Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 28
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 SKIÐAFERÐ A g’öng’uskíðum yfir Vatnajökul Tveir Norðmenn og einn Breti fóru nýlega á gönguskíðum yfir Vatnajökul. Mennirnir lögðu upp frá Egilsstöðum 24. mars síðastliðinn og ætluðu þeir að enda förina í Landmannalaugum 6. apríl en vegna skorts á birgðum urðu þeir að stytta förina um þrjá daga. Björgunarsveitarmenn á Egils- stöðum óku skíðagöngumönnunum, sem heita Erik Boehlke, Odd Elias- sen og Guy Sheridan, frá flugvellin- um á Egilsstöðum í Fljótsdal, skammt frá Valþjófsstöðum. Þar bundu þeir skíðin á sig og gengu vestur að Snæfelli. Mennirnir nutu stuðnings fyrirtækisins Alsport á íslandi hvað varðaði útbúnað og ýmsa fyrirgreiðslu. Grófu sig í fönn Á leiðinni að Snæfelli brast á með byl og þurftu þeir að grafa sig í fönn skammt frá fellinu á fyrsta degi ferðarinnar. „Um kvöldið lægði og létti til svo við gátum haldið upp á jökulinn. En þarna fór hálfur dagur í súginn,“ sagði Guy Sherid- an, 48 ára Breti, sem hefur, auk skíðaferða um hálendi íslands, farið í fjallaleiðangra til írans, Himalaja- fjalla og Yukon-fjalls í Norður- Kanada. Hann tók þátt í Falklands- eyjastríðinu sem lautinant í breska sjóhernum. „Við höfðum lítið stöðuvatn við rætur jökulsins skammt frá Maríu- tungum sem upphafspunkt fyrir ferðina og þaðan var stefnan tekin á Grímsvötn,“ sagði Erik Boehlke, Erik og Guy (t.h.) bera saman bækur sínar. Semja þurfti nýja ferðaá- ætlun þegar ljóst var að eldsneytið var á þrotum. Morgunblaðið/Guðlaugur Pír. Ó. Man hylltur í lok hátíðarsýningarinnar í Logal- andi, f.v.: Jón Múli Árnason, Stefán Jónsson og Jónas Árnason. Ungmennafélag Reykdæla var með hátíðarsýningu í Loga- landi sunnudaginn 1. apríl á ærsla- gfsöngleiknum Rjúkandi ráð eftir Pír. Ó. Man og var sýningin liður í M-hátíð á Vesturlandi sem nú stendur yfir. Verk þetta var samið 1959 en nú var í fyrsta skipti upp- lýst opinberlega hverjir hafa dulist á bak við höfundarnafnið, en það eru, eins og margir hafa reyndar vitað, Jónas og Jón Múli Árnasynir og Stefán Jónsson. Voru þeir við- staddir hátíðarsýninguna og hylltir í lok sýningar. Rjúkandi ráð er „ærslasöngleikur í þremur þáttum undir lögreglu- vernd“, segir í leikskrá. Verkið var yrst sýnt hjá Nýju leikhúsi leikárið 1959-60, undirleik- stjórn Flosa Ólafssonar leikara og leikstýrir hann einnig verkinu í uppsetningu Reykdæla. í leikskrá segir: „Á verkið má líta sem ádeilu á hégómann og gróðafíknina sem snýr lífshjóli margra í þjóðfélaginu: En aðspurður segir leikstjórinn að það sé „púra della, klassísk að vísu“.“ Jónas Árnason á allt það sem er í bundnu máli í verkinu, Jón Múli samdi lögin og Stefán Jónsson rit- höfundur samdi laust mál verksins ásamt bræðrunum. DP LEIKLIST Hulu leyndarinnar svipt af Pír. Ó. Man Sveitungarnir Jónas Árnason rit- höfúndur á Kópareykjum og Flosi Ólafsson á Bergi. Flosi býr stórbúi með fjóra vagnhesta á jörð sinni, sem nú nefnist Stóra Aðalberg. -iípÆ U uoKM^skeit hefiast'23*?r'l~ 0 6- LEÍ ÍV\ f-ÖJA 'v Af? ( ísJ»J eC Toíút- tíntersk hreyfilíst khiuTbiH# -fra Fngcon. Voinsteikfimi ms hún gerisf Þesj-WStemm-hleyust: fánnarar: Afnadé+fir; Blfsabef Gutmundsdótfi'r ^ Aynes tCrisijónzdófh'r tfáieaisleik-fimi ftrir bwria - t*ek . Kennah : HftfóTS AfnadcAhr tftífínMdoms Kennarar: 4+any HadatjQ Oj SilyJía von kospo+h. Mrz> ffaSomrt^ ■Kennarar : thrfdf 5 Aýnes ':f~\%árvi ... Kennari •• Atfnes KhstjonS. Símar: 15103 og 17860 L&iklisf fyrir böm ÍLnan ''stytiur (eikkona- Pans - leihY-SfXrini fýrir börr\ Kennari: fórdíS AfnljcrtSdöHir, /eikari. Arqentíhskur'foingB Kennari: PauTriHöncr ^ fcá Suiss- L-------------------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.