Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 Á LOÐNUMIÐUNUM MEÐ HÁBERGI GK 299 FRÁ GRINDAVÍK: bíða löndunar eða eru á ferðinni til og frá miðunum. Hábergið GK, sem áður hét Hrafn GK, er kominn með um 14 þúsund tonn eða sama magn og á þessum tíma í fyrra, þar af 3 þús- und tonn í frystingu. „Tíðin frá áramótum hefur leikið við okkur. Sérstaklega er febrúar búinn að vera góður. Einmuna blíða þennan tíma,“ segir Sveinn og bæt- ir við að sennilega skipti ekki máli hvort aukið verði við kvótann á skipunum eins og sjómenn vilji því tíminn sem eftir er rétt dugi til að ná því sem heimilt er að veiða. „Það breytir samt ekki því að eitthvað er skrítið við hvernig stað- ið er að loðnumælingum af hálfu Hafrannsóknastofnunar því magnið sem við verðum varir við er miklu meira en rannsóknir gefa til kynna,“ segir Sveinn. Nokkrir bátar, Beitir NK, Víkur- berg GK, 'Hilmir SU og Guðmundur VE voru að snúast í kringum gríðar- lega stóra torfu sem stóð of djúpt 5 mílur út af Grindavík fyrir helg- ina þegar Hábergið kom á miðin. Júpiter RE var lagður af stað aust- £* , itóll Sveinn ísaksson skipstjóri í brú- arglugganum og fylgist grannt með á tækjunum í leiðinni. Hilmir SU í loðnuleit og þá er fúglinn oft besta hjálparhellan. „Gífurlegt magn af loðnu um allan sj ó “ 7 segirSveinn Isaksson skipstjóri „OKKUR skipstjórunum, sem höfum verið við þessar veiðar í 15-20 ár, finnst vera miklu meiri loðna á miðunum en oft áður. Óhætt er að segja að það sé miklu betri loðna en rannsóknir sýna,“ segir Sveinn Isaksson skipsljóri á Hábergi 299, þegar fréttaritari Morgunblaðsins fór með Hábergi á loðnu fyrir skömmu. Það er mikið að gera hjá Sveini þó hann sé að svara spurningum því fram- undan sýnir fisksjáin góða loðnu- torfu, sem nú á athygli hans alla. Beitir NK lónar hjá og Guðmund- ur VE er að dæla góðu kasti rétt aftan við á stjórnborða. „Segðu strákunum að vera klárum, Snorri,“ kallar Sveinn til 1. vélstjóra sem stendur við glugga aftan til í brúnni. Svo heldur hann áfram að fylgjast með tækjunum, þögull og hugs- andi, á meðan hann hringsólar um torfuna. „Lago,“ kallar hann svo skyndilega og Snorri endur- tekur skipunina út um gluggann og skömmu seinna rennur nótin aftur af. Spennan sem fylgir loðnuveiðun- um hefur ekkert breyst, þó ekki séu eins mörg skip á miðunum og oft áður því flotinn er dreifður um allt svæðið auk þess sem mörg skip Loðnan streymir niður í lest og áhöfnin fylgist með. Framundan sér í Sunnuberg GK og Hilmir Su. Það er létt yfir loðnusjómönnum þessa dagana enda gengið vel frá áramótum og loðnan fyllir bátana trekk í trekk. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Nótin dregin um borð og gerð klár fyrir næsta kast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.