Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 27 Stj órnar frumvarp: Skipan prestakalla og prófastsdæma Fram hefiir verið lagt stjórnarfrumvarp um skipan prestakalla og prófastsdæma. í fyrsta kafla er gerð grein fyrir skipan presta- kalla og prófastsdæma landsins. Þar er og að finna ákvæði um prestssetur og um heimildir til breytinga á prestaköllum. Ennfrem- ur ákvæði um Þingvallaprest og ráðningu aðstoðarpresta. í Skaftafellsprófastsdæmi fækkar prestaköllum um eitt, þar sem Asaprestakall _ sameinast Klausturprestakalli. í Rangár- vallaprófastsdæmi fækkar presta- köllum um eitt, þar sem Kirkju- hvolsprestakall er lagt niður og sóknir þess færðar undir Fellsm- úla-Oddaprestakall. í Árnesprófastsdæmi er eitt prestakall lagt niður, Stóra-Núps- prestakall, en tvö ný stofnuð, Þor- lákshafnar- og Hraungerðispres- taköll. í Snæfells- og Dalapróf- astsdæmi er eitt prestakall lagt niður, Söðulsholtsprestakall, en eitt stofnað, Ingjaldshólspre- stakall. í Barðastrandarprófastsdæmi er Sauðlauksprestakall lagt niður, en stofnað nýtt prestakall, Tálkna- fj arðarprestakall. í Þingeyjarprófastsdæmi fækk- ar prestaköllum um eitt, þar sem lagt er til að Háls- og Staðarfells- prestaköll sameinist Ljósavatns- prestakalli. Alls fækkar presta- köllum yfir landið um tvö. Reykjavíkuiprófastsdæmi er skipt í tvö prófastsdæmi: Reykjavíkur- og Holta- og Voga- prófastsdæmi. Sigluíjarðarpresta- kall er fært úr Eyjafjarðarpróf- astsdæmi í Skagaijarðarprófasts- dæmi. Nýmæli er að ráðherra fær heimild til að sameina prestaköll ef íbúafjöldi prestakalls fer niður fyrir 250. Þó er sá fyrirvari gerð- ur að ekki má fækka prestsem- bættum. í frumvarpinu er ákvæði um skipun og setningu í prestsem- bætti og um embættisgengi, ákvæði um sérþjónustu presta, um réttarstöðu og starfsskyldur presta, um skipan og starfsskyldur prófasta og um skipan og starfs- skyldur biskups og vígslubiskupa. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Friðrik Sophusson um frumvarp um atvinnurekstrarbann: Næg refsiákvæði í gildandi lögxim Meginmál að dómstólar fái aðstöðu til meiri hraðvirkni Frumvarp Finns Ingólfssonar (F-Rv) og fleiri þingmanna um tíma- bundið bann við atvinnurekstri einstaklinga fékk dræmar undirtektir í neðri deild Alþingis í gær. Þingmenn vóru sammála um að sporna verði gegn „síbrotamönnum" á þessum vettvangi sem öðrum. Gangrýn- endur frumvarpsins töldu hinsvegar að næg viðurlög væru fyrir í gild- andi hegningarlögum, bókhaldslögum og lögum um opinber gjöld. Aðalatriði væri að gera dómstólum kleift að hraða meðferð mála. Páll Pétursson (F-Nv) taldi nauð- synlegt að sporna gegn síbrotamönn- um, sem brytu gróflega af sér í at- vinnurekstri, með tímabundnu banni við atvinnurekstri, þremur til fimm árum. Rekja mætti slóð sumra ein- staklinga gegn um hvert gjaldþrotið af öðru, sem með skipulegum hætti stunduðu auðgunarsvik á kostnað samborgaranna. Geir Haarde (S-Rv) sagði það vandamál, sem Páll fjallaði um, vissulega fyrir hendi. Fi-umvarp þetta leysti hins vegar engan vanda. Nú- gildandi refsiákvæði væru næg fyrir. Það þyrfti aðeins að beita þeim mark- ■ SVEITARFÉLÖG - SL YSA VARNIR: Frumvarp Salome Þorkelsdóttur til breyt- inga á sveitarstjórnarlögum, þess- efnis, að eitt af verkefnum sveit- arfélaga skuli vera að vinna að slysavörnum, var samþykkt í efri deild Alþingis í gær, eftir aðra umræðu. Frumvarpið gengur nú til þriðju umræðu og trúlega til síðari þingdeildar. Saiome