Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 I ÓLGUSJÓ Á SÖQU Vegna fjölda óska veróur AUKASYNING FÖSTUDAGSKVÖLD Landgangurinn er opnaöur kl. 19. Kvöldsiglingin hefst meö þríréttaöri veislumáltíð (val á róttum). Slðan er stefnan tekin á stanslaust fjör ( Horrimolinos. Miöaverð (skemmtun + veislumatur) 3.900 kr, OPINN DANSLEIKUR EFTIR KL. 23.30. EINSDÆMI leikur. Gestur: Ragnar Bjarnason gufustjómtæki gufugildrur Óþarfur krossburður eftir Björn Jónsson Svar til Einars Pálssonar við ummælum hans um Stjarnvísi í Eddum, Morgunblaðið 14. febrúar, 1990. Kæri Einar, lærimeistari og vin- ur! Eg hafði ekki ætlað að svara ummælum þínum varðandi bók mína Stjarnvísi í Eddum, vegna þess að mér fundust þær heyra frekar undir aðkast en gagnrýni. Mun eg ekki eiga í orðaskætingi við þig né aðra, en leitast við að svara á ábyrgan hátt gagnrýni og spurningum sem fram eru bornar af fræðimannlegu jafnvægi og kurt- eisi. Eg ákvað þó að svara ásökun- um þínum til að veija mannorð mitt, sem hér er vegið að af slíkri heift að nálgast meiðyrði, en ekki síst með tilliti til vina okkar beggja, sem og þeirra allra er vilja kynna sér þessi fræði. Ágreiningur og misskilningur formælenda á skoð- unum hvors annars hafa fráhverf áhrif á þá sem vilja kynna sér málin. Eg vil bytja á að segja umsvifa- laust að eg er aðdáandi fræða þinna, að svo miklu leyti sem eg skil þau, og að ein kennisetning þín er notuð sem grundvöliur og tvær þijár aðrar sem stoðir í túlkunum mínum. Þær eru allar viðurkenndar í texta og tilvitnunum, nema ef til vill ein, sem sást yfir. Það var að laugardagur væri Lokadagur. En eg hafði gengið út frá því sem gefnu frá rómönskum og germönskum dagaheitum. Sama gildir um sam- svörun Loka og reikistjörnunnar Satúms. Það leiðir af sjálfu sér. Bækur þínar voru ekki notaðar við ráðningar mínar, að öðru leyti, en sem til er vitnað. Þijár þær síðustu komu út eftir að niðurstöður mínar voru formaðar. Enda koma kenningar þínar harla lítið inn á það svið sem eg fer. En mitt svið er einungis það að leita beinna sam- svarana goðsagna við gang reiki- stjarna, staðsetningu atburða á festingu og finna líklega tímasetn- ingu þeirra. Eg ætla ekki að rekja niðrandi ummæli þín orð fyrir orð en eg bið þig, og lesendur þessa bréfs, að hugfesta eftirfarandi skilgreiningu: Okkar „fræði“ eða niðurstöður eru sam-rættar, en greinast í sérstæða stofna að hætti birkitijáa. Þínar niðurstöður eru huglægs eðlis, flóknar heimspekilegar grundanir, hugmyndafræði og tölvísi. Mínar túlkanir eru einvörðungu myndræn- ar, úranógrafískar, dregnar af því sem séð verður með berum augum á næturskuggsjá himins. Þetta er staðhæft þegar í bókarkynningu. Björn Jónsson „Framvinda mítanna í einstaka atriðum er við- fangseftii túlkunar minnar. Þar kemur hún til beinnar aðstoðar við nútímarannsóknir um samsvaranir og skyld- leika míta á nærlægum menningarsvæðum.“ Þín fræði eru margþætt og engum fært að þræða eða leika eftir nema glöggt skyn beri á ijölfræði þá sem þau umlykja, öll samtímis: goð- fræði, trúarbragðafræði, íslensk og klassísk fornvísindi, byggingar- fræði, þjóðsögufræði, þjóðsagna- fræði, samanburðarbókmenntir, menningarsögu, þjóðflutninga- fræði, landafræði, stjörnuspeki, stjörnufræði, stærðfræði, flatar- málsfræði, gematríu, kabbala, svo nokkuð sé nefnt. Síðast en ekki síst stjarnfræðisögu og samtvinnun hennar við trúarbrögð, míta og til- beiðslusiði. Á því sviði eigum við samleið, en litla á öðrum. Mætti bæta við orðmyndun og orðöpun við sameiginleg verksvið okkar. Hér er um auðugan garð að gresja, og fýsti mig mjög að reyna að finna bernskuforvitni minni, varðandi goðsagnirnar og stjarn- himin, útrás og skýringu. Sá eg strax að mér væri engan veginn fært að fara þessar leiðir allar, enda leiddu þær ekki í þá átt sem eg æskti:, sem beinast hlutverk stjarna og himintungla til skýringar goðsagnanna. Ráðning þín á dýra- hring Grímnismála gaf mér undir- stöðuna (Rammislagur, 1978, s. 119). Valdi eg því þá leið sem mér leist einföldust, og hélt ef til vill upprunalegust: stjarnfræði og samtíma