Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 2

Morgunblaðið - 06.05.1990, Page 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 Icelandic Freezing Plants í Bretlandi: Verð á verksmiðjuvöru 46% hærra en í fyrra ICELANDIC Freezing Plants, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Bretlandi, seldi verksmiðjuvöru fyrir 5,541 milljónir punda eða um um 554 milljónir króna fyrstu fjóra mánuði þessa árs, eða 46% hærra heildarverð en á sama tíma í fyrra, að sögn Ingólfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. IFPL seldi flök fyrir 4,909 milljónir punda eða um um 491 milljónir króna fyrstu Ijóra mánuðina í ár, eða 9% hærra heildarverð en á sama tíma í fyrra. Ingólfur Skúlason sagði að verk- smiðjuframleiðsla IFPL hefði ver- ið aðalvandamálið í rekstri fyrirtæk- isins síðastliðin ár. „Við höfum veitt geysilegu fjármagni og orku í að ná upp vöruþróunarmálum og nýjum viðskiptavinum á síðustu tveimur árum og það er að skila sér afskap- lega vel núna,“ sagði Ingólfur. „Vöruþróunarstarfið skilar sér hins vegar miklu seinna en menn gerðu ráð fyrir í upphafi og margir íslensk- ir framleiðendur, sem hafa verið að reyna að koma sinni vöru inn á markaði erlendis, hafa lent í því sama,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að salan á verksmiðju- vörunni dreifðist á mjög stóran hóp viðskiptavina og salan hefði aukist frá mánuði til mánaðar. „í síðasta mánuði pökkuðum við og sendum út 690 tonn af vöru, sem er það mesta sem framleitt hefur verið í einum mánuði frá upphafí fyrirtæk- isins." Verðhækkanir á steypu frá 1984: Hækkunin 289% en ekki 396% - segir Halldór Jónsson forstjóri. HALLDÓR Jónsson forstjóri Steypustöðvarinnar hf. segir að það sé rangt hjá verðlagsráði að verð á steypu hafí hækkað' um 396% frá því verðlagning á steypu var gefin firjáls árið 1984, og hið rétta sé að verðið hafi hækkað um tæp 289% á tímabilinu fyrir utan áhrif aukinnar skattheimtu ríkissjóðs. etta kemur fram í greinargerð sem Halldór hefur sent Verð- lagsstofnun og óskað var eftir vegna 6% hækkunar á steypu 1. apríl síðastliðinn í kjölfar 6% hækkunar á sementi. Halldór bendir einnig á að um síðustu áramót hafi verið tekinn upp virðisaukaskattur á steypu, bæði efni og akstur, en áður hafi akstur með steypu verið söluskatts- frjáls, og söluskattshluti í steypu verið 10,4%. Þá hafi 9% vörugjald verið Iagt á steypu 1. janúar 1989, og með sama söluskattshlutfalli og var í gildi á síðasta ári ætti verð á steypu því að vera 8.515 kr. rúm- metrinn til neytandans í stað 9.921 kr., og hækkun steypu frá 1984 því 287,6%. Hann bendir á að á þessu tímabili hafi byggingarvísitala 3,4 faldast og meðaltal hækkunar bygg- ingarvísitölu og sements 2,8 faldast, og steypa því fylgt meðaltali al- mennra verðbreytinga og verði á sementi. Halldór segir að 6% hækkun á steypu 1. apríl hafi skilað steypu- stöðvunum 3% til þess að vega upp á móti 9,75% kostnaðarhækkunum að meðaltali, sem orðið hafi á tíma- bilinu frá 1. september 1989, þegar verð á steypu hækkaði síðast, og því sé einsýnt að steypa þurfi að hækka aftur fljótlega. Hann bendir á að á þessu tímabili hafi vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 13,5%, díeselolía um 