Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
Um flármálavald og flytj-
endur vondra tíðinda
eftir Jón Sigurðsson
í Borgarleikhúsinu við Listabraut
í Reykjavík er nú verið að sýna
nýtt leikverk, Hótel Þingvelli, þar
sem höfundurinn bregður upp með
sínum hætti mynd af því, hvernig
mannlífið er orðið í lýðveldinu, sem
stofnað var til á þeim sögufræga
stað 1944.
í því leikverki er ekki tekið á
þróun mála í stjómmálum eða stjórn
ríkisins. Það gerist hins vegar í
öðru húsi við Austurvöll og fjölmiðl-
unum, sem flytja okkur fréttir af
því, sem þar fer fram.
Annað þessara húsa er hús leiks-
ins, en hitt er hús alvörunnar, þar
sem velgengni okkar sem þjóðar
eða niðurlæging er að heilmiklu
leyti ráðin.
Undanfarið höfum við, áhorfend-
ur að sýningunum í þessu húsi al-
vörunnar, fylgst með því, að íj'ár-
veitinganefnd, sem hinn rétti aðili
innan Alþingis, hefur undir forystu
formanns nefndarinnar, Sighvats
Björgvinssonar, tekið til við löngu
tímabært verkefni, að ná af hálfu
þingsins tökum á fjármálum ríkisins
með þeim hætti sem ætlast er til í
stjórnarskrá lýðveldisins. Verkefnið
er mikilvægt og brýnt, enda liggur
skjalfest fyrir þinginu, að ríkis-
stjórnir hafa besta partinn af tveim-
ur áratugum ekki kunnað að fara
með það tjármálavald, sem ríkis-
stjórnir höfðu löngu fyrr tekið sér,
þvert ofan í stjómarskrána.
Það er ekkert óalgengt fyrir-
bæri, að í átökum um meiri háttar
stefnumál eins og þetta, springi í
loft upp smámál og yfirtaki sviðið,
þannig að meginmálið gleymist,
a.m.k. um hríð.
Þetta gerðist nú á dögunum,
þegar fjölmiðlar komust yfír skýrslu
ríkislögmanns til fjármálaráðherra,
sem hann síðan sendi fjárveitinga-
nefnd samkvæmt hennar kröfu og
í tengslum við afgreiðslu fjárauka-
laga, um margrætt mál fræðslu-
stjórans í Norðurlandsumdæmi
eystra.
Skýrslan er venjuleg, vönduð
umsögn og ályktanir um þetta
mál. Staðreyndir eru raktar og rök-
réttar ályktanir dregnar eins og
vera ber í störfum embættismanns.
Þegar sjónvarpsfréttamaður náði
viðtali við menntamálaráðherra um
þessa skýrslu og spurði út úr um
framferði ráðherra, sem í skýrsi-
unni er lýst, gerðust undarlegir at-
burðir. Ráðherra rangfærði hlut
fyrirrennara síns í embætti, Birgis
ísleifs Gunnarssonar, gaf mjög vill-
andi mynd af dómi þeim, sem gekk
í Sturlumálinu og jós fúkyrðum
yfir skýrslu ríkislögmanns. Raunar
var þetta viðtal til marks um, að í
aðkomu ráðherrans að þessu máli
eru fáar vamir góðar, ef nokkrar.
Sem vænta mátti tók Birgir
ísleifur málið upp utan dagskrár á
Alþingi strax næsta dag, 28. mars,
og gerði þar grein fyrir rangfærsl-
um ráðherra í áðurgreindu viðtali.
„Öll er þessi saga
aumkunarverð fyrir þá
ráðherra, sem í algeru
heimiidarleysi og þvert
ofan í góða hefð tóku
vonda ákvörðun. Hitt
er miklu verra hvernig
þeim verður eftirleikur-
inn tilefni til árása á
vandaðan embættis-
mann af því að hann
gegnir starfi sínu vel.“
Þar tók raunar steininn úr fyrir
ráðherra, því að hann klykkti út
af þessu tilefni með að gefa til
kynna, að embætti ríkislögmanns
mætti leggja niður. Minna þessi
viðbrögð óneitanlega á framferði
valdhafa hér fyrr á öldum, sem áttu
það til að aflífa boðbera vondra
tíðinda til að þjóna lund sinni.
