kostn-
að vegna hennar vantar til þess að
hinn almenni borgari geti mótað af-
stöðu sína. Þar sem kostnaður kemur
að litlu leyti við buddu almennings
hefur áhugi fólks á almennum um-
ræðum um þessi mál verið heldur
takmarkaður.
Niðurskurður og hagræðing
Innan Sjálfstæðisflokksins starfar
málefnanefnd um heilbrigðis- og
tryggingamál. Nefndin hefur m.a.
það starf að gera tillögur til lands-
fundar um stefnu flokksins í heij-
brigðis- og tryggingamálum. Að und-
anfömu hefur nefndin rætt sérstak-
lega hvernig megi hagræða í heil-
brigðisþjónustunni án þess að stöð-
ugt þurfi að koma til niðurskurðar.
Niðurskurður hvetur nefnilega ekki
endilega til hagræðingar. Iðulega er
gripið til einfaldra úrræða, svo sem
lokana sjúkrahúsa, en það segir ekk-
ert til um hvort rekstur sé hag-
kvæmur.
Tryggingahugtakið og
sjúkrasamlög
Rétt er að vekja athygli á lands-
fundarsamþykkt Sjálfstæðisflokks-
ins um heilbrigðismál frá í haust en
hún er í samræmi við grundvallar-
sjónarmið flokksins. Þar er lögð
áhersla á nauðsyn breytinga í rekstri
heilbrigðisþjónustu þar sem farnar
verði leiðir sem ekki byggjast á mið-
stýringu fjárveitingavaldsiijj. Grund-
völlur slíkra breytinga er endurvakn-
ing tryggingahugtaksins. Þannig
verður almenningur meðvitaður um
hvaða fjármunir fari til heilbrigðis-
mála og um réttindi sín til þjón-
ustunnar.
Landsfundurinn samþykkti því að
kanna hvort ekki væri rétt að reka
heilbrigðisþjónustuna fyrir trygg-
ingafé einstaklinga, sem með greiðsl-
um sínum öðlist síðan rétt á þjón-
ustu þegar á þarf að halda. Fyrir-
komulagið má hugsa þannig að allir
landsmenn eigi aðild að sjúkratrygg-
ingum og iðgjaldið verði tekjutengt.
Réttur allra tryggingataka til þjón-
ustu yrði þó hinn sami.
Síðan segir orðrétt í landsfundar-
samþykktinni:
„I stað þess að leggja sjúkrasam-
lög niður í sinni núverandi mynd
hefði átt að sameina þau í stærri
einingar og ætla þeim nýtt hlutverk
í því skyni að vera grunneining
tryggingakerfisins og tryggja þannig
nauðsynlega valddreifíngu í heil-
brigðisþjónustunni. Landsfundur
harmar það að öll heilbrigðisþjónusta
færist til ríkisins samkvæmt sér-
stakri löggjöf og telur að heilsu-
gæsla eigi að vera verkefni sveitarfé-
laga og verði þeim fengnir tekju-
stofnar í því augnamiði. Sérstaklega
skal bent á sérstöðu höfuðborgar-
svæðisins í þessu efni. Nauðsynlegt
er að endurskoða þessa löggjöf nú
þegar.“
Við núverandi kjördæmaskipan er
hætta á að fíármögnun ríkisvaldsins
á heilbrigðisþjónustu fyrir íbúa
Reykjavíkur fái ekki nauðsynlegan
hljómgrunn. í því sambandi má t.d.
benda á, að þingmenn Reykjavíkur
eru hlutfallslega fáir. Því er nauðsyn-
legt að stjóm sjúkrasamlags
Reykjavíkurborgar beri ábyrgð á
rekstri heilsugæslu í borginni.
Önnur sjúkrasamlög gætu t.d.
verið bundin við kjördæmi og borið
samsvarandi ábyrgð gagnvart íbúum
þeirra. Þar yrðu fjármunir og stjórn-
un þjónustunnar í höndum íbúa dreif-
býlisins en ekki miðstýrð af ráða-
mönnum í Reykjavík.
Sérstaða þéttbýlisins
Áherslu verður að leggja á sér-
stöðu íbúa Reykjavíkur. Þeir búa í
lítilli fjarlægð frá mismunandi val-
kostum heilbrigðisþjónustunnar
hvort heldur almennri heilsugæslu,
sérfræðiþjónustu eða sjúkrahúsum.