1,37%, laun bílstjóra um 6,4% og gengi v-þýsks marks um 16,05%. Morgunblaðið/Sverrir Brúarsmíði gengur vel Á Arnameshæð hefur í vetur verið unnið við brúargerð og hafa fram- kvæmdir gengið að óskum. Að sögn Rögnvaldar Jónssonar umdæmis- verkfræðings í Reykjanesumdæmi, stefnir brúarverktakinn að verklok- um í júlí í stað október eins og gert var ráð fyrir. Búið er að sprengja fyrir vegarstæði í sjálfri hæðinni og er verið að slá upp mótum fyrir brúnni. Erfiðlega gekk í vetur að undirbyggja vegarstæði að brúnni vegna langvarandi frosts í jörðu og hefur jarðvinna á vegum Vegagerð- arinnar dregist af þeim sökum. Aætlaður kostnaður við verkið er um 320 milljónir króna og verður verkið allt unnið á þessu ári. Alþingi: UmhverjBs- málafhimvarp- ið samþykkt FRUMVARP um yfirstjóm um- hverfismála var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær, laugar- dag, og á hádegi var stefiit að því að Ijúka þingstörlum í gær- kvöldi. Frumvarp um yfirstjórn um- hverfismála var samþykkt í efri deild í gærmorgun með þeim breytingum að Geislavarnir ríkis- ins og ýmsir þættir hollustuvernd- ar og heilbrigðseftirlits falli ekki undir umhverfisráðuneytið og Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins starfi áfram sem sjálf- stæðar stofnanir. Stefnt skuli að endurskoðun laga varðandi þessa þætti. Á hádegi í gær var gert ráð fyrir að þingstörfum lyki í gær- kvöldi. Var þá meðal annars stefnt að því að afgreiða frumvörp til laga um raforkuver, stjóm fisk- veiða og Hagræðingarsjóð sjávar- útvegsins. Innbrots- og bensínþjófar handteknir LÖGREGLAN stóð mann að inn- broti í söluturn á Vesturgötu á sjöunda tímanum í gærmorgun. IVt eðal rúmlega tuttúgu manna sem gistu fangageymslur lögregl- unnar voru fimm ungmenni sem staðin voru að bensínþjófnaði úr geymum bíla við Bifreiðar og land- búnaðarvélar og Bílaleigu Akur- eyrar. 10 ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur aðfaranótt laug- ardagsins. Verð aldrei annað en sjálfstæðismaður - segir Albert Guðmundsson „ÉG hafði búist við þessu nokk- uð lengi og held að þeir hafi gert alveg rétt. Þetta eru sjálf- stæðismenn og eiga hvergi bet- ur heima en í Sjálfstæðisflokkn- um,“ sagði Albert Guðmundsson þegar leitað var viðbragða hans við því að þingmenn Fijálslynda hægp^i flokksins, sonur hans Ingi Bjöm og Hreggviður Jónsson, hafa gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður kvaðst Albert telja að gróið væri um heilt milli sjálfs sín og Sjálfstæðisflokksins. „Ég hef alltaf verið sjálfstæðis- maður og verð aldrei neitt annað, sama hvort ég starfa undir nafni Borgaraflokksins, sem er liðin tíð, eða eitthvað annað. Ég sé ekki að það séu særindi milli mín og Sjálf- stæðisflokksins eða annarra flokka þótt ég hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Borgaraflokkinn enda ekki fundið þar til samstöðu með öðrum en þeim sem voru í raun sjálfstæðismenn." Albert kvaðst telja að bæði hann sjálfur og forysta Sjálfstæðisflokksins hefðu áttað sig á því að það hefði verið óþarfa upphlaup sem olli því að vinabönd hefðu slitnað um tíma. Hann og þeir hefðu sæst fullum sáttum. „Ef ég fer einhvem tímann aft- ur í pólitík verður það ekki annars staðar en á vettvangi