Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 4
4 €
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
Vidtirkeiming fyrir góðan bún-
að fískiskipa á Vestflörðum
lsafírði.
MAGNUS Jóhanncsson siglingamálastjóri var á Isafirði fyrir skömmu
til þess að veita viðurkenningu forsvarsmönnum sjómanna og útvegs-
manna í því skráningarumdæmi á íslandi þar sem fiskiskip voru að
jafnaði i bestu lagi á síðasta ári. Þá kynnti hann jafnframt útkomu
fimmta sérrits stofnunarinnar um öryggismál, en þar er fjallað um eld
um borð í skipum.
Þetta er fjórða árið sem Siglinga-
málastofnun veitir viðurkenningu
fyrir góðan útbúnað fiskiskipa, en
miðað er við útkomu úr skyndiskoð-
unum sem framkvæmdar eru af
starfsmönnum stofnunarinnar fyrir-
varalaust í öllum höfnum landsins. Á
síðasta ári voru 113 fiskiskip skoðuð
á landinu og af 920 atriðum sem
skoðuð voru, reyndust 722 í lagi eða
78,4%. Algengustu athugasemdir við
öryggisatriði voru varðandi loftinn-
tök og lokun þeirra, brunaviðvörun-
arkerfi, björgunarnet, neyðarlýsingu
og útrennsli af þilfari. Við athugun
kom í ljós að best búnu skipin voru
að jafnaði með einkennisstafina ÍS
en þar voru 84,4% atriða sem skoðuð
voru í lagi.
Siglingamálastjóri sagði á fundi
með fréttamönnum að öryggisbúnað-
ur skipa færi batnandi með hveiju
ári, en sífellt væri þörf á eftirliti og
umræðu um þessi mál. Hann sagði
að nú væri verið að skoða sjálfvirkan
sleppibúnað björgunarbáta, en í ljós
hefði komið að hann virkaði ekki
alltaf sem skyldi. Nú vissu menn að
ýmislegt annað en sjálf losunin úr
sætinu gæti haft áhrif á hvort gúmm-
íbjörgunarbátur kæmi upp þegar
skip sekkur, en ijármagn skorti nú
til áframhaldandi rannsókna. Á með-
an beðið væri niðurstöðu eru ekki
gerðar kröfur til nýrra skipa að þau
hafi sjálfvirkan sleppibúnað um borð.
Með s'iglingamálastjóra sátu fund-
inn Siguijón^ Hallgrímsson umdæ-
misstjóri á ísafirði og Páll Guð-
jnundsson deildarstjóri eftirlitsdeild-
ar. Kom fram í máli þeirra að ennþá
vantaði nokkuð á að fullnægt væri
ákvæðum um slysavamaæfingar um
borð í skipum lengri en 24 metra en
samkvæmt reglugerð bæri að halda
slíkar æfingar á þriggja mánaða
fresti. Þeir vildu jafnframt benda á
að þótt þeim bæri ef til vill að stöðva
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Frá afhendingu viðurkenninga Siglingamálastofiiunar vegna góðs
búnaðar í fiskiskipum á norðanverðum Vestfjörðum.
Rannsóknarlögreglu-
menn á námsstefim
Stykkishólmi.
NÁMSSTEFNA rannsóknarlögreglumanna var haldin liér í Stykkis-
hólmi dagana 31. mars og 1. apríl sl., ein hin fyrsta sem haldin er
utan Reykjavíkur. Fjölmenntu félagar á ráðstefhuna. Undirbúningur
hennar allur var í þriggja manna nefnd sem skipuðu þeir Eiríkur
Helgason, Sumarliði Guðbjörnsson og Gunnleifur Kjartansson. Náms-
stefhuna styrktu íslandsbanki og Sjóvá-Almennar.
Formaður stjómar, Hannes Thor-
arensen, setti námsstefnuna oggerði
grein fyrir tilgangi hennar. Þá voru
fluttir fyrirlestrar af þeim Hallvarði
Einvarðssyni, ríkissaksóknara,
Kristjáni Þorbergssyni, lögmanni,
Arinbirni Sigurgeirssyni, forstöðu-
manni rannsóknardeildar Sjóvá-
Almennra, og Bjama Bogasyni,
kennara við Lögregluskóla ríkisins.
Á eftir hveiju erindi voru umræð-
ur og fyrirspurnir. Fréttaritari fylgd-
ist nokkuð með námsstefnunni og
varð fróðari á eftir um gang lög-
reglumála og hversu mikil bylting
hefir orðið í þessu kerfi frá því hann
var áður um 20 ára skeið starfsmað-
ur sýslumanna bæði austan og vest-
an og breytingar á lögunum sem enn
hafa verið endurskoðuð og ganga
senn í gildi og ekki hefir kerfið ein-
faldast.
Fréttaritari átti stutt spjall við
Eirík Helgason sem var í farar-
broddi námsstefnunnar. Hann sagði:
„Það fer ekki milli mála að það
þarf meiri menntun og fræðslu fyrir
starfslið rannsóknarlögreglunnar.
