Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 ,C ,29 Ijósmyndir/Odd Eliassen Vistirnar báru kapparnir í bak- pokum og vógu þær um 25 kg. fimmtugur lögfræðingur frá Ósló. Síðar í ferðinni brast á annað stórviðri svo þeir neyddust til að grafa sig í fönn á ný en aðrar nætur sváfu félagarnir í þriggja manna tjaldi. Fór frostið mest niður í um 30 gráður á Celsíus á jöklinum. Erik sagði að vindur hefði blásið í fangið á þeim alla daga ferðarinn- ar nema þann síðasta og hefði ferð- in af þeim sökum tekið lengri tíma en ætlað var. „Munurinn á því að ganga á Vatnajökli og litlu jöklun- um okkar í Noregi er náttúrulega stærðarmunurinn. Það er ólýsanleg tilfinning að vera uppi á Vatna- jökli. Ég skil ekki hvers vegna ís- lendingar njóta þess ekki í meiri mæli að vera úti í náttúrunni á gönguskíðum. Óvíða í heiminum eru betri aðstæður til útiveru en hér á landi,“ sagði'Erik. Sprittið gekk til þurrðar Guy sagði að eldsneytisbirgðir þeirra hefðu þrotið, spritt sem þeir notuðu til að bræða snjó og til matreiðslu, og þeir hefðu af þeim sökum orðið að breyta ferðaáætlun- inni. Þeir ákváðu því að halda suð- ur á bóginn er þeir voru í grennd við Grímsvötn. „Við höfðum spurnir af því að hægt væri að komast niður jökulinn við Skeiðarárjökul. Við vorum þó varaðir við því að jökulfláinn gæti verið hálagler og miklar sprungur í honum,“ sagði Erik. „Það var hins vegar þunnt snjó- lag yfir jöklinum, nægilega mikill snjór til að við gátum skíðað niður fláann og alla leið út að þjóðvegin- um. Eftir tveggja tíma bið tókst okkur að stöðva bíl sem ók okkur að Kirkjubæjarklaustri," sagði Guy. Þeir félagar voru á einu máli um að það væri einstök tilfinning að vera á skíðum uppi á Vatnajökli, hrikaleg náttúran, einveran, smæð mannsins og fegurðin uppi á jöklin- um, allt væri þetta dýrmæt reynsla. Odd á Grænlandsjökul á ný Odd Eliassen, 45 ára gamall húsasmiður frá Asker í Noregi, hefur tvisvar áður farið á skíðum um hálendi íslands eins og félagi hans, Erik Boehlke. Auk þess hefur hann klifið Everest-tind. Árið 1988 fetaði hann í félagi við fleiri menn í fótspor Fridtjofs Nansens og gekk yfir Grænlandsjökul. Þá voru liðin 100 ár frá frægðarför Nansens yfir jökulinn. „Við vorum með svipaðan útbúnað og notaður var á þeim tíma. Vistir hvers manns vógu um 150 kg. Nú stendur til að endurtaka þessa ferð í maí næstkomandi en þá ætlum við að nota nútímalegri útbúnað," sagði Odd. Fegurðardrottningarnar heimsóttu m.a. Úrval-Útsýn, sem mun gefa efstu stúlkunum þriggja vikna sólarlandaferðir. Styttist Nú styttist óðum í að fegursta stúlka íslands verði valin. Það verður gert á Hótel íslandi miðvikudaginn 18. apríl og stend- ur undirbúningur nú sem hæst. Stúlkurnar hafa verið undan- farinn einn og hálfan mánuð í líkamsrækt í World Class og hafa þær einnig fengið þjálfun í göngu og sviðsframkomu. Tuttugu og tvær stúlkur taka nú þátt í keppn- inni og eru þær helmingi fleiri en undanfarin ár. Á kvöldinu sjálfu mun dómnefnd síðan velja 10 stúlkur í úrslit og af þeim verður síðan fegurardrottninjg Islands 1990 valin. Stöð 2 mun verða með beina útsendingu frá kvöldinu, líkt og undanfarin tvö ár, og munu þeir einnig sýna kynningarþátt um þátttakendur. Sá þáttur verð- ur sýndur á páskadag. Til mikils er að vinna fyrir stúlkuna sem lendir í fyrsta sæti og einnig þær sem verða í efstu sætunum. Eggert feldskeri