Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 C 7 við setjum okkur og hvaða verk þarf þá að vinna? Hin almennu efnahagslegu mark- mið, sem ég trúi að allir séu sam- mála um, taka til góðra og traustra lífskjara og fullrar atvinnu. Meðal ajmarra markmiða, sem flestir vænt- anlega hallast að eru félagslegt ör- yggi og öflug menning. Þessi mark- mið eru reyndar ekkert frábrugðin því sem aðrar þjóðir setja sér. Þeim er svo aftur sameiginlegt að þeim verður illa fullnægt nema með öflug- um hagvexti. í þessu samhengi hlýt ég að benda á að góð lífskjör og myndarlegur hagvöxtur varða í reynd tilveru þjóð- arinnar og sjálfstæði og reyndar að líkindum í ríkari mæli Islendinga en annarra þjóða. Dragist íslendingar tiltakanlega aftur úr grannþjóðunum má búast við fólksstreymi úr landinu sem við þolum illa. Við því munu ekki duga neinar takmarkandi að- gerðir. Oflugt efnahags- og atvinn- ulíf, sem rís undir kröfum um félags- legt öiyggi og menningarstarfsemi er eina ráðið og þá jafnframt eitt af megin verkefnum okkar til þess. að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar. Hagvöxtur á Islandi hefur verið með lægra móti á undanförnum árum og einkar skrykkjóttur. Ég leyfi mér að skýra það ekki síst með því að við núverandi atvinnuhætti, þar sem hagvöxtur er nátengdur sjávarafla, sé íslenskt hagkerfi á mörkum hins mögulega. Auknum þjóðartekjum sem byggjast á uppsveiflu í afla eða verðlagi sjávarfangs fylgir gjarnan samdráttur, ýmist vegna endur- heimtu á afrakstursgetu fiskstofna ellegar verðlækkun. Við erum sem sagt að reka okkur upp undir eins konar þak. í sjálfu sér er þetta viðurkennt með þeirri almennu stefnumörkun, sem flestir a.m.k. virðast aðhyllast og birtist í óskum um iðnþróun ell- egar að fleiri stoðum verði skotið undir atvinnulífíð og fjölbreytni þess aukin. Ut frá þessum almennu sjónarmið- um og mikilvægi atvinnustefnunnar með tilliti til efnahagslegra mark- miða ætla ég nú að fara nokkrum orðum um leiðir og verkefni í at- vinnulífsmálum á Islandi, eins og málið horfir við af mínum sjónarhóli. Markaðssókn í sjávarútvegi Lítum fyrst á sjávarútveginn. Þar má benda á margt til þess að auka hagkvæmni bæði að því er varðar veiðar og vinnslu með skiuplags- breytingum. Ég læt það liggja á milli hluta þótt mikilvægt sé. Að hinu leytinu vaknar spurningin, hvort unnt sé að auka útflutningsverð- mæti á hveija einingu eða með öðrum orðum án aflaaukningar og auka þannig þjóðartekjur. Ég geri ráð fyr- ir að þetta sé það sem flestir eiga við, þegar þeir tala um aukna full- vinnslu. Það sem er á ferðinni má reyndar frekar nefna markaðssókn og vöruþróun. Hverjar eru þá forsendurnar fyrir því að þetta megi takast? í mínum huga eru þessar þær helstu: 1. Hindrunarlaus aðgangur að mörkuðum og öryggi um að slíkum forsendum verði ekki breytt. 2. Hlutleysi tolla gagnvart vinnslu- stigi vöru, þannig að tollar séu ekki hærri á unninni vöru en óunninni. 3. Öryggi fyrir því að eðlilegum samkeppnisskilyrðum sé ekki raskað t.d. með opinberum styrkjum og stuðningsaðgerðum við samkeppnis- aðila. 4. Samskonar eða ekki lakari al- menn starfsskilyrði á íslandi og fyrir hendi eru hjá samkeppnisþjóðum. 5. Markaðs- og vöruþekking og tæknikunnátta. Þijár fyrstu forsendurnar um að- gang að markaði, tolla og styrki til sjávarútvegs í öðrum löndum snúa að samskiptum okkar og samningum við umheiminn. Fjórða og fímmta forsendan um starfsskilyrði og þekk- ingu snýr einkanlega að okkur sjálf- um en reyndar líka út á við. í fjórða punkti er t.d. fólgið að greinin njóti jafngóðrar fjármálaþjónustu og sam- keppnisaðilar, og markaðs-, vöru- og tækniþekking fæst tæpast nema með miklum samskiptum við erlenda að- ila. Það sem nefnt er í þrem fyrstu liðunum um markaðsmál, tolla og opinbera styrki fellur reyndar beint að skilgreiningu á fríverslun, nema í henni ætla menn sér afnám tolla. Niðurstaða mín er sú að forsend- urnar fyrir aukinni markaðssókn og vöruþróun í sjávarútvegi séu, auk þess að vera undir okkur sjálfum komin varðandi hugvit og frum- kvæði, einkum og