Því þó menn gangi í gegnum Lög-
regluskóla ríkisins þarf alltaf meiri
fræðslu og endurnýjun. Þjóðfélagið
tekur breytingum ár frá ári, um-
gengnishættir breytast og ný mál
sem ekki hafa verið hjá okkur áður,
koma fram. Það er vandasamt starf
að vera rannsóknarlögreglumaður í
dag og má það almennt segja um
alia lögreglu og hvernig á að bregð-
ast við í ýmsum tilfellum."
- Telur þú að þessi námsstefna
hafi borið árangur?
„Tvímælalaust, þetta er eins og
upplyfting og endurnýjun. Hér kom-
um við alls staðar að og berum sam-
an bækur okkar og er það ekki lítils
virði. Við teljum, að í gegnum félags-
samtök okkar hafi náðst verulegur
árangur sem ég vona að skili sér í
starfi okkar í framtíðinni. Við finn-
um það best eftir þessa námsstefnu
að við erum heldur á eftir og þá er
bara að sækja í sig veðrið og gera
enn betur. Lögreglan er alltaf undir
smásjá. Það skulum við athuga.“
Fleiri voru á sama máli og það
eitt að eiga svona samverustund
utan við höfuðborgarsvæðið er mik-
ill styrkur.
„Við höfum verið hér í Hólminum
ásamt konum okkar þessa tvo daga
og viljum ekki láta hjá líða að geta
þess hversu hótelið hér hefir á allan
hátt staðið sig vel í öllu sem til þess
hefir verið leitað til með og starfs-
fólkið verið okkur mikil stoð. Það
er enginn vandi að mæla með slíkum
stað,“ sagði Eiríkur að lokum.
- Ámi
skip ef haffærni þess væri ekki í
lagi samkvæmt reglugerðum væri
ábyrgðin í hendi skipstjóra og út-
gerðarmanns og oft væri ekki látið
vita af breytingum á skipum sem
áhrif hefðu á sjóhæfni.
Sérritið „Eldur um borð“ hefur
nú verið sent öllum útgerðarmönnum
landsins eins og gert var með fyrri
ritin, en að sögn síglingamálastjóra
virtist svo vera í sumum tilfellum að
ritin kæmust ekki um borð í bátana
og væri það miður.
- Úlfar
Morgunblaðið/Árni
Bjarni Bogason í ræðustól á námsstefiiu rannsóknarlögreglumanna
í Stykkishólmi.
Minnisblað lesenda
MORGUNBLAÐIÐ veitir les-
endum sínum að venju upplýs-
ingar um heilsugæslu, sérleyfis-
ferðir, strætisvagna og aðra
þjónustu um bænadaga og
páska.
Slysadeild
Slysadeild og sjúkravakt Borg-
arspítalans er opin allan sólar-
hringinn. Sími þar er 696600.
Læknisþjónusta
Helgarvakt lækna er frá klukk-
an 17 á miðvikudegi fyrir páska
til klukkan 8.00 á þriðjudags-
morgni eftir páska. Símanúmer
vaktarinnar er 21230.
Veittar eru upplýsingar um
læknavakt og lyfjabúðir í síma
18888, sem er símsvari Læknafé-
lags Reykjavíkur.
Tannlæknavakt
Á skírdag, föstudaginn langa
og laugardaginn fyrir páska verð-
ur tannlæknastofa Sigurgísla
Ingimarssonar, Garðatorgi 3,
Garðabæ, opin frá klukkan 10 til
12. Síminn þar er 656588. Á
páskadag verður tannlæknastofa
Hannesar Ríkharðssonar, Ármúla
26, sími 685865, opin frá klukkan
10 til 12, og á annan í páskum
verður tannlæknastofa Jónásar
B. Birgissonar, Laugavegi 126,
sfmi 21210, opin frá klukkan 10
til 12.
Upplýsingar um neyðarvakt
Tannlæknafélagsins eru veittar
hjá Læknafélagi Reykjavíkur í
síma 18888.
Slökkvilið
Slökkviliðið í Reykjavík hefur
símann 11100, slökkviliðið í Hafn-
arfirði 51100 og slökkviliðið á
Akureyri 22222.
Lögregla
Lögreglan í Pteykjavík hefur
símann 10200, en neyðarsími
hennar er 11166 og upplýsinga-
sími 11110. Lögreglan á Akureyri
er í síma 23222, í Kópavogi 41200
og Hafnarfirði 51166.
Sjúkrabifreiðir
í Reykjavík er hægt að leita
aðstoðar sjúkrabifreiða í síma
11100, í Hafnarfirði 51100 og
Akureyri 22222.
Lyfiavarsla
Á skírdag er Borgarapótek opið
til klukkan 9.00 að morgni föstu-
dagsins Ianga. Á föstudaginn
langa, páskadag og annan í pásk-
um verður Holtsapótek opið allan
sólarhringinn, en á laugardaginn
verður Laugavegsapótek opið frá
klukkan 9.00 til klukkan 22.00.
