Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-DEILDIN
Leikir aðfararnótt miðvikudags:
Detroit Pistons - Boston Celtics...93:82
New York Knicks - Cleveland.......106:97
Golden State - Orlando Magic.....127:126
Philadelphia 76ers - Houston.....133:112
Chicago Bulls - Indiana Pacers...109:102
Minnesota - Sam Antonio Spurs......92:90
Utah Jazz - Charlotte Hornets....127:104
LA Clippers - Sacramento Kings...114:105
Seattle Supersonics - Portland...136:134
(eftir framlengingu)
Phoenix Suns - Dallas Mavericks.117:111
Knattspyrna
HOLLAND
Úrvalsdeildin í fyrrakvöld:
NEC Nijmegen - FC Groningen...1:1
Ajax - Haarlem................5:0
Staða efstu liða:
PSV Eindhoven.28 17 6 5 85:31 40
Ajax..........28 16 8 4 55:19 40
RodaJC........28 13 10 5 46:30 36
Vitesse.......28 13 8 7 44:27 34
Handknattleikur
ÁLFUKEPPNIN
Norðmenn unnu V-Þjóðveija í gær í álfu-
keppninni (C-keppninni) í handknattleik,
sem fram fer i Finnlandi. Síðustu úrslit:
A-riðill
V-Þýskaland-Grikkland.............23:14
Belgía-Tyrkland...................26:19
Noregur-ísrael....................27:19
Noregur-V Þýskaland...............20:18
Staðan:
Noregur...............4 4 0 0 103:70 8
V-Þýskaland............3 3 0 1 80:60 6
ísrael.................3 2 0 1 69:68 4
Belgía.................3 1 0 2 60:59 2
Grikkland..............3 0 0 3 51:73 0
Tyrkland................3 0 0 3 48:81 0
IÞROTTAHREYFINGIN / STYRKVEITINGAR
Frumvarp á Alþingi um afreksmannasjóð íslenskra íþróttamanna:
„Mikilvægt að fá svona sjóðM
- segir Ingi Bjöm Albertsson, annarflutningsmanna frumvarpsins
stjórnarfrumvarps um launasjóð
stórmeistara í skák er brautin
rudd og ber að fagna því. Frum-
varp þetta er af sömu rótum run-
nið, en sniðið að þörfum íþrótta-
hreyfingarinnar."
f Ingi Björn sagði að viðbrögð á
Alþingi væru ekki merkjanleg
enda væri frumvarpið hvorki kom-
ið í umræðu eða á dagskrá. „Ég
hef hins vegar fengið góð við-
brögð utan Alþingis og mjög
margir hafa sýnt þessu máli
áhuga.“
Hreggviður og Ingi Björn hafa
báðir starfað mikið innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Hreggviður sem
formaður Skíðasambands íslands
og Ingi Björn sem landsliðsmaður
í knattspyrnu og knattspyrnu-
þjálfari.
INGI Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson hafa dreiftá
Alþingi frumvarpi til laga um stofnun afreksmannasjóðs
fslenskra íþróttamanna. Samkvæmt frumvarpinu á sjóðurinn
að fá árlega ríkisframlag sem samsvarar launum fjörutíu há-
skólakennara. „Ég geri mér grein fyrir að tíminn til vors er
naumur og því hætta á að ekki vinnist tími til að afgreiða
málið, en fari svo þá endurf lytjum við það í haust. Aðalatrið-
ið er að það er mikilvægt að fá svona sjóð,“ sagði Ingi Björn
við Morgunblaðið.
Frumvarpinu var dreift á Al-
þingi á þriðjudag og sagðist
Ingi Björn vona að það yrði tekið
á dagskrá á morgun. í frum-
varpinu segir að tilgangur afreks-
mannásjóðs íslenskra íþrótta-
manna sé að skapa efnilegum
íþróttamönnum fjárhagslegan
grundvöll til að helga sig íþrótt
sinni. Rétt til greiðslu úr sjóðnum
hafa þeir íþróttamenn sem sýnt
hafa ótvíræða hæfileika í íþrótta-
grein sinni og eru líklegir til af-
reka á því sviði.
