Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 35

Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 35 Skólaskylda 6 ára bama og einsetning skóla lögleidd Frumvarp til grunnskólalaga: „Valddreifing frumvarpsins meira í orði en á borði,“ segir Birgir ísleifiir Gunnarsson SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um grunnskóla í neðri deild Alþingis. Meðal nýmæla í frum- varpinu er skólaskylda fyrir sex ára börn og lögleiðing einsetningar skóla, en því marki á að ná á næstu tíu árum. Menntamálaráðherra telur frumvarpið einkennast af valddreifíngu, en Birgir ísleifur Gumi- arsson (S/Rv) segir valddreifínguna þar vera ineira í orði en á borði. Menntamálaráðherra sagði, að í frumvarpinu væru ýmis ný atriði, en þar væri þó í meginatriðum byggt á grunnskólalögunum frá 1974, enda hefðu þau reynst vel. Hann gerði grein fyrir helstu nýmælum í lögunum og vék þar fyrst að leng- ingu skólaskyldu. j frumvarpinu væri gert ráð fyrir 10 ára grunn- skóla þannig að skólaskylda næði nú til sex ára barna. Sagði að þar væri um jöfnunaratriði að ræða, þar sem 90% sex ára barna væru þegar í skólum, en það væru helst börn í dreifbýli sem ekki ættu þess kost að fá kennslu á þeim aldri. Annað atriðið sem ráðherra vék að var einsetning skóla. Sagði hann það vera forsendu þess að hægt væri að lengja viðverutíma barna í Frumvörp ríkisstjórnarinnar um stofnun umhverfismálaráðuneytis og yfirstjórn umhverfismála hafa verið tekin fyrir á 17 fundum í neðri deild Alþingis. Umræður um þau hafa staðið í tæplega 30 stund- ir og hefur Ingi Björn Albertsson (FH/Vl) þar af talað í átta og hálfa. skólunum, en slíkt væri nauðsynlegt vegna þess að þjóðfélagið byggði á þeirri forsendu, að báðir foreldrar ynnu úti. Samkvæmt frumvarpinu ætti að ná þessu markmiði á tíu árum. Ráðherra sagði að stofna ætti grunnskólaráð, sem yrði samstarfs- vettvangur þeirra aðila, sem ynnu að málefnum grunnskólans. í frum- varpinu væru orðin setning og skip- un alls staðar felld út og í staðinn talað um ráðningu. Gert væri ráð fyrir að skólastjórar önnuðust allar ráðningar kennara og annarra starfsmanna skólanna en fræðslu- stjórar ráðningu stjórnenda þeirra í umboði menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra sagði að lokum, að valddreifing væri eitt ein- Frumvarp um stofnun ráðuneytisins hefur nú verið afgreitt frá deild- inni, en þriðja umræða um yfir- stjórn umhverfismála er enn eftir. Búist er við að hún fari fram á föstudaginn, en að henni lokinni fer málið til efri deildar. kenni frumvarpsins. Foreldrar, kennarar og einstakir skólastjóm- endur væru oftar kvaddir til verka en í gildandi lögum. Meðal annars væru fleiri verk færð til fræðslu- stjóra og fræðsluskrifstofa. Meiri valddreifing í orði en á borði Birgir ísleifur Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og fyrrverandi mennta- málaráðherra, tók til máls að lokinni ræðu menntamálaráðherra. Lagði hann áherslu á að hér væri um mikil- væga lagasetningu að ræða og nauð- synlegt 'væri að Alþingi fengi góðan tíma til að athuga frumvarpið. Um- ræða um skólamál hefði verið mikil á undanförnum misserum og vissu- lega hefðu komið fram hugmyndir um breytingar á grunnskólalögun- um, en gagnrýni manna hefði þó ekki síður beinst að því, að ekki hefði tekist að koma í framkvæmd ákvæðum núgildandi laga. Enn fremur hefði innra starf skólanna sætt nokkurri gagnrýni. Þingmaðurinn sagði, að í greinar- gerð með frumvarpi menntamála- ráðherra væri meðal annars vitnað til frumvarpa og þingsályktunartil- lagna þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins á undanförnum þingum. Helstu atriðin í þeim tillögum væru: Skóla- skylda 6 ára bama, lenging daglegr- ar skólavistar barna, almenn heimild til forskóla fyrir 5 ára börn, ná- kvæmari ákvæði um einkaskóla, aukin samvinna foreldra og skóla, 9 mánaða skóli fyrir öll böm í landinu og samfelldur skóladagur. Flest þessi