Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 Réttarhöld í Bandaríkjunum: Bush sagður hafa ráðlagt Marcos um fasteignakaup um í staðinn?“, spurði hann. „Þau vildu halda góðu sambandi við Bandaríkjastjórn og í stað þess að senda peningana til Líbýu hófu þau fasteignakaup á Manhattan," sagði Spence. Hann andmælti þeirri fullyrðingu ákæranda að Ferdinand Marcos og forsetafrúin hefðu verið þjófar. Imelda hefði hvergi komið nærri ijármálastjórn manns síns. „Hún var bara eiginkona hans og hafði engin afskipti af fjármálum," sagði lögmaðurinn. Alkirkjuráðið gagnrýnt: Sveik lýð- ræðissinna í A-Evrópu ALKIRKJURÁÐIÐ lét sem það vissi ekki um atferli harðstjór- anna í Austur-Evrópu og ein- beitti sér þess í stað að baráttu gegn stjórn Suður-Afríku, hefur danska dagblaðið Jyllands-Post- en eftir rúmenska prestinum Laszlo Tökes. Er öryggissveitir Nicolae Ceausescus reyndu í desember síðastliðnum að handtaka Tökes, sem er af ungverskum ættum, í borginni Timisoara til að flytja hann á brott frá borginni hófst uppreisn sem nokkrum dögum síðar leiddi til falls einræðisher- rans. Tökes sagði fyrir skömmu í Vín að kirkjuráðið hefði svikið málstað lýðræðissinna í A-Evrópu. Tals- menn þess hefðu sýnt Ceausescu traust og almennt látið sem þeir vissu ekki um svívirðilegt fram- ferði kommúnistastjórnanna í álf- unni. v Svíþjóð: Hætt við skattalækkanir vegna efiiahagserfiðleika? Stokkhólmi. Frá Erik Liden, firéttaritara Morgunbladsins. EKKI er víst, að fyrirhugaðar breytingar á sænsku skattalög- gjöfinni nái fram að ganga á þessu þingi eins og að var þó stefnt. Höfðu jafhaðarmenn og þjóðarflokksmenn samvinnu um breytingarnar, sem felast aðal- lega í því að lækka skattþrepin, en vegna ástandsins í efiiahags- málunum er óvíst, að þeim verði fylgt eftir að öllu leyti. hækkanir hefði hann haldið, að um aprílgabb væri að ræða enda vægju þær að miklu leyti upp á móti skatt- þrepalækkuninni. Sagði hann þess- ar hugmyndir fáránlegar og má því búast við heitum umræðum á sænska þinginu eftir hálfan mánuð þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um strangar aðhaldsaðgerðir verð- ur lagt fram. Svíar vilja ekki fleiri flóttamenn til landsins Reuter Imelda Marcos gengur út úr réttarsal í New York í fyrradag og streyma tárin niður kinnar hennar. Allan Larsson fjármálaráðherra sagði í gær, að líklega yrði að fresta um sinn að taka upp sjöttu sumar- leyfisvikuna og lengja barnsburðar- leyfið í 15 mánuði og hann sagði einnig, að verið væri að ræða skattahækkanir, sem gefa ættu ríkissjóði um 50 milljarða ísl. kr. Olof Johansson, formaður Mið- flokksins, sagði í gær, að þegar hann hefði fyrst'frétt af hugmynd- um ríkisstjórnarinnar um skatta- Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. ÖLLUM Pólveijum, sem koma með feijunum til Ystad og vilja fá landvist í Svíþjóð, er nú vísað beint til síns heima aftur en þeir eru þó ekki á því að gefast upp. Hafa þeir brugðið á það ráð að fara yfír til Austur-Þýskalands og þaðan með feiju frá Sassnitz til Trelleborgar á Skáni. Til Trelleborgar komu einnig í gær sjö Afríkumenn og er búist við, að þeim verði vísað aftur til Póllands, þaðan sem þeir komu. Fyrir viku voru nærri 300 manns, frá arabalöndum og Afríku, reknir þangað aftur en reglan er sú að vísa fólki, sem ekki hefur vega- bréfsáritun, aftur til þess lands, sem hefur veitt því áritun. í Póllandi eru nú nokkrar þús- undir manna, sem ætluðu að fara áfram til Vesturlanda en komast ekki lengra enda er ekki um flótta- menn að ræða í hefðbundnum skiln- ingi, heldur fólk, sem er að leita að betri kjörum. New York. Reuter. FERDINAND Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, og eiginkona hans, Imelda, létu fiytja hundruð milljóna dollara af almannafé til útlanda