Því eru allt aðrar forsendur fyrir
þjónustumynstri þar heldur en í
dreifbýli. Oþarft er að takmarka val-
frelsi Reykvíkinga til þessarar þjón-
ustu að því er virðist eingöngu til
að gæta samræmis við heilbrigðis-
þjónustu dreifbýlisins.
Lára M. Ragnarsdóttir
„í samræmi við framan-
greint er því nauðsyn-
legt að hafa fleiri en
einn rekstraraðila.“
Sjúkrahúsin — sameining?
Til að halda uppi gæðum og ár-
vekni í rekstri sjúkrahúsa er nauð-
synlegt að sjúkrahús landsins séu
ekki öll undir rekstrarlegri miðstýr-
ingu ríkisvaldsins heldur sé rekstrar-
aðilum dreift sem kostur er. Sam-
keppni er holl heilbrígðisþjónustu
ekki síður en á öðrum sviðum sam-
félagsins, þar sem hún veitir aðhald.
Sameining sjúkrahúsanna í
Reykjavík hefur verið í brennidepli
umræðna um hagræðingu í sjúkra-
húsrekstri. Hafa menn þá meðal
annars horft til árangurs af samein-
ingu sjúkrahúsa erlendis og lagt
hann að jöfnu við væntanlegan
árangur sambærilegra aðgerða hér-
lendis. Slíkar ályktanir eru að ýmsu
leyti mjög varasamar. Staðreyndin
er sú að þar sem sjúkrahús hafa
verið sameinuð með góðum árangri
hefur nánast ávallt verið fyrir hendi
hörð samkeppni við önnur nálæg
sjúkrahús. Samkeppni og þar með
aðhaldi yrði því ekki til að dreifa í
Reykjavík við sameiningu stærstu
sjúkrahúsa þar. Að sjálfsögðu er rétt
að auka enn samvinnu sjúkrahú-
sanna á ákveðinni, dýrri og sér-
hæfðri þjónustu, en halda jafnframt
uppi samkeppni á öðrum og almenn-
ari sviðum. Samkeppni erein aðalfor-
senda nauðsynlegrar framþróunar í
rekstri og ekki síst í þjónustugæðum.
í samræmi við framangreint er
því nauðsynlegt að hafa fleiri en einn
rekstraraðila. Eðlilegt er, að
Reykjavíkurborg gæti hagsmuna
Reykvíkinga og stýri sjálf starfsemi
Borgarspítalans til mótvægis við
rekstur Ríkisspítala.
Sveigjanleiki og valddreifing í
fyrirrúmi
Heilbrigðisþjónustan á að vera
rekin með sveigjanleika, gæði og
hagkvæmni fyrir augum og aðhaldi
skal m.a. beitt með hæfílegri sam-
keppni. Þannig næst bestur árangur
að markmiðinu „Heilbrigði fyrir alla
árið 2000“.
Enn skal vitnað í landsfundarsam-
þykkt Sjálfstæðisflokksins:
„Reksturinn sjálfur gæti verið á
ýmissa höndum og umfram allt þarf
að koma til valddreifing. Sú stefna
að fela ríkinu allan rekstur hefur
alls staðar leitt til ófarnaðar og þjóð-
ir jafnt austan tjalds sem vestan eru
að hverfa frá þeim hugmyndum. It-
rekaður er stuðningur við fijáls fé-
lagasamtök og við að kostir einka-
reksturs á sem flestum sviðum verði
nýttir til fulls. Mótmælt er skerðingu
þjónustunnar og þeirri auknu mið-
stýringu sem núverandi valdhafar
standa fyrir.“
Stefna Sjálfstæðisflokksins í heil-
brigðis- og tryggingamálum er því í
augljósri andstöðu við þá miðstýring-
arstefnu sem núverandi stjórnar-
flokkar reka.
Úr hvaða buddu?
Kostnaður við heilbrigðisþjón-
ustuna eina árið 1988 er nam 21,6
milljörðum króna, en það eru 8,4%
af vergri þjóðarframleiðslu. Þessi
kostnaður kemur úr buddum lands-
manna þótt ekki sé hann borgaður
á staðnum nema að hluta til hjá sér-
fræðingum, en nýlega auknar
skattaálögur vegna hækkunar á hlut
sjúklinga í greiðslum til sérfræðinga
hafa ekki farið fram hjá neinum.