segir í greinargerð að slys og afleiðingar þeirra séu orð- in „eitt stærsta heilbrigðisvanda- mál ísiendinga" og sveitarfélög þekki gerst til staðbundinna að- stæðna að þessu leyti sem öðrum. ■ ÞRJU MAL TIL RIKIS- STJÓRNAR: Neðri deild vísaði í gær þremur þingmannafrumvörp- um til ríkisstjórnarinnar: Frum- varpi Málmfríðar Sigurðardóttur (SK-Ne) o.fl. um sérstakar umönnunarbætur til þeirra sem annazt elli- og örorkuþega í heimahúsum, frumvarp Árna Jo- hnsen (S-Sl) um sérstaka lyfja- fræðslunefnd til að skipuleggja fræðslu og vinnu gegn misnotkun lyfja, frumvarp Áma Johnsen (S-Sl) um áfengisvarnarfræðslu. ■ HOLL USTUVERND RÍKIS- INS: Heilbrigðisráðherra mælti í gær í efri deild Alþingis fyrir stjórnarfrumvarpi, þessefnis, að Hollustuvernd ríkisins fái hlið- stætt vald, þvingunarúrræði, og heilbrigðisnefndir hafa, til að knýja fram ákvæði um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit. Salome Þorkelsdóttir vissara, m.a. með því að búa dóm- stóla betur í stakk til sinna málum innan eðlilegra tímamarka. Spurning væri og hvort öll frumvarpsákvæðin kæmu heim og saman við stjórnar- skrá landsins. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) tók í sama streng. Vafasamt væri að svipta fólk almennum réttindum, eins og atvinnuréttindum. Hann tók sem dæmi aðila sem ræki hross á afrétt, þvert á lög og reglur. Á hann að sæta fimm ára búrekstrarbanni? Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv) taldi frumvarpið tilraun til að koma betri skikkan á mál. Hreggviður Jónsson (FH-Rb) taldi meir en vafasamt að öil frum- varpsákvæði féllu að stjórnarskrá landsins eða ríkjandi réttarfarssjón- armiðum. Það þurfi að skoða frum- varpið vandlega í þingnefnd. Friðrik Sophusson (S-Rv) sagði ekki ástæðulaust að mál sem þetta væri flutt, þvert á móti. Næg refsi- ákvæði væru hins vegar fyrir hendi í gildandi og viðkomandi lögum. Mergurinn málsins væri að tryggja dómstólum aðstöðu til að fjalla um mál af þessu tagi innan eðilegra tímamarka. Það kæmi ekki heim og saman við ríkjandi viðhorf að svipta menn almennum réttindum, t.d. kosningarétti eða atvinnurétti; annað mál væri um starfsréttindi tengd ákveðinni menntun. Fleiri þingmenn tóku til máls. Ríkíssjóður 1990: 4.300 m.kr. halli - samkvæmt frumvarpi til fláraukalaga Fjármálaráðherra hefur lagft fram á Alþingi frumvarp til ijárauka- laga fyrir árið 1990. Frumvarpið felur í sér 915 m.kr. hækkun á útgjöldum rikissjóðs eins og þau vóru ákveðin í Qárlögum ársins, sem samþykkt vóru rétt fyrir áramótin. 1 athugasemdum ráðherra með frumvarpinu er gert ráð fyrir því að rekstrarhalli ríkissjóðs á liðandi ári verði 4.300 m.kr. í athugasemdum segir að ný- gerðir kjarasamningar hafi áhrif á afkomu ríkissjóðs með tvennum hætti. í fyrsta lagi lækki bæði tekj- ur og gjöld ríkissjóðs frá fjárlögum. vegna launa- og verðlagsbreytinga. í öðru lagi hafi ríkisstjórnin fallizt á að leggja ákveðnar kvaðir á ríkis- sjóð vegna samninganna. Heildar- áhrifin eru áætluð 645 m.kr. aukn- ing gjalda umfram tekjur. Endurskoðuð afkomuáætlun ríkissjóðs 1990, eins og fjármála-. ráðherra leggur nú ríkissjóðsdæmið upp, gerir ráð fyrir 88.945 m.kr. tekjum en 93.277 m.kr. gjöldum. Áætluð gjöld umfram áætlaðar tekjur 1990 nema því 4.332 m.kr. Germanía 70 ára: Menningartengsl Islands og Þýskalands ná langt aftur - segir Þorvarður Alfonsson formaður Germaníu SJÖTÍU ár voru liðin frá stofnun Germaníu, félags aukinna menningar- tengsla