ætlar að gefa stúlkunni sem lendir í fyrsta sæti, loðfeld, Jón og Óskar gefa gullhring, heildverslunin Ec- ho gefur armbandsúr, hitaveita Suðurnesja gefur vegleg peninga- verðlaun og verslunin Sér gefur síðkjól. Allar stúlkurnar hafa nú þegar fengið Matinblue íþrótta- galla og L.A. Gear íþróttaskó frá Sportís heildverslun. Þær munu einnig fá Elisabeth Arden snyrti- vörur frá Stefáni Thorarensen, sundboli, kampavín og blómvendi. Stúlkurnar sem lenda í efstu sætunum fá einnig Redken hársn- FEGURÐ í úrslitakvöldið Heimsókn í keilusalinn í Öskjuhlíð var hluti af undirbúningi stúlkn- anna. yrtivörur, ljósatíma, Montana ilm- vatn, krem, undirfatnað, fataút- tekt og síðast en ekki síst þriggja vikna sólarlandaferð frá Ur- val/Útsýn. Sem fyrr er mikið lagt í kvöld- ið sjálft og mun húsið opna klukk- an 19. Þá verður gestum boðið uppá Bláa Lóns drykkinn og hefur verið smíðað sérstakt módel af Bláa Lóninu, þar sem drykknum verður dælt upp úr. Fjórréttaður kvöldverður verður á boðstólum fyrir matargesti og verður súlu- bringa með sólbeijasósu í aðal- rétt. Verk Gunnars Þórðarsonar „Tilbrigði við fegurð“ verður dansað og eru það dansarar frá World Class sem dansa. Hafdís Jónsdóttir samdi dansinn. Nýjasta vor- og sumarlínan verður sýnd frá Tískuhúsinu Sér og skemmt- iatriði frá árunum 1930—1940 verður frumflutt. Tólf dansarar og söngvarar koma fram í þessu atriði og eru það Maríanna Frið- jónsdóttir sem leikstýrir, Jón 01- afsson er hljómsveitarstjóri og Helena Jónsdóttir semur dansana. Á miðnætti verða síðan valdar vinsælasta stúlkan, besta ljós- myndafyrirsætan og þær stúlkur sem skipa fimm efstu sætin í keppninni. í dómnefnd sitja þau Ólafur Laufdal veitingamaður, Erla Haraldsdóttir danskennari, Sigtryggur Sigtryggsson frétta- stjóri, Linda Pétursdóttir mark- aðsfulltrúi, Magnús Ketilsson verslunarmaður, Svava Johansen kaupmaðurog Kristján Zophan- íasson framkvæmdastjóri. Stjórn- andi beinnar útsendingar er Mar- íanna Friðjónsdóttir en fram- kvæmdastjóri keppninnar er Gróa Ásgeirsdóttir. ^ekki bara hepf^1 14. leikvika - 7. apríl 1990 Vinningsröðin: 11X-222-X21-2XX HVERVANN? 807.130-kr. Enginn var með 12 rétta 2 voru með 11 rétta - og fær hver: 121.122- kr. á röð Tvöfaldur pottur HAITI - NEW ORLEANS - ORLANDO REYKJAVÍK SALOT OG AÐALRETTIR Blackened Chwken kr. 450 Blöndud salatblöó m/vinaigrette og kjúklingakjóti Blackened Quartet kr. 1390 Sýnishom afkolakvartet, sem samanstendur affiski, nautakjóti, kjúkl- ingi ogrækjum m/djúþsteiktum kartöflubátum oggufusoónugrœnmeti. Barbecue Shrimp and Shrimp Creole kr. 990 Uthafsrœkjur, soðnar ipiparsmj'öri og úthafsrœkjur sodnar iCreote tómatsósu. Cajun Surf and Turfkr. 1090 Kolasteikturfiskur, borinn fram með kartöflubátum oggufusoðnu grœnmeti Blackened Fish lcr. 1090 Kolasteikturfiskur, borinn fram með kartöflubátum oggufusoónu grœnmeti Blackened Prime Rib kr. 1490 Kolasteikt Prime Ribsteik borin fram meó kartöflubátum oggufusoónu grœnmeti Eftirréttir 4ra laga Greole ostakaka kr. 520 Hlaut silfurverólaun. Verio velkomin á Hard Rock Cafe Elskum alla - þjónum öllum. Sími 689888 Siðasti dagur CREOLE Matarkynningarinnar íkvöld frákl. 18-23.30 Beint frá New Orleans Yves Ambroise yfirmatreiöslumaöur áRoyal Orleans veitingahúsinu í ■ Orlando eldarCREOLE OG CAJUN mat, sem erengu líkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.