sér í lagi fólgin í samningum um markaðsmál, í auk- inni samvinnu við erlenda aðila og aðlögun að almennum starfsskilyrð- um eins og þau gerast í samkeppnis- og sölulöndum. Iðnþróun Víkjum þá að iðnaðinum og iðn- þróun. Ráðandi stjómmálaöfl hafa á seinustu áratugum öll haft að stefnu- miði öfluga iðnþróun, þótt áherslur hafi verið mismunandi t.d. að því er varðar stóriðju. Ég ætla ekki að ræða stóriðjuna. Skoðanir mínar á þeim málum trúi ég að séu þekktar sem og rökin fyrir því að uppbygging skuli eiga sér stað á því sviði og eign- arhlutföll erlendra og innlendra aðila í slíkum fyrirtækjum eigi ekki erindi í málið. En iðnþróun er ekki bara stóriðja, þótt mikilvæg sé. Þróunin á sviði annars iðnaðar eða almenns iðnaðar er síst beysnari en í stóriðjunni. Spurningin er, hvers vegna, hvað er til ráða? Landfræðileg lega hrekkur ekki sem skýring eða afsökun. Sam- göngur og samskipti em greið og ódýr. Söluvarningur er sendur heims- hornanna á milli. Fólksfæð verður heldur ekki tekin sem orsök, en hún er vitaskuld staðreynd sem við verð- um að ganga út frá við úrlausn verk- efnisins. í tækniþjóðfélögum ræður aðgangur að stómm vinnumarkaði ekki úrslitum heldur frekast aðgang- ur að tækni og þekkingu. Smæð þjóð- arinnar hefur því fyrst og fremst þær afleiðingar að við þurfum á óhindmð- um aðgangi að stærri markaði að halda. Það er meginstaðreyndin varðandi hinn takmarkaða mann- ijölda á íslandi og hugsanlega iðn- þróun. Þegar iðnþróun er íhuguð er at- hyglisvert að skoða það sem hefur verið að gerast og er að gerast í öðmm löndum. í mörgum þeirra er hvatttil erlendrar fjárfestingar. Okk- ar umræða hefur snúist um að tak- marka hana. Fyrirtæki, stór og smá, slá sér víða erlendis saman eða semja um samstarf til að nýta mátt sinn og þekkingu. Þessi samruni, þetta samstarf á sér ekkert síður stað yfir landamæri. Stefnan hefur verið og er í átt til opnunar landa á milli. Við höfum hins vegar rekið einskonar einangmnarstefnu. Úr því að hagur er að samstarfi og samruna fyrirtækja í stærri þjóð- félögum, þeim mun frekar ætti það að vera svo varðandi okkur. Við sem smærri emm þurfum enn frekar að- gang að tækni-, stjómunar- og sölu- þekkingu og samböndum, sem ein- ungis fæst með samstarfi við erlenda aðila og þá oft eingöngu með eignar- aðild eða eignarhaldi þeirra. Skýring mín á því hvers vegna iðnþróun hafi látið á sér standa er ekki síst sú haftastefna, sem fylgt hefur verið gagnvart erlendum aðil- um. Ég tel augljóst að ein af forsend- um öflugrar iðnþróunar sé endur- skoðun þessarar stefnu. Spurningin er aðeins hvemig, í hvaða áföngum og með hvaða öryggisskilyrðum. Ég nefni ofangreinda opnun á samstarfi við erlenda aðila, sem annað skilyrði fyrir öflugri iðnþróun á íslandi. Hið fyrsta var óhindraður aðgangur að stómm markaði með sérstakri til- vísun í fámenni okkar. Hið þriðja er sambærileg eða sama starfsaðstaða í iðnaði eins og tíðkast í samkeppnis- löndunum. Þetta skilyrði innifelur í mínum huga við núverandi aðstæður einkan- lega tvennt. Annars vegar samræmi í skattalegu tilliti og hins vegar að því er varðar fjármögnunarkjör og fjármálaþjónustu. Hið síðamefnda gildir vitaskuld um alla atvinnustarfsemi og við- skipti. Fjármögnunarkjör eru órjúfanlegur þáttur starfsskilyrða. Umfjöllunarefni í EES Ég minni á að atvinnustefnan snýst um styrkingu lífskjara og þar með hagvöxt, sem að sínu leyti er undirstaða félagslegs öryggis og öflugrar menningar. Þær forsendur sem ég hef rakið fyrir atvinnuþróun varða hindrunar- lausan aðgang að mörkuðum, sam- starf við erlenda aðila og sambærileg starfsskilyrði við atvinnulíf í sam- keppnislöndum eða m.