milli íslands og Þýskalands, mánudaginn 5. mars. Þorvarður Alfonsson, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin sex ár, seg- ir að þó hin formlegu samskipti þjóðanna með þessum hætti séu nú sjötug megi rekja menningarleg tengsl íslands og Þýskalands mun lengra aftur í tímann. Mætti neftia sem dæmi að íslendingurinn Þor- valdur víðförli og Þjóðverjinn Friðrik biskup hefðu boðað sameigin- lega kristna trú seint á 10. öld og að nokkrum öldum síðar hefði ver- ið injög gott samband á milli Jóns Sigurðssonar og Konrads Maurer í MÚnchen. Sá síðarnefhdi var fræðimaður á sviði réttarfarssögu og studdi Jón með ráð og dáð. Germanía var stofnuð þann 5. mars 1920 og voru helstu frum- kvöðlarnir að stofnun félagsins þeir Alexander Jóhannsson, prófessor, Matthías Þórðarson, Einar Arnórs- son og Ágúst H. Bjarnason. Skömmu áður en Germanía var stofnuð, eða árið 1913, var stofnað í Dresden af ýmsum fræðimönnum íslandsvinafélagið „Vereinigung der Islandfreunde“. Það félag lagð- ist niður á dögum þriðja ríkisins. Eftir stríð voru síðan stofnuð íslandsvinafélög á ný. Árið 1950 í Hamborg, árið 1955 í Köln og nokkru síðar í Dortmund. Fyrir skömmu, árið 1985, var svo stofnað félag fyrir Bremen og Bremen- haven. Þorvarður sagði að á þriðja ára- tugnum hefði Germanía verið fjöl- mennasta félagið af þessu tagi á íslandi. í upphafi hefði starfsemin aðallega fólgist í því að boða til funda um mál er snertu báðar þjóð- irnar. Einnig var komið upp sér- stöku bókasafni, er síðar var afhent Borgarbókasafni Reykjavíkur. Snemma hófust líka þýskunámskeið á vegum félagsins. Þau eru haldin enn þann dag í dag og sækja þau um hundrað manns á hveijum vetri. Þorvarður sagði að á hinum dimmu dögum í sögu Þýskalands, er nasistar voru við völd, hefði fyrst dregið mjög úr starfseminni og hún siðan lagst alfarið niður. Starfsemi Germaníu var loks endurlífguð árið 1951 af dr. Jóni Vestdal. Þýsku- námskeiðin hófust á ný og byrjað var að gefa út árbækur. Gefnar Þorvarður Alfonsson, formaður Germaníu. voru út þijár slíkar bækur en síðan ákveðið að taka upp samstarf um útgáfu við félögin í Hamborg og Köln, en það samstarf er enn við lýði. Einnig hefði það verið liður í starfi Germaníu að efna til sýninga á verkum þýskra listamanna hér á landi og sömuleiðis hefðu fyrir til- stuðlan félagsins íslenskir lista- menn sýnt í Þýskalandi. Þá mætti nefna tónleikahald, þýskar kvik- myndavikur, fýrirlestra og sam- komur þar sem félagar hittust. Stærsta samkoman væri'sk. „oktob- erfest“ þar sem um 150 félagar hittust árlega. Tæplega 400 meðlimir eru nú í Germaníu og sagði Þoi'varður stór- an hluta þeirra vera fólk sem hefði lært í Þýskalandi. Hann sagði að ekki væri ráðgert að vera með mik- ið umstang vegna afmælisins en efnt yrði til afmælisveislu í septem- ber. Þá væri einnig von á heimsókn- um frá íslandsvinafélögum í Þýska- landi. Þorvarður sagði að lokum að allt starf í félaginu væri unnið í sjálf- boðavinnu og hefði það ekki neina fasta skrifstofu heldur einungis pósthólf. Þyrftu áhugasamir því að skrifa þangað en póstfang Germ- aníu væri Pósthólf 1089, 121 Reykjavík. Væri alltaf verið að leita að fólki sem hefði áhuga á sam- skiptum þjóðanna. I stjórn Germaníu sitja í dag, auk Þorvarðar, þau Kristín Mjöll Krist- insdóttir, Páll Kr. Pálsson, Hörður Erlingsson, Þórir Einarsson, Mar- geir Daníelsson og Jón Þorsteinn Gunnarsson. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.