Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 12

Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 Birtuna ekki Blöndal sér ... eftir Jón Sigurðsson Halldór Blöndal alþingismaður sendir mér tóninn hér í blaðinu föstudaginn 23. mars sl. en þar gerir hann athugasemdir við þau orð, sem ég flutti á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda hinn 15. mars, en ræða mín bar yfirskriftina „Bjartara framundan“. Halldór kýs að stinga höfðinu í sandinn og í þeirri stellingu sér hann ekki þá birtu, sem nú er framundan í ís- lenskum efnahags- og atvinnumál- um. Ég benti á það í ræðu minni, að árangur af efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar væri nú óðum að koma í ljós. Þegar tölur um hagþró- un síðustu missera eru skoðaðar kemur í ljós, að framvindan hefur farið fram úr vonum á flestum svið- um. Fátt hefur valdið þjóðinni meiri áhyggjum en það atvinnu- leysi, sem hér hefur gætt síðustu mánuði, en nýjar tölur sýna veru- Iegan bata á þessu sviði og benda til þess að ástandið sé mun betra, en Þjóðhagsstofnun hafði áður spáð. Halldór nefnir tölur um at- vinnuleysi síðustu mánaða án þess að gera grein fyrir þróuninni nú og hann minnist heldur ekki á hrak- spár Sjálfstæðismanna um atvinnu- ástandið, en þeir spáðu því á haust- mánuðum 1988 að atvinnuleysi á árinu 1989 yrði um það bil þrefalt meira en það varð. Erfiðleikarnir í atvinnulífinu að undanförnu hafa einkum stafað af breytingum á ytra umhverfi þjóðar- búsins og áhrifum ofþenslu og mis- ráðinna fjárfestinga. Um það var ekki deilt haustið 1988, að grípa þyrfti til aðgerða til þess að rétta þjóðarskútuna af. Deilan stóð um leiðir að því marki. Sjálfstæðismenn vildu tafarlausa gengisfellingu, sem haft hefði í för með sér stóraukna verðbólgu og óróa á vinnumarkaðnum. Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar valdi aðra leið, leið hægfara leið- réttingar á raungenginu í áföngum ásamt umfangsmiklum skuldbreyt- ingum. Það hefur sýnt sig að þetta var rétta leiðin enda hefði reynst illmögulegt að hemja afleiðingar þess að leiðrétta raungengið í einum rykk. Raungengið er nú reyndar 15-20% lægra en það var á árinu 1988. Erfiðleikarnir í atvinnumálum hefðu síst orðið minni, ef leið Sjálf- stæðismanna hefði verið farin. Þeir hefðu orðið enn alvarlegri strax haustið 1988, þegar skuldug fyrir- tæki hefðu orðið að taka afleiðing- um stórrar gengisfellingar og skyndilegrar rýmunar kaupmáttar í landinu. Halldór kemst því ekki upp með það að bera saman atvinn- uleysi síðustu missera og það at- vinnustig, sem haldist hafði á löngu góðærisskeiði þar á undan. Hann verður að bera saman þær tvær leiðir í efnahagsmálum, sem deilan stóð um. Ég rifjaði það upp fyrir iðnrekendum hveiju leið ríkisstjórn- arinnar hefur skilað. Það sem ekki er nefiit Halldór nefnir ekki viðskiptajöfn- uðinn. Síðustu hagtölur sýna, að halli á viðskiptum við önnur lönd á síðasta ári hafi verið innan við 1 /2% af landsframleiðslu, sem er lang- minnsti viðskiptahalli á samdráttar- ári um langt árabil. Tekist hefur að halda erlendri skuldasöfnun í lágmarki í því erfiða árferði, sem ríkt hefur. Éf ekki kæmu til vaxta- greiðslur af erlendum lánum sem áður hafa verið tekin og sérstakur innflutningur á flugvélum væri raunar verulegur afgangur á við- skiptunum við önnur lönd. A síð- asta ári varð næstum 