Landsmenn eiga kröfu á að hafa
meiri áhrif á tilurð kostnaðar við
heilbrigðisþjónustu en núverandi
stefna stjórnvalda gengur í þveröf-
uga átt.
Nauðsynlegt er að hver og einn
haldi árvekni sinni gagnvart stjórn-
valdsaðgerðum í heilbrigðismálum
og láti ekki misvitrar ákvarðanir
dynja yfir sig, því þær hafa áhrif,
ekki bara á budduna, heldur á líf og
heilsu okkar allra.
Höfundur er hagfræðingur og
formaður heilbrigðis- og
trygginganefndar
Sjálfstæðistlokksins.
_________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
Landsskipulag og aðalskipulag
eftir Birgi Isleif
Gunnarsson
í framhaldi af umræðum á Al-
þingi um frumvarp félagsmálaráð-
herra til nýrra skipulags- og bygg-
ingarlaga ritaði ég grein hér í
Mbl. þar sem rakin var sú þróun
sem orðið hefur á Norðurlöndum.
Þar eru menn að hverfa frá ströng-
um afskiptum ríkisvaldsins af
skipulagsmálum og færa valdið
alfarið yfir til sveitarfélaganna. í
tveimur greinum til viðbótar hér í
blaðinu verður efni hins nýja frum-
varps rakið og í þessari gi’ein verð-
ur einkum fjallað um þann þátt
sem fjallar um landsskipulag og
meðferð aðalskipulags.
Landsskipulag
í frumvarpinu er það nýmæli
að nú er gert ráð fyrir að ríkið
hafi með höndum svokallað lands-
skipulag. Skilgreining á því fyrir-
bæri er hins vegar mjög óljós í
frumvarpinu, en þó er ljóst að það
getur snert næstum alla þætti
þjóðlífsins. Taldar eru upp í frum-
varpsgrein tíu ríkisstofnanir sem
Skipulags- og byggingarstofnun
ríkisins á að hafa samstarf við um
gerð þessa landsskipulags. Enginn
vafi er á því að hér skarast verk-
efni ríkisstofnana. Með þessum
ákvæðum er rennt stoðum undir
umfangsmikla starfsemi á vegum
ríkisins sem kallar á fjölda nýrra
starfsmanna. Ég fullyrði að það
hefur ekkert háð okkur íslending-
um hingað til að hafa ekki haft
lögbundið landsskipulag.
Meðferð aðalskipulags
Samkvæmt frumvarpinu á með-
ferð aðalskipulags að vera í stórum
dráttum sem hér segir: Áður en
gerð eða endurskoðun aðalskipu-
lags er hafín, ber sveitarstjórn að
semja greinargerð um helstu for-
sendur og markmið sem að er
stefnt með skipulagsgerðinni.
Þetta er nýmæli. Greinargerðin
skal kynnt íbúum sveitarfélagsins
svo og Skipulagsstjórn ríkisins.
Ábendingum og athugasemdum
skal skila innan ákveðins frests
sem ekki má vera skemmri en þijár
vikur. Sveitarstjórn tekur síðan
afstöðu til framkominna athuga-
semda og semur umsögn og kynn-
ir hana íbúum sveitarfélags. Að
Birgir ísleifur Gunnarsson
„Ég hef hins vegar
miklar efasemdir um
þessa greinargerð og
allt umstangið í kring-
um hana áður en hefja
má gerð aðalskipulags.
Margföld reynsla sýnir
að hugmyndir um
skipulag þurfa að vera
orðnar nokkuð ákveðn-
ar áður en áhugi al-
mennings vaknar.“
þessu loknu má hefja gerð eða
endurskoðun aðalskipulags.
Aðalskipulagstillögur skal síðan
kynna á opnum fundi og þá tekur
sveitarstjóm hana til fyrri um-
ræðu. Eftir þá umræðu skal sveit-
arstjóm senda Skipulagsstjórn
ríkisins tillöguna til umfjöllunar
með beiðni um heimild til að aug-
lýsa hana. Ef Skipulagsstjórn ríkis-
ins hefur engar athugasemdir skal
tillagan auglýst óbreytt. Ef hún
hefur athugasemdir skal reyna að
ná samkomulagi, en ef það tekst
ekki innan fjögurra vikna er sveit-
arstjórn engu að síður heimilt að
auglýsa tillöguna en geta skal at-
hugasemda Skipulagsstjórnar
ríkisins í auglýsingunni.
