Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
26 C____________________
Aftnæliskveðja:
Elísabet Waage
Áttræð 17. apríl.
Hún Elísabet föðursystir mín
kom sólarmegin inn í þessa til-
veru. Hún var elsta barn ungra
og glæsilegra foreldra og mér er
sagt að fánar hafi verið dregnir
að húni við fæðingu hennar. Þótt
ýmsir erfiðleikar hafi knúið dyra
hjá Elísabetu á þeim áttatíu árum
sem síðan eru liðin hefur hún
ævinlega haldið sig sólarmegin og
brugðið birtu og yl á veg sam-
ferðamanna með einstæðum per-
sónutöfrum og hjartahlýju. Og ef
til vill hefur sjaldan verið bjartara
yfir henni en nú, í skini kvöldsólar-
innar, þar sem hún lítur yfír far-
sælan æviveg.
Foreldrar Elísabetu voru Guð-
rún Thorsteinsson frá Bíldudal og
Gunnar Egilson sem síðar varð
forstjóri Brunabótafélags íslands
og erindreki SÍF : Miðjarðarhaf-
slöndum. Þau eignuðust alls átta
börn og eru þau öll á lífi nema
Katrín Hrefna sem dó á öðru ári
og Þorsteinn faðir minn, sem lést
árið 1983, sjötugur að aldri. Hin
systkinin eru Asthildur, Helga,
Katrín, Þórunn og Gunnar.
Bernskuheimili þeirra var ýmist
hér heima, í Bandaríkjunum, á
Ítalíu eða Spáni og yngstu systkin-
in fjögur fæddust raunar öll er-
lendis. Þetta var kátur hópur og
samheldinn og óvíða hljóma inni-
legri gleðihlátrar en þegar þau
systkinin eiga stund saman.
En áhyggjuleysi æskuáranna
varaði skemur en nokkurn hafði
órað fyrir. Gunnar hafði átt við.
vanheilsu að stríða og hélt heim-
leiðis frá Spáni til að fá bót meina
sinna. Elísabet fór með honum,
aðeins 17 ára gömul, og það var
henni þungbær reynsla að.horfa
eftir honum yfir móðuna miklu,
fjarri móður sinni og systkinum.
Og nú tók við erfið lífsbarátta í
Reykjavík kreppuáranna.
Systkinum Elísabetar er minnis-
stætt hversu hjálpfús hún var þeim
og móður sinni og bjartsýn og
dugleg þótt á móti blési. Hún hóf
störf við Hljóðfæraverzlun Katrín-
ar Viðar, enda jafnan áhugasöm
um tónlist sem og aðrar listgreinar
og heimur listarinnar opnaðist
henni upp á gátt er hún giftist
hinum ástsæla leikara, Indriða
Waage. Hún fylgdist með list-
rænni sköpun hans af lífi og sál
og tók þátt í sigrum hans og and-
streymi. Börnin þeirra tvö, Kristín
félagsráðgjafi og Hákon leikari,
ólust upp við mikið ástríki á gest-
kvæmu heimili. Þegar þau stálpuð-
ust hélt Elísabet út á vinnumark-
aðinn löngu áður en giftar konur
tóku almennt að hasla sér þar
völl. Hún starfaði hjá Ferðaskrif-
stofu ríkisins fram yfír sjötugt og
þar öfluðu tungumálakunnátta og
persónutöfrar henni vina hvað-
anæva úr heimi. Hún lagði sig
fram um að leysa hvers manns
vanda, gladdist með glöðum og
sýndi hluttekningu þeim sem
hennar þörfnuðust. Fólk dróst að
henni eins og segull að stáli og
starfið var henni mikils virði, ekki
síst eftir að Indriði lézt langt um
. aldur fram árið 1963.
Þótt Elísabet Waage hafi ekki
unnið listsigi'a í þess orðs fyllstu
merkingu er hún meiri listamaður
en flestir sem ég þekki. Hún hefur
nefnilega alla tíð kunnað öðrum
fremur listina að lifa og listina að
gefa. Þeir, sem það kunna, verða
aldrei daprir og einmana og stund
með þeim verður ávallt að hátíð.
Kannski þá hafi rennt grun í þessa
eiginleika Elísabetar, góðborgar-
ana, sem flögguðu fyrir henni þeg-
ar hún fæddist.
Guðrún Egilson
Elísabet Waage tekur á móti
gestum í félagsheimili Sambands
ísl. bankamanna, Tjarnargögu 14
á afmælisdaginn, frá kl. 17-19.
NATTURUFEGURÐ
'
Við þekkjum öll hin
1 notalegu áhrif sem
I
náttúran stafar frá sér og
því þarf engan að undra
hinarstórkostlegu
| vinsældir náttúrulegra
* gólfefna. KROMMENIE
LINOLEUM gólfdúkurinn
ereingöngu unninnúr
náttúrulegum efnum.
Hann er níðsterkur í allri
sinni mýkt og er því
framúrskarandi
endingargóður auk þess
sem hann er eldtraustur.
Síðast en ekki síst er hann
til í ótal munsturtilbrigð-
um sem gleðja augað og
gefa umhverfinu þann
blæ sem hver og einn kýs.
í KROMMENIE
LINOLEUM fara því
saman náttúmlegur
styrkur og fegurð,-
hugarflug og hagkvæmni.
GÓLFEFN! GÓLFEFNi
GÓLFE^UiÓLFEFNI
GÓLFöfl^AFEFN!
GÓLFa IFEFNI
GOLFB* WFEFN!
GÓLFERvTöDLFEFNl
GÓLFEFNÍ GÓLFEFNI
Marmoleum
Viljirðu nánari upplýsingar, líltu inn eða hringdu!
Ekjaran
Gólfbúnaður
SÍÐUMÚLA 14 SÍMI (91) 83022-
AÐSTAÐA • OPIÐ MAN.—FÖSTUD.
O
w
>4!
(3
cf)
*o
t
_j
Q
O
C/)
Q_
Q_
O
SÝNDU
LIT
PASKANA!
Sími 679 007
ro
Cð
Q
>
p
1
N>
O
C/>
c
2
2
<=
O
o
I
ÞO
O
FAXAFEN 5 SKEIFUNNI
/ma'j
S^MORAy
AUÐSTILLT
MORATEMP blöndunar-
tækin eru með auðveldri
einnar handar stillingu á
hitastigi og vatnsmagni.
MORA sænsk gæðavara
fyrir íslenskar aðstæður.
Fást í byggíngavöruverslunum.
dj)
meiri ánægja^
r ó
MORATEMP
XJöfðar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!