í greinargerð flutningsmanna
segir: „Aflvakinn í þessu öllu eru
keppnisíþróttirnar þar sem dug-
miklir og fórnfúsir einstaklingar
leggja á sig ómælt erfíði og taka
oft og tíðum á sig mikil fjár-
hagsleg útgjöld. Það má raunar
fullyrða að án keppnisíþrótta ætti
almenningur þess ekki kost að
iðka ýmsar íþróttagreinar í hinum
fjölmörgu íþróttamannvirkjum
sem reist hafa verið fyrir for-
göngu forustumanna íþrótta-
hreyfingarinnar.
Jafnfram hefur geta íslenskra
keppnismanna aukist ár frá ári
og árangur þeirra vakið atygli
víða um heim. Það hefur þó háð
markvissri uppbyggingu og
langtímaþjálfun afreksmanna
okkar að þeir hafa ekki getað
gefið sig óskipta að æfingum, t.d.
fyrir ólympíuleika og heimsmeist-
arakeppni, vegna baráttu fyrir
daglegu brauði.“ Enn fremur seg-
ir í niðurlagi greinargerðarinnar:
„Nú er og komið fordæmi fyrir
því að afreksmenn njóti náðar
Alþingis, en með framlagningu
KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR
„Góður leikur“
- sagði BoJohansson, landsliðs-
þjálfari, eftir 4:0 sigurgegn Bermuda
B-riðilI
Finnland-Búlgaría................21:18
Lúxemborg-Portúgal...............21:17
Holland-Ítalía...................24:18
Staðan:
Finnland..............3 3 0 0 73:59 6
Búlgaría..............3 2 0 1 72:62 4
Holland...............3 2 0 1 70:64 4
Italía................3 1 0 2 58:59 2
Lúxemborg.............3 1 0 2 55:68 2
Portúgal..............3 0 0 3 53:69 0
HSex efstu liðin úr keppninni komast í
B-keppnina i Austurríki 1992, þrjú úr hvor-
um riðli.
Keiia
LAUGARDAGSMÓT KFR
Haldið í Keilusalnum Öskjuhlíð 31. mars
A-flokkur:
Esko Saami..'........................615
Bogi Guðbrandsson...................546
Tómas Tómasson.......................545
B-flokkur:
Stefán Sigurbjörnsson................529
Gunnar Kjartansson...................515
Siguijón Harðarson..................497
C-flokkur:
Óskar Óskarsson.....................445
Hjördís Alfreðsdóttir................440
Theódóra Ólafsdóttir.................434
D-flokkur:
Daníel Guðlaugsson...................472
Einar Kristinsson....................439
Unnar Gils Guðmundsson..............436
Skotíþróttir
VORMÓT SÍH
Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar, leirdúfu-
skotfimi, 75 dúfur:
Einar Páll Garðarsson, Skotf. Kefl.69
HjálmarÆvarsson, Skotf. Suðuri.65
Óskar Páll Sveinsson, SlH.....62
Gunnar Þór Þórarinsson, Skotf. Kefl. .56/20
Þorbjörn Vignisson, Skotf. A-Skaftaf. 56/20
Islenska landsliðið í knattspyrnu
átti ekki í erfiðleikum með lands-.
lið Bermuda í fyrrinótt og vann
4:0. „Þetta var góður leikur, allir
stóðu sig með sóma og leikaðferðin
gekk vel,“ sagði Bo Johansson,
landsliðsþjálfari,“ við Morgunblaðið
eftir leikinn. Liðið lék 4-4-2 með
Alexander Högnason sem aftasta
mann, en Sævar Jónsson, fyrirliði,
var fyrir framan hann.
íslenska iiðið fékk óskabyijun á
góðum velli í Hamilton — Pétur
Pétursson gerði glæsilegt mark á
fjórðu mínútu og Pétur Ormslev
bætti öðru marki við 10 mínútum
síðar. „Það var aldrei spuming eft-
ir það,“ sagði Hörður Magnússon,
sem fiskaði vítaspyrnu á síðustu
mínútu í sínum fyrsta landsleik og
Pétur Pétursson skoraði örugglega.