með fiillri vitneskju bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hjónin Qár- festu í skýjakljúftim og fasteignum í Bandaríkjunum að ráði þáver- andi varaforseta, George Bush, að því er lögmaður Imeldu hélt fi-arn fyrir dómstólum í gær. Reuter Fulltrúar skæruliða í E1 Salvador undirrita samkomulag um að hefja friðarviðræður við fulltrúa stjórnar hægri manna. E1 Salvador: Samkomulag- um að heija íriðarviðræður Genf. Reuter. SAMKOMULAG náðist í gær í viðræðum fiilltrúa stjórnvalda í EI Salvador og skæruliða um að hefja friðarviðræður. Verða þær haldnar fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna en ekki var skýrt frá því hvenær við- ræðurnar hæfiist. Fulltrúar stjómar Alfredos Cristianis og fulltrúar vinstrisinn- aðra skæraliða undirrituðu í gær skjal þar sem þeir heita því að setjast að samningaborði til þess að binda enda á strið, sem staðið hefur í áratug og kostað um 75.000 manns lífið. í skjalinu er kveðið á um vopna- hlé, undirbúning að því að koma á fullu lýðræði, mannréttindamál og viðurkenningu samtaka skæra- liða sem stjórnmálasamtök. Ekki er gert ráð fyrir vopnahléi þegar í stað heldur, að sögn tals- manns skæruliða, heldur mun það ráðast af því hvemig samningavið- ræður ganga hvenær því verður lýst yfír. Eftir að samkomulag náðist um að hefja friðarviðræður er þó ekki búist við miklum bar- dögum í stríði stjórnarhersins og skæraliða. Lögmaður Imeldu, Gerry Spence, áskildi sér rétt til þess að kalla Bush forseta fyrir réttinn sem vitni í málinu, er höfðað er á hendur eig- inkonu forsetans sem nú er látinn. Hún er sökuð um fjárglæfrastarf- semi, svindl og ráðabrugg um að stela hundruðum milljóna dollara sem verið hefðu eign filippeysku þjóðarinnar. Saksóknari hefur sak- að Imeldu um að hafa gengið i ríkis- ijárhirslur eins og þær hefðu verið hennar eigin. Spence sagði hins vegar að Marcos hefði haft ótv- íræða heimild til að flytja ríkisfjár- muni úr landi. Hann hefði stjórnað með herlögum og allar ákvarðanir hans hefðu því haft lagagildi. Að sögn Spence voru fjármunir sem fluttir voru með leynd frá Filipps- eyjum og notaðir til að kaupa fjóra skýjakljúfa á Manhattan í New York eins konar varasjóður, sem átti að nota til að fjármagna valda- baráttu Marcosar kæmust komm- únistar til valda á Filippseyjum. Spence sagði að árið 1981 hefði stjóm Ronalds Reagans forseta ótt- ast að Marcos ætlaði að flytja fjár- muni til Líbýu þar sem vinátta hefði tekist með þeim Moammar Gaddafí Líbýuleiðtoga og Marcos. „Þáver- andi varaforseti, George Bush, fór til Filippseyja og lýsti andstöðu við samskipti Marcos-hjónanna við Gaddafí. „Hvers vegna fjárfestið þið ekki í fasteignum í Bandaríkjun- Laszlo Tökes Noregur: Sovésk herþota ógnaði flugvél Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. LITLU munaði í júlí í fyrra að sovésk herþota skyti niður norska flugvél með 12 manns innanborðs, þ. á m. 10 fréttamenn, þegar hún kom í námunda við sovéskt yfírráðasvæði í því skyni að taka mynd af brennandi kafbáti á Barentshafi. Sovéska þotan, er var vopnuð eldflaugum, flaug í aðeins 25 metra fjarlægð frá norsku vélinni sem stefndi í áttina að Kólaskaga. „Við teljum að sovéskar flug- vélar hafí fyrirskipanir um að skjóta niður sérhveija vestræna flugvél sem gerir sig líklega til að fljúga inn yfir Sovétríkin," seg- ir Geir Anda, ofursti í norska hernum. Sovétmenn hafa hert mjög á loftvörnum sínum síðan vestur-þýski pilturinn Mathias Rust flaug á lítilli vél inn í Sov- étríkin og lenti skammt frá Kremlarmúrum í Moskvu í maí 1987. Norsk heryfirvöld hafa staðfest að heyrst hafi fíarskiptasamtöl þar sem flugmenn þotunnar fengu leyfi til að skjóta norsku vélina niður ef nauðsyn krefði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.