Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 áfram: „Eins og þér vitið hef ég búið tvö ár í Svíþjóð, önnur tvö ár í Rússlandi, samanlegt hef ég dval- ið hálft annað ár í Þýskalandi auk fjölmargra annarra landa austan hafs og vestan sem ég hef gist á skákferðalögum mínum. Ég hef lagt mig fram um að læra tungu- mál viðkomandi landa til að geta kynnt mér þjóðfélagsgerð þeirra og stjórnmálaástand sem best. Lesið blöð og tímarit á þeirra eigin máli og rætt við þegnana. Ég tel mig því nokkuð dómbæran á stöðu Is- lendinga gagnvart öðrum þjóðum. Á íslandi býr harðduglegt og vel gefið fólk, fólk sem vílar ekki fyrir sér að vinna myrkranna á milli til að bjarga verðmætum. í okkar litla landi eru allir sem komnir eru til vits og ára læsir og skrifandi og margir tala eitt eða tvö tungumál auk íslenskunnar. Það er meira en hægt er að segja um margar þær þjóðir sem ég hef gist á ferðalögum mínum.“ Freysteini er orðið heitt í hamsi 9g heldur langa ræðu um dugnað íslendinga, náttúrufegurð landsins sem hafi upp á margt að bjóða er- lendum ferðamönnum. Hann gjör- samlega gleymir sér. Af og til skýt- ur dr. Euwe inn spurningum sem Freysteinn svarar greiðlega. Allt í einu tekur Freysteinn eftir því að dr. Euwe er farinn að líta á klukk- una aftur og aftur. Hún er að verða tólf á miðnætti. Hann stendur upp og þakkar fyrir sig og biður dr. Euwe afsökunar á hve langorður hann hafi orðið. Dr. Euwe fylgir honum til dyra. Um leið og hann kveður, klappar hann á öxl Freysteins og segir: „Ég mun ekki leggjast gegn íslandi sem einvígisstað." Hjarta Freysteins tók kipp. Þetta var meiri árangur en hann hafði vænst. Kannski var það þetta kvöld öðru fremur sem varð til þess að dr. Euwe stakk sjálfur upp á Freysteini í þriggja manna opnunarnefnd ein- vígisins, þótt ísland ætti ekki fasta- fulltrúa á þingi FIDE og hafði aldr- ei átt og þótt Freysteinn væri ekki meðlimur í stjórn Skáksambands íslands. Gífurlega hörð andstaða reyndist vera á þinginu gegn Islandi sem einvígisstað. Fannst sumum fulltrú- anna sem væri verið að reyna að fela einvígið með því að senda það út í hafsauga. Freysteinn sá að vonlaust yrði að tala alla þá þing- fulltrúa til. Bar hann þá upp þá tillögu að þær þjóðir sem boðist hefðu til að halda einvígið á fyrsta þingi FIDE, yrðu látnar gera tilboð í einvígið og tilboðsupphæð látin ráða staðarvali. Var sú tillaga sam- þykkt. Höfundur er aðalgjnldkeri Rafveitu Hafnarfjaröar. Matvörukaup- menn vilja selja bjór AÐALFUNDUR Félags matvöru- kaupmanna, sem var haldinn fyrir skömmu beindi þeirri áskorun til fjármálaráðlierra, að hann beiti sér fyrir því að bjór verði seldur í matvöruverslunum eins og aðrar neysluvörur heimilanna. Jafnframt var því eindregið mót- mælt, að vínverslunum hefur að undanförnum verið valinn staður í nánd við verslanir tveggja aðila í smásöluverslun, þannig að nánast er um helmingaskiptareglu að ræða. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vint- um að árekstri tveggja bíla sem varð við umferðarljós á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanes- hrautar laust etir miðnætti að- faranótt miðvikudagsins 21. mars. Þar rákust saman Mazda og BMW fólksbílar. Vitni eru beðin að hafa samband við Slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. 43 ' ■ FORSTJÓRI Grundar, Gísli Sigurbjörnsson, hefur fært Guð- fræðistofiiun Háskóla íslands að gjöf eitt hundrað þúsund krónur frá Stofnendasjóði Grundar. Gjöfin er til minningar um hjónin séra Lárus Halldórsson, f. 10. janúar 1851, d. 24. júní 1908,_stofnandi Fríkirkjusafnaðarins á Islandi og frú Kirstínu Pétursdóttur Guð- jónsen, f. 6. maí 1850 d. 28. sept. 1940. I gjafabréfi sem fylgir þess- ari gjöf, segir; „Starf þeirra fyrir kirkju og kristni á íslandi er minnst með þakklæti og virðingu. Guðs blessun fylgi virðingu þeirra" . (Frétt frá Guðfræðistofiiun Háskóla ís- lands) Ritvinnsla -Töflureiknir 60 stundir, frábært verð Tölvuskóli íslands . JÚ Íli HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. 18.000.000. DREGIÐ VERÐÍJR FÖSTUDAGINN 6. APRÍL 1990. HAPP DRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.