þróun hennar í stjörnu- speki og spáfræði. Þessi fræði nefni eg einu nafni „stjarnvísi". Hefi eg beitt þeim á nokkrar goðsagnir Eddanna, eftir því sem mér vannst tími og þekking til. Grundvallar- og tilvitnunarheim- ildir mínar eru frá fleygletursrann- sóknum, stjarnfræðisögu, goð- sagnasöfnum og samanburðarbók- menntum fornum og nýjum. Þar á meðal gelískum. Frá þessum sjónar- miðum hefi eg reynt að vinna sam- ræmda og rökvísa túlkun á sumum goðsögnum Eddanna. Frumgrind himinhvolfs verður þá sú að dýra- hringurinn sé undirstaðan, byggð á túlkun þinni á bústöðum goða á himni í Gn'mnismálum; en Vetrar- braut sé askur Yggdrasils. Rök hins síðara er að finna í Lagos-blöðunum frá 2200 fvt. Þau nefna tré himins og lýsa því með nær nákvæmlega sama orðavali og Snorra Edda lýsir askinum. Einnig er þar að finna Örninn og/eða Fálkann, sem gefur staðsetningu þessa hluta himins. Þetta eru þijár aðal undirstöður mínar, ein frá þér og tvær frá Súm- er. Túlk’únin, að Vetrarbrautin sé Askurinn, er frá sjálfum mér. Einn- ig sú að himinhvolfið sjálft, ofan sólbaugs, sé Valhöll og vetrarbraut mæniás hennar. Með staðsetningu Arnar/Fálkans verður sá hluti vetr- arbrautar „dyrastafn“ Valhallar, og veit mót himinaustri í Sporðdreka- geira, en vesturgaflinn er þá gagn- stætt á himinhvolfi, í Nautsgeira. Þar bítur hin geysihaglega geit Einheija, Heiðrún litla, barr „uppi á“ Valhöll. Hér greinir okkur á í túikunum. Ekkert barr eða tré er að fínna hjá Steingeitar-hafrinum og hann er við grunn Valhallar, en ekki „uppi á Valhöll". En einmitt þar er Heiðrún/Capella og á „trénu“, Læraði/Vetrarbraut. Cap- ella sést flesta daga árs og getur því fylit skapkerin. Hin sést ekki hálft árið. Báðar geitur þessar upp- hófu árið og tíðir þess: Steingeitin ár vetrarsólstaðna, Capelia ár vor- jafndægurs og sáningar. Eg benti þér á þetta og einnig að ályktun þín um Hrungni og hrungnishjartað fengi ekki staðist, hvað myndrænu himins varðar. Hrungnir verður að vera Bogmaður (Stjarnvísi í Eddum, bls. 94-103), Hjarta hans skýrir sig sjálft sem „tepottur" nútímans: meginhluti . Bogmannsmerkis í steinlíkri áferð vetrarbrautar og er „tindótt með þrimr hornum". Skjöldur Hrungnis er sami „steinn" vetrarbrautar. Afstöðuþætti þess- arar staðsetningar er hvergi annars staðar að finna, og verður því hug- myndafræðileg handahófsályktun að víkja fyrir hinni velstuðluðu myndrænu, eða laga sig að háttum hennar. Staðsetning „austurenda" Val- hallar er frekar njörvuð niður með greiningu „dyra“ Valhallar sem Naðurvaldamerki við sjálfan stafn- inn, samkvæmt 10. vísu Grímnis- mála. Þú dregur mjög dár að bókarenda mínum, sem óvirðulegum hápunkti. Hinsvegar fer framhjá þér að þessi kafli er „ruslakista“ mín. Rugiar þú hér saman endunum á kúnni. Hvað dvergana fjóra varðar er þá víða að finna, hjá Allen og Budge, og í smáum sem stórum mítólóg- íum. Þar að auki koma þeir fram „kristnaðir“, sem' bitavísa ein skemmtileg: Voldugir drottins veðurenglar Qórir, höldum gefi hægan byr, hef eg þess aldrei beðið fyr. í flestu öðru en þessum fáu atrið-. um greinir niðurstöður okkar ekki á, og má það heita merkilegt og styrkur beggja, þar sem þær eru sóttar eftir svo ólíkum leiðum. Ætti slík útkoma heldur að hressa þig en hrella, færa mér fremur hól þitt en háð og rriannorðsskerðingu. Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu mér hlýhug og vináttu á áttrœðisafmœli mínu 26. mars sl. Guð blessi ykkur öll. Páll Guöjónsson, Laugateigi 10. Hjartans þakkir til vina, barna minna, tengda- barna og barnabarna fyrir mikla hjálp og elsku- semi í sambandi við nírœðisafmœli mitt. Einn- ig þakka ég innilega öllum, sem heiðruðu mig og glöddu meÖ ncerveru sinni. Þökk, þökk fyrir falleg orÖ í minn garð, stórgjafir og heilla- skeyti. GuÖ launi ykkur. „í vináttuheimum er vorsins ylur, þó fari um jöröina frost og bylur.“ ÞaÖ er þessu góða fólki aÖ þakka aÖ ég hlakka til aÖ sjá hverja nýja morgunstund. Ég óska því hreysti og háum aldri. ÁstarkveÖja. Hildur Magnúsdóttir, Sólheimum 23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.