Bilanir
Bilanir í hitaveitu, vatnsveitu
og gatnakerfi tilkynnist til Véla-
miðstöðvar Reykjavíkur í síma
27311. Þar verður vakt allan sól-
arhringinn frá skírdegi til annars
í páskum. Símabilanir er hægt að
tilkynna í síma 05 frá klukkan
8.00 til 24.00 alla daga. Raf-
magnsveita Reykjavíkur er með
bilanavakt allan sólarhringinn í
síma 686230. í neyðartiifellum
fara viðgerðir fram eins fljótt og
auðið er.
Guðsþjónustur
Tilkynningar um guðsþjónustur
eru á bls. 20-C og 21-C. Skrá
yfir fermingarbörn er á bls. 24-C
og 25-C.
Dagskrár útvarps- og
sj ónvarpsstöð va
Dagskrár útvarps- og sjón-
varpsstöðvanna, ásamt efnisúr-
dráttum nokkurra dagskrárliða
eru á bls. 1-B til 8-B.
Afgreiðslutími verslana og
söluturna
Leyfilegt er að hafa verslanir
opnar frá klukkan 9.00 til 16.00
laugardag fyrir páska, en að öðru
leyti verða þær lokaðar um pásk-
ana. Söluturnar mega vera opnir
á skírdag, laugardag fyrir páska
og annan í páskum til klukkan
23.30, en verða að venju lokaðir
á föstudaginn langa ogpáskadag.
Afgreiðslutími
bensínstöðva
Á skírdag og annan í páskum
verða bensínstöðvar opnar frá
klukkan 12.00 til 16.30, en álaug-
ardag fyrir páska frá klukkan
7.30 til 20.00. Þær verða hins
vegar lokaðar á föstudaginn langa
og páskadag.
Bifreiðastjórum er einnig bent
á sjálfsala sem eru á bensínstöðv-
um víðs vegar um borgina og á
landsbyggðinni.
Strætisvagnar
Reykjavíkur
Á skírdag verður ekið eins og
á sunnudögum, föstudaginn langa
hefst akstur um klukkan 13.00,
og verður ekið samkvæmt sunnu-
dagstímatöflu. Á laugardaginn
fyrir páska hefst akstur á venju-
legum tíma, og er þa ekið eftir
laugardagstímatöflu. Á páskadag
hefst akstur um klukkan 13.00
og er ekið samkvæmt sunnu-
dagstímatöflu, og á annan í pásk-
um verður ekið eins og á sunnu-
dögum.
Strætisvagnar Kópavogs
Á skírdag verður ekið eins og
venjulega á sunnudögum, en á
föstudaginn langa hefst akstur
um klukkan 14 og eftir það verð-
ur ekið eins og á sunnudögum.
Laugardaginn fyrir páska verður
ekið eins og á venjulegum laugar-
degi, á páskadag verður ekið eins
og á föstudaginn langa, og á ann-
an í páskum verður ekið eins og
á sunnudögum.
Mosfellsleið
Á skírdag og annan í páskum
verður ekið samkvæmt sunnu-
dagsáætlun. Á laugardaginn fyrir
páska verður ekið samkvæmt
venjulegri laugardagsáætlun, en
engar ferðir verða á föstudaginn
langa og páskadag.
Langferðabifreiðir
Gera má ráð fyrir því að um
þessa páska ferðist um 5000
manns með sérleyfisbifreiðum. Á
skírdag verður ekið á öllum leiðum
samkvæmt áætlun, en á föstudag-
inn langa og páskadag eru engar
ferðir á lengri leiðum, en ekið á
styttri leiðum samkvæmt stórhá-
tíðaráætlun. Á annan í páskum
er ekið samkvæmt sunnudags-
áætlun á flestum sérleyfum og
aukaferðum gjarnan bætt við.
Allar nánari upplýsingar um akst-
ur sérleyfisbifreiða um páskana
veitir BSÍ í síma 91-22300.
Vegaeftirlit
Símsvari Vegaeftirlitsins veitir
upplýsingar um færð á helstu
vegum í símum 91-21001 og
91-21002. Vegaeftirlitið verður
einnig með vakt frá klukkan 8.00
til 12.00 á skírdag, laugardag
fyrir páska og annan páskadag.
Tilkynningaþjónusta fyrir
ferðamenn
Ferðamenn geta hringt í síma
91-686068 allan sólarhringinn og
látið vita um ferða- ogtímaáætlun
sína, þannig að hægt sé að gera
viðeigandi ráðstafanir komi þeir
ekki fram á réttum tíma. Eru
ferðamenn hvattir til að notfæra
sér þessa þjónustu, hvort heldur
sem um er að ræða stuttar eða
langar ferðir. Þjónusta þessi er
rekin af Landssambandi hjálpar-
sveita skáta og Landssambandi
flugbjörgunarsveita í samvinnu
við vaktfyrirtækið Securitas,
ferðafólki að kostnaðarlausu.