Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
Þegar lygamúrinn hrundi
eftir Siglaug
Brynleifsson
Afleiðingar marxískrar/komm-
únískrar hugmyndafræði blasti við
heiminum þegar hulunni var svipt
af alþýðulýðveldavilpunum í Mið-
og Austur-Evrópu á byltingarárinu
1989.
Aðaleinkenni stjórnarfarsins í al-
þýðulýðveldunum og Sovétríkjunum
var/er alræði ríkisins/flokksins, al-
gjör fjarstýring framleiðslu, dreif-
ingar varanna, allra framkvæmda
og upplýsingaþjónustu. Listir og
bókmenntir eru samhæfðar þörf
valdstjórnarinnar og skólakerfið er
njörvað að kenningum marxista og
innan þess er innrætingin einlit,
nemendum innrættur hinn eini
sannleiki um ágæti alræðisstefnu
kommúnismans. Það er ekki rétt
að tala um marxismann sem ein-
hverskonar veraldleg trúarbrögð.
Hann er vissa, fullkomin vissa um
réttmæti kenninganna sem þjóð-
félagsvísinda og sagnfræðivísinda.
Atburðarás mannheima hefur frá
dögum frummannsins oft stefnt eft-
ir krókaleiðum (hér kemur díalektík-
in til sögunnar) til fullkomnunar
sósíalismans og kommúnismans.
Þ'eir sem hafa skilið þennan sann-
leika hafa „séð ljósið" og þeir vinna
frá þeirri stund að framvindunni
undir leiðsögn marxískra félagsvís-
inda, sem er holdtekin í valdhöfum
ríkisins.
Byltingarnar 1989 komu því
mörgum kommúnistum illilega á
óvart. Þegar tekið var að lýsa
ástandinu eins og það var og er í
ríkjum kommúnista, þá neituðu liðs-
menn og flokksbræður að trúa frétt-
unum. Töldu þetta vera auðvaldslygi
fyrst í stað. Kommúnistar töldu t.d.
sumir hveijir, að fyrstu hræringarn-
ar í Ungveijalandi og Póllandi væru
fjármagnaðar með Bandaríkjadoll-
urum. Þegar hræringamar jukust
og leiddu til byltinga þá var erfitt
að telja undirrót þeirra mútustarf-
semi vestrænna kapítalista. Og þeg-
ar valdamenn í sömu ríkjum tóku
að tala um umbætur þá varð þeim
öllum lokið.
Kveikja atburðarásarinnar aust-
an tjalds var allsleysi, skortur og
efnahagslegt öngþveiti, sem var
auðrakið til stokkfreðinna kenni-
setninga marxismans. Það var svo
komið fyrir fimm árum í Sovétríkj-
unum, að Míkhaíl Gorbatsjov tók
að ræða um umbætur, stjórnar-
stefnan var komin í þrot. Eymdin
og gjaldþrot marxískrar stjórnar-
stefnu varð öllum heimi augljós og
jafnvel valdaklíkunum sjálfum.
Kenningum Gorbatsjovs var fremur
tómlega tekið af flokksbræðrum
hans austan tjalds og vestan, márg-
ir bölvuðu honum í hljóði einkum
þegar frá leið.
Feimnismál í austri
Og svo hrundi lygamúrinn — og
margir þóttust sjá að heimsmynd
og hugmyndakerfi marxismans væri
hrunið, en ekki alþýðubandalags-
menn/kommúnistar hér á landi.
Þeim hafði tekist á mörgum árum
að koma sér fyrir innan veggja fjöl-
miðla ríkisins og afstaða þeirra kom
skírast í ljós í hljóðvarpsfréttum
Ríkisútvarpsins. Byltingarnar virt-
ust einskonar feimnismál fyrst í
stað, þeir sem sáu um fréttaflutn-
inginn virtust leitast við að gera
þýðingu atburðanna sem minnsta.
Þegar byltingarástand hafði skapast
í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu
og Rúmeníu og meginhluta frétt-
atíma evrópskra hljóðvarpsstöðva
var helgaður byltingarfregnum, þá
virtist oft á tíðum, að reynt væri
að fela fréttirnar að austan og hafa
frásagnimar sem stystar. í staðinn
voru langar útlistanir á hinni
svívirðulegu árás Bandaríkjamanna
inn í Panama, þar sem frelsishetjan
og eiturlyfjasmyglarinn Noriega réð
ríkjum, í krafti falsaðra kosningaúr-
slita og hers. Það virtist sem fréttir
af baráttunni við hersveitir ótínds
glæpamanns væru þýðingarmeiri en
fregnir af byltingunum 1989.