Kjartan Einarsson gerði hins vegar
gott mark í sínum fyrsta landsleik
— á 43. mínútu.
ísland lék undan vindi í fyrri
hálfleik. „Við hefðum getað bætt
þremur eða fjórum mörkum við,“
sagði Bo um hálfleikinn. Eftir hlé
fengu heimamenn fleiri tækifæri,
einkum eftir hornspyrnur, en Birkir
Kristinsson var öryggið uppmálað
í markinu og varði m.a. í tvígang
uppi í vinklinum.
Heimamenn léku skipulagslaust
og voru harðir, en íslendingar gáfu
ekkert eftir, tóku vel á móti og
réðu gangi leiksins lengst af. í bytj-
un var reynt að beita rangstöðu-
gildru, en því var snögglega hætt
eftir að Birkir hafði varið glæsilega
með úthlaupi frá mótheija, sem var
um fimm metra fyrir innan vörn
íslands, þegar hann fékk boltann,
en ekkert dæmt.
Bo sagðist ekki geta dæmt liðið
eftir þennan leik. „Ég veit í raun
ekki við hveiju á að búast, en strák-
arnir léku allir vel. Mestu skiptir
hvernig þeir taka breyttu skipulagi
og byijunin lofar góðu, leikmenn-
irnir voru ánægðir." Hann vildi
ekki hæla einstökum mönnum, en
var sérstaklega ánægður með Pétur
Pétursson og Birki Kristinsson.
Pétur Pétursson, miðheiji KR,
hefur heldur betur sannað til-
verurétt sinn í íslenska landsliðinu,
síðan hann kom inn úr kuldanum
s.l. haust. Hann byijaði á því að
gera bæði mörk íslands í 2:1 sigri
gegn Tyrklandi, gerði annað mark
Islands í 2:1 sigri gegn Lúxemborg
á dögunum og bætti tveimur lands-
liðsmörkum í safnið í fyrrinótt.
Áður lék hann síðast haustið 1987
og gerði þá annað markið í 2:1 sigri
gegn Norðmönnum eða sex mörk í
síðustu fjórum leikjum.
„Kannski maður fari bara að
Pétur Pétursson fagnar öðru
marka sinna gegn Tyrkjum sl. haust.
snúa sér alfarið að landsliðinu! Ann-
ars var þetta frekar auðvelt — það
var engin skynsemi í leik Bermuda,
en liðið er örugglega betra í sól-
inni. Rigningin átti greinilega ekki
við heimamenn," sagði Pétur.
Hann var mjög ánægður með
allar aðstæður og dásamaði veðrið.
„Það er engu líkt að spila á grænu
grasi í góðu veðri,“ sagði miðheij-
inn, sem hefur alls gert 10 mörk
fyrir Island. Aðeins Ríkharður Jóns-
son (17 mörk) og Matthías Hallgr-
ímsson (11) hafa gert fleiri mörk í
landsleikjum.
■ SEX nýliðar tóku þátt í leikn-
um gegn Bermuda. Alexander
Högnason lék allan leikinn, Bjarni
Jónsson byrjaði, en meiddist líti-
lega og fór af velli, Kjartan Einars-
son var einnig í byijunarliðinu, en
skipti við Hörð Magnússon, og
Þormóður Egilsson og Ólafúr
Kristjánsson, sem komu inná und-
ir lokin. Auk þeirra léku Birkir
Kristinsson, Ingvar Guðmunds-
son (Ólafur Kristjánsson), Sævar
Jónsson, Viðar Þorkel'sson, Pétur
Ormslev, Pétur Arnþórsson,
Rúnar Kristinsson (Þormóður
Egilsson) og Pétur Pétursson. Þá
kom Kristinn R. Jónsson inná fyr-
ir Bjarna.
H BO Johansson, landsliðsþjálf-
ari reyndi menn í nýjum stöðum í
landsleiknum og gafst það vel. Ing-
var Guðmundsson var hægri bak-
vörður, Bjarni Jónsson var á hægri
vængnum og Rúnar Kristinsson
vinstra megin.