Ráðherra hefur
úrskurðarvaldið
Að þeirri meðferð lokinni tekur
sveitarstjórn tillöguna til síðari
umræðu þar sem m.a. er tekin
afstaða til framkominna athuga-
semda. Að því loknu skal Skipu-
lagsstjórn ríkisins fjalla um niður-
stöður sveitarstjórnar og gera til-
lögur til ráðherra um staðfestingu
eða synjun. Það er svo ráðherra
sem sker úr um það hvort stað-
festa skuli eða synja tillögu sveit-
arstjórnar um aðalskipulag.
Spurningar vakna
Þegar öll þessi málsmeðferð er
athuguð hljóta ýmsar spurningar
að vakna. Rétt er að taka fram
að ég tel mjög nauðsynlegt að um
skipulag sé gott samstarf við al-
menning, þannig að fólk geti haft
áhrif á mótun síns umhverfis.
Málsmeðferð í kringum það má þó
ekki verða of flókin og fráhrind-
andi.
Ég hef hins vegar miklar efa-
semdir um þessa greinargerð og
allt umstangið í kringum hana
áður en hefja má gerð aðalskipu-
lags. Margföld reynsla sýnir að
hugmyndir um skipulag þurfa að
vera orðnar nokkuð ákveðnar áður
en áhugi almennings vaknar.
Hvers vegna í ósköpunum þarf
Skipulagsstjórn ríkisins að vera
með þessi afskipti á nánast öllum
stigum? Hún á að fjalla um grein-
argerðina, hún á síðan að fjalla
um skipulagstillögu áður en hún
er auglýst til kynningar fyrir al-
menning og þarf að heimila auglýs-
ingu. Síðan á Skipulagsstjórn ríkis-
ins að fjalla um tillöguna eftir að
sveitarstjóm hefur rætt hana í
annað sinn og að lokum er það svo
ríkið (ráðherra) sem hefur lokaorð-
ið um það hvort aðalskipulag-
stillaga sveitarfélags er samþykkt
eða ekki. Já, Stóri bróðir lætur
ekki að sér hæða. Ákvæðin um
meðferð aðalskipulags í þessu
frumvarpi eru alltof smásmuguleg.
I síðustu grein um þetta frum-
varp verður fjallað um meðferð á
deiliskipulagi og Skipulags- og
byggingarstofnun ríkisins.
Höfundur er einn af
alþingismönnum
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjavikurkjördæmi.
Landssamband smábátaeigenda:
Veiðiheimildum út-
lendinga mótmælt
STJÓRN Landssambands smábátaeigenda mótmælir þeirri
ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila erlendum þjóðum að
veiða á sjötta þúsund tonn í þorskígildum og 6-7 þúsund tonn
af öðrum botnfiski í íslenskri lögsögu í ár. Þessi afli samsvari
þeim afla, sem unninn sé á ári á Borgarfirði eystra, Bakkafirði og
í Grímsey en þessir staðir byggi lífsafkomu sína eingöngu á sjávar-
útvegi. Stjórn LS leggur til að þessar veiðiheimildir verði aftur-
kallaðar og til vara að þær verði ekki endurnýjaðar á meðan
aflahámark er sett á þær tegundir, sem hér teljast til þorskígilda.
í fréttatilkynningu frá stjórn
Landssambands smábátaeigenda
segir, meðal annars: „Það er með
ólíkindum að á sama tíma og allir
íslenskir útgerðarmenn og sjó-
menn í kvótákerfí verða að sætta
sig við 10% aflaminnkun eru veiði-
heimildir útlendinga látnar
óskertar. Þetta er gert þrátt fyrir
að sjávarútvegsráðherra hafi lýst
því yfir að veiðiheimildir erlendra
þjóða komi ekki til greina í samn-
ingaviðræðum íslands við ríki
Evrópubandalagsins. Stjórn LS
lítur svo á að þarna sé um dulbún-
ar veiðiheimildir til Evrópubanda-
lagsríkja að ræða, þar sem veiði-
heimildir þeirra í færeyskri lög-
sögu á síðastliðnu ári námu
44.620 tonnum af ýmsum fiskteg-
undum, þar af voru 15.250 tonn
af botnfíski."