Oskhyggjan virtist í stuttu máli
vera mest fyrir því, að í lokin yrði
ófreskja sósíalismans í Austur-
Evrópuríkjunum jörðuð í kyrrþey.
Langar orðræður og útlistanir á
feluleik loðnunnar og um loðnu-
mjölsverð komu sér nú vel til þess
að fylla fréttatíma hljóðvarpsins.
Heldur glaðnaði því yfir fréttasmið-
um, ef Modrow kom með digur-
barkalegar yfirlýsingar um afvopn-
un og hvað þá um muninn á félags-
legri þjónustu í Austur- og Vestur-
Þýskalandi.
Svo komu viðtölin við alþýðu-
bandalagsmenn/kommúnista. Þeg-
ar rætt var við kvenkommúnista
nokkurn um ástandið í Austur-
Þýskalandi og Berlínarmúrinn, þá
mælti hún eitthvað á þá leið, að það
hefði orðið að reisa múrinn til þess
að koma í veg fyrir að meginhluti
íbúanna flýðu ekki land. Þetta er
vissulega afstaða!
Annar alþýðubandalagsmaður
sem hafði stundað nám í Austur-
Þýskalandi kvaðst alltaf hafa verið
óánægður með ástandið í landinu
og væri nú glaður yfír breytingum
á stjómarfarinu í átt til „lýðræðis-
legs sósíalisma". Fleira kom fram í
þessum fróðlegu viðtölum um af-
stöðu íslenskra flokksbræðra
Honeckers og Sjáseskús til atburð-
anna.
Með aftöku Sjáseskús og þeim
lýsingum sem birst hafa á ömurlegu
ástandi í Rúmeníu, tóku alþýðu-
bandalagsmenn að sveija af sér all-
an félagsskap við þann mann. Eftir-
mælin sem Sjáseskú og nánasta lið
hans fékk, var „morðingjahyski" og
fleira í þeim dúr. En morðingjahy-
skið var víðar en í Rúmeníu. Morð-
sveitir kommúnista létu talsvert að
sér kveða allan þann tíma sem al-
þýðulýðveldin voru og hétu. Og hvað
um Lenín og Stalín og arftaka
þeirra?
Það er nú kunnugt og hefur
reyndar lengi verið, að glæpasamtök
hryðjuverkamanna rauðu herdeild-
irnar og fleiri slíkar, hafa verið ijár-
magnaðar og vopnaðar af vald-
höfum alþýðulýðveldanna. Æfínga-
búðir fyrir þetta lið hafa fundist
nýlega í Austur-Þýskalandi og nú
þegar þetta er ritað berast fregnir
um að írski lýðveldisherinn óski eft-
ir viðræðum við bresk stjórnvöld.
Hvers vegna núna? Er minna vopna-
og Ijárstreymi frá alþýðuiýðveldun-
um en áður, eða hefur tekið fyrir
það?
Svardagar
alþýðubandalagsmanna
En hér á landi standa svardagar
alþýðubandalagsmanna yfir. Um
algjört tengslaleysi við þessi dýrð-
arríki, þessi lönd lífsgleðinnar, eins
og þau vor Iengst af uppmáluð af
sama liði. Og svo hefur talsverður
hluti þessa- liðs notið mikillar gisti-
vináttu í þessum ríkjum, en það er
nú gleymt. Nú er áherslan og átak-
ið til „lýðræðislegs sósíalisma" og
„almannaheillar“ sbr. Honecker,
sem lýsti því nýlega yfir, að hann
hefði staðið að almannaheill alla
sína stjórnartíð og aðeins gerst brot-
legur með því að láta falsa útkomu
úr frjálsum kosningum fyrr á árinu
1989. En flokksbræður hans í Aust-
ur-Þýskalandi hafa ákært hann fyr-
ir spillingu og látið að því liggja að
hann hafi verið viðriðinn eiturlyfja-
sölu í þeim tilgangi að hressa við
fjárhag ríkisins í þágu almannaheill-
ar. Félagar Castrós á Kúbu stund-
uðu samskonar atvinnu, en voru
hengdir fyrir, en ekki er vitað hvort
kúbönsk stjórnvöld hafa lagt niður
þá atvinnugrein þar með.
