Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
C 15
Friðrik Jesson og kona hans, Magnea Alexandersdóttir Sjöberg.
Enn er ótalið að Friðrik iðkaði
glímuæfingar og keppni á yngri
árum, svo og knattspyrnu, náði svo
langt að hljóta sæmdarheitið Glímu-
kóngur Vestmannaeyja. Eitt sinn fór
hann í keppnisferð um Vestfirði og
Norðurland með Val í Reykjavík, svo
að sýnt er að hann hefur þótt góður
liðsauki á knattspyrnuvelli. En
keppnisferill Friðriks varð því miður
skemmri en efni stóðu til, því að
hann veiktist af berklum og varð að
hætta hverskonar íþróttakeppni.
En kennslunni hélt Friðrik áfram
ótrauður fram undir sextugt, stjórn-
aði leikfimisýningum karla og
kvenna, svo og keppnisgreinum, t.d.
handbolta.
Árið 1964 urðu þáttaskil á starfs-
ævi Friðriks Jessonar, er hann hvarf
frá kennslu og sneri sér að náttúru-
gripasafni. Best er að láta hann sjálf-
an lýsa aðdraganda þess og viðfangs-
efnum að nokkru leyti. Sú frásögn
ertekin úr Þjóðhátíðarblaði Týs 1987
— og er raunar þaðan fengið ýmis-
legt af þeim upplýsingum, sem að
framan eru skráðar.
Friðrik segir: „Eg kenndi alveg
sleitulaust til ársins 1964, eða þar
til Guðlaugur Gíslason þáverandi
bæjarstjóri kom til mín og sagði mér
að þáð væri áhugi fyrir því að stofn-
setja náttúrugripasafn. Mér leist vel
á þetta, en stakk þó upp á því að
upplagt væri að setja einnig upp sjáv-
ardýrasafn. Það var fallist á það
strax.
Áður en hafist var handa og ég
tók þetta að mér, setti ég það sem
skilyrði að ég færi utan til að kynna
mér starfsemi sjávardýrasafna. Á
það var fallist. Ég fór síðan út, fyrst
til Danme,rkur og síðan til Bergen í
Noregi, og þar var ég lengst.
Magnea kona mín fór með mér.
Okkur var vel tekið og sýnt allt sam-
an.
Safnið opnuðum við síðan 1964
og fiskasafnið árið eftir. Við unnum
allt sumarið 1964 og síðan opnuðum
við um haustið. Það hefur nú ýmsu
verið bætt við síðan þá. Nú seinast
þeirri höfðinglegu gjöf sem steina-
safnið er, en það gáfu þau hjónin
Sveinn Guðmundsson og Unnur kona
hans. Þá breyttum við töluverðu inn-
anhúss í safninu. Steinasafnið er
mjög gott og til vitnis um það er að
Náttúrugripasafn íslands ætlaði að
ná í safnið, en það var nú ekki, því
gefendur ætluðu safninu til Vest-
mannaeyja.
Margt ánægjulegt hefur komið
upp á í starfinu við safnið á þessum
árum og ýmsar uppgötvanir verið
gerðar um hluti, sem áður var álitið
að ekki gætu gerst. Já, það hefur
verið sýnt og sannað ýmislegt á safn-
inu úr sjávardýralífinu. Ég get nefnt
sem dæmi rauðmagann og gráslepp-
una. Það var talið að þessi fiskur
lifði einungis á skera eða maðki.
Sigfús Schopka kom hér eitt árið,
en hann stundaði nám í Þýskalandi.
Spurði hann okkur hvort ekki væri
erfitt með fæðugjöfina. Ég svaraði
því neitandi, því þeir ætu hvað sem
væri hjá okkur, loðnu, hrogn og síld.
Þetta sýndi ég honum og þá sagði
hann: Ja, ég er hræddur um að ég
hafi fréttir að færa prófessorunum
úti í Þýskalandi. Nú, svo höfum við
verið með loðnu, sem hrygndi hjá
okkur. Það er svolítið sérstakt. Hún
hegðar sér þannig, að hún syndir í
hringi og byrjar að mynda eins og
stóran fótbolta. Allt í einu skýst loðn-
an, að okkur fannst í fyrstu, en þær
reyndust vera tvær, út úr hringnum.
Þetta voru hrygna og hængur, föst
saman. Hún hrygndi en hann frjóvg-
aði á leiðinni út í búrið, og ef hún
var ekki búin að losa sig við hrogn-
in, fóru þau inn í boltann aftur. Svona
hringsnerist þetta í tvo klukkutíma.
Þá loks var allt búið og þetta leyst-
ist upp. Þetta var fest á kvikmynd
og heppnaðist vel, að því er mér
skildist.
Svo var það annað, sem ekki var
vitað áður, en það var hrygning hjá
steinbít. Þannig er að þegar hrygnan
er búin að hrygna hringar hún sig
utan um hrognin og hrognin eru í
miðjunni. Eftir einn eða tvo daga
ráðast hængarnir á hrognin og byija
að éta þau, það sem þeir ná í. Hrygn-
an étur aldrei hrognin, við höfum
aldrei séð það. Þetta var einnig allt
tekið upp, nú á myndband, þeir voru
látnir vita af því fyrir sunnan, þar
sem talið var að tekist hefði að festa
þetta íi filmu í fyrsta skipti svo vitað
væri. Áhuginn var enginn.
Nú höfum við sýnt og sannað
hvernig ástarlífið fer fram hjá trölla-
krabbanum, stærsta krabba við ís-
land. Karlkrabbinn, sem er miklu
stærri en daman, nær henni og held-
ur henni undir sér með einum fæti.