Sjóhæfiii og notkun smábáta
Réttiarmsboglína dæmigerðs 10 brl báts við mismunandi veiðiskap
við brottfor af miðum með 5 tonna afla í lest.
eftirMagnús
Jóhannesson
Undanfarin ár hefur sjósókn á
bátum undir 10 brúttórúmlestum
(bri) að stærð vaxið verulega enda
mikil fjölgun orðið á bátum í þessum
stærðarfiokki sl. fimm ár. Margir
hinna nýju báta eru í raun nokkuð
stærri en eldri bátar af sömu rúm-
lesta stærð vegna byggingarlags,
þar sem nýttir hafa verið til fulls
möguleikar gildandi mælinga-
reglna. Fjölgun þessara báta hefur
meðal annars haft í för með sér
aukna sókn á þeim þann tíma árs-
ins sem veður, sjólag og aðrar ytri
aðstæður eru hvað erfiðastar. Frá
öryggislegu sjónarmiði er þessi þró-
un varasöm og kallar því á auknar
varúðarráðstafanir.
Þó hinir nýju bátar séu byggðir
samkvæmt ýtrustu kröfum um
styrkleika, sjóhæfni og öryggis-
búnað verður ekki fram hjá því litið
að þetta eru lítil skip sem hafa
ekki sömu möguleika til að veijast
áföllum og stærri skip. Það er því
ennþá mikilvægara að stjórnendur
þeirra geri sér sem besta grein fyr-
ir eiginleikum bátanna við hina
ýmsu notkun þeirra við erfiðustu
skilyrði.
Skipstjórnarréttindi
á minni skip
Stjórnvöld hafa með lögum und-
irstrikað mikilvægi þess að skip-
stjórnarmenn á öllum skipum stærri
en 6 m. að lengd (ca. 1,5-2,0 brl)
hafi á grundvelli starfsreynslu á sjó
hlotið fræðslu í þeim atriðum sem
varða öryggi skipa og hafa sjó-
mannaskólarnir og aðrir þar til
bærir aðilar veitt þá fræðslu sem
krafíst er. Því miður hefur sá mis-
skilningur verið all útbreiddur með-
al sjómanna að ekki væri krafíst
skipstjórnarréttinda á báta minni
en 12 brl á stærð og hver sem er
gæti í raun keypt sér-bát og hafið
sjóróðra. Þessi misskilningur mun
stafa fyrst og fremst af því að ekki
er skylda að lögskrá áhöfn á þessa
báta. Engu að síður hafa fjölmarg-
ir eigendur minni báta lokið skip-
stjórnarnámskeiðum á liðnum árum
og er það vel þó enn séu margir
starfandi á minni bátum án tilskil-
inna réttinda.
Stöðugleiki
Það er afar skiljanlegt að menn
sem hafa fjárfest í bátum sem og
öðrum atvinnutækjum vilji nýta sem
best þau tækifæri sem gefast til
að afla tekna upp í þann kostnað
sem lagt hefur verið í, en auðvitað
verður að kappkosta að notkun
Magnús Jóhannesson
„Samhliða aukinni sókn
á smábátum yfir erfið-
asta árstímann hefur
þess gætt nokkuð að
menn hafi tekið upp
fjölbreyttari veiðiskap
á þessum bátum.“
bátanna taki sem mest mið af að-
stæðum þannig að öryggi þeirra sé
tryggt eftir megni.
Einn mikilvægasti öryggisþáttur
hvers skips er stöðugleiki þess.
Stöðugleikinn er breytanlegur því
auk þess, að vera bundinn ákveðn-
um eiginleikum skipsins er hann
háður meðferð þess svo sem hvern-
ig skipinu er beitt í vondum veðrum
frágangi afla, veiðarfæra o.fl. Ljóst
er að á minni fískiskipum er frá-
gangur afla og veiðarfæra enn mik-
ilvægara atriði vegna stöðugleika
en fyrir stærri skip.
Við smíði minni báta er yfirleitt
eingöngu reiknaður út stöðugleiki
fyrir þann veiðiskap sem báturinn
er í upphafi ætlaður fyrir og bygg-
ist samþykkt stöðugleikagagna fyr-
ir bátinn á þeim upplýsingum. Mik-
ilvægt er því að allar breytingar sem
gerðar eru á upphaflegum forsend-
um og varða stöðugleika skipsins
séu gerðar í samráði við Siglinga-
málastofnun.