atriði væru tekin upp í fmm- varpið nú, en sá galli væri á, að mat á kostnaði vegna þessara breytinga fylgdi ekki frumvarpinu. Slíkt væri þó lagaskylda. Hann vék . síðan að ummælum menntamálaráðherra um valddreif- ingu og sagði hana vera meira í orði en á borði í frumvarpinu. Þvert á móti gætti aukinnar miðstýringar- og forræðistilhneigingar þar gagn- vart sveitarfélögunum. Þegar ráð- herra ræddi um valddreifingu væri fyrst og fremst um að ræða til- Umhverfísmálaráðuneyti: Umræður í tæpa 30 tíma í neðri deild ANNARRI umræðu um frumvarp um yfírstjórn umhverfísmála lauk í neðri deild Alþingis í gær. Umræður um hið nýja umhverfísmála- ráðuneyti og verkefhi þess í deildinni hafa nú tekið tæplega 30 klukkustundir. Þar af hefur Ingi Björn Albertsson talað í um það bil átta og hálfa klukkustund. Virðisaukaskattur af námsbók- um falli niður 1. september ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp til laga um að virðisaukaskattur á námsbókum falli niður þann 1. september næstkomandi. Samkvæmt núgildandi lögum á skatturinn að falla niður hinn 16. nóvember. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Friðrik Sophusson (S/Rv), Birgir Isleifur Gunnarsson (S/Rv) og Ólafur G. Einarsson (S/Rn). I greinargerð þeirra með frumvarp- inu kemur fram, að samkvæmt núgildandi lögum um virðisauka- skatt eigi sala bóka á íslenskri tungu ekki að teljast til skatt- skyldrar veltu frá 16. nóvember 1990. Minnt er á breytingartillög- ur stjómarandstæðinga við af- greiðslu stjórnarfrumvarps um breytingu á virðisaukaskattslög- unum fyrr í vetur, um að niðurfell- ingin tæki gildi 1. eða 16. septem- ber og ummæli talsmanna Sjálf- stæðisflokks og Kvennalista um að bókakaup skólafólks eigi sér yfirleitt stað í byijun september og að hætta sé á, að nemendur dragi bókakaup sín fram yfir 15. nóvember til að njóta niðurfelling- arinnar. í greinargerðinni vísa þing- mennirnir einnig til þess, að nem- endur í framhaldsskólum hafi að undanförnu vakið athygli á málinu og sent þingmönnum beiðni um að lögunum verði breytt á þann veg, að niðurfelling virðisauka- skattsins taki gildi 1. september. Birgir ísleifur Gunnarsson, al- þingismaður. færslu verkefna frá menntamála- ráðuneytinu til fræðsluskrifstofa, en þær yrðu nú í raun útibú ráðuneytis- ins. Þannig væri einkum verið að færa verkefni til innan ráðuneytisins í stað þess að auka til dæmis áhrif sveitarfélaga og foreldra. Birgir ísleifur vék að skólaskyldu 6 ára barna í ræðu sinni og sagði ákvæði frumvarpsins þar að lútandi í samræmi við stefnu sjálfstæðis- manna. Hins vegar hefði í þessu sambandi þurft að endurskipuleggja grunnskólanámið í tengslum við þessa breytingu. Þar ætti að hafa að markmiði að nýta betur þann tíma, sem nemendur væru í grunn- skóla og horfa þyrfti til annarra þjóða, sem brautskráðu sínu stúd- enta mun fyrr en íslendingar. Hann sagði að með lögum um verkaskipti ríkis og sveitarfélaga væri sveitarfélögunum falið að fara með málefni grunnskólans í ríkari mæli en áður. I þetta frumvarp til Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra. grunnskólalaga vantaði nánari ákvæði um samstarf við sveitarfé- lögin og í sumum greinum þess væru völdin tekin af þeim. Hlutverk þeirra ætti hins vegar auðvitað að vera miklu meira en að taka aðeins við skipunum í gegnum grunnskóla- lög. Hann ræddi um það atriði í frum- varpinu, að skólastjóra verði falið að ráða kennara, námsráðgjafa og skólasafnverði í samráði við skóla- nefnd, en síðar ætti ráðuneytið að staðfesta þá ráðningu. Sagði hann að þarna væri gerð nokkur tilraun til valddreifingar, en hún væri tekin aftur, með því að áskilja, að ráðu- neytið þyrfti að staðfesta ráðning- una. Eðlilegra væri, að skólarnir fengju alfarið þetta hlutverk. Þingmaðurinn varð þegar þarna var komið sögu að gera hlé á ræðu sinni vegna þingflokksfunda og var umræðunni frestað. Stuttar þingft’éttir ■ STJÓRNSKIPUNARLÖG: Meðal