Það tekur hinsvegar þijá til fjóra
mánuði að daman verði ástfangin og
þýðist karlinn. Úr því Rrygnir hún
og hann fijóvgar. Það hefur einu
sinni skeð að við höfum fengið krabb-
alirfu, og tók það þijár til fjórar vik-
ur. Við höfum núna verið að sýna
hrygningu hrognkelsa og getum sýnt
eftir tvo mánuði, með stækkunar-
gleri á búrinu, hjartað slá. — Já, það
er alltaf mikið að snúast á safninu."
Og í öðru blaðaviðtali alllöngu
áður er Friðrik spurður, hvernig
fiskasafnið líti út. Hann svarar:
„Þegar fyrst er komið inn i safn-
ið, blasa við uppsett dýr, fiskar, fugl-
ar og sitthvað fleira, í svokölluðum
fremri sal. En innar af honum tekur
við hið lifandi fiskasafn, og þar eru
tólf stór búr, þar sem fyrst og fremst
eru sjávardýr, sem fundist hafa- í
kringum Vestmannaeyjar."
Síðan er spurt um sjaldgæf sjávar-
dýr safnsins. Friðrik svarar:
„Við erum til dæmis með sæfíla,
mjög stóra. Munu þeir vera stærstu
sæfílar, sem fundist hafa í Evrópu,
eða eru finnanlegir þar nú. Ennfrem-
ur er þarna mjög sjaldgæf krabba-
tegund, sem er stærsti krabbi hér
við ísland, og það var nú svo langt
komið, að það átti að fara að veiða
þennan krabba, því að Guðni Gunn-
arsson fiskifræðingur, sem lengi hef-
ur starfað í Bandaríkjunum, hann
hefur verið að koma til okkar annað
kastið og hefur tjáð okkur, að þessi
krabbi muni vera einhver dýrasta
niðursuðuvara, sem um væri að ræða
í Bandaríkjunum.“
Eins og kom fram hér fyrr hefur
Friðrik fengist við uppstoppun dýra,
einkum fugla, en hann hefur líka
gefið sig að fuglaskoðun úti í náttúr-
unni, og er þess m.a. getið að hann
'hafi greint tvær tegundir hins sjald-
gæfa fugls sæsvölu í úteyjum Vest-
mannaeyja, en áður var aðeins vitað
um eina tegund. Þannig má segja
að Friðrik hafi verið vakinn og sofinn
varðandi efni, sem tengdust'náttúru-
gripasafninu, enda hefur hróður
safnsins borist víða fyrir tilverknað
hans.
Friðrik Jesson hefur verið sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir
störf að íþrótta-, félags- og menning-
armálum. Einnig hefur stjórn
íþróttasambands Islands veitt honum
æðstu viðurkenningu sína, heiðurs-
orðuna, og á líkan hátt hefur stjórn
Knattspyrnufélagsins Týs heiðrað
hann með gullmerki sínu. Undirritað-
ur þykist geta borið um það sem
gamall Týsfélagi, að þótt Friðrik
væri þar félagsbundinn og í forystu-
liðinu lét hann ekki ríg milli íþrótta-
félaganna hafa nein áhrif á sig, var
yfír það hafinn. Hann var kunnáttu-
maður í íþróttum, sem var fyrst og
fremst góður Vestmanneyingur.
Kona Friðriks er Magnea Alexand-
ersdóttir Sjöberg, sænsk í föðurætt.
Hún var meðal fyrstu nemenda Frið-
riks í fimleikum og segist hann eiga
henni mikið að þakka, hve vel hún
styrkti hann í störfum hans, bæði
við kennslu og safnvörslu.
Höfundur er tæknifræðingur.
Vetrarmót Harðar:
Erling afkastamikill
í skeiðinu að venju
Hestar
Valdimar Kristinsson
VETRARMÓT Harðar var haldið
á Varmárbökkum á laugardag.
Keppt var í tölti og skeiði. I tölti
sigraði Garðar Hreiusson á
Dropa, í öðru sæti varð Erling
Sigurðsson á Þorra og Snorri
Dal Sveinsson á Drottningu
þriðji.
I kvennaflokki sigraði Herdís
Hjaltadóttir á Snjall,- önnur varð
Kolbrún Ólafsdóttir á Stjarna og í
þriðja sæti Sigríður Fjóla á Losta.
I unglingaflokki sigraði Guðmar
Þór Pétursson á Limbó, önnur varð
Berglind Árnadóttir á Rífandi
Gangi og í þriðja sæti varð Elísabet
Gísladóttir á Stóru Stund.
í 150 metra skeiði sigraði Erling
Sigurðsson á Flugari á 15.5 sek. I
öðru sæti varð Þorvarður Frið-
björnsson á Feyki á 16.27 sek. Erl-
ing var einnig með hest í þriðja
sæti, sem var Andrés, en hann
skeiðaði á 16.35 sek. Eru þessir
skeiðhestar þar með komnir með
farseðil á landsmótið en lágmarks-
tími til þátttöku í 150 metra skeiði
er 16.5 sek.
Morgnnblaðið/Valdimar Kristinsson
Erling kemur í mark á Flugari á 15,5 sek. Þorri og Feykir fylgja fast
á eftir á einhverju öðru en skeiði.
Bújörð óskast
Óskum eftir bújörð með góðum
byggingum og allmiklum
fullvirðisrétti.
Upplýsingar í símum 91-20481 eða 91-50979.
m
LJOSMYNDARINN
I MJODDINNI SIMI 79550
JOHANNES LONG