Eins og áður segir hefur alþýðu-
bandalagsmönnum tekist að hreiðra
um sig innan ýmissa stjórnarstofn-
ana og hafa þannig í höndum sér
stjórnun og mótun í þeim greinum
sem heyra undir viðkomandi stofn-
anir. í nýlegri úttekt á skólakerfinu
í Austur-Þýskalandi sem var stjórn-
að og mótað til þess að innræta
nemendum marxískar kenningar
Siglaugur Brynleifsson
„Eftir byltingarnar í
Austur-Evrópuríkjun-
um voru viðbrögðin
mjög afdráttarlaus
varðandi marxíska inn-
rætingu í skólakerfinu.
Henni var algjörlega
hafiiað bæði í Austur-
Þýskalandi og Tékkó-
slóvakíu. Kennslu- og
fræðibókum í sögu og
samfélagsfræðum var
kastað á haugana. Inni-
haldið voru lygar og
falsanir á öllum raun-
veruleika samtíðar og
fortíðar.“
eiginlega frá blautu bamsbeini,
blasir við óhugnanleg staðreynd,
sem er sögufölsunin og furðuleg
fræðsla um samfélög í austri og
vestri nú á dögum. Megináherslan
var lögð á pólitíska uppfræðslu í
marx-lenínisma. Fyrirtveimur árum
kvað Gorbatsjov upp úr með það,
að margt væri að athuga við sov-
éskt skólakerfi og ekki síst sögu-
kennslu í sovéskum skólum. Rúss-
neksir sagnfræðingar, þeir sem
höfðu orðið að þegja í sjötíu ár, tóku
við sér og útlistuðu ástandið með
þeim orðum, að „opinber saga Sov-
étríkjanna, eins og hún væri kennd,
væri lygi frá rótum“. Heimildir um
viðbrögð stjórnvalda kerfisins eru
ókunn hingað til.
Innræting í skólunum
Eftir byltingarnar í Austur-Evr-
ópuríkjunum voru viðbrögðin mjög
afdráttarlaus varðandi marxíska
innrætingu í skólakerfinu. Henni
var algjörlega hafnað bæði í Aust-
ur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu.
Kennslu- og fræðibókum í sögu og
samfélagsfræðum var kastað á
haugana. Innihaldið voru lygar og
falsanir á öllum raunveruleika samt-
íðar og fortíðar. Talsverður hluti
kennaraliðsins var settur í endur-
hæfíngu og menntamálaráðherrum
þessara ríkja var vikið frá.
Marxísk innræting var grunn-
stefna skólakerfis Austur-Evrópu-
ríkjanna og þá fyrst og fremst í
sögu og samfélagsfræðum. íslensk-
ar kennslubækur í þessum greinum
eru sama marki brenndar. Skóla-
stefna og framkvæmd hennar um
stjórnun og mótun efnisvals og
kennslu er gundvöllur hvers sam-
félags um heimsmyndina, þekkingu
á fortíð og nútíð. I engum stofnun-
um samfélagsins er auðveldara að
koma að kommúnískri innrætingu
eins og innan skólakerfisins með
fölsun sögunnar og samfélagsfræð-
anna. Til þess þarf einnig starfslið
eða kennara sem hafa hlotið marxí-
ska innrætingu, beinlínis fái því
skyni að forskólanemendur í heims-
mynd kommúnismans með barna-
lærdómskverum í kommúnískri/-
marxískri hugmyndafræði. Kverm
sem þjóna þessum tilgangi í íslensku
skólakerfi eru þær kennslubækur í
samfélagsfræði og sögu, sem skóla-
þróunardeild menntamálaráðuneyt-
isins ásamt útgáfustjórn Náms-
gagnastofnunar ákveður að skuli
kenna í grunnskólum landsins.
Kennslubækur þessar eru skrifaðar
með marxíska hugmyndafræði að
leiðarljósi. Samkvæmt þeim er hvati
allra samfélagsbreytinga, stéttabar-
áttan og ráðandi öfl fyrri alda kúg-
unaröfl, sem stunduðu arðrán al-
þýðunnar. Til þess að allt falli sam-
an, þarf að falsa forsendur ýmissa
atburða og skekkja atburðarásina
svo að hún falli að kenningunum
um sögulega þróun. Gert er sem
minnst úr áhrifum kirkjunnar og
trúarlegrar meðvitundar þjóðarinn-
ar. Varðandi kristindóms-
fræðslubækur er stefnan mörkuð
af „kristo-marxistum" frelsunar-
guðfræðinnar. Hér virðist stefna að
afhelgun kristinna kenninga ásamt
uppfræðslu í hindúisma og múha-
meðstrú.