8 milljarða króna afgangur á vöruskiptajöfnuði gagnvart útlöndum og spáð er að hann verði ekki undir 10 milljörðum á þessu ári. Halldór kemur sér hjá því að fjalla um verðlagsþróunina í grein sinni. Árshraði verðbólgunnar er þegar kominn niður fyrir 10% miðað við hækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar frá febrúar til marz. Samkvæmt nýjustu spá Þjóðhags- stofnunar gæti verðbólgan orðið um 7% frá upphafi til loka árs 1990. Það yrði minnsta verðbólga hér á landi í tvo áratugi. Halldór nefnir heldur ekki vext- ina á nafn. Raunvextir á fjármagns- markaði hafa lækkað verulega und- anfarna mánuði og nafnvextir í bankakerfinu fara nú ört lækkandi til samræmis við hjöðnun verðbólg- unnar. Nú bendir ýmislegt til þess að vextir af spariskírteinum ríkis- sjóðs séu ef til vill óþarflega háir og þurfí að lækka til þess að frek- ari raunvaxtalækkun verði á al- mennun markaði. Sú lækkun á raunvöxtum sem orðið hefur frá sama tíma í fyrra er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að aðhald í peningamálum hefur verið helsta tæki stjórnvalda til þess að bæta jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Halldór gerir lítið úr þeim orðum mínum, að afkoma iðnfyrirtækja hafi yfirleitt batnað til muna á und- anförnum misserum með lækkandi raungengi krónunnar og reyndar lækkandi raunvöxtum. Halldór nefndir reyndar heldur ekki einu orði þá lýsingu sem Víglundur Þor- steinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, gaf fundar- mönnum á batnandi afkomu iðnað- arins, en gerir þeim mun meira úr þeim undantekningum, sem ég tók sérstaklega fram í ræðu minni. Þeir erfiðleikar, sem þar er við að etj'a eru sérstaks eðlis og stafa fyrst og fremst af óviðráðanlegum breytingum á rekstrar- og mark- aðsumhverfí viðkomandi fram- leiðslugreina. Sérstök vandamál Ullariðnaðurinn keppir við fram- leiðsluvöru láglaunalanda og fer samkeppnin harðnandi. Örar tísku- breytingar valda skjótri úreldingu hinna ýmsu gerða framleiðslunnar. Fjárfesting í íslenskum ullariðnaði hefur verið meiri, en afrakstur hans stendur til. Stjómvöld hafa á Iiðnum árum gripið til margvíslegra aðgerða til þess að styrkja þessa grein iðnaðar- ins og tryggja atvinnu þess fólks, sem við hann starfar. Þær hafa einfaldlega ekki dugað. Nú blasir það við, að vart verður hægt að bjarga sumum þessara fyrirtækja frá gjaldþroti nema ijárfestingar- lánasjóðir og aðrir lánveitendur af- skrifi tnikil lán eða breyti þeim í hlutafé. Hér standa menn frammi fyrir vandasömu verkefni, sem tek- ið verður á. Skipulag ullariðnaðar- ins þarf að endurskoða frá grunni. Ef Halldór er að reyna að læða þeirri hugsun að iðnverkafólki á Akureyri eða í Mosfellsbæ, að vandi ullariðnaðarins í þeim bæjum, sé stefnu ríkisstjórnarinnar að kenna, þá afneitar hann staðreynd- um málsins. Skipaiðnaður okkar á líka í vand- ræðum af óviðráðanlegum ástæð- um. Hann þarf að keppa við stór- lega niðurgreiddan skipaiðnað V-Evrópuríkja og skipasmíða lágr launalanda eins og Póllands. Við það bætist, að mikill afturkippur er í verkefnum hér innanlands. Iðnað- arráðuneytið hefur unnið með for- svarsmönnum skipasmíðastöðv- anna að átaki í markaðs- og hag- ræðingarmálum greinarinnar og stuðlað að því að innlendar stöðvar hafa fengið ný verkefni. Viðskipta- ráðuneytið hefur sett reglur sem auðvelda samkeppnisaðstöðu