ö.o. að við búum við sama hagkerfi og þau. Hvemig samrýmast svo þessar forsendur atvinnuþróunar á íslandi, því sem við er að fást á fjölþjóðavett- vangi? í rauninni er m.a. einmitt verið að semja um þessi sömu atriði bæði hjá GATT, en þó einkanlega að því er varðar hið evrópska efnahags- svæði. Ofangreindar forsendur at- vinnuþróunar á íslandi falla að miklu leyti saman við umfjöllunarefnin í þeim fjölþjóðasamningum, sem við emm þátttakendur í eða stöndum frammi fyrir. Verkefnin þar eru í samræmi við efnahagsleg markmið okkar. Það verður því tæpast litið á það sem fórn að semja um slíkar aðgerð- ir, eins og ég tel að sumir telji sér trú um. Þetta eru greinilega verk sem við verðum hvort eð er að hrinda í framkvæmd ef við ætlum okkur at- vinnuþróun og hagvöxt. I þeim samn- ingaumleitunum sem við er að fást er jafnframt samið um markaðsað- gang sem okkur er einkar mikilvæg- ur. Samningar núna um öll þau atriði sem ég hef talið eru tímabærir og þeir gefa okkur tækifæri til þess að reka önnur hagsmunamál okkar í leiðinni. Af þessu leiðir líka að við eigum ekki fyrst og fremst að leita að und- anþágum frá almennum ákvæðum, heldur stilla þeim í hóf. Við þurfum hins vegar vafalaust að semja um aðlögunartíma og öryggisákvæði á ýmsum sviðum. Tímasetningar og aðdragandi skipta okkur máli og ör- yggisákvæði geta verið ýmist nauð- synleg eða skynsamleg. Ég vil ekki gera lítið úr því að samningum af þessu tagi fylgi ýmis vandamál, sem ég vil þó í mörgum tilvikum frekar nefna úrlausnarverk- efni. En það væri alrangt að einblína á þau. Við verðum að festa sjónirnar við þann ávinning, sem við munum hljóta og þurfum að fá — við verk- efni sem við þurfum hvort eð er að vinna og munu skila okkur ábata. Ég veit að vísu að íslendingar hafa verið hikandi við hvert skref sem þeir hafa stigið í átt til afnáms hindrana í hagkerfmu og til sam- vinnu við erlenda aðila. Og þessi skref hafa verið umdeild. Þau hafa þó tvímælalaust skilað okkur vefu- legum ábata. Þetta á við um við- skiptafrelsi og afnám skömmtunar í upphafi viðreisnar. Þetta á við um samninga við erlenda aðila um at- vinnurekstur á íslandi, og það á við um aðild okkar að EFTA og fríversl- unarsamningana við Evrópubanda- lagið. Nú er komið að frekari skref- um á þessari braut. Eins og áður munu þau skila okkur umtalsverðum ávinningi. En rétt eins og áður þurfum við að yfirvinna óttann við hið óþekkta og við samstarf við erlenda aðila. Óttinn reyndist ástæðulaus, þegar skömmtun var afnumin, þegar geng- ið var í EFTA og í hverjum þeim áfanga sem tekin var. Svo mun eins reynast um þá áfanga, sem við stönd- um nú frammi fyrir. Markaðsaðgangur Umræðan snýst núna fyrst og fremst um EES, enda þar á ferðinni mjög viðamiklir samningar, en ég minni á að samtímis er verið að vinna að á ýmsan hátt hliðstæðum samn- ingum í GATT. Samningar um EES eru liður — veigamestur liðurinn af okkar sjónar- hóli — í stærri heildarmynd. Samn- ingar okkar um EES snúast auðvitað fyrst og fremst um það að tryggja hag okkar í Evrópu, en þeir snúast reyndar líka eins og ég vona að fram hafi komið um almenna samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs. Að því er markaðsaðgang varðar eru þessir samningar um EES á eng- an hátt á kostnað markaðsaðgangs annars staðar í heiminum og að því þurfum við að hyggja eftir sem áð- ur. í okkar utanríkisviðskiptum hljót- um við að reyna að tryggja okkur sem bestan aðgang að öllum helstu mörkuðum. Þetta er þeim mun mikil- vægara sem draga má úr áhrifum af verðlagslækkun á einum markaði með því að auka markaðshlut þar sem verðið er hagstæðara. Höfundur er fystafiilltrúi íslands hjá EFTA. Grein þessi erað meginstofni byggð á erindi höfundar á ársfimdi Iðnþróunarsjóðs. Sumarleyfi á Kýpur eða í Portúgal er góður kostur fyrir þá sem vilja kynnast nýju landi og njóta hvíldar og skemmtunar í leiðinni. Einstakt veðurlag, hreinar strendur, heillandi menning og minjar, einstaklega gestrisið og elskulegt fólk - og að auki fyrsta flokks hótel og öll þjónusta og afþreying sem Vesturlandabúar vilja njóta í sumarleyfinu. Prófaðu eitthvað nýttl Tveggja vikna ferðir frá kr. 42.700;■ * Meða/verð miðað viö 4 í stúdiói, 2 fullorðna og 2 börn, 2ja -11 ára og 1000 króna innlegg i ferðasjóðinn. Sjá ínnleggsmiða á öðrum stað i blaðinu. URVALUTSYN s5£p SUÐURGÖTU 7 • SÍMI 624040 Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, simi 26900. GOTT FÓLK/SlA,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.