Sögubókum fylgja verkefni, sem
nemendum er ætlað að vinna, þau
markast af pólitískri þrönghyggju
og einsýni höfundanna. Arðrán og
stéttabarátta eru forteiknin. Hin
marxíska innræting blasir þó skírast
við í mannkynsögunni, sem Náms-
gagnastofnun dreifir í grunnskóla
landsins, sem nefnist „Samferða um
söguna“ undirtitillinn ætti að vera:
Undir leiðsögn marxismans. Sú bók
er dæmigerð innræting marxískrar
söguskoðunar og útlistunar í þeim
dúr. Heilum tímabilum er sleppt og
einnig ýmsum lykilatburðum mann-
kynssögunnar eins og t.d. uppkomu
kristninnar. Nafn Jesú Krists finnst
ekki í þessu kveri. Um listir og bók-
menntir gegnir sama máli, Shake-
speare finnst ekki á spjöldum þess-
arar mannkynssögu og fremstu
málara endurreisnar og síðari tíma
er hvergi getið. Aftur á móti er
miklu rými varið til umfjöllunar
frelsishetjanna á Kúbu og víðar.
Útgáfa móðurmálsbóka Náms-
gagnastofnunar er kafli út af fyrir
sig og „átak“ þeirrar stofnunar er
nú að berá greinilegan árangur,
ekki síst í fjölmiðlum. Námsbækurn-
ar einkennast af sljóleika, trassa-
skap, ónákvæmni og álappalegum
skrípatilburðum sem höfundar virð-
ast álíta að höfði til barna og ungl-
inga, en reynslan er sú að saman-
tektir þessar þykja hundleiðinlegar.
Það liggur við að álíta að stefnan
sé að rústa málkennd og málsmekk.
Enda gæti það komið sér vel síðar,
þegar tekið er til við að uppfræða
viðkomandi í kenningum „vísinda-
legs sósíalisma" með einföldum
frösum og á mjög svo auðskildu
götumáli. Þá kemur sér vel tak-
markaður málskilningur og orða-
skilgreining, ónákvæmni og sljóleiki
málvísa — kennslubókanna.
Nú, þegar Austur-Evrópubúar
vinna markvisst að því að afleggja
marxíska innrætingu í kennslubók-
um í sagnfræði og samfélagsfræð-
um, þá er tötra marxísku kennslu-
efni haldið að íslenskum nemendum.
Þannig er skólastefnan; útgáfubæk-
ur Námsgagnaútgáfunnar eru í
sögu og samfélagsfræðum marxískt
innrætingarátak innan grunnskóla
og innan framhaldsskólanna eru
þær bækur notaðar sem falla að
málstaðnum. Talsverður hluti
íslenskrar kennarastéttar virðist
hafa fullan hug á að láta ekki deig-
an síga um kommúníska innrætingu
og vinna sem góðir alþýðubanda-
lagsfélagar að útbreiða fagnaðarer-
indið, nú „lýðræðislegan sósíalisma"
og aðstoða forystusveit flokks síns
við að blása nýrri/gamalli lygi í
hræið.
Því geta félagsbræður Honeck-
ers, Sjáseskús og kínverska komm-
únista svarið af sér félagsskapinn,
sýnt „fráhvarfseinkenni", étið ofan
í sig fyrri yfirlýsingar og reynt að
vera „manneskjulegir kommúnist-
ar“ í framan án þess að hvika hið
minnsta frá málstaðnum. „Merkið
stendur", þótt útlistanir á málstaðn-
um hafi tekið tímabundnum og
nauðsynlegum breytingum (hér
kemur díaiektíkin í góðar þarfír) til
þess að villa á sér heimildir. Meðan
ríkjandi skólastefna ræður lifir mál-
staðurinn „hreinn og klár“ og meira
en það, jarðvegurinn er plægður
fyrir sáningu
Miðstýring og
Alþýðubandalagið
Fréttamiðlun og ekki síður ýmsar
fréttaskýringar og ríkjandi skóla-
stefna eru kommúnistum/Alþýðu-
bandalagi „geysi hagligar geitur“
og við hagræðið bætist síðan margt
í stefnumörkunum núverandi ríkis-
stjórnar, þar sem sitja þrír alþýðu-
bandalagsmenn/kommúnistar.