nýrra mála sem lögð hafa verið fram á Alþingi er frumvarp til stjómskipunarlaga frá Jóhanni A. ' Jónssyni, varaþingmanni Samtaka um jafnrétti og ielags- hyggju. Þar er gert ráð fyrir að stjórnarskrárbreytingar skuli bornar undir þjóðaratkvæði þegar þær hafa verið samþykktar á Al- þingi. Samkvæmt frumvarpi Jóhanns skal leggja frumvörp til stjórn- skipunarlaga undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu þegar þau hafa verið samþykkt í báðum deildum Alþingis með sama hætti og almenn lagafrum- vörp. Samkvæmt 79. grein stjórn- arskrárinnar þarf nú samþykki tveggja þinga til að ná fram breyt- ingum á stjórnarskránni og skulu alþingiskosningar vera á milli þeima. ■ SKRÁNINGARNÚMER BIFREIÐA: Páll Pétursson (F/Nv) hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á umferðar- lögunum, sem hefur það í för með sér, að bifreiðaeigendum verði heimilt að skrá nýja bíla eða umskrá notaða samkvæmt gamla bílnúmerakerfinu, óski þeir þess. í greinargerð með frumvarpinu segir, að ailar fullyrðingar um sparnað samfara nýju bílnúmera- kerfi hafi verið úr lausu lofti gripnar. Mörgum bifreiðaeigend- um.sé eftirsjá að gamla númera- kerfinu, enda sé það gleggra og þjóðlegraen hin erlenda eftiröpun. ■ SKATTALÖG: Alþingis- mennirnir Friðrik Sophusson (S/Rv) og Ingfi Björn Albertsson (FH/Vl) hafa lagt fram frumvgrp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. í því felst, að eftirlifanda maka verði heimilt að nýta persónuafslátt látins maka í níu mánuði eftir andlát hans. Samkvæmt núgildandi lög- um getur eftirlifandi maki nýtt þennan persónuafslátt á andláts- ári makans. Telja flutningsmenn að misrétti felist í því fyrirkomu- lagi, enda sé það nú háð því hve- nær ársins andlát beri að, hve mikinn persónuafslátt eftirlifandi maki geti nýtt sér. ■ MÁLVERKAEIGN STOFN- ANA: Forsætisráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Finni Ing- ólfssyni (F/Rv) varðandi lista- verkaeign opinberra stofnana. í svarinu kemur meðal annars fram, að listaverkaeign stofnana á borð við Byggðastofnun, Stofnl- ánadeild landbúnaðarins, Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins, Iðnl- ánasjóð, Fiskveiðasjóð, Iðnþróun- arsjóð og Framkvæmdasjóð er lítil eða engin. Hins vegar eiga Seðla- banki, Búnaðarbanki og Lands- banki mikinn fjölda listaverka, auk þess sem mörg verk voru í eigu Útvegsbankans, er hann var sameinaður íslandsbanka. Grunnskólanemend- ur skoða Granda hf. UM 1.500 ellefu ára grunnskólanemendur frá 23 skólum á höfuðborg- arsvæðinu hafa þekkst boð Granda hf. um að koma í heimsókn í fyrirtækið á morgun. Á laugardag verður starfsemi fyrirtækisins kynnt almenningi undir kjörorðinu Fiskur — Já takk. Að sögn forr- áðamanna Granda hf. er tilgangurinn sá að kynna nútima fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtæki fyrir borgarbúum. Auk almennrar kynningar á starfsemi Granda verða sýndir helstu nytjafiskar og fjölmargar aðrar sjaldgæfar fisktegundir. Gestum verður boðið að ganga gegnum Norðurgarð, sem er annað frystihús fyrirtækisins en þar fer aðallega fram vinnsla á þorski og ufsa. Þar eru skrifstofur fyrirtækis- ins einnig til húsa. Eigendur Virkjans h.f. Ómar Einarsson og Einar Ingvaldsson, og verslunarstjórinn Halldór Olgeirsson til hægri. ■ BÍLA VERKSTÆÐIÐ Virk- inn h.f. hefur opnað nýja varahluta- verslun í húsnæði fyrirtækisins við Flatahraun 23 í Hafharfírði. í versluninni er boðið upp á vara- hluti í flestar tegundir bifreiða. Bílaverkstæðið Virkinn h.f. hefur starfað um nokkurt skeið og er þar boðið upp á alhliða bifreiðaviðgerð- ir fyrir allar tegundir bifreiða. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að með opnun verslunarinnar vilji fyrirtækið bæta þjónustuna við viðskiptavini. Eigendur _ Virkjans h.f. eru bifvélavirkjarnir Ómar Ein- arsson og Einar Ingvaldsson og vei-slunarstjóri er Halldór Olgeirs- son. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.