í þessari umræðu tók ekki betra
við, þegar fjármálaráðherra tók að
veija sínar hendur í meðferð máls-
ins. Laut hann raunar svo lágt að
reyna að kasta rýrð á ríkislögmann
með því að nota tölur um ijárveit-
ingar umfram fjárlög til embættis
Jón Sigurðsson
ríkislögmanns árið 1986, sem höfðu
fullkomlega eðlilegar skýringar.
Öll er þessi saga aumkunarverð
fyrir þá ráðherra, sem í algeru
heimildarleysi og þvert ofan í góða
hefð tóku vonda ákvörðun. Hitt er
miklu verra hvernig þeim verður
eftirleikurinn tilefni til árása á
vandaðan embættismann af því að
hann gegnir starfí sínu vel.
Ég, sem þessar línur skrifa, læt
mig nú orðið litlu máli skipta hvort
stjórnmálamenn verða sér til háð-
ungar eða koma óorði á það mikil-
væga starf, sem þeir hafa boðið sig
fram til, en geri sömu kröfur til
þeirra, hvort sem þeir hafa náð
kosningu eða ekki. Hitt þykir mér
sem gömlum embættismanni vera
mikið alvörumál, þegar stjórnmála-
menn ráðast á embættismann fyrir
það að sinna eins og maður því
verki, sem hann hefur ráðið og svar-
ið sig til. Eðli málsins samkvæmt
getur embættismaður aldrei varið
sig fyrir árás stjórnmálamanns, auk
þess sem hann á aldrei kost á að
misnota íjölmiðlana eins og stjórn-
málamaðurinn.
Gunnlaugur Claessen ríkislög-
maður er einn af nokkrum afburða-
mönnum, sem ég er afarhreykinn
af að hafa átt hlut í að ráða unga
og lítt reynda í þjónustu ríkisins.
Slíka embættismenn eiga stjórn-
málamenn að sjá sóma sinn í að
virða og meta sem þann styrk, sem
þeir eru stjórnsýslunni í landinu, í
stað þess að sýna af sér þau ómerki-
legheit í þeirra garð, sem við áhorf-
endurnir höfum orðið vitni að í
þessu máli.
Að lokum vil ég treysta því, að
ljárveitinganefnd láti ekki deigan
síga í því verkefni, sem rakið var
hér að framan og skiptir svo miklu
meiru en það, sem einstakir ráð-
herrar gera sér til skammar.
Höfundur er lögfræðingur og
fyrrverandi ráðuneytisstjóri í
fjármálaráðuneytinu.
■ AÐALFUNDUR EDI-félags-
ins og ICEPRO verður haldinn í
dag, fimmtudaginn 5. apríl að Hót-
el Sögu. Á fundinum um kl. 15.20
mun Hollendingurinn P.J. Munst-
erman flytja erindi sem fjalla um
reynslu Hollendinga af skjalalaus-
um viðskiptum með tölvum.
■ EFTIRTALIN hlutu vinninga
í getraun Útivistar og Sportvals
í tengslum við „Heilsudaga í
Kringlunni" 1.-7. mars síðastlið-
inn. 1. vinningur: Skíðapakki frá
Sportvali. Hafdís Grétarsdóttir,
Giljaseli 3. 2.-3. vinningur: Ferða-
pakki frá Útivist. Bára Snorradótt-
ir, Kirkjuteigi 18 og Jóhanna
Konráðsdóttir, Krummahólum 8.
4.—10. vinningur: Dagsferð fyrir
tvo með Útivist. Arndís Baldurs-
dóttir, Dalalandi 1, Þorvaldur
Einarsson, Smyrlahrauni 36,
Hafnarfirði, Jóhannes Reynisson,
Teigaseli 2, Karen Guðmunds-
dóttir, Grettisgötu 66, Uggi Agn-
arsson, Frotaskjóli, Hafsteinn
Þór, Háaleitisbraut 102 og Ólafur
Örn Gunnarsson, Laugarásvegi
48. Vinninga skal vitja í Sportvali,
ar. Grofmm 1. 1
Síðustr
dagar
rýmingar
Gerið g<j
ðkaup
HUOMFLUTNINGSl
* ••
VIDE0T0KUVELA.
0G ÝMSAR G
ÆKI, SJ0NV0RP,
HEIMILISTÆKI
AFAV0RUR.
RONf
nIING
KRIN
gLUNNI