Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 1

Morgunblaðið - 06.05.1990, Side 1
120 SIÐUR B/C/D 101. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 50 ár frá hernámi íslands Morgunblaðið/Sverrir. í vorskapi við Garðaskóla í Garðabæ Þýskaland nasismans: Sprengjuflugvél send til loftárásar á Reykjavík ÞÝSKI kaflbátsforinginn sem sökkti Goðafossi út af Reykjanesi skrifaði í skipsbókina að hann hefði skotið niður „eitt óþekkt hlutlaust skip“ og vissi ekkert hvaða skip það var. I nóvember 1942 fékk þýsk flugáhöfn skipun um að gera sprengjuárás á Reykjavík. Hún lagði af stað og siðan hefur ekkert til hennar spurst. Itilefni þess að næstkomandi fimmtudag, þann 10. maí eru 50 ár liðin frá því Bret- ar 'hernámu ísland, sendi Morgunblaðið blaðamenn til Noregs, Bretlands, Þýska- lands, Kanada og Bandaríkjanna til að leita uppi og tala við fólk sem þar kom við sögu. Jafnframt var fjöldi viðtala tekinn hérlend- is. Víða koma fram markverðar upplýsing- ar, sem ekki var almennt vitað um hér áður. Bretar höfðu tiltæk herlög, sem þeir voru búnir að kynna forsætisráðherra Islands og áttu að koma strax til framkvæmda ef og þegar Þjóðveijar réðust á landið. Þá og ekki fyrr skyldi hershöfðingi landhersins taka við yfirstjórninni. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við sagnfræðinginn dr. Bittn- er, sem kannað hefur frumheimildir um ís- land, Breta og seinni heimsstyijöldina. Einn- ig kemur fram að Winston Churchill harð- bannaði sínum mönnum að fara þess á leit við Bandaríkjamenn að taka við á íslandi nema þeir byðust til þess sem Roosevelt forseti gerði. Bandaríkjamenn höfðu þá ekki flota eða flugstyrk til að taka við, og Bret- ar höfðu hér flugher og flota fram yfir stríð. ísíendingar neituðu Þjóðveijum um land- vistarleyfi í tvö ár eftir stríð. Þjóðveijar, sem hér áttu fjölskyldur, gátu því ekki snúið aftur heim fyrr en eftir 1947, þegar ný ríkis- stjórn hafði tekið við og Bjarni Benedikts- son varð dómsmálaráðherra. í viðtali við Adolf Schmidt, skipveija á þýskum kafbáti sem fluttur var særður á land í Reykjavík 1939, tveim vikum fyrir stríð, kemur fram að hann átti miklu ánægjulegri vist hér á landi en áður hefur verið talið. Yfirmaður hans, Fritz Lemp, var við stjórnvölinn á þýska kafbátnum U-110 árið 1941 þegar Bretar skutu á hann suður af Reykjanesi, höfðu hann á valdi sínu í sex klukkustundir og náðu öílum leyniskjölum áður en hann sökk. Bretar höfðu aðeins tvö kort meðferðis til að hernema ísland, eitt af landinu og annað handteiknað af Reykjavík, gert á leið- inni eftir minni einhvers sem dvalist hafði hérlendis í sumarleyfí. A-Þýskaland: „Látin“ kona fannst á geð- sjúkrahúsi Hamborg. dpa. AUSTUR-ÞÝSK kona, sem talin hafði verið látin fyrir mörgum árum, fannst nýlega á lífi á geðsjúkrahúsi í borginni Waldheim. Yfirvöld kommúnista eru sögð hafa orðið þreytt á endurteknum óskum konunnar um leyfi til að fara úr landi og lokað hana inni á sjúkrahús- inu. V-þýska tímaritið Stern segir að konan, sem nú er 32 ára gömul, hafi verið níu ár í sjúkrahúsinu. Hún er nú í umsjá ættingja en nafii hennar hefúr ekki verið gefið upp. Ritið hefúr eftir yfirvöldum a-þýskra sjúkrahúsa að ör- yggislögreglan, Stasi, hafi margsinnis þvingað geðsjúkrahús til að taka við fúllkomlega heilbrigðu fólki. Syðri-Straumfjörður: Bandaríkin hætta rekstri flugvallarins Kanpmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ virðist nú afráðið að Bandaríkja- menn hætti að reka flugvöllinn í Syðri- Straumfirði á Grænlandi í árslok 1991. Utanríkisráðherra Dana, Uffe Elle- mann-Jensen, ræddi málið við banda- rískan starfsbróður sinn, James Baker, í Brussel fyrir skömmu. „Það virðist sem „vandinn" sé sá að heimurinn er orðinn friðsamlegri," sagði Ellemann- Jensen. Hann hafði eftir Bandaríkja- mönnum að ekki væri lengur hernaðar- leg þörf fyrir flugstöðina og ætlunin væri að spara útgjöld til hermála. Flug- völlurinn er mikilvægur í grænlensku innanlandsflugi en óvíst hvort lands- menn geta ljármagnað reksturinn án aðstoðar, auk þess hafa Grænlendingar haft miklar óbeinar tekjur af umsvifum Bandaríkjamanna. Sanmingaþóf um flugvallarreksturinn hefur staðið lengi. Grænlenskir ráðamenn hafa sagt að yfírgefi Bandarikjamenn Syðri- Straumfjörð verði þeim einnig gert að hverfa frá herbækistöðinni í Thule. Addragandinn Hvort eru hér Bretar eða Þjóðveijar? spurðu íslendingar 10. maí 1940 A10 Hernámsdagurinn Horfðum á dátana með forundran sveita- mannsins A16 Sagnfræóin Bretar komu alls óuridirbúnir segir sagnfræðingurinn Donald Bittner A18 Hervæóingin Frá Reykjavík til Reyðarfjarðar A22 íslendingarnir Höfðu pabba á brott með sér B1 / Af „hættuför" íslenskra blaðamanna til Bretlands B2 / Siglt í strfði B4 / Dauði og djöfulgangur jafnan á næstu grösum B6 / Hernámslið í dagsins önn B8 Þjóólífið Var draumur að vera með dáta? B2 Þjóðverjarnir Hugur stríðs- fangans jafnan á íslandi D4 / Vona að það verði aldrei aftur stríð D8 / Vildi ekki trúa að hann væri dáinn D10 / Örlögin komu í veg fyrir sprengjuárás á Reykjavík D12 Norðmennirnir Norskir her- menn á íslandi D15 / Við urðuin að grípa til vopna D16 Kanadamennirnir sá ís- björn koma út úr þokunni ... D18 Bandaríkjamennirnir Kalda stríðið gekk í garð á Hótel Borg D22 Bretarnir Breska heimsveldið byggði Reykjavíkurflugvöll D25 / Herflug- vélar á íslandi D26 / Hún vildi sjá landið þar sem faðir hennar var sendiherra í hernám- inu D27 / Moskítóflugurnar létu á sér standa D28 / Maður þurfti að hleypa í herð- arnar D30 / Óttaðist að fjölskyldan yrði sárhneyksluð á ásfarsambandinu D32 / Hann teiknaði flugturninn D34 Efnið er afrakstur hópvinnu blaðamanna Morgunbladsins. Undirbúning og ráðgjöf ann- I aðist Ólafur K. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.