Samhliða aukinni sókn á smábát-
um yfír erfiðasta árstímann hefur
þess gætt nokkuð að menn hafi
tekið upp fjölbreyttari veiðiskap á
þessum bátum en slíkar breytingar
geta haft neikvæð áhrif á stöðug-
leika bátanna sem ekki er víst að
menn geri sér alltaf fulla grein fyrir.
Algengt er að margir minni bátar
séu smíðaðir fyrst og fremst með
handfæraveiðar í huga og stöðug-
leiki bátsins miðaður við það.
Ákveði eigandi báts hinsvegar að
nota hann til neta-, línu-, tog- eða
dragnótaveiða getur það haft veru-
leg áhrif á stöðugleikann, áhrif sem
gætu verið varasöm þegar sjólag
og veðurskilyrði eru verst.
Til þess að gefa nokkra hugmynd
um þau áhrif sem hér er um að
ræða hefur á mynd 1 verið dregin
upp réttiarmsboglína (beinn mæli-
kvarði á stöðugleika skipsins)
dæmigerðs 10 brl þilfarsbáts við
brottför af miðum með 5 tonna
afla í lest og veiðarfæri á þilfari
við mismunandi veiðiskap. Myndin
sýnir réttiarm bátsins við mismun-
andi hallahorn en réttiarmurinn
sýnir í raun hæfni bátsins til þess
að rétta sig við undan áföllum.
Efri ferillinn sýnir réttiarm bátsins
við handfæraveiðar en neðri ferill-
inn réttiarm bátsins við línu-, neta-,
tog- eða dragnótaveiðar. Það skal
tekið fram að hvað netaveiðar
snertir er miðað við óhagstæðustu
skilyrðin, þ.e. sjóferð þegar net eru
tekin upp úr sjó og höfð á þilfari.
Sé myndin skoðuð nánar kemur í
ljós að hámarks réttiarmur er um
38% lægri við línu-, neta-, tog- og
dragnótaveiðarnar en handfæra-
veiðar. Þetta samsvarar því að
hæfni bátsins til að rétta sig við
hafi minnkað um 38% við þessa
breytingu á veiðiskap frá hand-
færaveiðum sé miðað við umrædd
skilyrði. Þess má geta að í þessu
dæmi sem hér er sýnt er lágmarks-
kröfum reglna um stöðugleika full-
nægt þegar þessi bátur stundar
handfæraveiðar en hinsvegar er
stöðugleiki undir lágmarkskröfum
fyrir aðrar veiðar og þau hleðslu-
skilyrði sem hér eru tekin með. Það
skal áréttað að mynd þessi er ekki
á neinn hátt algild fyrir báta af
þessari stærð því sérhver bátur
hefur sín stöðugleikaeinkenni en
myndinni er fyrst og fremst ætlað
að sýna hvaða áhrif mismunandi
veiðar geta haft á stöðugleika minni
báta. Myndin sýnir hinsvegar nauð-
syn þess að skipstjórnarmenn og
eigendur minni báta gefi því ræki-
lega gaum hver áhrif það kann að
hafa á stöðugleika báts þegar breytt
er um veiðiskap.
Lokaorð
Siglingamálastofnun ríkisins vill
því hvetja alla stjórnendur smábáta
til þess að gefa þessum málum
gaum og viljurn við benda á frekari
fræðslu um stöðugleika skipa í sér-
stökum bæklingi sem stofnunin gaf
út haustið 1988 og dreift var í öll
íslensk skip. Þennan bækling er
hægt að fá í sumum bókaverslunum
og á skrifstofum stofnunarinnar í
öllum landshlutum. Það skal einnig
áréttað að Siglingamálastofnun
mun hér eftir sem hingað til reyna
að aðstoða eigendur miiini báta við
að meta stöðugleika þeirra, sé eftir
því leitað, en jafnframt viljum við
minna á þá lagaskyldu sem hvílir
á eigendum skipa og verkstæðum
að leita samþykkis stofnunarinnar
um sérhveija breytingu sem gerð
er á skipum og getur varðað öryggi
þeirra, þar með talinn stöðugleika.
Jafnframt ber að hvetja þá sjómenn
er stunda veiðar á smábátum án
tilskilinna réttinda að afla þeirra
sem fyrst.
Höfundur er siglingamálastjóri.