Sjálfstæðis- Alberf Guðmundsson, sendi- herra íslands í París. flokksins. En í augnablikinu er ég ekki í pólitík, hvorki landsmálum né sveitarstjómarmálum. Ég er að reyna að vera sæmilegur sendi- herra. Þá verður maður að vera hlutlaus gagnvart öllum og starfa að stefnumálum þeirra manna sem þjóðin hefur valið til forystu," sagði Albert Guðmundsson, sendi- herra íslands í París. Fisksalan í Hull og Grimsby: Verðmunur milli út- flyljenda allt að 50% Markmið Aflamiðlunar er að hámarka mögulegt verð og takmarka útflutning á fiski til frekari vinnslu erlendis ALLT að 50% verðmunur hefúr reynzt á þeim fiski, sem seldur hefúr verið héðan úr gámum á uppboðsmörkuðunum í Hull og Grimsby. Síðan Aflamiðlun tók til starfa, hefur verið haldið saman upplýsingum um verð á seldum fiski eftir bátum, en stefna stjórn- ar hennar er meðal annars sú, að taka mið af gæðum við úthlutun útflutningsleyfa. Verðmunur ræðst að miklu leyti af gæðum, stærð fisksins og seldu magni. Sigurbjörn Svavarsson, formað- ur stjómar Aflamiðlunar, segir að frá því Aflamiðlunin hefði tekið til starfa, hafi umsóknir um út- flutning á þorski og ýsu í gámum verið í kring um 2.000 tonn, en heimilaður hefði verið útflutningur á innan við 1.000 tonnum vikulega að meðaltali. Til þessa hefðu innlendir kaup- endur ekki nýtt sér möguleika til fiskkaupa í gegn um Aflamiðlun og taldi hann mögulega skýringu á því, að í mörgum tilfellum væri það vinnsl- an sjálf, sem sækti um útflutn- ingsleyfi og fengjust þau ekki, verkaði umsækjandi fiskinn ein- faldlega sjálfur. Sigurbjöm sagði markmið stjórnarinnar það, að leyfilegur útflutningur miðaðist við, að meðalverð yrði hverju sinni ekki lægra en 1,10 pund á kíló. Það væri gert til að hámarka mögulegan hagnað af þessum út- flutningi og jafnframt væri reynt að miða leyfi; legt magn við það, að fiskur- inn færi ekki til frekari vinnslu ytra. Meðal annars af þeim sökum hefði að minnsta kosti ekki enn verið heimilaður útflutningur á ferskum físki til Danmerkur, þar sem vitað væri að þar færi hann beint í vinnslu. Til að halda sem hæstu verði, væri einnig tekið mið af því við úthlutun, hver gæði fisksins hjá umsækjendum væm, en við athugun Aflamiðlunarinnar á verði físksins ytra eftir bátum hefði komið í Ijós allt að 50% verð- munur á fiski, sem seldur var sama daginn. Hann sagði, að hlutverk Aflamiðlunar væri kannski vanda- samara en ella vegna þess að frá áramótum væri verð á þorski og ýsu um 40% hærra en á sama tíma í fyrra talið í sterlingspundum. Því væri ásóknin mikil, en reynt væri að stýra útflutningnum þann- ig að drægi úr sölu þorsks en ýsan ykist. Þá gat hann þess, að þær tvær vikur, sem heimilaður hefði verið útflutningur á flöttum fersk- um fiski, hefðu 685 tonn farið utan. Aflamiðlun vinnur nú að því að keyra saman upplýsingar um út- hlutun útflutningsleyfa, útskipanir á fiskigámum og sölu á mörkuðun- um til að kanna hvort um mögu- lega misnotkun á leyfum geti ver- ið að ræða. Allar upplýsingar Afla- miðlunar eru opinberar og er það von stjórnar hennar, að fiskútflytj- endur jafnt sem fiskkaupendur nýti þær til stýringar á útflutningi og fiskmiðlun innan lands. BflKSVlÐ eftirHjört Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.