Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 40

Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 Bíóborgin: „I blíðu og stríðu“ BÍÓBORGIN hefur hafið sýning- ar á kvikmyndinni „I blíðu og stríðu“. í aðalhlutverkum eru Michael Douglas, Kathleen Turn- er og Danny DeVito. Leikstjóri er Danny DeVito. Gavin D’Amato er lögfræðingur að mennt og hefur gert skilnaðar- mál að sérgrein sinni. Þar af leið- andi hefur hann séð um að ganga frá mörgum skilnaðarmálum á starfsferli sínum. í þessari mynd er rakin saga hjónanna Olivers og Barböru, hvernig fundum þeirra ber fyrst saman, svo og hjónabandið Kathleen Turner, Danny DeVito og Michael Douglas í hlutverkum sinum í mynd Bíóborgarinnar, „í blíðu og stríðu“. allt þar til fjandskapur kviknar milli þeirra og skilnaðarstríðið hefst fyrir alvöru. H^AINl/ðURENT snyrtivörukynningar ★ Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, fimmtudaginn 5. apríl kl. 13.30-18.00. ★ Bylgjan, Hamraborg 16, Kópavogi, föstudaginn 6. apríl kl. 13.30-18.00. •k Clara, Kringlunni, laugardaginn 7. apríl kl. 11.00-16.00. Láttu ekki rafmagnið fara með þig-þegar það fer! Varaaflgjafinn er trygging þín fyrir því aö þú missir ekki út upplýsingar viö spennufall eöa rafmagnsleysi. Hann er ætlaöur tölvum, allt frá elnkatölvum til stórra tölvukerfa. Við rafmagnstruflun ver varaaflgjafinn tölvur og gefur þór ófram fulla rafmagns- þörf. Vio algjört rafmagnsleysl veitir var- aaflgjafinn svigrúm til aö gera viöeigandi ráðstafanlr. Láttu ekki næstu rafmagnstruflun eöa rafmagnsleysi valda þér skaöa, hafðu strax samband við sölumenn okkar I slma 68 1 6 65. £ TÆKNIVAL SKEIFUNNI 17, SlMI 68 16 65 Spennufall í síðustu um- ferð Búnaðarbankamótsins __________Skák______________ Bragi Kristjánsson Búnaðarbankaskákmótinu lauk á fimmtudagskvöld. Fyrir síðustu umferð voru níu skákmeistarar jafnir í efsta sæti og skákáhuga- menn bjuggust við harðri baráttu í lokin. Annað kom á daginn. „Sátta- semjari" hafði fyrir umferðina náð samkomulagi um „félagsmála- pakka“ og aðeins þeir áhorfendur, sem mættir voru fyrir kl. 17.30 náðu að sjá meistarana á fjórum efstu borðunum sitja við skákborð þetta kvöld. Skákirnar Helgi Ólafs- son — Jón L. Árnason, Vaganjan — Dolmatov, Ernst — Pólúgajevskíj og Seirawan — Razúvajev urðu 11 upp í 18 leiki, áður en samningar voru undirritaðir. Síðar um kvöldið sátu sumir þessara meistara á barn- um og tefldu hraðskák sér og áhorf- endum til skemmtunar. Allra augu beindust að skák deFirimians og Sókólovs, en Bandaríkjamaðurinn gat náð óskiptu fyrsta sætinu, ef hann vann. Vonsviknir áhorfendur, sem komnir voru til að sjá spenn- andi skákir á toppnum, vonuðu margir, að deFirmian tækist að vinna og „stela“ óskiptum fyrstu verðlaunum frá samningamönnum. Sókólov var þó ekki á því að gefa eftir. Hann hafði örlítið hagstæðara tafl lengst af, en jafntefli var sa- mið eftir nokkrar sviptingar í tíma- hraki. Danski alþjóðameistarinn, Erling Mortensen, náði hlutdeild í samningsfjárhæðinni fneð því að leggja Finegold að velli. Halldór Grétar Einarsson, Bolvíkingurinn vaski, hélt upp á fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með kröftugri _ taflmennsku við Walter Browne. Ótrúlegar flækjur og tíma- hrak var uppi á teningnum í skák- inni, sem að lokum endaði með jafn- tefli. Tómasi Björnssyni tókst ekki að fylgja eftir góðum spretti í 8.