■ ÞJÓÐARLEIK VANG URINN
í Bermuda er nýr og er fram-
kvæmdum ekki að fullu lokið. Bún-
ingsklefar eru ekki tilbúnir, en leik-
menn fengu tjald, þar sem þeir
gátu rætt málin.
H HEIMAMENN vildu fresta
leiknum vegna mikillar rigningar,
en ekkert hafði rignt síðan í fyrra.
Meðan menn voru að þrátta um
þetta stytti upp og var þá ákveðið
að leika, en um leið og viðureignin
byijaði, 15 mínútum of seint, hófst
úrhellið á ný. Ekki var þurr spjör
á áhorfendum í leikslok, en þeir
voru um 200. Fararstjórar íslenska
liðsins voru í frökkum, en þeir komu
að engu gagni að þessu sinni.
H VEL fer um landsliðshópinn á
Bermuda. Leikmennirnir höfðu á
orði að þeir hefðu aldrei kynnst
öðru eins glæsihóteli, en eins manns
herbergi með morgunmat kostar
um 15 þúsund krónur og tveggja
manna herbergi um 17 þúsund. KSÍ
þarf ekki að greiða fyrir gistingu
og fæði — um boðsferð er að ræða.
H 25 ár eru síðan Bermuda lék
fyrst knattspyrnulandsleik. Hann
var einmitt gegn Islandi á Laugar-
dalsvelli 10. ágúst 1964 að við-
stöddum 9.716 áhorfendum og þá
unnu okkar menn 4:3. Ellert B.
Schram og Þórólfur Beck skiptu
þá mörkunum bróðurlega á milli
sín. Þjóðirnar léku síðan tvo leiki
1969. ísland vann 2:1 í Reykjavík
með mörkum frá Ellert og Matt-
híasi Hallgrímssyni, en tapaði 3:2
í Hamilton. Matthías og Björn
Lárusson skoruðu þa'fyrir Island.
H JÓN Gunnlaugsson, varafor-
maður landsliðsnefndar, var fyrir
leikinn eini maðurinn í hópnum, sem
hafði leikið í Hamilton. Það gerði
hann fyrir 20 árum, er Skagamað-
urinn var lánsmaður hjá Keflvík-
inguin í æfingaferð til Bermuda.
Firmakeppni '
meistaraflokks
Vals í knattspyrnu
í nýja íþróttahúsinu dagana 28. og 29. apríl.
Leikið eftir nýju reglunum: 5 í liði með markmanni.
Dómarar með réttindi sjá um dómgæslu.
Upplýsingar og skráning í símum:
11051 - Steinar 685057 - Þorgrfmur
11134 - íþróttahús Vals
Knattspyrnu- og
frjálsiþróttaþjálfarar
Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd óskar
eftir knattspyrnuþjálfara til að sjá um þjálfun á
4. deildar liði sínu á komandi sumri. Æskilegt
væri ef viðkomandi gæti einnig séð um þjálfun
í frjálsum íþróttum.
Nánari upplýsingar veita Halldór í sima 95-22701
og 95-22702, Páll Leó í síma 95-22800 og Krist-
inn í síma 95-22837 eða 95-22747.
Ungmennafélagið Fram,
Skagaströnd.
KORFUBOLTI / URSLITAKEPPNIN
Leikið í Keflavík í kvöld
Slagurinn um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik heldur áfram
í kvöld, er meistarar ÍBK fá KR-inga í heimsókn. Leikur liðanna hefst
kl. 20.30. KR vann fyrstu viðureign liðanna, á Seltjarnarnesi á mánu-
dagskvöld, 81:72. Þriðji leikurinn verður á Seltjarnarnesi á laugardag-
inn og hefst kl. 15.00. Sá fjórði, ef þarf, verður svo í Keflavík á sunnu-
daginn kl. 20.30. Það lið verður íslandsmeistari sem fyrr vinnur þijá
leiki þannig að fimmta leikinn gæti þurft til — ef svo fer verður hann
á Seltjarnarnesi miðvikudagskvöldið 11. apríl kl. 20.30.
Sex mörk hjá Pétri
í fjórum leikjum