á sviði skipaviðgerða, en því miður er enn- þá samdráttur í greininni. Á því er engin einföld lausn, en vonir eru bundnar við að markaðs- og ha- Jón Sigurðsson „Þó við eigum við sér- stök vandamál að stríða í þessum þremur grein- um, þá standa þau orð mín óhögguð, að af- koma íslenskra iðnfyr- irtækja fer nú almennt batnandi og iðnaðurinn er á leið upp úr öldudal hagsveiflunnar. “ græðingarátakið muni brátt fara að skila árangri. Lagmetisiðnaðurinn hefur átt í talsverðum rekstrarerfiðleikum undanfarið. Hann býr við harða samkeppni á erlendum mörkuðum þar á meðal frá láglaunalöndum SA-Asíu og S-Ameríku. Við bætast svo ýmsar óvenjulegar truflanir á sölu framleiðslunnar á síðustu miss- erum eins og kunnugt er. Á árs- þingi iðnrekenda lýsti ég aðgerðum, sem unnið er að til stuðnings þess- ari framleiðslugrein, sem einkum felast í því að leggja niður úrelt sjóðakerfi. Þó við eigum við sérstök vanda- mál að stríða í þessum þremur greinum, þá standa þau orð mín óhögguð, að afkoma íslenskra iðn- fyrirtækja fer nú almennt batnandi og iðnaðurinn er á leið upp úr öldu- dal hagsveiflunnar. Nú er mikil- vægt að ekkert fari úrskeiðis í hag- stjórninni svo batinn verði varanleg- ur og tryggja megi langvinnt grósk- uskeið. Nýtt álver og orkuver Orkulindir landsins verða ekki þjóðinni auðlindir fyrr en þær eru virkjaðar. Halldór kemur sér hjá því að ræða um næstu skref á sviði orkufreks iðnaðar og aukinnar nýt- ingar orkulinda landsins í þágu at- vinnulífsins, sem ég ræddi ítarlega við iðnrekendur. Þar höfum við búið við langvarandi kyrrstöðu, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Hinn 13. marz sl. undirrit- aði ég ásamt forstjórum þriggja álfyrirtækja viljayfirlýsingu um að ljúka samningum um nýtt álver hér á landi fyrir 20. september næst- komandi. Með undirritun þessarar yfirlýs- ingar er náð mjög mikilvægum áfanga í þessu máli, sem nú hefur verið unnið að um nokkurra ára skeið. Ég er sannfærður um það, að djúp alvara búi að baki undir- skrift forstjóranna þriggja og allar líkur séu á því, að samningar náist innan settra tímamarka. Hér er um að ræða álver með um 200 þúsund tonna ársfram- leiðslugetu eða rúmlega tvöfalt stærra en álver ÍSLALs við Straum- svík. Orkuþörf hins nýja álvers er tæplega 3.000 GWh á ári eða um 50% meiri en öll almenn raforku- notkun í landinu. Til þess að sinna þessari orkuþörf er gert ráð fyrir að nota orku frá Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun, stækkun Búr- fellsvirkjunar, fimmta áfanga Kvíslaveitu, stækkun miðlunar í Þórisvatni og nýjum jarðgufuvirkj- unum með fyrri áfanga Nesjavalla- virkjunar og stækkun Kröfluvirkj- unar. Við það er miðað, að unnt verði að hefja framkvæmdir við álverið á næsta ári og það hefji álbræðslu á árinu 1994. Til þess að sú áætlun standist er nauðsynlegt að hefja framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun þegar á þessu ári og halda áfram undirbúningi framkvæmda vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar. Hér er um umtalsvert fé að ræða, sem þó sýnist lítið í samanburði við þann kostnað, sem þegar hefur verið lagður í Blönduvirkjun. Þess verður þó vandlega gætt að þessar fram- kvæmdir raski í engu samnings- stöðu íslendinga gagnvart hinum erlendu viðsemjendum. Fram- kvæmdirnar og upphaf rekstrar nýs álvers mun bæta 1-1,5% við árlegan