-10. umferð og tapaði illa fyrir Túkm- akov. Hannes Hlífar Istefánsson vann góðan sigur á Wedberg frá Svíþjóð og Snorri Bergsson gerði jafntefli við Carsten Höi. Margeir Pétursson lauk daufu móti með jafntefli við Efim gamla Geller. Efstu menn mótsins voru flestir nokkuð friðsamir. Pólúgajevskíj, t.d., tefldi enga skák eftir fjórðu umferð, heidur samdi 15 leikja jafn- tefli í 7 síðustu umferðunum!! Vag- anjan, Razúvajev og Seirawan hófu sama jafnteflissönginn, um leið og þeir komust í efsta sætið. Dolmatov og deFirmian reyndu að tefla til vinnings, en tókst ekki, þótt þeir væru stundum nálægt því. Ernst og Mortensen komust ekki í efstu sætin fyrr en í mótslok. Þeir eru báðir baráttumerin, og var sérstak- lega ánægjulegt fyrir íslenska skákáhugamenn að sjá, hve Mort- ensen er sterkur skákmaður, því hann var lítið þekktur á íslandi fyrir Stórveldaslaginn. Helgi Ólafsson tefldi geysilega vel á þessu móti, svo vel, að hann vann báðar þær skákir, sem líkleg- astar eru til að hljóta fegurðarverð- laun mótsins. Sum jafnteflin voru að vísu nokkuð stutt, en ekki verð- ur hann sakaður um jafnteflið í síðustu umferð, því hann hafði sól- arhringinn á undan orðið að veija mjög erfiða stöðu í 9 klukkustundir gegn Dolmatov. Jón L. Árnason tefldi mjög vel á köflum, vann m.a. þijá sovéska ofurstórmeistara, þá Vaganjan, Azmajparasvílí og Dreev. Margeir Pétursson virkaði þreyttur og óör- uggur, aldrei þessu vant, og komst ekki í takt við mótið. Alþjóðameist- ararnir okkar stóðu sig ekki eins vel og vonast hafði verið eftir. Hannes Hlífar komst þó í gott sæti í síðustu umferð, en Þröstur Þór- hallsson náði aldrei að fóta sig á efri borðum mótsins. Mest voru þó vonbrigðin með frammistöðu Karls Þorsteins. Hann vann þijár fyrstu skákirnar, en fékk svo aðeins 2 vinninga úr 8 síðustu skákunum. Halldór Grétar Einarsson, Tómas Björnsson, Héðinn Steingrímsson og Snorri Bergsson komu skemmti- lega á óvart. Halldór Grétar er geysilega harður baráttumaður, sem hættir til að bera of litla virð- ingu fyrir andstæðingnum, jafnvel þótt hann sé þekktur stórmeistari! Hann vann m.a. sovéska stórmeist- arann Razúvajev glæsilega í fyrstu umferð, og náði fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Tómas fékk sama vinningafjölda og Hall- dór, en náði ekki áfanga, því and- stæðingarnir voru ekki eins sterkir. Árangur Héðins Steingrímssonar, sem aðeins er 15 ára, er einnig mjög glæsilegur. Þar fer mikið skákmannsefni. Áfangi að alþjóð- legum titli verður þó að bíða betri tíma, því í þetta sinn voru andstæð- ingarnir ekki nógu stigaháir. Snorri Bergsson hélt sínu á þessu móti LAUSBLAÐA- MÖPPUR . þær duga sem besta bók. frá Múlalundi... | 5 2 Múlalundur § SlMl: 62 84 50 £ tineke C 11 rolKene ut#á Stórar stærðir M m !fí; V '■ fi vH Ný sending Blæsilegur, tiiillirerttiir tatmúer Hár:A. Ðpryði V y/ Sérverslun Háaleitisbraut 58-60 Sími 32347 Ferming í Heydala- kirkju Ferming í Heydalakirkju, Breiðdal, pálmasunnudag, 8. apríl kl. 13.30. Prestur sr. Gunn- laugur Stefánsson. Fermd verða: Birna Kristín Ómarsdóttir, Selnesi 34, Breiðdalsvík. Hilda Karen Garðarsdóttir, Selnesi 32, Breiðdalsvík. Rósa Elísabet Erlendsdóttir, Fellsási, Breiðdalsvík. Þóra Margrét Aradóttir, Sólbakka 1, Breiðdalsvík. I SAMKOMA verður á Hvann- eyri fimmtudaginn 5. apríl í tilefni þess að Hagþjónusta landbúnað- arins hefur tekið til starfa. Á sam- komunni mun landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon flytja ávarp og flutt verða 4 stutt erindi um verkefni Hagþjónustunnar og þau viðfangsefni sem tengjast starfsemi hennar. H SKÓLAJÓGÚRT er ný afurð sem Mjólkurbú Flóamanna fram- leiðir og er ætluð yngstu kynslóð- inni. Skólajógúrt er framleidd úr nýmjólk með 2% undanrennudufti og fæst í tveimur bragðtegundum, með ferskjum og með súkkulaði og jarðarbetjum. Við þróun jógúrtsins var miðað við óskir og smekk yngstu neytendanna. ■ STOFNFUNDUR nýrrar ITC- deildar verður haldinn. í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í vest- urbæ Seltjarnarness í framhaldi af kynningarfundi III. ráðs ITC á íslandi sem haldinn var fimmtu- daginn 15. mars sl. á Seltjarnar- nesi í húsi SPRON við Áustur- strönd 3. Stofnfundurinn verður haldinn á sama stað og síðast. Markmið ITC er m.a. að efla hæfi- leika til samskipta og forystu, auka starfsafköst og styrkja sjálfstraust félagsmanna sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.