Stefna sósíalismans/kommúnism-
ans er samhæfing allra krafta sam-
félagsins til átaka til sameignarsam-
félags. Almannaheill er viðfangsefn-
ið. Velferðarríkið er markmiðið.
Fyrirmyndir sóttu alþýðubandalags-
menn fyrir byltingu til ríkja Austur-
Evrópu, þar sem að þeirra sögn ríkti
velferðarkerfi. Til þess að svo mætti
verða varð stjórn landsins að byggja
á miðstýringu, eins og lýst er í upp-
hafi þessarar greinar.
Með setu í núverandi ríkisstjórn
hafa alþýðubandalagsmenn góða
aðstöðu og oft bein tækifæri til þess
að vinna að undirbúningi komm-
únískra stjórnarhátta hér á landi
og virðist þeim hafa orðið talsvert
ágengt einkum varðandi aukna mið-
stýringu og þar með afskipti af
smáu sem stóru. Það bætir einnig
aðstöðu þeirra, að hér á landi hafa
þegnarnir lengi búið við miðstýringu
ríkisvaldsins á Ijölmörgum sviðum.
Kvótafyrirkomulag, skömmtun,
bein og óbein afskipti af aðalat-
vinnuvegum þjóðarinnar og að því
er virðist andúð á sjálfstæðum og
vel reknum einkafyrirtækjum. Ein-
staklingar sem hafa sýnt verulega
hugkvæmni og bryddað upp á nýj-
ungum, sem hafa stundum valdið
þáttaskilum í íslenskri atvinnusögu,
slíkir menn eru fremur litnir horn-
auga og pólitískum öflum hefur oft-
ast tekist að leggja steina í götu
þeirra.
Aðstaða ríkisvaldsins nú til af-
skipta og miðstýringar er mun betri
en oft áður vegna hins undarlega
fjármagnskostnaðar sem viðgengst
hér á landi, sem er slíkur að fijáls
atvinnurekstur er svo til útilokaður.
Þetta býður upp á afskipti ríkis-
valdsins, ríkisvaldið veitir fyrirtækj-
unum fyrirgreiðslu og nær þannig
tangarhaldi á atvinnurekstri lands-
manna. Ofan á þetta bætist stórauk-
in skattheima svo að þrengt er að
myndun fjölhyggjusamfélags hér á
landi. Skattheimtan bein og óbein
er réttlætt með nauðsyn velferðar-
kerfisins. Hvort vilja menn fremur
velferðarkerfi eða minni afskipti
ríkisvaldsins? Það þarf að fórna ein-
hveiju fyrir kerfið!
En er þetta kerfi „velferðarkerfí“?
Er samfélagið eitthvað í áttina við
velferðarsamfélag?
Lágmarkslaun, eftirlaun, örorku-
bætur fínnast hvergi lægri á Vest-
urlöndum en hér á landi. Þessar
greiðslur eru þar rýrar að ekki verð-
ur á þeim skrimt, á móti kemur svo
velferðarkerfið og opinber þjónusta.
Menn geta legið og gengið undir
hnífinn á skurðstofum sjúkrahús-
anna og dáið þar ókeypis. Ýmsar
smáskitlegar sposlur að auki eru
taldar til tekna þegnanna. En út-
koman úr allri félagshyggjunni, só-
síölsku velferðarkerfí og jafnaðar-
stefnu er íjarri því að skapa hér
velferðarríki, þetta kerfi hér á landi,
eins og það er mótað og því er stýrt
af núverandi ríkisstjórn, er ekki
velferðarkerfi, heldur „contradictio
in adjecto" — rökfræðileg mótsögn
— fals eitt og hræsni, sé litið á
kerfíð og samfélagið í heild.
Aftur á móti er ekki laust við að
kerfið búi þeim sem um það fjalla,
yfirkontóristum, einhveija fjárhags-
velferð. Hin margvíslegu afskipti
ríkisvaldsins krefjast stóraukins
kontóristaskara, þjóna ríkisvaldsins,
það sem Max Weber kallaði „hið