hagvöxt hér á landi næstu fimm ár. Innan skamms verður lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögunum um raforkuver og er það flutt til þess að staðfesta þá virkjun- arröð, sem ég hef hér lýst og taka af allan vafa um heimild til stækk- unar Búrfellsvirkjunar. í viljayfirlýsingunni er gert ráð fyrir því að samkomulag náist um staðsetningu álversins fyrir lok maímánaðar. Þar koma fjögur svæði til greina, þ.e. Eyjafjörður, Hvalfjörður, Reyðarfjörður og Reykjanesskaginn. Nú er unnið að margvíslegum samanburði á þess- um svæðum, en ljóst er að stað- arvalið er engan veginn sjálfgefið. Bjarmar af nýjum degi Það bjarmar af nýjum degi í þjóð- arbúskapnum. Markaðsverð sjávar- afurða hefur hækkað ört að undan- förnu og er um 10% hærra en það fór lægst á fyrri hluta síðasta árs. Viðskiptakjörin eru nú þegar orðin betri en gert hefur verið ráð fyrir í spám um þjóðarhag á þessu ári. Nú virðist sem lítill sem enginn samdráttur verði í landsframleiðslu á árinu og þjóðartekjur vaxi lítillega frá því í fyrra. Aðstæður í þjóðarbúskapnum eru nú kjömar til þess að mæta batn- andi árferði með skipulegum hætti. í því efni hefur okkur oft orðið illi- lega fótaskortur, síðast í aðdrag- anda kosninganna árið 1987, þegar stjórnvöld misstu tökin á framvind- unni. Miklu minni hætta er á því, að sú sorgarsaga endurtaki sig nú, ekki síst vegna þess að kjarasamn- ingar hafa verið gerðir, sem gilda fram yfir kosningarnar í apríl á næsta ári. Það þarf að leita allra leiða til þess að varðveita þennan góða árangur. Ekki síst er þörf á aðhaldssemi í stjórn ríkisfjármála. í ræðu minni á ársþingi Félags ísl. iðnrekenda sagði ég að grunur minn væri sá, að við íslendingar myndum almennt ekki átta okkur á þeim góða árangri, sem náðst hefur í efnahagsmálum að undan- förnu fyrr en útlendingar flyttu okkur fréttirnar og sannaðist þar að enginn sé spámaður í sínu föður- landi. Þetta gerði Halldór að upp- hafsorðum í grein sinni, greinilega fullur hneykslunar á þeim gömlu sannindum. Þegar fulltrúar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins voru hér á ferð á sl. hausti lýstu þeir ánægju sinni með aðgerðir stjórnvalda og var þó ekki búið að tryggja stöðugleika í verð- lagsmálum langt fram á næsta ár eins og nú er komið á daginn. Ég hef ástæðu til að ætla að OECD muni ljúka lofsorði á hagstjórnina hér í næstu skýrslu sinni um fram- vindu efnahagsmála á íslandi, sem væntanleg er síðar á árinu. Það er nefnilega svo, að afrakstur aðgerð- anna, sem hófust haustið 1988 gæti verið kennslubókardæmi um þann árangur, sem ná má með markvissri hagstjóm. Viðbrögð Halldórs Blöndal, al- þingismanns, við ræðu minni á þingi iðnrekenda eru dæmigerð fyr- ir nöldurtón stjómarandstöðunnar um þessar mundir. Sálarástand hennar er í djúpri depru, þrátt fyrir bjartari tíð. Við lestur greinar Halldórs hlýtur að riijast upp fyrir manni hinn al- kunni vísupartur: „Birtuna ekki Blöndal sér, þótt bjarmi af nýjum degi....“ Höfundur er iðnadar- og viðskiptaráðherra. Þegar þú vilt láta ferskleikann njóta sín ... Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til - fátt gefur meiri ferskleika. Hitaeiningar MS sýrður rjómí Majónsósa 10% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 5.7 37 1 msk (15 g) 17 112 100 g 116 753

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.